28.3.2013 | 15:58
Ég er bara reið í dag, en líka sár og vonlaus.
Þið ágætu bloggarar sem hér hafið skrifað á móti stjórnarskrárfrumvarpinu hljótið að fagna í dag, þið getið örugglega tekið undir orð þeirra sem hafa niðurlægt Birgittu Jónsdóttur, hlegið að henni og fundist hún hallærisleg, hafi talað illa um Margréti Tryggvadóttur og Þórs Saari, nú hlýtur ykkur að líða afskaplega vel að hafa lagst á sveifina með Samfylkingunni, Bjartri framtíð, Vinstri grænum, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.
Þið létuð plata ykkur illilega með því að þessi nýja stjórnarskrá væri aðför að þjóðinni og lýðræðinu. Þegar ferlið var alla tíð opið og unnið af mörgum aðilum í þjóðfélaginu, margir þeirra algjörlega fráhverfir ESB. Þið létuð hræðsluáróðurinn blinda ykkur og genguð þar með í bandalag við hræðsluöflin sjálf, Sjálfstæðisflokk og Framsókarflokk, sem vinna markvisst fyrir þá aðila í þjóðfélaginu sem vilja engar breytingar, engar tilslakanir til handa almenningi, þeir vilja sjálfir sitja að kjötkötlunum án afskipta þjóðarinnar. Þið sáuð heldur ekki í gegnum hina svikarana, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn voru ekkert að dulbúast, þeir unnu gegn stjórnarskránni með oddi og egg, hinir sem "þóttust" ætla að vera með en biðu eftir tækifærinu til að stinga atgeirnum í bakið á þjóðinni eru reyndar helmingi verri, þau Árni Páll, Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Steingrímsson.
En sem sagt ég óska ykkur til hamingju með þann sigur sem þið unnuð í gær. Það er reyndar ekki víst að börnin ykkar og barnabörnin verði stolt af þessum stuðningi ykkar, en það er önnur saga.
Og auðvitað kjósið þið svo Sjálfstæðisflokkinn, það er ekkert annað í stöðunni samkvæmt ykkar skilgreiningu á lýðræði og sjálfstæði þjóðarinnar.
Það getur vel verið að einhverjir hafi haft drauma um að nota þessa stjórnarskrá sem stökkpall inn í ESB, en það voru miklu fleiri sem voru að hugsa um allt hitt, meiri að komu fólksins að valdinu, meiri ákvörðun um eigin málefni og að koma í veg fyrir þessa endalausu spillingu og eiginhagsmunapot.
Þið ættuð að hlusta á ræðuna hennar Birgittu og spyrja ykkur sjálf hvort hér fer kona sem vill vinna að því að koma okkur inn í ESB. Og fyrir suma sem hafa hér hneykslast á því að hún sagði frá leyndarhyggju svikara á þingi, þeir ættu aðeins að hugsa sinn gang og hverjum þeir eru að þjóna. Og ekki síst hvað þeir vilja sjá í framhaldinu. Það er sorglegt að sjá og vita að fólk getur haft svona mikla rörsýn og hjálpað til að viðhalda spillingunni, rottuskapnum og ömurleikanum sem þessir leikarar leikhússins við Austurvöll hafa sýnt okkur grímulaust núna undanfarið.
Ég er farin að hallast að því að Þráinn hafi haft rétt fyrir sér, þegar hann sagði að meirihluti þjóðarinnar væru fábjánar. Meðan hugsunarhátturinn er svona þá breytist ekki neitt því miður.
Og ég sem hélt að almenningur vildi breyta pólitíkinni, vildi sjá eitthvað nýtt og ferskt, sjá hreinsun og spúlun út af alþingi. Því miður þá er ekki að sjá svo. Og það svíður ótrúlega mikið.
Þið verðið að afsaka þessi hörðu orð, en ég er sár yfir því hve fólk getur stundum hlaupið upp og látið plata sig endalaust upp úr skónum. Ég sé þetta eins og brúðuleikhús, þar sem hinir raunverulegu stjórnendur peninga- og græðgisöflin sitja baksviðs með alla þræðina í hendi sér og spila fram því sem þeir vilja. Koma á framfæri því sem þeir vilja, leika á óttann og óöryggið og vita nákvæmlega hvernig þeir eiga að fara að því. Þeir hafa jú allt fjármagnið, fjölmiðlana og alþingismennina í vasanum. Alla nema örfáa.
Ég á reyndar eitt orð yfir þetta sem gerðist í gær og það er HEIMASKÍTSMÁT.
Blogg Láru Hönnu líka hér. http://vefir.pressan.is/ordid/2013/03/28/svik-vid-nyja-island/
Mál sem varða almannahag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég get vel skilið þig og mér finnst bara allt í lagi að þú segir þetta hreint út. Ég er bara kominn á það stig að trúa engu og treysta engu, langar ekki lengur að borga neinum neinar skuldir, er bara alvega að verða búin á því sé litla framtíð og lifi fyrir einn dag í einu.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.3.2013 kl. 16:13
Þetta ferli var síður en svo opið og gagnsætt alveg frá upphafi. Stjórnlagaráð fór útfyrir heimild sína því að í skipunarbréfinu átti stjórnlagaráð aðeins að gera tillögur að breytingu á núverandi stjórnarskrá en það átti alls ekki að gera tillögu að nýrri stjórnarskrá. Ég hef alls ekki látið PLATA mig neitt ég hef tekið afstöðu til þessa máls á þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér sjálfur og læt engan segja mér eitt eða neitt. Ég segi það enn og aftur að "gamla" stjórnarskráin er mjög góð þótt vissulega megi "skerpa" á einstökum atriðum. Þetta stjórnarskrárferli var bara einfaldlega, að mínu mati, illa unnið og féll á tíma...................
Jóhann Elíasson, 28.3.2013 kl. 16:19
Það segir sitt að maður skuli ekki vera neitt hissa á þessu, þetta er langhlaup. Og já, Þráinn er þarna óþægilega nálagt sannleikanum... kannski ekki beinlínis fábjánar en nenna a.m.k. ekki að leggja niður fyrir sér stóru myndina eða beita sjálfstæðri hugsun.
Haraldur Rafn Ingvason, 28.3.2013 kl. 16:22
Mikið er ég sammála þér !
Ingibjörg Snorra (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 17:01
Já burt með þetta fullveldisafsal 111. gr. hans Þorvaldar Gylfasonar, takk fyrir.
Ha svo er þetta fólk að reyna koma nn þessari 67 gr. stjórnlagaráðs, að "ekki er hægt að hafa atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem eru sett til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgararétt." (67. grein)"?
Var einhver að segja að Þorvaldur Gylfason og allt þetta stjórnlagaráð og litla, litla, nice, nice ESB- lið hafi verið eitthvað svo lýðræðislegt, þegar EKKI má hafa þjóðaratkvæðaafgreisðu um fjárlög, fjáraukalög og EKKI heldur um þjóðréttarskuldbindingar?
Er þetta fólk að öskra þarna, við viljum EKKI hafa þjóðaratkvæðaafgreiðslur um Fjármál, við viljum EKKI hafa þjóðaratkvæðaafgreiðslur um Fjáraukamál, við viljum EKKI hafa þjóðaratkvæðaafgreiðslur um þjóðréttarskuldbindingar osfrv skv. grein 67???
Hvernig er það má þá nokkuð hafa þjóðaratkvæðaafgreiðslu um málefni eins og fjármál aftur eða varðandi ESBi í framtíðinni fyrir þessu liði?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 17:14
Það er leitt Ásthildur, að sjá þig fylla þann flokk fólks sem vill afnema réttindi okkar til að kjósa um mál eins og Icesave. Það er nákvæmlega það sem á sér stað á Kýpur þessa dagana, samningar þannig frágengnir að almenningur á sér ekki viðreisnar von.
Þá er líka sorglegt að þú viljir að Alþingi fái heimild til þess að framselja fullveldi, án þess að þjóðin fái nokkru um það ráðið.
En það sorglegsta er, að ekki einn einasti helvítis kjaftur þarna úr lýðprumpsflokknum hefur bent á það, hvað íslenska stjórnarskráin hafði með hrunið að gera. Menn eru búnir að mala sig hása, röflandi út og suður, um allt, nema það.
Leitt að ágæt dreifbýlistútta skuli falla fyrir fagurgala lítillar menntalítu, sem ekkert hefur fært þjóðfélaginu nema sundrungu, mannorðsmorð og viljann til þess að breyta Íslandi úr ágætisþjóðfélagi yfir í tilraunastofu fyrir sósíalískt "réttlæti"
Tvennt í viðbót, Birgitta er frík, og íslenska þjóðin lætur sér fátt um finnast þegar lýðprumparar tjá sig um "fótum troðinn þjóðarvilja".
Þið eruð nefnilega ekki þjóðin. Kannanir sýna það mjög glögglega.
Hilmar (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 17:27
Ekki alveg sammála þér núna, Ásthildur. Ég geri bara orð Jóhanns hér að ofan að mínum, svona til þess að forðast endurtekningar.
Það má rífa þessa "nýju" stjórnarskrá í tætlur. Vona þó að mönnum beri gæfa til þess að bæta inn því sem vantar í þá gömlu. Svo sem auðlindaákvæði. Minni þó á að eftir innlimun í ESB þurfum við enga stjórnarskrá!
Kolbrún Hilmars, 28.3.2013 kl. 17:51
Réttur fólks til að kjósa um mál eins og Icesave er algerlega óhaggaður í nýju stjórnarskránni, en greinilegt er að svo lengi hefur verið tönnlast á síbyljunni sem Hilmar tyggur einu sinni enn að það er stefnt að því að gera þessa lygi að sannleika.
Nýja stjórnarskráin hefði stóreflt beint lýðræði og með ólíkindum að sjá hvernig menn halda sífellt hinu gagnstæða fram.
Ómar Ragnarsson, 28.3.2013 kl. 17:56
Menn myndu sennilega ekki ekki tyggja þennan bita, væri hann ekki þetta safaríka kjötstykki sem hann er.
67. grein:
"... Á grundvelli þeirra er hvorki hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgararétt. ..."
Icesave var í senn hluti fjárlaga, þar sem samningurinn felldi ábyrðir á íslenska ríkið vegna einkaaðila, og þjóðréttarskuldbinding, þar sem Ísland skuldbatt sig til þess að greiða öðrum þjóðum kröfur á einkaaðila, og framsal á fullveldisrétti þar sem samningurinn um Icesave fól í sér afsal á réttinum til þess að fjalla um málið fyrir íslenskum dómstólum og lögsagan færð til Bretlands.
Þessi stjórnarskrárbastarður hefði meinað Íslendingum að kjósa um Icesave, það er ekkert pláss fyrir bjánalegar afneitanir, þegar textinn stendur skýr og skorinorður fyrir framan lesandann.
Og eitt í viðbót, ef Ómar Ragnarsson heldur áfram að dæla út vafasömum fullyrðingum, er ekki við hæfi að hann myndi stinga niður putta á lyklaborð, til þess að útskýra í eitt skipti fyrir öll, hvaða hutverki íslenska stjórnarskráin gengdi í hruninu?
Eitthvað sem segir mér, að það geri hann ekki. Áróðursmenn eru sjaldan í því að fjalla um staðreyndir.
Hilmar (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 18:26
Ásthildur.
Þó þú varir börnin þín við að þiggja boð manna sem reyna að lokka þau upp í bíl til sín með sælgæti, þá er það ekki vegna þess að sælgæti er svona hættulegt.
Ef baráttufólk fyrir betri heimi hefur ekki þá skynsemi til að átta sig á að þegar þeir sem hafa hag af ljótleika heimsins, svo sem skuldaánauð (ICEsave, vogunarsjóðirnir), auðlindaþjófnaði (skuldir borga sig ekki sjálfar), niðurbroti velferðakerfis og svo framvegis, bjóða þeim uppí dans, til dæmis til að breyta stjórnarskránni, þá hefur það ekkert með betri heim að gera.
Og þessi skortur á skynsemi útskýrir af hverju heimurinn verður ekki betri eftir kosningar, baráttufólk fyrir betri heimi er með örprósent fylgi.
Það er grundvallaratriði í baráttunni milli góðs og ills, er að hið góða starfar ekki með hinu illa, því allt sem frá hinu illa kemur, leiðir til ills. Þó að samstarfsaðilinn vilji nýta það til góðs.
Íhugaðu þessi atriði.
Maður þarf ekki að vera sjálfstæðismaður til að sjá þessa augljósu vankanta, sem eru þekktir utan úr hinum stóra heimi.
Maður þarf aðeins að eiga drauminn um betri heim, og vita hvernig hið skítuga fjármagn vinnur.
Það er ekki ykkar vilji að hið ágæta fólk sem skipar Dögun nýtur aðeins 1,4% fylgi, það var þess vilji.
Krafa ykkar um réttlæti í skuldamálum heimilanna var ógn sem það brást við.
Og tókst.
Og það hefur ekkert með Sjálfstæðisflokkinn að gera, hann er líka í frjálsu falli.
Þjóðin er búin að fá nóg af auð og auðmönnum, og líka þeim flokkum sem vinna beint með þeim.
Og líka þeim sem vinna með flokkunum sem vinna með þeim.
Þess vegna skrifa ég þessa athugasemd Ásthildur.
Þetta þarf ekki að vera svona.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.3.2013 kl. 19:10
Ásthildur eg hef alltaf dáðst að þér fyrir það hvað þú er einlæg baráttu og hugsjónakona.Og að þinni heilbrigðu skynsemi um marga hluti.
Þó að eg telji mig hvergi hafa talað illa um Þór Sari eða Margreti Tryggvadóttur eða niðurlægt Birgittu Jónsdóttur á nokkurn hát þá á eg her augljóslega sneið af kökunni hjá þér Ásthildur sem pakk og fábjáni af því eg hef ekki verið á sama máli með þetta stjórnarskrármá.
Það er ekki málið að auðvitað eru allir velkomnir að hafa sína skoðun á hverju sem er og ekkert meira með það.
En nú langar mig að spyrja þig aftur spurninga sem eg fekk ekki svar við síðast þegar eg spurði um það
Hvaða skoðun hefur framboð Dögunar og þá væntanlega Ásthildur Ceil einnig á þeim vinnugrögðum að stjórnarskrár frumvarðið var ekki lagt furir þjóðina í heild heldu VALDIR KAFLAR ÚR ÞVÍ.
til að kjósa um í málamyndakosningu .
En síðan var frumvarpið sent úr landi Í HEILU LAGI.til umsagnar í einhverri Evrópuríkja nefnd.Og talið sjálfsagt að taka tillit til þeirra athugasemda sem þaðan komu og spurning hvort að það geti verið ástæðan fyrir því að hluta til að þetta var ekki samþykkt nú að ekki hafi unnist tími til að fara yfir og fínpússa eftir þeim tilmælum sem þaðan komu.
Finnst ykkur þetta vera boðlegt og ílagi að sýna þjóðinni svona framkomu.
Það þætti mér nú bara fróðlegt að fá að vita fyrir kosningar.
Finnst ykkur þetta auka á trúverðugleika þessa máltilbúnaðar eða ekki?
Og svo langar mog að vita hvað það er semn þú óttast svo mikið Ásthildur að muni gerast vena þess að þetta var ekki samþykkt.
Hefur þú knnski orðið fórnarlamb einhvers græðslu áróðurs ?
Sólrún (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 19:15
Mér finnst leitt að heyra að þú sért svona reið, sár og vonlaus í dag Ásthildur.
Tek annars undir orð Jóhanns, Kolbrúnar og Sólrúnar hér fyrir ofan.
Vonandi hefur þú samt trú á samferðafólki þínu áfram og dæmir ekki þeirra skoðanir þó þær samræmist ekki þínum akkúrat núna.
Því það yrði hvorki þér, þínu framboði eða Dögun til framdráttar.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 20:12
Ég hef verið þeirrar skoðunar varðandi þetta stjórnarskrármál að vera ekki að semja nýja stjórnarskrá heldur betrumbæta þá gömlu með því að taka út greinar,breyta þeim eða setja nýjar og láta greiða þjóðaratkvæði um hverja breytingu fyrir sig.Þannig kemur þjóðarviljinn best fram.Þessi 67. grein sem minnst er á hér að ofan finnst mér alveg mega missa sín því mér finnst að þjóðin eigi að hafa um það að segja t.d. hvernig forgangsraða eigi verkefnum.Mér finnst ekki rétt að eyða milljörðum í málvísindasöfn í staðinn fyrir heilbrigðiskerfið.Leiðinlegt að þú skulir vera sár og reið en svona er þetta nú bara stundum að maður finnur ekki samhljóminn.En þá er bara að girða sig í brók(gerið þið stelpurnar það ekki líka?),bretta upp ermarnar.smæla framan í heiminn og halda áfram,annaðhvort sama veginn eða breyta örlítið til.Vona að þú harkair þetta af þér og bið að heilsa þér og þínum.
Jósef Smári Ásmundsson, 28.3.2013 kl. 21:04
Nei, ég lét ekki plata mig. Og ég sagði aldrei neitt niðurlægjandi um þau 3. Hinsvegar kallaði ég Þorvald mikla Gylfason einn skæðasta mann sem komið hefur fram opinberlega. Og geri enn. Þar stendur hann verri en Eiríkur Bergmann, Jóhanna Sig, Steingrímur mikli, og þeirra stuðningsmenn.
1. lagi gat ég ekki sætt mig við að þið brytuð gegn Hæstarétti landsins, æðsta löggjafarvaldinu, og hélduð ótrauð áfram eins og ykkur kæmi Hæstaréttardómur ekki við. Man líka eftir óvirðingu nokkurra ykkar og man hver þið voruð, í kjölfarið: Hæstiréttur væri bara með pólitískan dóm Sjálfstæðisflokksins.
Í 2. lagi gaf þjóðin aldrei leyfi fyrir nýrri stjórnarskrá. Lagt var af stað með að endurskoða nokkra þætti gömlu stjórnskrárinnar, endurskoða, ekki rústa gömlu stjórnarskránni. Hver lofaði að skipt yrði um stjórnarskrá á Íslandi með heildarendurskoðun stjórnarskrár sem 95% þjóðarinnar samþykkti 1944? Það var 1,9% áhugi meðal þjóðarinnar á nýrri stjórnarskrá þegar Jóhönnuliðið, með ykkar hjálp, fór að skrifa nýja stjórnarskrá, fyrir okkur hin. Í óleyfi. Heil 1,9% vildi þessa vitleysu.
Í 3. lagi, hví vorum við, fullveldishafinn, þjóðin, ekki spurð um neitt nema pínulítinn hluta af fyrirætlun ykkar fyrir okkur hin? Og hví vorum við, fullveldishafinn, þjóðin, ekki spurð hvort við vildum nýja stjórnarskrá yfirleitt? Ofríki valdahópa. Voru þetta ekki bara valdaránsfyrirætlanir? Ætli Þorvaldur mikli geti ekki svarað þessu?
Elle_, 28.3.2013 kl. 22:13
Æðsta dómsvaldinu, ekki löggjafarvaldinu.
Elle_, 28.3.2013 kl. 22:29
Það er dapurt að heyra svona góða konu eins og þig Ásthildur að vera reiða og sára útaf ekki stærri hlut ,þar sem við eigum nú bara bærilega stjórnarskrá ef almennt væri eftir henni farið !..þvi þó endurbæta megi lengi stjórnarskrána þá var þetta ósköp aumkvunarvert hvernig að þessu máli öllu var staðið ! Eg fagna ekkert þó eg hafi verið á móti vinnubrögðunum á ymsann hátt og vona bara að betur gangi ef eitthvað "næst "kemur i málinu og svo bara gleyma þvi núna ! Ef eg ætlaði að vera reið útaf einhverju Ásthildur þá væri eg það úti Hreyfinguna sem heldu þessari aumu stjórn uppi i heilt ár og lengdu lifdaga hennar ,sem betur hefðu endað fyrr og væri þá kanski farið að taka á" Nauðsynlegum " málum eins og skuldavanda heimila og fl sem varðar fólk og lif i þessu landi ...Og eg get vel viðurkennt það ..að eg vona að eg sja ekkert af þvi fólki inná þingi næst ,enda finnst mer ekkert þeirra Hreyfingar meðlima hafa neitt i pólitisk mál að gera ,en skyldu mig ekki þannig að þau seu eitthvað slæmt fólk ,alls ekki ...En að vera reiður borgar sig aldrei og það bara meiðir mann sjálfann svo eg vona að þer letti og þú eigir Afskaplega góða og gleðilega Páska
Rhansen (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 22:34
Allir vita að ríkisstjórn Jóhönnu,vann leynt og ljóst að innlimun Íslands í Esb. Til þess varð að beita ruðningstækjum og hreinsa leiðina af heilögum þjóðernistáknum. Ekkert fór framhjá kommiserum Esb.,þess vegna áréttuðu þeir að ríkisstjórnin þyrfti að skipta um Stjórnarskrá. Það gerir mig reiða að horfa upp á úlendinga hlutast til um innanríkismál,við ættum að geta leyft okkur þóttafullar athugasemdir,sem erum á annað borð að tjá okkur um það. Eins og Elle lít ég á Þorvald Gylfason skaðlegan fulveldi okkar,þarf ekki einu sinna að nefna hann í þeim klúbbum sem ég sæki ,allir þar eru mér sammála. Óska öllum hér gleðilegra páska.
Helga Kristjánsdóttir, 28.3.2013 kl. 23:43
Eini vandinn við lýðræðið er lýðurinn zjálfur...
Steingrímur Helgason, 29.3.2013 kl. 00:23
Takk öll fyrir innlegg ykkar. Ég er aðallega reið og sár yfir því hvernig kjörnir fulltrúar okkar á þingi fórum með þetta stjórnarskrármál. Þetta þýðir að við sitjum áfram með þessa spilltu einstaklinga sem svo sannarlega sýndu okkur í sinni verstu mynd að þau vilja ekki missa valdið úr sinni hendi. Þau vilja ekki raunverulegt lýðræði. Og ég er alveg sammála því að Samfylkingin mun gera allt til að troða okkur inn í ESB. En þessi stjórnarskrá var samin af mörgum, þjóðinni sem hafði allan tíman aðgang að ferlinu og gat komið með hugmyndir og tillögur.
Mér þykir leitt ef ég hef sært einhverja með þessum skrifum mínum. Málið er bara að ef við viljum breyta einhverju þá þarf að auka vægi almennings til að ráða ferðinni. Þarna var tækifæri en því var hent á haugana. Og ofan á allt þetta lítur út fyrir að fjórflokkurinn verði enn og aftur við völd næstu fjögur árin með sína samtryggingu, baktjaldamakk og sölumennsku. Á þessu tók nýja stjórnarskráin.
