Grein eftir okkur Döddu fyrir Dögun.

Þessi grein birtist í Feyki. 

Byggð og atvinna um landið allt

Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði bjóða fram í öllum kjördæmum í alþingiskosningum í vor. Aðaláhersla okkar er á lýðræðisleg vinnubrögð og fyrir komandi kosningar setjum við þrjú mál á oddinn: Afnám verðtryggingar, nýja stjórnarskrá og uppstokkun á stjórn fiskveiða. Einnig viljum við lögfesta lágmarks framfærsluviðmið, afnema verðtryggingu og almenna leiðréttingu húsnæðislána.

Dögun hefur mótað sér Íslandsbyggðarstefnu þar sem áhersla er lögð á að „á Íslandi búi þjóð sem um ókomin ár verður samábyrg gagnvart umhverfi á landi, í lofti og legi með áherslu á jöfn tækifæri og lífsgæði allra.“

 

Í stefnunni er lögð áhersla á að landið haldist í blómlegri byggð og spornað verði við þeirri þróun að fólk og fyrirtæki safnist á eitt horn landsins. Þessari þróun hefur fylgt aukin miðstýring frá höfuðborgarsvæðinu sem við viljum sporna við.

 

Hugmyndafræði um sjálfbærni byggir m.a. á því að fólk lifi af landinu sem næst sér en ekki sé verið að flytja matvörur og annan varning fram og til baka með meðfylgjandi kostnaði og umhverfisáhrifum. Með fullvinnslu afurða þar sem þær verða til og auknu frelsi til að nýtingu afurða heima á bæjum er hægt að skapa atvinnu út um sveitir. Þessi þróun er þegar farin af stað en það þarf að styðja við hana til að slík starfsemi nái fótfestu.

 

Við í Dögun viljum skapa aukna möguleika á heimaslátrun, vinnslu og sölu á afurðum beint frá býli. Einnig viljum við vinna gegn þeirri þróun að afurðastöðvum sé lokað víða um landið. Sláturhúsum og mjólkurbúum fækkar enn, t.d. var mjólkurbúinu á Ísafirði lokað fyrir tveimur árum til að keyra alla mjólk suður á bóginn. Á stórum svæðum á landsbyggðinni eru engin sláturhús og varla er það í samræmi við hugmyndir um velferð dýra að flytja sláturdýr mörg hundruð kílómetra um slæma vegi, og oft yfir sauðfjárveikivarnargirðingar.

 

Við hvetjum kjósendur til að skoða stefnumál okkar á heimasíðunni XT.is fyrir komandi kosningar en Dögun hefur mótað stefnu í öllum helstu málaflokkum.

 

Guðrún Dadda Ásmundardóttir, 1. sæti Dögunar í Norðvesturkjördæmi

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4. sæti Dögunar í Norðvesturkjördæmi

IMG_9888

Eigið góðan dag elskurnar, og spáið í hvað það þýðir að leggja áherslu á landsbyggiðna i heild sinni. Ætli það skili sér ekki margfalt til baka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nauðsynlegt fyrir landbúnaðinn að hugsa í fjölbreyttum lausnum svo hægt sé að tryggja sem flestum mörg og ólík störf. Við viljum fá börnin okkar aftur heim í heimabyggð og til þess verðum við að skapa atvinnutækifæri. Mikið af fólki af lansbyggðinni sem fer til náms kemur oft ekki tilbaka því ekki eru til störf sem hæfir þeirra námi. Þessarri þróun og jafnvel hefð getum við saman snúið við. Þó svo að hlutirnir hafi ávallt verið gerðir á ákveðin hátt þá þýðir það ekki að ekki megi breyta til. Við þurfum að nýta það sem gott er, efla það og svo þróa ný tækifæri þeim til viðbótar. Það gerum við meðal annars eins og við Ásthildur tölum um í greininni okkar. Einnig þurfum við að leita lausna í að auðvelda ungu fólki að hefja búskap. Það verður að gerast því annars eigum við hættu á að td. sauðfjárræktin hreinlega leggist af. Ég þekki dæmi þar sem bændur eru með allt að 600 fjár en það dugir ekki til þess að greiða sjálfum sér laun. Einn þeirra er að hugsa um að hætta sauðfjárrækt vegna þessa og hugar á önnur mið. Annar bóndi sem ég þekki þarf að bregða búi að öllu óbreyttu því börnin hans hafa ekki ráð á því að taka við býlinu. Óbreytt ástand mun geta leitt af sér að sauðfjárrækt leggst af og hvað bíður okkur þá?  Sterafyllt kjöt erlendis frá? Er það virkilega það sem við viljum?  Eru bændur í dag ekki að berjast á móti ESB - hvernig væri að berjast gegn þróun okkar eigin lands fyrst og tryggja afkomu sauðfjárræktarinnar um ókomna tíð.

Við í Dögun ætlum ekki að sætta okkur við óbreytt ástand. Í samvinnu við bændur landsins viljum við finna lausnir sem tryggja framtíðarafkomu Landbúnaðirns. XT

Guðrún Dadda Ásmundardóttir, oddviti NV fyrir Dögun

Guðrún Dadda Ásmundardóttir (IP-tala skráð) 8.4.2013 kl. 13:07

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega og það er svo  margt hægt að gera til að lyfta grettistaki í landbúnaði.  Gera landbúnaðin æskilegan aftur.  Hlú að þeim sem eru góðir dýrahaldarar og framleiða góðar afurðir.  Það þarf líka að endurbyggja eyðibyggðir til dæmis á vestfjörðum þar sem er einmitt besta ræktunarsvæði fyrir sauðkindur.  Bændur eru líka að ná tökum á nautgriparækt.  Og það er svo margt spennandi hægt að gera.  Eitt er til dæmis að fá innflytjendur frá öðrum löndum til að spreyta sig á landbúnaði, til dæmis í ræktun á berjum og grænmeti.  Serbnesk tengdadóttir mín var einmitt að tala um að ræktendur frá Evrópusvæðinu eru með þekkingu á slíku sem við höfum ekki vit á.  Þá væri hægt að auka fjölbreyttni í ræktun á allskonar berjum, kryddi og grænmeti.  Við þurfum að hugsa upp nýjar leiðir um leið og við hlúum að hefðbundnum landbúnaði.  Þarna eigum við sannarlega tækifæri sem gaman væri að takast á við og vinna að. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2013 kl. 16:26

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Mer líst vel á þessa stefnu ykkar- það er ógnvekjandi einræði í þessu landi - og það þarf að vera hægt að byggðirnar út um land stjórni sínum málum sjálfar- haldi vinnunni við afurðir á sínu svæði-þessir hreppaflutnigar með fe og afurðir allar kosta aukna umferð- valda atvinnuleysi á þessum stöðum sem ættu að vera alveg sjálfbærir.

  FLOTT HJÁ YKKUR !!!

Erla Magna Alexandersdóttir, 8.4.2013 kl. 23:02

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Erla mín.  Við erum einlæg í því að gera allt sem við getum til að hrinda okkar málefnum í framkvæmd.  Til þess þurfum við aðstoð kjósenda.

Annað sem mig langar til að benda á er að af 6 forystumönnum Dögunar eru fjórar sterkar glæsilega konur, og tveir flottir karlar.  Ég hef verið að hugsa hvort vinna Dögunar hafi svolítið einkennst af því hve virkar konur hafa verið í vinnunni.  Það hefur verið gert mikið úr því að ræða málefnin og komast að sameiginlegum niðurstöðum, sem gera málefnin ennþá sterkari og virkari í samtökunum.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2013 kl. 08:57

5 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Sælar,

Ég hélt að Dögun væri fulltrúi hins Nýja Íslands og gegnsæis og heiðarleika. En nú sé ég að á landsbyggðinni þ.e. Norðausturkjördæmi er maður á lista (Benedikt Sigurðarson) sem var í stjórn Giftar (arftaka Samvinnutrygginga ehf) þegar öllum þeim peningum var stolið af eigendum þess (almenningi sem hafði tryggt).

Og þetta reynir hann sjálfur og annað Dögunarfólk að þræta fyrir og ljúga sig útúr.

Dögun hefur breyst í svartnætti...

Jón Bragi Sigurðsson, 14.4.2013 kl. 04:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband