Á ferð með karlakórnum Ernir.

 Karlakórinn Ernir lagði land undir fót s.l. fimmtudag, við kerlurnar fengum að fara með, enda geta þeir ekki verið án okkar þessar elskur. 

Það er málið að ég hef farið í nokkrar ferðir með kórnum, og þær hafa allar verið afskaplega skemmtilegar og flottar, enda er vináttan slík og allir eru bara vinir út í gegn. Það skiptir svo miklu máli.

IMG_0029

Við lögðum af stað á tveimur rútum áleiðis til Akureyrar á fimmtudags morgun kl. 10.  Ég var búin að vinna eins og berserkur upp í gróðurhúsinum mínum til að undirbúa fjögurradaga töf á ræktuninni, ásamt Heiðu Báru frænku minni sem er að aðstoða mig þessa dagana.

IMG_0032

Fyrsta stoppið var Í Hólmavík, hvar við fengum opnað ríkið, því flestir höfðu ekki hugsað út í slíkt áður en lagt var af stað.  En hér erum við komin til Blönduóss, þar voru fyrstu tónleikarnir haldnir, sumir sem ekki höfðu ætlað sér í ríkið á Hólmavík, gátu farið hér inn og keypt sér bjór og rauðvín.

IMG_0033

Ég hef grun um að flestir bara aki beint gegnum Blönduós, en það væri gaman að fara niður í bæinn og skoða þar. Þar er þessi fallega kirkja, og takið eftir grillinu fyrir utan. Eina kirkjan sem ég hef séð sem er með svona grilli. Ætli þeir grilli eftir messu?

IMG_0035

Þarna er líka þessi afskaplega öðruvísi lóð, einhver listamaðurinn sem lætur sköpunargáfuna ráða með allskonar gamla muni og gefur þeim nýtt líf.

IMG_0041

Gaman að skoða þetta.

IMG_0042

Og margt forvitnilegt að sjá.

IMG_0043

Og svo voru allir búnir að fá sér nesti og svona...

IMG_0046

Konsertin var haldinn í þessari nýju kirkju þeirra, sem er ansi .. öðruvísi en aðrar kirkjur, minnir að hún hafi slegið tóninn í því sem koma skyldi með öðruvísi kirkjur.

IMG_0048

Sumar kvennanna voru ákveðnar í að fara út að borða meðan karlarnir voru að syngja. Hér er hún Kata litla sem var driffjöðurinn í öllu slíku.

IMG_0050

Og við skemmtum okkur rosalega vel á Pönnunni... eða var það Potturinn hehehe man það ekki, en það var glæsilegt að borða þarna.

IMG_0056

Svo var stoppað á leiðinni til Akureyrar og sungin nokkur lög. Sorrý man ekki hvað staðurinn heitir. En þetta var góð stund.

IMG_0089

Og hér erum við komin til Akureyris... hér hittum við gamlan vin Óðinn Valsson sem var all hress og ánægður með lífið. Knús Óðinn minn Heart

IMG_0092

Hér erum við reyndar í mollinu á Glerártorgi. Hér eru Elli minn og Kristján tíundi kóngurinn okkar að hvíla lúin bein.

IMG_0093

Það var frjáls tími, og við Ellli og Sigurjón Guðmundsson ákváðum að rölta niður í miðbæ, Sigurjón hafði verið hér í menntaskóla og það var gaman að rölta þetta með honum meðan hann ryfjaði upp gamlar minningar, Elli minn bjó hérna líka kring um 1969 og hann skoðaði gamla húsið sem hann bjó í á þeim tíma.

IMG_0095

Já það var gaman að rölta um bæinn og skoða falleg hús og garða.

IMG_0097

Sum þeirra ansi skrautleg.

IMG_0102

Og auðvitaqð kom ekkert annað til greina en að fara á Bautann.. eða þannig.

IMG_0103

Fengum þessa fínu steikur, og þessir drengir voru báði í MA og voru hér að rifja upp minningarnar.

IMG_0109

Fórum síðan inn á Bláu könnuna í kaffi... nú eða rauðvín.

IMG_0111

Margrét Gunnars, hafnarstjórinn okkar Guðmundur Kristjánsson og Jón Sigurpálsson, öll flottir músikantar.

IMG_0117

Setið í göngugötunni.

IMG_0118

Hjónin í Botni.

IMG_0119

Já þetta er bara gaman.

IMG_0126

Kíktum aðeins inn í Hofið, þar voru listaverk eftir Guðbjörgu Ringsted þá frábæru listakonu, sem var bæjarstjórafrú á Ísafirði um skeið, þetta eru fallegar myndir af útsaumi á íslenska búningnum.

IMG_0129

Og þá var kominn tími til að halda í áttina að náttstað, sem er Sveinbjarnargerði í Eyjafirði.

IMG_0131

Og komin tími til að skotta sér af stað.

IMG_0134

Það er fallegt þarna á Akureyri, og friðsælt við höfnina.

IMG_0138

Það var svolítið verslað líka Elli keypti sér skóreimar og ég fékk skrúfu í gleraugun mín heheheh.

IMG_0141

En nú erum við komin á áfangastað og eins gott að slaka á, því það verður annar konsert á morgun.

IMG_0145

Prinsessan okkar hún Sigga Lúlla. En sveitagistingar virðast vera afskaplega skemmtileg viðbót við hótelin, fólkið yndislegt og ljúft og allt einhvernveginn svo heimilislegt og frjálst. En það er hingað og ekki lengra í kvöld, ég segi meira frá þessu öllu saman á morgun. Þá fáið þið sögur af okkur kerlunum sem ákváðum að fara út að borða og skemmta okkur meðan stráka greyin héldu konserta ekki færri en tvo.

Meira á morgun. Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Lángafi minn var fyrzti ztjórnandi karlakórzinz Ægiz í Bolungarvíkinni, (zem zíðar rann zaman við Karlakór Ízafjarðar og  Þingeyrar og varð að Karlakórnum Erni), því fylgizt ég alltaf með örnum á ferð.
Takk fyrir myndirnar þínar.

Steingrímur Helgason, 6.5.2013 kl. 23:58

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að þessu Steingrímur minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2013 kl. 09:18

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Takk fyrir skemmtilegar myndir og ferðasögu.

Ragnar Gunnlaugsson, 7.5.2013 kl. 10:36

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið Ragnar minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2013 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022157

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband