Vorblóm og skuldavandi heimilanna.

Mig langar til að setja hér inn pistil frá Margréti Tryggvadóttur um áherslur á skuldavanda heimilanna. 

En fyrst ætla ég að setja hér inn vormyndir út kúlunni.

IMG_0008

Nektarínan mín hefur aldrei verið fallegri en einmitt núna, og hér er auðvitað bæði álfar og tröll. Ég týndi til dæmis myndavélinni minni í gær og leitaði út um allt hús, en fann hvergi, spurði Ella minn hvort hann hefði séð hana og Úlfinn, en enginn vissi hvar hún var, svo komu systur mínar í heimsókn og við sátum við eldhúsborðið og ég er að tala við þær þegar myndavélin allt í einu blasir við mér beint fyrir framan augun á mér, hún gat ekki verið þarna þegar ég var að leita að henni. Svona gera álfar nefnilega fela hluti fyrir manni.

En hér eru tré og runnar að byrja blómgvun sem er gott fyrir andann þegar mikið er að gera.

IMG_0009

Kirsuberin og perurnar eru líka að byrja að opna sig. Vona að bíflugurnar fari líka að láta sjá sig, annars þarf að grípa til pensla.

IMG_0010

Já þetta er yndislegur tími, en því miður hef ég hann af skornum skammti, því ég verð að koma plöntunum mínum, sáningunni í potta og það helst í gær. Þess vegna mínir kæru bloggvinir hef ég svo lítinn tíma þessa dagana til að skrifa og lesa. Er auk þess að þvælast í pólitíkinni, af því að mér finnst svo mikilvægt að koma málefnum Dögunar til skila.

IMG_0005-1

Bjargaði þessu litla fugli úr kjaftinum á Lottu, skömminni þeirri arna, hann var svolítið særður á hálsi, en mest hræddur, missti hann tvisvar í kjaftinn á kettinum, og tvisvar í tjörnina, tók hana aðeins inn til að þurrka hana, meðan ég lokaði kisu inn á klósetti.

IMG_0006

Vængirnir voru samt alveg heilir, og þegar ég fór með fuglinn út, flaug hann glaður í burtu, vona bara að hann hafi lifað hremmingarnar af. Smile

Svo fer að koma tíminn til að bjarga býflugunum upp úr tjörninni, það er kafli út af fyrir sig.

En ég sem sagt set hér inn pistilinn hennar Margrétar fyrir þá sem vilja kynna sér afstöðu Dögunar í skuldavanda heimilanna, sem við höfum sett algjörlega á oddinn.  Þið sem viljið skoða málið verðið endilega að lesa hann.   

Landsliðið í lausnum á skuldavanda heimilanna

Við erum svo heppin í Dögun að innan okkar raða er margir þeir sem einna mest hafa unnið að lausnum á skuldavanda heimilanna. Meðal oddvitanna sex eru þrír fyrrum stjórnarmenn í Hagsmunasamtökum heimilanna, þar af tveir fyrrverandi formenn samtakanna, Andrea Ólafsdóttir sem leiðir listann í Suðurkjördæmi og Þórður Björn Sigurðsson sem er í fyrsta sæti í Reykjavík suður. Guðrún Dadda Ásmundardóttir, sem leiðir í Norðvesturkjördæmi var í stjórn Hagsmunasamtakanna og sömuleiðis Hólmsteinn Brekkan sem er í 2. sæti í Reykjavík norður og Gyða Atladóttir sem á sæti á lista í Reykjavík suður. Þá leiðir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, listann í Norðausturkjördæmi. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir arkitekt leiðir listann okkar í Reykjavík norður og þótt hún sé ef til vill þekktust fyrir baráttu sína er kemur að umhverfismálum, en hún var formaður Landverndar, hafa greinar hennar um skuldamálin síðustu ár vakið mikla athygli.

Við Þór Saari höfum svo lagt fram fjölmörg mál saman á Alþingi síðustu fjögur árin, stundum í góðu samstarfi við fleiri þingmenn. Ég hef einnig beint fjölmörgum fyrirspurnum til ráðherra um þessi mál. Þá hef ég tekið þátt í starfi hóps sem lagði fram kvartanir til ESA, Framkvæmdastjórnar ESB og Evrópuþingsins um það misrétti sem viðgengst hér í lánamálum, meðferð stjórnvalda þegar kemur að fyrrum gengistryggðum lánum (t.d. Árna Páls- (ó)lögunum og verðtryggingunni) og fundaði með þessum aðilum í Brussel.

Hér að neðan er listi yfir framlögð þingmál Hreyfingarinnar vegna skuldavanda heimilanna á síðasta kjörtímabili. Fjöldinn allur af fyrirspurnum eru ekki meðtaldar, né heldur mál þar sem fyrsti flutningsmaður er ekki þingmaður Hreyfingarinnar (sbr. lyklafrumvarp Lilju Mósesdóttur, frumvarp Hagsmunasamtaka heimilanna um afnám verðtryggingar og fleiri).

138. löggjafarþing 2009–2010:

Tillaga til þingsályktunar um leiðréttingar á höfuðstól íbúðalána og minna vægi verðtryggingar.

Flm.: Margrét Tryggvadóttir, Þór Saari, Birgitta Jónsdóttir

139. löggjafarþing 2010–2011.

Tillaga til þingsályktunar um setningu neyðarlaga til varnar almannahag.

Flm.: Margrét Tryggvadóttir, Þór Saari, Birgitta Jónsdóttir.

139. löggjafarþing 2010–2011.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 151/2010, um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, lögum um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins og lögum um umboðsmann skuldara. (Afnám laga 151/2010)

Flm.: Margrét Tryggvadóttir, Þór Saari, Birgitta Jónsdóttir.

139. löggjafarþing 2010–2011.

Breytingartillaga við frv. til l. um breyt. á l. um vexti og verðtryggingu, lögum um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins og lögum um umboðsmann skuldara. (2% hámarksvextir).

Frá Þór Saari.

140. löggjafarþing 2011–2012.

Tillaga til þingsályktunar um almenna niðurfærslu á verðtryggðum fasteignaveðlánum heimila

og afnám verðtryggingar.

Flm.: Þór Saari, Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Höskuldur Þórhallsson.

140. löggjafarþing 2011–2012.

Tillaga til þingsályktunar um leiðréttingar á höfuðstól íbúðalána og minna vægi verðtryggingar.

Flm.: Margrét Tryggvadóttir, Þór Saari, Birgitta Jónsdóttir.

141. löggjafarþing 2012 – 2013.

Tillaga til þingsályktunar um almenna niðurfærslu á verðtryggðum fasteignaveðlánum heimila og afnám verðtryggingar.

Flm.: Þór Saari, Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir.

Við í Dögun vitum okkar viti þegar kemur að skuldamálum heimilanna og afnámi verðtryggingar og höfum þor til að ráðast í þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru. Við ætlum að taka til óspiltra málanna.

Svoleiðis er nú það elskurnar.  Eigið góðan dag, ég er að fara upp á lóð að dreyfplanta.  Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nektarínan er æðisleg og gott að þú gast bjargað blessuðum fuglinum.  Ég er búin að kjósa svo ég verð bara að vona að þeir sem ég kaus standi undir væntingum mínum og lagi skuldavandann. 

Ásdís Sigurðardóttir, 22.4.2013 kl. 15:32

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Ásdís mín er hún ekki flott?  Já ég er svo ánægð með að hafa bjargað honum, vona bara að hann hafi lifað árásina af.  Hef heyrt að þegar fuglar lenda í kattarkjafti þá deyji þeir, en fuglinn var afar sprækur og flaug burt frelsinu feginn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2013 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband