25.4.2013 | 23:58
Jæja föstudagur á morgun.
Það er síðasti dagur í þessari kosningabaráttu, því á laugardaginn göngum við að kjörborðinu og leggjum málflutning okkar í dóm kjósenda.
Af því tilefni langar mig að segja örfá orð. Það var fyrir rúmu ári sem ég var vör við að mitt fólk í Frjálslyndaflokknum var farið að ræða við fólk í Hreyfingunni og Borgarahreyfingunni, ásamt ýmsum grasrótarhreyfingum eins og Öldu, þetta gladdi mig mjög, því þessar hreyfingar voru eiginlega í sama farvatni og við frjálslynd. Og mér þótti það sigurstranglegt að sameinast þessu ágæta fólki.
Ég lýsti mig svo áhugamann um að taka þátt í undirbúningi að stofnun nýrrar hreyfingar innan raða þessa fólks. Það hefur verið virkilega ánægjulegt að starfa með þessu góða fólki, og þar hefur ríkt eining og heiðarleiki. Auðvitað hafa einhverjir yfirgefið skútuna eins og gengur, það er bara eðlilegt, en samt sem áður hefur áfram ríkt vinátta meðal þeirra sem farið hafa í önnur framboð, eins og Pírata og Lýðræðisvaktina, það ágæta fólk fór ekki í neinu fússi, heldur áleit að þeim væri betur borgið annarsstaðar, það er eitt af grundvallaratriðum okkar að mega skipta um skoðun, og skoða eitthvað annað. Ég er líka sannfærð um það, að ef þessum nýju framboðum auðnaðist að koma fólki inn á þing þannig að það skipti sköpum að þá næðu þau að standa saman að góðum málum, því það er ekki mikið sem ber á milli, bara einhver ágreiningur sem fólk telur að skipti það sjálft máli.
Ég hef heldur ekkert á móti því að svona mörg framboð séu í farvatninu, því ég held að það styrki lýðræðið og fái fólk til að hugsa aðeins út fyrir rammann. Reyndar sýnir fjöldi framboða að það er eitthvað verulega mikið að í okkar pólitísku umhverfi, og sýnir að fólk er búið að fá sig fullsatt af þeirri pólitík sem hefur verið framkvæmt nú undanfarin mörg ár. Og þó stóru flokkunum takist ef til vill að ná vopnum sínum fyrir þessar kosningar, þá eru þeir samt sem áður að missa tökin, þeir eiga sína traustu viðskiptavini sem hugsa ekkert út fyrir atkvæðið sitt, og spá ekki einu sinni í það að þau séu ef til vill að jaska lýðræðínu með því að kjósa alltaf það sama... sinn flokk á hverju sem gengur og hvernig sem flokkurinn og þeir sem þar eru, haga sér. Þetta þýlyndi deyr út með því fólki sem nú er komið yfir unglingsárin. Unga fólkið vill skoða málin, þau vita að þau bera ábyrgð á atkvæði sínu, og vilja kynna sér flokkana. Og það er vel. Þetta er ef til vill hroðalegt að segja, en því miður satt.
Með þessari miklu aukningu á framboðum, hefur það gerst að unga fólkið okkar er að vakna til vitundar um vald sitt. Þau eru allt í einu farin að ræða um pólitík og skoða málin, það birtist m.a. í því að þau hafa í miklum mæli óskað eftir því að frambjóðendur komi á þeirra fund og ræði sín stefnumál. Það er bara afar gott. Þeirra er nú einu sinni framtíðin.
En það er annað sem líka er að gerast og það er, að með þessum mörgu framboðum, heyrast nýjar raddir, raddir sem hafa hingað til ekki náð eyrum almennings, því það hentar ekki gömlu flokkunum að almenningur spái of mikið í þessi mál. Fólk á bara að kjósa sinn flokk og ekkert kjaftæði.
Það hefur örugglega ekki verið auðvelt að koma öllum þessum frambjóðendum fyrir í sjónvarpasal á RUV, þá hefur nú verið betra fyrir stöð2 að handvelja þá sem þeir telja hafa mesta möguleika og útiloka hina. Þannig er nú lýðræðið þar á bæ, og ættu menn að hugsa sinn gang hvað lýðræðið varðar á þeim bænum.
En sem sagt eftir morgundaginn gefst okkur tækifæri til að veita þeim brautargengi sem við viljum sjá á alþingi næstu fjögur árin. Við þurfum að hugsa okkur um, því atkvæðið okkar er einn af hornsteinumlýðræðisins. Og það sem meira er að ef við veljum ekki vel, þá getum við lent í því að landið okkar fari á hausinn vegna þess að þeir sem við völdum valda ekki hlutverki sínu. Það verður því ekki auðvelt að velja um öll þessi framboð.
Þess vegna er ágætt að heimsækja allar kosningaskrifstofur, ræða við fólki sem þar er, skoða hvað flokkarnir hafa fram að færa og velja það sem hentar okkur sjálfum best hvaða bókstaf eða nafn framboðið hefur.
Þetta er sérstaklega mikilvægt í ár, þegar við höfum gengið í gegnum stórt hrun vegna óheiðarleika og svika manna sem sáu sér tækifæri til að taka sér bæði völd og fé á kostnað okkar hinna sem ekki vorum í sömu aðstæðum. Þessar aðstæður sköpuðu reyndar stjórnvöld, sem núna reyna að fela þá slóð og þykjast hvergi nærri hafa komið.
Ég hef ákveðið að leggja mitt af mörkum til þessarar baráttu, reyndar ætlaði ég mér ekki að fara út í það orðin það gömul og lúin, en samt sem áður þá fannst mér að ég gæti ekki skorast undan, þess vegna er ég hér tilbúin til að leggja mitt af mörkum. Það eru reyndar fingraför mín á ýmsu í samþykktum Dögunar, eins og ályktunum vegna fíkla, sem ég tel svo brýnt að fara yfir að það hálfa væri nóg, en líka í málefnasamningi Dögunnar í málefnum landsbyggðarinnar.
Þess vegna heiti ég því að ef okkur tekst að koma tánni innfyrir 5% múrinn þá mun ég standa fyrir því með mínum félögum að rödd þeirra sem minna mega sín, okkar öðruvísi börnum sem hafa lent illa í lífinu vegna fíkna muni heyrast, að Þau eigi þann málsvara á þingi sem þeim ber samkvæmt stjórnarskrá sem segir að allir eigi sama rétt.
Ég mun líka brýna mína félaga að standa vörð um landsbyggðina og að þeirra rödd heyrist sem aldrei fyrr. Við höfum nefnilega góðar samþykktir um hvernig hægt er að byggja upp sterkari landsbyggð en við upplifum í dag.
Þið sem þekkið mig vitið að ég er heiðarleg í því sem ég tek að mér og vil virkilega vinna að heill lands og þjóðar.
En það sem ég vil segja að lokum er, þegar þið gangið að kjörborðinu á laugardaginn, þá skuluð þið kjósa með hjartanu, það framboð sem þið trúið á að vinni þjóðinni og ykkur mest gagn, ekki láta neinn segja ykkur að þið kasti atkvæðinu á glæ. Það er einfaldlega ekki þannig.
En svo að lokum á morgun verð ég í Slunkaríki með heitt á könnunni og vöflur og fleira með kaffinu, tilbúin í spjall alveg sama þó þið ætlið ekki endilega að kjósa Dögun, það er til heilla að skoða alla möguleika og ég fagna hverjum sem kemur inn og spjallar við mig um landsins gagn og nauðsynjar. Þó fólk komi inn og spjalli er ekki þar með sagt að það hafi selt sálu sína... eða þannig
Svo eigi gott kvöld elskurnar og vonandi sé ég sem flesta á morgun í góðu spjalli yfir kaffisopa.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 9
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2022161
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef ég ætti nú eitt atkvæði aukalega tll í þínu kjördæmi Ásthildur mín, þá færi það með gleði í hjarta til þín. Hef sagt þér fyrr að það þarf fólk eins og þig á þing.
Óska þér & Dögun góðs gengis í kosníngunni, eigið það alveg skilið, mikið af frábæru fólki þar í heiðarlegu framboði fyrir sínum baráttumálum.
Z.
Steingrímur Helgason, 26.4.2013 kl. 01:10
Takk fyrir þetta elsku Steingrímur minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2013 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.