Framhald á för með Karlakórnum Ernir.

Já það var vel tekið á móti hópnum í Sveinbjarnargerði, ein af þessum frábæru sveitagistingum, þar sem útihús hafa verið gerð upp sem gistiherbergi fyrir ferðamenn.  Fólkið einstaklega ljúft og yndælt, við vorum eins og heima hjá okkur. 

Daginn eftir fór kórinn í Ýdali og komu við á Yrsta-felli og tóku það lagið, skoðuðu einstakt bílasafn og áttu góða stund.  En nokkarar kvennanna höfðu annað á prjónunum.  Við fórum nefnilega út að borða í miðbæ Akureyrar.

IMG_0146

Já við vorum nefnilega búnar að ákveða að fara á veitingahúsið Strikið, þar sem var hreinlega dekrað við okkur.

IMG_0150

Og þar var ýmislegt gott pantað, frá humri til nautasteikur.  Og það var sko fjör.

IMG_0151

Já það þarf auðvitað að velja vel, það skiptir auðvitað öllu máli í svona matarferð að velja rétt, enda leynir sér ekki ábyrgðarmikli svipurinn á okkur.

IMG_0156

Þjónarnir voru líka flottir, sérstaklega þessi elska. Sumar okkar vildu helst fá að hafa hann með heim innpakkaðan í pappír Wink

IMG_0157

Og auðvitað tókst okkur að velja vel, enda góður matur á staðnum.

IMG_0162

Þá er nú maturinn komin á borðið, og hægt að fara að ræða saman og skemmta sér.

IMG_0168

Og það var Sigga Lúlla sem hélt uppi stuðinu, við grenjum að hlátri yfir sögunum henna

r. Ein hljóðaði svona: Þegar ég var nýbúin að fá bílpróf, þurfti vinur minn að fara á ball, og bað mig að aka sér þangað í flottum kagga sem hann átti, ég var nú aldeilis til í það. Og þegar ég hafði ekið honum á ballið mátti ég fara á rúntinn á fína bílnum. Og ég ók um bæinn, m.a. niður á höfn tók þar rúntin og svo upp í bæ aftur. Ég tók eftir því á leiðinni upp í bæinn aftur að fólk benti á mig og veifaði, og ég var svona að spá í hvað ég væri vinsæl, veifaði á móti og svona. Þegar ég kom upp á gömlu benzínstöðina til móts við þar sem N1 er núna og stöðvaði bílinn kom einn náungi til mín og sagði; mín bara á veiðum. Ha! hváði ég, já bara með heilt troll afan í bílnum.

Hafði ég þá ekki í ferðinni niður á höfn flækst í trolli sem sjómenn voru að laga á höfninni, og ekið með það gegnum allann bæinn, með karlagreyinn hlaupandi á eftir mér.

Elsku Sigga Lúlla, þú er frábær. Heart Enda brölluðum við margt á þessum tímum með Siggu Maju.  LoL

IMG_0172

Það var svo notalegt að komast aftur á hótelið og hitta karlana og skemmta okkur svolítið frameftir. Sumir lengur en aðrir eins og gengur.

IMG_0185

Já það var sko fjör hjá okkur þessa helgi. Í góðum félagsskap.

IMG_0190

Ég skal segja þér að ......................................LoL

IMG_0195

Elsku Dagný mín, við bjuggum saman um tíma mamma hennar og ég, með krakkana okkar. Lít alltaf á þau sem tengd mér síðan. Heart

IMG_0196

Og hér er engilinn okkar hún Helga í botni, aðalhjálpar kokkurinn í kórnum, þeir gætu ekki án hennar verið strákarnir.

IMG_0197

Þori að veðja að hér erum við Palli að syngja Sto me emilo. hehehehe...

IMG_0199

Hér er hafnarstjórinn okkar búin að taka upp gítarinn og byrjaður að spila undir fjöldasöng.

IMG_0204

Meðan engillinn hugar að öðrum og alvarlegri málum, annað hvort að spá í sölu næsta dags, eða athuga með nytina í kúnum sínum. Já Helga er uppfull af orku og alltaf tilbúin þessi elska.

IMG_0207

Það er ekki bara hægt að spila tvíhent á píanó, það er líka hægt að spila tvíhent á gítar.

En fljótlega eftir þetta var svo gengið til náða, og daginn eftir átti að fara á Ólafsfjörð og Siglufjörð, konsert í Tjarnarborg í Ólafsvík, skjótast svo í gegnum Héðinsfjarðargönginn til Siglufjarðar að skoða söfn og fá okkur ungverska Gúllassúpu.

En það bíður næstu færslu.  Eigið góðan dag elskurnar ég er farin í blóminn. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2022156

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband