2.4.2013 | 10:10
Aldrei fór ég suður og páskaeggjaleit.
Í dag er sól og blíða eins og búið er að vara alla páskahelgina.
Hér er búið að vera margt um manninn og ég hef ekki heyrt annað en að menn hafi verið glaðir og kátir. Hjá mér var fullt hús, sonur okka Ella og fjölskylda komu í heimsókn og voru yfir hátíðina, litlir gleðigjafar hjá afa og ömmu í kúlu.
Ég bauð fólki í mat á föstudaginn, vinkonu minni Guðrúnu Döddu sem er í fyrsta sæti hjá Dögun, kom hingað til að sýna sig og sjá aðra. Ég eldaði tvo hryggi með meðlæti og þetta hvarf allt eins og dögg fyrir sólu mér til mikillar ánægðu, sýni myndir seinna.
Svo bauð ég ættingjum mínum frá El Salvador á laugardeginum, var reyndar löngu komin tími á að sinna þeirri fjölskyldu minni.
Ég var með innanlærisvöðva sem ég skar í smáteninga og var með í marineringu í þrjá daga. Meðlæti var hrísgrjón salad og tilheyrandi. Það hvarf líka fljótt og vel.
Á páskadag var svo farið að leita að páskaeggjum. Við höfðum falið þrjú páskaegg í garðskálanum og drengirnir fengu svo að leita.
Pabbi hjálpaði svolítið til með að segja heitt og kalt.
Litli stubbur var ákveðin líka í að finna páskaegg, hann hélt á koddanum sínum sem hann hefur oftast með sér hvert sem hann fer.
Já hvar skyldu nú eggin vera?
Spennandi.
Aha Arnar Milos búin að finna sitt egg.
Davíð Elías þurfti aðeins meiri aðstoð.... svona frekar mikla hehehe...
Vei!! búin að finna sitt egg.
Nú eru gestir að týnast burt eftir velheppnaða skíðaviku. Það er orðið svo að Aldrei fór ég suður hefur sett þessa hátið í hærri hæðir. Það er líka alveg dásamlegt hve allt gengur vel og smurt á Aldrei fór ég suður. Það er enginn smá vinna að að baki henni, ár eftir ár er sama fólkið sem leggur á sig ómælda vinnu við að undirbúa atburðin, laga til í húsinu, smíða risasvið og gera staðinn eins vistlegan og hægt er. Tæknimenn vinna ótrúlega flotta vinnu við hljóð og tækni alla, enda er hljómburðurinn mjög góður.
Flestir frægustu tónlistarmenn landsins voru þarna, og svo unginn minn. Hann og hljómsveitin hans voru með fjögur lög, öll frumsamin og allavega flest eftir Úlf. Eitt lagi tileinkaði hann pabba sínum, og síðasta lagið sem hann tók var Lísa, en það lag hefur einhvernveginn náð eyrum fólks. Þeir stóðu sig rosalega vel.
Það sem er svo flott við þessa hátið, að það eru allir svo glaðir, listamennirnir sem koma fram, fólkið sem þyrpist til að hlusta meira að segja eru sviðsmenn og aðstoðarmenn meðbros á vör. Það er þess vegna sem hátíðin fer svona fallega og vel fram, nú í tíunda skipti.
Það skeði að vísu smáslys, sem hefði getað farið illa, þegar einn tónleikagesturinn ætlaði að fá áritun hjá Fjallabræðrum að hann datt ofan í semenssíló, um fimm metra falla, en sakaði ekki ótrúlegt en satt, og seinna kvöldið var hann komin aftur á tónleikana og fékk ótal kveðjur frá þeim sem voru að spila, Oj barasta tileinkaði honum eitt lag og slíkt gerði einnig Jónas Sig.
Fékk þessa mynd frá einum af okka besta ljósmyndara Ágústi Atlasyni.
Og þessi líka. Upphafsmaðurinn Mugison opnar venjulega hátíðina. Þeir feðgar eiga stórt hrós skilið fyrir þessa hátíð, enda öðlingar báðir tveir.
En sem sagt það er hægt að halda mörgþúsund manna hátið í tvo daga, með búsi og bjór og öllu tilheyrandi þar sem friðsemdin ríkir, þetta hefur gerst núna í tíu ár, og hátíðin aldrei fjölmennari en nú, og margir koma erlendis frá. Sumir hafa með sér tjald.
Þessa mynd fékk ég að láni hjá Spessa mínum blessuðum.
Ég fór til að horfa á Úlf og strákana í Athygli, þeir voru frábærir, heyrði líka í Láru Rúnars, flott stelpa. Fór svo í lokin til að sjá Ella minn spila með lúðrasveit tónlistarskóla Ísafjarðar og fleirum, með Jónasi Sig. Magnaður flutningur hjá honum. Hann virðists vera afskaplega einlægur og góð manneskja, þakkaði öllum fyrir með handabandi. Oj Barasta voru líka góðir, ég læddi mér í gryfjuna fyrir framan sviðið, og fékk að vera það átölulaust hjá þessum elskum sem voru að vinna þarna. Ég var með opið fyrir tölvuna allan tímann og fylgdist með. Það gladdi mig líka að hlusta á Dolbý og ryfja upp þá skemmtilegu hljómsveit.
Þau eru öll frábær, stal þessari mynd frá henni Möttu. Það vantar ekki fjörið í Dolby.
Hér erum við svo í Sokkabandinu árið 2011.
En þarna voru sem sagt allir glaðir, listamennirnir, aðdáendur, starfsmenn. Ljúfmennskan ein ríkti og það er afskaplega mikill sigur fyrir aðstandendur hátíðarinnar. Innilega takk fyrir mig.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þennan pistil, gaman að sjá :)
Brynjólfur Tómasson (IP-tala skráð) 2.4.2013 kl. 11:33
Takk, takk gaman að sjá þetta :)
Ásdís Sigurðardóttir, 2.4.2013 kl. 12:03
Þetta hefur verið svaka flott hátíð, gaman að fólk skuli vilja standa fyrir svona
Hulda Þórey Garðarsdóttir, 2.4.2013 kl. 12:46
Það er alltaf svo gaman að lesa bloggið þitt, kveðja vestur eins og endranær
ingibjorg kr einarsdottir (IP-tala skráð) 2.4.2013 kl. 12:51
Takk öll, takk Ingibjörg mín. Já ég held að það megi segja að þessar hátíðir séu einstakar í sinni röð, allir gefa vinnuna sína og meira að segja frægustu hljómsveitir gera þetta ánægjunnar vegna. Það einhvernveginn hefur þessi áhrif tel ég.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2013 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.