Nýtum tækifærin.

 Það skiptir máli að koma á framfæri því sem Dögun vill gera til hagsbóta fyrir land og þjóð. 

Við Dadda, Guðrún Dadda Ásmundsdóttir höfum verið að skrifa greinar í blöð hér á norðvesturlandi, hér er ein greinin frá okkur, sem var birt í Skessuhorni:

Nýtum tækifærin

Dögun - stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði er nýtt stjórnmálaafl þar sem saman kemur fólk og fylkingar úr ýmsum áttum. Við skilgreinum okkur hvorki til hægri né vinstri en setjum nokkur mikilvæg mál á oddinn. Þau helstu eru afnám verðtryggingar, ný stjórnarskrá sem færir valdið nær fólkinu og uppstokkun á stjórn fiskveiða. Þá Einnig viljum við lögfesta lágmarks framfærsluviðmið og almenna leiðréttingu húsnæðislána.

Uppstokkun á fiskveiðistjórnarkerfinu helst í hendur við auðlindastefnu og Íslandsbyggðarstefnu Dögunar. Til að byggð haldist út um landið þarf að grípa til ýmissa ráðstafana sem Dögun hefur útfært í stefnuskjölum sínum. Við viljum að fullt jafnræði verði í aðgengi að veiðiheimildum og að auðlindagjald renni bæði til sveitarfélaga og ríkis. Einnig þarf hluti veiðileyfa að vera svæðisbundinn.

Við í Dögun teljum líka að hægt sé að stuðla að mun fjölbreyttari og betri nýtingu og tækifærum innan landbúnaðarins á einstaka svæðum. Miklir möguleikar hafa skapast á undanförum árum á framleiðslu heima á bæjunum og Dögun vill styðja við þá þróun.(beint frá býli).

Til að þetta sé framkvæmanlegt þarf að aðlaga hvatana til slíkra breytinga, styrkjakerfi og rafmagnsverð t.d. Af hverju greiðum við niður rafmagn til erlendra stóriðjueiganda en ekki til sjálfbærrar framleiðslu sem víðast um landið? Slíkt myndi styðja við atvinnu á landsbyggðinni, eins og ferðaþjónustuna sem er einn helsti vaxtarsproti atvinnulífsins um þessar mundir og helst þar að auki í hendur við hugmyndir um sjálfbærni. Einnig er eftirspurn eftir vörum sem framleiddar eru á sjálfbæran hátt vaxandi og mörg tækifæri ónýtt á því sviði.

 

Með ykkar stuðningi er hægt að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd.

 

Guðrún Dadda Ásmundardóttir, 1. sæti Dögunar í Norðvesturkjördæmi

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4. sæti Dögunar í Norðvesturkjördæmi

Sjá hér: http://fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/03/Vesturland-03-2013-LR.pdf

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband