Við erum svo heppin í Dögun að innan okkar raða er margir þeir sem einna mest hafa unnið að lausnum á skuldavanda heimilanna. Meðal oddvitanna sex eru þrír fyrrum stjórnarmenn í Hagsmunasamtökum heimilanna, þar af tveir fyrrverandi formenn samtakanna, Andrea Ólafsdóttir sem leiðir listann í Suðurkjördæmi og Þórður Björn Sigurðsson sem er í fyrsta sæti í Reykjavík suður. Guðrún Dadda Ásmundardóttir, sem leiðir í Norðvesturkjördæmi var í stjórn Hagsmunasamtakanna og sömuleiðis Hólmsteinn Brekkan sem er í 2. sæti í Reykjavík norður og Gyða Atladóttir sem á sæti á lista í Reykjavík suður. Þá leiðir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, listann í Norðausturkjördæmi. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir arkitekt leiðir listann okkar í Reykjavík norður og þótt hún sé ef til vill þekktust fyrir baráttu sína er kemur að umhverfismálum, en hún var formaður Landverndar, hafa greinar hennar um skuldamálin síðustu ár vakið mikla athygli.
Við Þór Saari höfum svo lagt fram fjölmörg mál saman á Alþingi síðustu fjögur árin, stundum í góðu samstarfi við fleiri þingmenn. Ég hef einnig beint fjölmörgum fyrirspurnum til ráðherra um þessi mál. Þá hef ég tekið þátt í starfi hóps sem lagði fram kvartanir til ESA, Framkvæmdastjórnar ESB og Evrópuþingsins um það misrétti sem viðgengst hér í lánamálum, meðferð stjórnvalda þegar kemur að fyrrum gengistryggðum lánum (t.d. Árna Páls- (ó)lögunum og verðtryggingunni) og fundaði með þessum aðilum í Brussel.
Hér að neðan er listi yfir framlögð þingmál Hreyfingarinnar vegna skuldavanda heimilanna á síðasta kjörtímabili. Fjöldinn allur af fyrirspurnum eru ekki meðtaldar, né heldur mál þar sem fyrsti flutningsmaður er ekki þingmaður Hreyfingarinnar (sbr. lyklafrumvarp Lilju Mósesdóttur, frumvarp Hagsmunasamtaka heimilanna um afnám verðtryggingar og fleiri).
138. löggjafarþing 20092010:
Tillaga til þingsályktunar um leiðréttingar á höfuðstól íbúðalána og minna vægi verðtryggingar.
Flm.: Margrét Tryggvadóttir, Þór Saari, Birgitta Jónsdóttir
139. löggjafarþing 20102011.
Tillaga til þingsályktunar um setningu neyðarlaga til varnar almannahag.
Flm.: Margrét Tryggvadóttir, Þór Saari, Birgitta Jónsdóttir.
139. löggjafarþing 20102011.
Flm.: Margrét Tryggvadóttir, Þór Saari, Birgitta Jónsdóttir.
139. löggjafarþing 20102011.
Frá Þór Saari.
140. löggjafarþing 20112012.
Tillaga til þingsályktunar um almenna niðurfærslu á verðtryggðum fasteignaveðlánum heimila
Flm.: Þór Saari, Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Höskuldur Þórhallsson.
140. löggjafarþing 20112012.
Tillaga til þingsályktunar um leiðréttingar á höfuðstól íbúðalána og minna vægi verðtryggingar.
Flm.: Margrét Tryggvadóttir, Þór Saari, Birgitta Jónsdóttir.
141. löggjafarþing 2012 2013.
Flm.: Þór Saari, Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir.
Við í Dögun vitum okkar viti þegar kemur að skuldamálum heimilanna og afnámi verðtryggingar og höfum þor til að ráðast í þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru. Við ætlum að taka til óspiltra málanna.
Svoleiðis er nú það elskurnar. Eigið góðan dag, ég er að fara upp á lóð að dreyfplanta.
Athugasemdir
Nektarínan er æðisleg og gott að þú gast bjargað blessuðum fuglinum. Ég er búin að kjósa svo ég verð bara að vona að þeir sem ég kaus standi undir væntingum mínum og lagi skuldavandann.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.4.2013 kl. 15:32
Já Ásdís mín er hún ekki flott? Já ég er svo ánægð með að hafa bjargað honum, vona bara að hann hafi lifað árásina af. Hef heyrt að þegar fuglar lenda í kattarkjafti þá deyji þeir, en fuglinn var afar sprækur og flaug burt frelsinu feginn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2013 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.