Skyn og skúrir.

Það skiptast á skin og skúrir í lífi okkar.  Sem betur fer eru gleðilegu augnablikin fleiri en þau sorglegu.  Við verðum bara að vera jákvæð og laða að okkur það góða og gleyma því slæma.  En þó við látum það ekki liggja eins og mara á okkur verðum við samt sem áður að muna og tala um það slæma, sérstaklega ef það getur hjálpað öðrum.

En núna á ég líka gleðileg augnablik, sérstaklega inn í sumarið, því Bára dóttir mín er flutt heim til Íslands.  Hún er komin með öll yndislegu börnin sín heim.

200423_10151243858554623_776595467_n

Þessi yndislegu litlu kríli mín.

181167_10151115184619623_325330998_n

Þó þau hafi ekki flutt allaleið heim til mín, þá eru þau á landinu og miklu auðveldara með öll samskipti. Ég er innilega glöð yfir því að þau eru komin heim. 

Þannig verða ljósu punktarnir alltaf fleiri og bjartari.

En nú þarf ég að fara að sinna plöntunum mínum. Eigið góðan dag. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til hamingju með það  Gleðilegt sumar :*

Ásdís Sigurðardóttir, 24.4.2013 kl. 11:49

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk sömuleiðis Ásdís mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2013 kl. 14:38

3 Smámynd: Laufey B Waage

Mikið sem ég samgleðst þér.

Laufey B Waage, 24.4.2013 kl. 17:47

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Laufey mín, ég hlakka mikið til að heimsækja hana þegar fer að róast hjá mér í blómunum og pólitíkinni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2013 kl. 17:57

5 identicon

Gaman að frétta þetta. Hvar eru þau sest að?

Ingibjörg (IP-tala skráð) 24.4.2013 kl. 18:24

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Til hamingju með þetta.En ég á dóttur sem á tvær dætur heima á íslandi.Var að pæla,tíðkast ekki ennþá svona skiptinema-eitthvað?Geturðu mögulega sent mínar í staðinn hingað til Noregs?Það eiga jú allir að sitja við sama borð.Er það ekkert"Inn" hjá Nýrri Dögun?

Jósef Smári Ásmundsson, 24.4.2013 kl. 19:29

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ingibjörg mín hún fékk vinnu á Hellu við dýralækningar og er að setja sig inn í málin.

Jósef Bára mín var í Austurríki, ég gæti örugglega reddað þeim vinnu hjá tengdasyninum sem er ennþá þar, ef þær vilja vinna við hestamennsku

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2013 kl. 21:18

8 identicon

Fengur fyrir okkur Sunnlendinga. Veri þau velkomin.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 19:35

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Ingibjörg mín hún er fengur fyrir þá sem í kring um hana eru þessi elska mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2013 kl. 21:42

10 Smámynd: Jens Guð

  Fátt gefur lífinu betri og skærari liti en barnabörnin.  Áður en ég varð tvöfaldur afi hélt ég að hámark gleðinnar og hamingjunnar væru börn manns.  Síðan hef ég uppgötvað að í raun trompa barnabörnin þá skemmtun. 

Jens Guð, 26.4.2013 kl. 00:04

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Jens svo sannarlega þá trompa þessar elskur alveg börnin manns þó þau séu yndisleg, þá hefur maður meiri þroska og tíma fyrir barnabörnin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2013 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2022939

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband