9.4.2013 | 11:47
Ég hef sjaldan fyllst jafn miklum viðbjóði...
Og þegar ég hlustaði á verjendur í Al Tani málinu. Mærðarlega lýstu þeir yfir að að það væri réttlætiskennd þeirra sem réði því að þeir vildu draga sig út úr málinu.
Mín hugsun og mér sýnist margra annara var frekar sú að þeir sæju fram á tap í málinu og vilja ekki fá blett á sinn tandurhreina karrier. Það er alveg skiljanlegt, bara að segja það hreint út.
En það er mín skoðun að það sé ekkert hjarta í slíkum mönnum, þar er lítill gullkálfur og kringum hann dansa, græðgi, hroki og eigingirni.
Þó tók steininn úr þegar annar þessara ágætu lögmanna fór að bera saman þetta mál og Guðmundar og Geirfinnsmálið.
Og nú ætla ég að biðja þessa heiðursmenn að íhuga vandlega og spyrja sjálfa sig:
Var þessum útrásarvíkingum haldið í einangrun fleiri mánuði í fangaklefum?
Voru þeir píndir til sagna og játninga með pyndingum sem eru sambærilegar við hið illræmda Guandanamó fangelsinu á Kúpu?
Var þeim ef til vill nauðgað af rannsóknarlögreglu og fangaverði?
Svarið er NEI.
Málið er það ágætu lögspekingar að fólkið sem í þessu máli er að krefjast refsinga er fólkið í landinu sem er búið að missa vinnuna sína, húsin sín og aðrar eignir, jafnvel ættinga til útlanda eða jafnvel sem hafa svift sig lífi vegna einmitt framgöngu þessara manna og fleiri slíkra.
Það er því algjörlega ósambærilegt þessi tvö mál og eins ólík að ætt og uppruna og hægt er.
Ég vil ekki segja skammist þið ykkar, það er of gott ég vil segja SVEI ykkur!
Réttlætisrútan á ferð um landið, með sanngirni, réttlæti, lýðræði og siðferði að leiðarljósi.
![]() |
Al Thani-málið í óvissu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 2022931
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þetta innlegg þitt er svo sammála
Ásdís Sigurðardóttir, 9.4.2013 kl. 11:49
Hvað sem okkur finnst þá byggir Íslenskt réttarfar á því að viðkomandi sé saklaus þar til hann er fundinn sekur .
við verðum að hafa þroska og þolimæði til að fara að lögum jafnvel þótt okkur finnist viðkomandi vera sekir þá skulum við fara að lögum .
sæmundur (IP-tala skráð) 9.4.2013 kl. 11:57
Stundum hreinlega ofbýður manni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2013 kl. 12:15
Það borgar sig að ráða stjörnulögfræðinga í vörnina. Þeir kunna öll trikkin. Nú stefnir í óefni hjá sakborningum - þá segir vörnin sig frá málinu svo byrja þurfi uppá nýtt.
Vonandi er dómarinn jafnoki þeirra - stjörnudómari!
Kolbrún Hilmars, 9.4.2013 kl. 14:48
Hverju orði sannara
ingibjorg kr einarsdottir (IP-tala skráð) 9.4.2013 kl. 15:37
Sæmundur ég sagði ekki eitt orð um sakleysi eða sekt. Ég sagði að sennilega sæju lögmennirnir að þetta væri tapað mál. Það er hins vegar að bera saman þetta mál við Guðmundar og Geirfinnsmálið sem mér ofbýður algjörlega.
Mikið rétt Kolbrún þeir kunna öll trikkin í bókinni.
Takk Ingibjörg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2013 kl. 17:01
Áshildur. Mig grunar að þessir verjendur hafi séð að það er tapað mál að verja hvítflibba-glæpamenn. Það var alla vega það fyrsta sem fór í gegnum huga minn, þegar ég heyrði þetta.
Margir hafa kennt foreldrum og uppeldi Sævars um hans vandamál, og um hvernig fór fyrir honum. Ég er ekki sammála þeirri götudómsstóls-greiningu almennings.
Pólitíska kerfið helsjúka, eikavinaspillta og ólöglega ber ábyrgð á hvernig fór fyrir Sævari og hinum unglingunum, sem voru notuð af klíkustjórnendum Íslands!
Réttlætið á að vera fyrir alla, óháð fjölskylduaðstæðum, flokkum og efnahag.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.4.2013 kl. 19:06
Fá þeir ekki bara stórann aukabónus frá sakborningum fyrir að segja sig frá málinu þannig að hægt sé að fersta því sem allra lengst og helst láta það fyrnast.
Óli Már Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.4.2013 kl. 22:40
Þessi framkoma lögmannanna er þeim til skammar. Ég hef alla tíð haft megnustu skömm á Ragnari H. Hall og ekki lagaðist álit mitt á honum við aðkomu hans að Guðmundar og Geirfinnsmálunum og enn bætir hann í. Það er forkastanlegt og löðurmannlegt að yfirgefa skjólstæðing sinn þegar aðalmálsmeðferð málsins er að hefjast. Ég sé ekki hvernig þeir telja sig mótmæla "óréttlátri meðferð" á skjólstæðingum sínum með því að bregðast þeim gersamlega sjálfir.
Réttið upp hönd, þau ykkar sem treystið þessum lögmönnum eftir þetta!
Óli Már, dómarinn hefur hafnað afsögn þeirra frá málinu, þeim er því skylt að halda áfram. En þeir ætla samt ekki að mæta í réttinn að sögn Ragnars. Þannig skilja þeir skjólstæðinga sína eftir í dómsalnum lögmannslausa og án varnar. Ég held að þeir fái litla bónusa frá fyrir það.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.4.2013 kl. 23:13
Axel. Er þetta ekki bara þannig, að bæði verjendurnir (að sjálfsögðu óhæfu), og gerendurnir (greinilega óverjandi), eru komnir í strand með svikavinnubrögðin, frá báðum áttum?
Ég bara spyr?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.4.2013 kl. 00:21
Algjörlega sammála þér Ásthildur. Skömm þessara aula mun lengi í minnum höfð.
Þórir Kjartansson, 10.4.2013 kl. 08:00
Takka öll, já auðvitað eru þessi háheilögu lögmenn að leika einhvern skítaleik með vilja útrásarvíkinganna. Þetta er bara viðbjóðslegt og sýnir okkur svart á hvítu hve elítan í þessu þjóðfélagi er komin langt frá hinum almenna manni. Og svo ætlar fólk enn og aftur að hleypa þessum aðilum aftur að kjötkötlunum, svo þeir geti haldið áfram að verja hvor annan. Það er bara sorglegt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2013 kl. 09:26
Frábær bloggfærsla sem ég kvitta 100% undir!
Jens Guð, 11.4.2013 kl. 01:45
Takk Jens minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2013 kl. 16:32
Samþykkt. Síðan má minna á þá smekklegu ályktun stjörnulögmannsins með ofvöxnu réttlætiskenndina, Ragnars Hall í tengslum við Geirfinns-og Guðmundarmálið: "Þetta eru nú svosem engir kórdrengir." Þá var framinn dómglæpur á nokkrum saklausum ungmennum ´dæmt fyrir morð þótt engin lík hefðu fundist. Þarna er verið að rétta í máli þar sem ummæli rannsakenda í opinberri skýrslu voru á þá lund að bankar hefðu verið rændir innanfrá. En þarna er Ragnar Hall búinn að finna sinn kórdreng og hann heitir Ólafur Ólafsson. Réttlætiskenndin varð þeim Gesti og Ragnari stjörnulögmönnum ofviða. Afsakið á meðan ...........
Árni Gunnarsson, 11.4.2013 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.