Og ég tek undir þau orð Birgittu að sennilega hefur þetta skipt meíra máli en við gerum okkur grein fyrir í dag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2013 kl. 10:01
Ágæta Ásthildur,
Því miður meintu stjórnarflokkarnir aldrei neitt með því að þeir vildu koma hér á nýrri stjórnarskrá. Vissulega spiluðu þeir sitt hlutverk, og vissulega voru þingmenn þar innan um sem vildu sannanlega stjórnlagabætur, en bakvið tjöldin var allt ljóst eftir að stjórnlagaráðið afhenti nýja stjórnarskrá að aldrei færi hún í gegnum Alþingi. Það var hins vegar sett á svið leikrit fyrir Hreyfinguna til að fá stuðning hennar til að þessi ríkistjórn gæti hangið lengur, og það tókst. Margrét og Þór Saari voru dregin á asnaeyrunum. Það sjá allir nú. Ég man að ég skellti þessu á Þorvald Gylfason á sínum tíma, benti honum á þessa staðreynd, að stjórnarflokkarnir meintu ekkert með tali um að keyra stjórnarskrá þeirra félaga í gegn, en þá vildi hann ekki trúa því. Hann trúir því núna.
Hitt er svo annað mál að stjórnarskrá stjórnlagaráðs var andvana fædd. Þar var færst of mikið í fang og ekki gætt að því að ná breiðri sátt og samstöðu stjórnmálaflokka og þjóðarinnar. Atkvæðagreiðslan sem var haldinn var einnig stórfurðuleg og greinilega handahófskennt um hvað var spurt. Í tillögu stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá voru allt of mörg álitamál sem hlutlausir fræðimenn höfðu dæmt varasöm og vitlaus, svo það sé sagt á mannamáli.
Í upphafi skal endinn skoða. Það hvernig stjórnvöld stóðu að öllu þessu máli kallaði fram andstöðu í stað samstöðu. Dómur Hæstaréttar er besta dæmið um það. Atkvæðagreiðslan er annað dæmi. Og að leggja tillögur stjórnlagaráðs í salt í næstum heilt ár er enn eitt dæmið.
Þannig að ágæta Ásthildur og frambjóðandi þá vona ég að þú viðurkennir að betur hefði mátt að þessu máli standa.
Með góðum kveðjum úr Kópavogi
Jón Baldur Lorange, 29.3.2013 kl. 10:59
Ég var ein af meðframbjóðendum til stjórnlagaþings og þegar lá fyrir mannvalið varð ég glöð og sá hér vilja til betri framtíðar.
Man að um leið og ég óskaði Þorvaldi til hamingju í þjóðmenningarhúsinu, varð mér á orði "bara að passa að alþingi og afturhaldsöflin eyðileggi ekki þetta ekki!"
Eftir það dæmdi hæstiréttur ranglega og ógilti og síðan hafa valdamenn tekið við stjórninni og dæmt þetta réttlætisferli í margra ára fengelsi. Nelson Mandela þekkir svona meðferð á eigin skinni.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.3.2013 kl. 12:57
Já Baldur það má auðvitað alltaf gera betur. En ég held að klúðrið hafi fyrst byrjað eftir að pólitíkin fór að spila inn í. Og já ég er algjörlega sammála þér í því að leikrit var sett á svið og það var aldrei meining hjá fjórflokknum að samþykkja nýja stjórnarskrá. Ég er mest reið yfir því hvernig stjórnmálamennirnir hanteruðu þetta á þinginu, og er viss um að þeir glotta vel við tönn núna. En ég vona samt að fólkið í landinu gefi þeim langt nef í næstu kosningum.
Anna mín já það má vel nefna Nelson Mandela við þetta tækifæri. Það er ótrúleg spilling þarna á ferð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2013 kl. 13:16
Hvað sem mönnum finnst um stjórnarskrármálið þá er ljóst að dómur hæstaréttar var brandari. Varðandi það að nauðsynlegt sé að ná breiðri samstöðu þá verður aldrei breið samstaða um auðlindaákvæði á þingi þó hún verði til staðar úti í þjóðfélaginu. Ákveðinn hópur manna sem bókfærði verð þorskkvóta upp í 4000 kr á kíló á sínum tíma og telur þá auðlind sína til að ráðskast með mun aldrei ljá máls á þessu. Þeir hinir sömu hafa komið sínum árum vel fyrir borð í ákveðnum stjórnmálaflokkum sem munu aldrei ganga gegn þeim umbjóðendum sínum.
Haraldur Rafn Ingvason, 29.3.2013 kl. 14:15
Ég nenni ekki að tjá mig um þetta , en má til með að tjá mig um að ég er algerlega sammála Elle.það þurfti heldur enga nýa stjórnarskrá, bara laga þá gömlu til í sátt og samlindi. Gleðilega Páska allir bloggarar. PS.það er erfitt að tína saman fólk sem er baráttufólk fyrir betri heimi, en ef það er hægt þá í guðana bænum hefjumst handa.En ég hef það á tilfinningunu að það muni enginn koma með uppástungu um það,.Þess vegna gengur okkur illa. Ég skora á þá sem vilja betri heim og betra land að láta það í ljósi hér. takk fyrir.!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 29.3.2013 kl. 14:23
Rétt hjá þér Haraldur bæði hvað varðar dóm hæstréttar og svo með spillingarliði sem telur sig geta ráðið yfir Íslandi. Þessi stjórnarskrá sem unnin var með venjulegu fólki í landinu, þar sem allan tímann var opið ferli og hægt að koma með hugmyndir og athugasemdir, átti einmitt að taka á þeirri spillingu. Þetta vissu þeir sem nú anda léttar og telja sig (sennilega réttilega) hafa unnið enn einn sigurinn á fólkinu í landinu, sem virðist ætla að kjósa aftur yfir sit allt það sama og áður. Það er einmitt þess vegna sem ég er sár og reið og vonlaus. Þó ég vissi svo sem innst inni að þetta myndi einmitt gerast, þá átti ég alltaf einhverja von um að þingmenn hefðu örlítið af samviskubiti og smá bita af löngun til að gera lífið réttlátara hér. En það var ef til vill til of mikils ætlast ég sé það nú.
Eyjólfur takk fyrir þitt innlegg. Það getur vel verið að það hefði verið hægt að breyta stjórnarskránni, en það hefði samt alltaf strandað á útvörðum peningaaflanna, sem vilja einmitt hafa hana þannig að ekki verði hróflað við þeim. Af hverju gengur okkur svona illa? það er eitthvað í þjóðarsálinni sem lýsir sér í texta sem sunginn var hér í den Á Íslandi við viljum vera kóngar allir hreint. Okkur skortir þetta samvinnugen. Það er sennilega vegna þess að við búum í þannig landi að við höfum þurft að vera í sífelldri baráttu við náttúruöflin og núna þegar fólk er komið með upp í háls af því sem við köllum fjórflokkinn, þá kemur það þannig út að það verða í framboði á annan tug flokka. Vonandi ná sem flestir þeirra 5% markinu svo rödd þeirra fái að hljóma. Það má alltaf láta sig dreyma. Dögun til dæmis hefur verið í viðræðum við önnur framboð um að sameinast undir regnhlíf, sem sjálfstæðir flokkar en í samvinnu við hvorn annan. En þá kemur í ljós að flestir þeirra vilja bara fara fram einir og sjálfir, telja það horfa betur til heilla.
Svo má segja að kosningabaráttan er ekki hafin að fullu, það verður keyrt á henni eftir páska. Vonandi verður sá slagur á góðum nótum þar sem heiðarleiki og virðing fá að njóta sín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2013 kl. 14:56
Gengur okkur svona illa við hvað? Minnihlutanum gekk bara illa að koma sinni stjórnarskrá og vilja yfir okkur hin. Og svo er hæðst að dómi Hæstaréttar og talað um Nelson Mandela. Svo þið brutuð þá mannréttindi á okkur?
Elle_, 29.3.2013 kl. 15:30
Elli mín ég vildi óska að fólk ruglaði ekki saman nýju stjórnarskránni og ESB innlimuninni. Það þarf að skilja þetta tvennt að. Hefurðu lesið tillögurnar um nýja stjórnarskrá? Ég er alveg jafn mikið á móti ESB og þú og allir vinir mínir hér sem hafa barist gegn þeirri innlimun. Ég skilgreini þetta sem tvö ólík mál. Þó einhverjir hafi ætlað sér að fleyta þjóðinni inn með þessar nýju stjórnarskrá, þá hefði það bara ekki gengið, og þá hefði verið besta leiðin að laga 111 greinina og þær sem fólki fannst eitthvað hættulegt við. En ekki kollsteypa öllu regluverkinu.
Ég var alveg sannfærð um það strax að hæstaréttardómurinn var hápólitískur, að dæma kosninguna ógilda var tilraun auðvaldsins til að eyðileggja málið, en hefði ekki skipt neinum sköpum fyrir nðurstöðurnar.
Mannréttindi eru þannig að meiri hluti þeirra sem láta sig málið varða hlýtur að ráða. Að sitja heima segir nákvæmlega ekki neitt um afstöðu fólks. Þess vegna hljóta niðurstöður að ráðast af hvað þeir segja sem mæta og greiða atkvæði.
Mér þykir annars leitt að vera að standa í að rífast við vini mína hér. Ég hef bara þessa skoðun á þessu tiltekna máli, að öllu öðru leyti erum við sammála.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2013 kl. 15:42
Að við Íslendingar skulum vera með stjórnarská sem var bara bráðabyrðarplagg enn í gildi árið 2013 er óskiljanlegt. Ungafólkið í Íslandi skilur ekkert í þessu af hverju við viljum ekki ganga í takt við nýja tíma og það skildi ekki heldur að þessi nýja stjórnarskrá væri aðför að þjóðinni og lýðræðinu. En þetta er allt eigin hagsmuna klíkur sem vonandi að þetta sama unga fólk sópi út úr alþingi með því að kjósa annað en fjórflokkin. Skil þig Ásthildur að vera leið. Margur almúginn er líka leiður og finnst það vera svikið af stjórnmálamönnum þessa lands.
Margrét (IP-tala skráð) 29.3.2013 kl. 22:07
Takk Margrét mín, gott að fá þetta inn í svefninn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2013 kl. 23:35
Hvernig væri nú Ásthildur mín að þú settir 67. greinina hér í athugasemd og síðan útskýrir fyrir okkur fábjánunum hvað þessi grein í raun og veru er að takmarka?
Bíð spenntur eftir útskýringunum.
Gleðilega páska Ásthildur mín.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 30.3.2013 kl. 02:35
67. gr.
Framkvæmd undirskriftasöfnunar og þjóðaratkvæðagreiðslu.
Mál sem lagt er í þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu eða frumkvæði kjósenda samkvæmt ákvæðum 65. og 66. gr. skal varða almannahag. Á grundvelli þeirra er hvorki hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgararétt. Þess skal gætt að frumvarp að tillögu kjósenda samrýmist stjórnarskrá. Rísi ágreiningur um hvort mál uppfylli framangreind skilyrði skera dómstólar þar úr.
Auðvitað má alltaf gera betur, en ég sé ekkert í þessari grein sem hefði til dæmis komið í veg fyrir kosningu um Icesave, því það var ekki þjóðréttarsamningur, skattamál, fjármál eða fjáraukalög. Ég tel að þessi grein sé varnagli fyrir stjórnvöld. Það er ekki víst að næstu ríkisstjórnir verði jafn ógnvænlegar og svikular þjóð sinni. Það er nefnilega aðalmálið í þessu öllu heila máli. Þjóðin treystir ekki Samfylkingunni né Vinstri grænum, og það er undirrótin að að því að margir eru svona mikið á móti nýrri stjórnarskrá. En svo má segja að þetta sé búið, fjórflokkurinn ætlaði sennilega aldrei að samþykkja nýja stjórnarskrá, það var bara í nösunum á þeim til að plata fólk. Meðan Sjálfstæðismenn og Framsókn unnu markvisst að því að bægja henni frá. Ef einhver vilji hefði verið hjá ríkisstjórninni hefðu þau ekki runnið út á tíma og fært það upp í hendurnar á stjórnarandstöðunni. Þetta var sennilega bara plott heilt yfir. Sem segir ekkert annað en það að spillingin og valdagræðgin verður áfram við völd eins og hún hefur verið síðastliðna nokkra áratugi því miður. Stjórnmálamennirnir sjá um sína. Þeir passa upp á þá sem gefa þeim fjármagnið, ný stjórnarskrá átti einmitt að taka á því ásamt margri annari réttarbót fyrir íslenskan almenning.
Í lögum skal kveðið á um framkvæmd málskots eða frumkvæðis kjósenda, svo sem um form og fyrirsvar fyrir kröfunni, tímalengd til söfnunar undirskrifta og um fyrirkomulag þeirra, hverju megi til kosta við kynningu, hvernig afturkalla megi kröfuna að fengnum viðbrögðum Alþingis svo og um hvernig haga skuli atkvæðagreiðslu
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2013 kl. 10:13
Æ síðasta málsgreinin átti að fylgja 67 greininni. Í lögum og svo framvegis. Biðst velvirðingar á þessum mistökum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2013 kl. 10:16
Ef að einhver samningur sem að ríkisstjórn gerir og veldur því að nokkrir milljarðar munu verða greiddir af íslenska ríkinu, er það þá ekki flokkað undir fjármál eða fjáraukalög?
Eru þá þær greiðslur ekki bókfærðar í bókhald sem kostnaður?
Þarf þá ekki samþykkt alþingis á greiðslu nokkura milljarða, eða er það bara tekið og greitt án þess að minnst sé á það í fjárlögum eða aukafjárlögum.
Kveðja
Þórður
Þórður Sigfriðsson (IP-tala skráð) 30.3.2013 kl. 11:40
Það starir á mig ákvæðið um fjárlög og fjáraukalög.
Ríkisstjórnin hélt því fram að IceSave hefði verið fjáraukalög og þau í raun og veru voru það, þar með hefði ekki orðið að þjóðaratkvæðis um IceSave fjáraukalaugin ef 67. greinin hefði verið í Stjórnarskránni.
Mín skoðun á þessu, og einhverra hluta þá held ég að JóGríma hefði notað sér 67. greinina til að stöðva þjóðaratkvæðisgreiðslu um IceSave.
Vegna þess að 67. greinin er útfærð svona þá hefði ég aldrei getað samþykkt þessa nýju stjórnarskrá.
Þakka fyrir að setja in 67. greinina og útskýringarnar, þó svo við séum á ödverðum meiði um meiningu fjáraukalaga og hvort IceSave hefði komist í þjóðaratkvæði.
Gleðilega páska Ásthildur mín.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 30.3.2013 kl. 13:31
Þá er bara að einbeita sér að því að laga 67 greinina, og rýna aðeins meira í þá 111. Láta hitt standa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2013 kl. 13:47
Ásthildur, ertu þá ekki búin að viðurkenna að stjórnarskrá hin nýja sé ekki tilbúin til að samþykkja hana.
Þarna nefnir þú að það þurfi að laga 67 grein og kíkja nánar á 111 grein.
Er þá ekki möguleiki á að margar aðrar greinar séu heldur ekki fullbúnar og skýrar.
þá er nú kannski rétt að það átti ekki að klára þetta mál á þeim hraða sem að þið vilduð. Hefði frumvarp samflokkskonu þinnar verið samþykkt eða ef að það verður samþykkt þegar þing hefst á nýju, munu þessar greinar (67 og 111) standa óbreyttar.
Ég get alveg samþykkt að það þyrfti að betrumbæta stjórnarskrána (þessa sem er í gildi núna) en að æða í þetta með æðibunugangi og samþykkja þegjandi og hljóðalaust alveg glænýja stjórnarskrá með loðnum og óljósum greinum er ekki eitthvað sem að ég get sætt mig við.
Nú efast ég ekki um að meirihluti stjórnlaganefndar vann sitt verk af bestu getu og með hagsmuni okkar hinna að leiðarljósi, en samkvæmt minum skilningi á hlutverki þeirra þá stóð aldrei til að það kæmi út úr því heil stjórnarskrá sem að síðan á að samykkja eða neita.
Ef að þessi skoðun mín gerir mig að fífli og fábjána í þínum augum þá verður bara að hafa það, en ég er ekki viss um að það vorum við sem að létum plata okkur í þessu máli.
Gleðilega páska
Þórður
Þórður Sigfriðsson (IP-tala skráð) 30.3.2013 kl. 15:10
Þórður eiginlega ekki, ég segi að ef svona mikil óánægja ríki um 111 greinina og þá 67, þá ætti auðvitað að skoða þær með tilliti til þess að stjórnvöld hafi ekki traust. Ég segi um þessa grein nr. 67 að ég sjái ekki ástæðu til ótta; "en ég sé ekkert í þessari grein sem hefði til dæmis komið í veg fyrir kosningu um Icesave, því það var ekki þjóðréttarsamningur, skattamál, fjármál eða fjáraukalög. Ég tel að þessi grein sé varnagli fyrir stjórnvöld. Það er ekki víst að næstu ríkisstjórnir verði jafn ógnvænlegar og svikular þjóð sinni".
Það sem ég er að segja er að ef fólki finnst þettar greinar svona hættulega, þá ætti að einbeita sér að því að laga þær í stað þess að skófla öllu málinu út af borðinu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2013 kl. 17:23
Hér að ofan hafa margir nefnt Icesave málið sem átti að setja okkur margfalt á hausinn og börnin okkar til Bretlands til að vinna í kolanámum upp í Icesave skuldina. Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður framsóknarflokksins skrifaði að mér finnst stórgóða grein sem hann nefndi "Eftir dóminn í Icesave" og vitna ég sérstaklega til einnar málsgreinar í greininni sem segir ansi mikið um það fólk sem er búið að öskra sig hást um Icesave og svik stjórnarinnar. "Það tókst að telja meirihluta landsmanna trú um að málið snerist virkilega um að það ætti að láta almenning borga bæði höfuðstólinn og vextina. Þetta er eitthvert merkilegasta afrek í pólitískum áróðri á síðari árum" Að öðru leiti er hér hlekkur á greinina og hvet ég þá sem ekki hafa séð hana að lesa hana vel. http://www.pressan.is/pressupennar/LesaJonSigurdsson/eftir-dominn-um-icesave
bergur (IP-tala skráð) 30.3.2013 kl. 21:53
Bergur; what is your point?
Það var verið að sýna fram á það að það væri enginn lagaleg skylda að Ríkissjóður ætti að standa fyrir greiðslum á IceSave ef þrotabú Landsbankans dygði ekki til að greiða innistæðueigendum IceSave.
Þetta var svo stutt af EFTA dómsstóli í dómsorði síðasliðinn janúar.
Ég skil ekki að það hafi verið neinn áróður nema hjá þér og þínum háskólamentuðu mönum að hér yrði Kúba Norðursins og það yrði algjör armageddon ef íslendingar gerðu ekki eins og hollendingar og bretar vildu.
Það voru engir IceSave samningar, heldur óskalistar breta og hollendinga, þess vegna kom ekkert raunhæft úr þessum svokölluðu IceSave samningaviðræðum.
Þið blessaðir breta og hollendinga sleikjur eigið erfit með að kingja því að meirihluti þjóðarinnar hafði rétt fyrir sér.
En háskóla mentaðilýðurinn er ekki betra mentaður en það að fólk með gagnfræðipróf sá þetta betur en þessir uppskafningar sem þykjast vita allt og eru á launum sem prófessorar í skólum landsins og sennilega kenna okkar unga fólki vitleysisfræði sína sem þeir eru að prumpa í fjölmiðlum landsins sí og æ.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 31.3.2013 kl. 12:55
Já Jóhann ég held að margur almúginn í þessu landi sé að hugsa það sama og þú. Fræðimennirnir eru oftast að hártoga mál og fá útkomu upp á 5 á meðan fólkið í landinu sér að 2+2 eru sama sem og 4. Oft eru mál hártoguð og þvæld svo um munar þegar svarið er fyrir framan augun á öllum.
Margrét (IP-tala skráð) 31.3.2013 kl. 15:55
Ágæti Jóhann frá Houston sem lætur vel að réttlætinu og meirihlutanum Lestu pistilinn sem ég linkaði á og svo skulum við tala saman. Og svo skaltu geyma hrokann sem er þer innbyggður til seinni nota eða bara þarna í Houston. Ertu annars með einhverja minnimáttarkennd gagnvar fólki sem náði prófi upp úr ganfræðaskóla ???
bergur (IP-tala skráð) 31.3.2013 kl. 20:41
Nei þarf ekkert að lesa þetta háskóla prump aftur Bergur, það er alltaf það sama aftur og aftur auðmanna elítu bull, enda fá þeir greitt af auðmanna elítuni.
Ef fólk hefur lesið eina grein auðmanna elítu prófessorana þá hefur það lesið þær allar enda pantaðar frá auðmanna elítuni.
Sjá menn ekki hversu vel þeim gekk með IceSave málið þessum aðmanna elítu professorum gáfu út yfirlýsingar eftir pöntunum fyrir auðmanna elítuna, bara hvað viljið þið elsku auðmanna elítur og við búum eitthvað til og það var gert.
Syjórnarskrár vitleysan þar var auðmanna elítan á fullu til að passa að það væri smuga að koma landinu í ESB án þjóðaratkvæðis, og svo voru háskólaprófessoranir keyptir til að reyna telja mönnum í trú um að lýðræðið mundi gufaði upp í skítalykt ef ný stjórnarskrá væri ekki samþykkt. Allt gert eftir pöntunum auðmanna elítunar og prófessoranir gjamma og gjamma.
Næsta verkefni auðmanna elítu prófessorana er að telja mönnum í trú um að öll fjármál landsins fari til helvítis ef verðtrygging verður afnumin, allt gert eftir pöntun auðmanna elítunar. Og svo gjamma og gjamma prófessoranir eftir pöntunum auðmanna elítunar.
En sem betur fer er almenningur hættur að hlusta á ykkur af því að þið auðmanna elítu prófessorar eruð ekkert að segja sannleikan heldur bara það sem auðmanna elítan pantaði á því eru þið að blaðra og blaðra.
Ef þú heldur að ég sé með hroka, þá er það algjör misskilningur Bergur, þetta er bara sannleikur.
En ef þú telur að sannleikurinn sé hroki, nú þá skil ég það vel, af því að auðmanna elítu prófessoranir segja aldrei sannleikan, enda væri það ekki hægt þeira prump er pantað af auðmanna elítuni og svo gjamma og gjamma prófesoranir í takt við það hvort sem það er rétt eða rangt.
Nei ég hef nú ekki neina minnimáttarkend gangvart auðmanna elítu prófessorum sem héldu áfram á mentabrautini, en þeir sem selja sig eins og hórur til að básúna fyrir auðmanna elítuna hefðu átt að sleppa að halda áfram, því þeir eru skaðlegir íslenzku þjóðfélagi.
Gleðilega páska Bergur.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 1.4.2013 kl. 01:37
Já gleðilega páska Jóhann. Það er gleðiefni fyrir þig og okkur alla að þú hafir það gott þarna úti í Houston og að þú unir þér þar sem lengst. Það er bara sorglegt þegar ágætt fólk festist gjörsamlega í sinni eigin sjálfhverfu og ekkert er til fyrir utan þess hugarheims sem vert er að sé til eða eigi yfirhöfuð nokkurn rétt. Ps. ert þú ekkert hræddur um að þeim þarna vestra þyki afstaða þín til auðmanna vera frekar fjandsamleg. Ég hef fyrir satt að þarna vestra þyki þeir vera máttarstólpar þjóðfélagsins og fólk lúti höfði í lotningu þegar þeir fara hjá garði. Já og að síðustu þetta með hrokann var auðvitað miskilningur auðmýktin drýpur af hverri setningu það er öllum ljóst.
bergur (IP-tala skráð) 1.4.2013 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.