26.4.2013 | 22:41
Sjávarútvegsstefna Dögunar.
Þetta verður mín síðasta færsla í pólitíkinni, því á morgun á fólk að fá frið fyrir áróðri og loforðaflaumi til að hugsa sinn gang, og fá frið til að taka sínar ákvarðanir um hvað það ætlar að kjósa.
En vegna þess að ég hef verið mikið spurð út í sjávarútvegsstefnu Dögunnar, og þar sem Guðjón Arnar okkar frábæri frambjóðandi í öðru sæti í Norðvestri hefur ekki haft mikinn tíma til að vera hér hjá okkur, þá vil ég árétta staðfestan málefnasamning Dögunnar í sjávarútvegsmálum. Enda er það sá hluti sem snýr hvað mest að Frjálslyndaflokknum og því frábæra fólki sem þar vann að okkar málum. Þessi stefna okkar er að miklu leyti unnið af okkar mönnum Sigurjóni Þórðar og Guðjóni Arnari að þessari stefnu. Og hér er hún:
Sjávarútvegsstefna Dögunar
Stefna Dögunar í sjávarútvegsmálum grundvallast á nýrri stjórnarskrá þar sem kveðið er á um þjóðareign á auðlindum og nýtingarrétti þeirra. Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi og hámarka verðmætasköpun nytjastofna. Gagnger endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu mun byggjast á:
- Að fullt jafnræði verði í aðgengi að veiðiheimildum.
- Að greitt verði auðlindagjald fyrir afnotin sem renni til ríkis og sveitarfélaga.
- Að framsal, framleiga og veðsetning veiðiheimilda verði óheimil.
- Að aflahlutur sjávarbyggða sé tryggður og hluti veiðileyfa svæðisbundinn.
- Að öllum nýtanlegum afla sé landað og enginn hvati verði til brottkasts m.a. með því að kvótasettum fisktegundum verði fækkað.
- Að fjárhags- og rekstrarlegur aðskilnaður sé tryggður milli veiða og fiskvinnslu, allur afli fari á markað og verðmyndun sé 100% bundin fiskmörkuðum.
- Að veiðiráðgjöf verði endurskoðuð og fleiri aðilar komi að ráðgjöfinni.
- Að handfæraveiðar verði frjálsar.
- Að settar verði framfylgjanlegar reglur um umgengni við auðlindina og hafsbotninn til að stuðla að endurnýjun, sjálfbærni og notkun umhverfisvænni veiðarfæra og aðferða við veiðar.
Niðurlag:
Dögun er opin fyrir þeim leiðum í fiskveiðistjórn sem samrýmast ofangreindum markmiðum.
Sjávarútvegsstefnan var áréttuð á landsfundi Dögunar 16. mars 2013
Önnur stefnumál má lesa um á www.xdogun.is
Sjá hér.
- Áherslur Dögunar í málefnum LÍN
- Áherslur Dögunar í málefnum RÚV
- Ályktanir um vímuefnamál 2013
- Ályktun Ný Sátt í þágu þjóðar
- Ályktun um samstarf með öðrum framboðum
- Döguns core policy statement
- Döguns Immigration and Asylum Seekers Policy
- Efnahagsstefna Dögunar
- Húsnæðisstefna Dögunar
- Íslandsbyggðarstefna Dögunar
- Jafnréttisstefna Dögunar
- Kjarnastefna
- Landbúnaðarstefna Dögunar
- Lýðræðisstefna Dögunar
- Menningarstefna Dögunar drög
- Menntastefna Dögunar
- Öflugar aðgerðir í þágu heimila
- Sjávarútvegsstefna Dögunar
- Skattastefna Dögunar
- Stefna Dögunar í málefnum innflytjenda og flóttafólks
- Stefna Dögunar í utanríkis- og alþjóðamálum
- Stefna Dögunar um breytta nálgun í vímuefnamálum
- Stefna Dögunar um rannsóknir og nýsköpun drög
- Stjórnmálaályktun Dögunar 2013
- Umhverfisstefna Dögunar
- Velferðar- og heilbrigðisstefna Dögunar
Svo segi ég bara á morgun göngum við til kosninga og veljum okkur leiðtoga næstu 4. árin. Það skiptir miklu máli að við veljum rétt. Tökum ekki Pollýönnu á þetta og yptum öxlum og kjósum sama gamla flokkinn aftur og aftur þó hann hafi sýnt að hann ætlar ekki að breyta neinu. Það kallast að vera nytsamur sakleysingi... Hver vill vera það?
Vil svo óska okkur öllum gleðilegs dags á morgunn, megi réttlæti, sanngirni og lýðræðí sigra fyrir okkur öll.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022160
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að það sé loksins hægt að ná sátt um fiskinn í sjónum ef þetta er lagt til grundvallar.
Sigurður Jónas Eggertsson, 26.4.2013 kl. 23:34
Sigurður það vona ég svo sannarlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2013 kl. 23:39
Til hamingju með daginn Ásthildur. Sjávarútvegsmálin eins og önnur mál þarf að skoða með gagnrýnum augum. Við munum taka úrslitum dagsins með æðruleysi og gleði.
Okkar bíður síðan stórt verkefni, barátta fyrir breyttum áherslum á meðferð ungs fólks, með skekkju hverjar sem þær eru. Í þeirri vinnu þarf að nýta reynslu og þekkingu, ekki síst foreldra. Vonast til þess að komast vestur í stutt frí og fæ þá að líta í kúluna þína . Gleðilegt sumar.
Sigurður Þorsteinsson, 27.4.2013 kl. 07:08
Já vertu velkominn Sigurður minn, og í gott spjall líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2013 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.