Vinir, vinátta, Gúttó og Sokkabandið.

Páskarnir nálgast, og veðrið er yndislegt og spáð góðu yfir páskana hvað er hægt að biðja um meira.

Það er gott að eiga góða félaga.  Fyrir utan æskufélaga mína, þá hef ég átt yndælar stundir með fólki sem ég hef verið samferða, bæði í músikinni og Litla leikklúbbnum, þetta fólk eru vinir mínir þó við tölumst ekki við daglega, þá finnur maður þá vináttu og hlýhug sem við eigum sameiginlega og ef maður þarf aðstoð þá eru allir reiðubúnir til að hlaupa til. 

Enn af þessum hópum eru félagar mínir í Frjálslynda flokknum alveg frá því að við unnum saman að fyrsta framboðinu og gegnum tíðina hef ég eignast fjöldan allan af vinum í frábæru fólki í Frjálslyndaflokknum og þó við hittumst ekki árum saman, þá skiptir það bara ekki máli, við erum alveg jafngóðir vinir eins og við hefðum hist í gær.  Svona vinátta úr ýmsum áttum auðga lífið og einhvernveginn öryggistilfinning að vita að þarna úti allstaðar er fólk sem þykir vænt um mann.  Og það fyrir utan mína elskulegu fjölskyldu.

Einn af þessum hópum eru stelpurnar í Sokkabandinu.  Fyrir tveimur árum ákváðum við að koma fram á Aldrei fór ég suður.  Þetta var stór ákvörðun því við höfðum ekki spilað saman í 30 ár eða meira, og bjuggum sitt á hvorum stað á landinu.  En við ákáðum að hella okkur í þetta.

Það var algjörlega frábært, að hittast æfa upp gömlu lögin okkar og rifja upp skemmtilega minningar.  Því miður gátu ekki allar komið, til dæmis Ingunn Björgvinsdóttir.  En Bára Elíasdóttir ekki dóttir mín kom og hitti okkur á hátíðinni og það var gaman að hitta hana.

390762_317712694924152_718229560_n

Algjört æði. Og gaman að rifja þetta upp á þessum tímapunkti, þegar undirbúningur að Aldrei fór ég Suður stendur sem hæst.

386657_317712421590846_65023620_n

Á laugardeginum hittumst við allar hér heima í kúlunni og höfðum okkur til Sunna frænka mín greiddi okkur og málaði þær sem vildu. Það var gríðarleg stemning og fjör hjá okkur.

384893_317712161590872_984200559_n

Og það besta við þetta allt voru viðtökurnar. Það var alveg meiriháttar elsku ísfirðingar nýjir, gamlir brottfluttir og þeir sem aldrei fóru suður, þetta var sannarlega skemmtilegt. Og nú er fólk að spyrja hvort við ætlum ekki að endurtaka leikinn.

555352_4171992541622_1079544416_n

Hér erum við með gigg í Sjálfstæðishúsinu á Ísafirði fyrir rúmum 30 árum.

32166_4694660597117_1150685352_n

Hér er svo fyrsta hljómsveitinn sem ég tók þátt í, en ég hafði oft fengið að koma fram og syngja með BG.

Þær hljómsveitir sem ég tók þátt í, spiluðu oft í Gúttó, gamla IOGT húsinu, það var því gaman að því þegar Halla formaður LL hringdi í mig og bað mig að rifja upp endurminningar frá skemmtunum í Gúttó.

Ég sagði frá því sem mér var efst í huga eftir öll þessi ár, eitt atriði sem hefur verið í mínu minni frá því að ég fór í fyrsta skipti á Þorrablót með manninum mínum. Við vorum bara kærustupar þá og hann tiltölulega nýkomin inn í fjölskylduna. Pabbi, mamma, Jói föðurbróðir minn og Gréta konan hans sátu með okkur við borðið og þeir bræðurnir sem áttu til að vera mestu stríðnispúkar, höfðu gaman af að ota hákarli að strákanganum, sem var ný fluttur að sunnan og hafði aldrei séð neitt þvílíkt, hann varð líka að vera kurteis við nýja tengdapabban og át því það sem að honum var rétt, og fékk sér svo vænan slurk a brennivíni með, eins og á að gera. Nema hann varð ansi drukkinn elsku karlinn minn, svo ég þurfti að aðstoða hann við að komast heim. Þegar þangað var komið, vildi ég fara að láta vel að honum. Þá reis hann upp og sagði þessa óborganlegu setningu: Við getum ekki gert neitt hér, við erum í fatahenginu í Gúttó.

Ég get alveg lofað ykkur því að þetta var notað. Cool

Ég skemmti mér rosalega vel, hvet fólk til að fara og skemmta sér á góðu kvöldi og rifja upp góðu gömlu dagana í Gúttó, eða upplifa hvernig pabbi og mamma, afi og amma skemmtu sér.  Þarna spilar frábær hljómsveit Gúttóbandið, og þetta er algjört stuð.

guttoaefing

Hér er "Villi rakari" að klippa viðskiptavin og spjalla. En á skemmtuninni koma fram nokkrir þekktir ísfirðingar. Og ýmislegt rifjað upp.

Elsku LL félagar innilega takk fyrir mig. Ég skemmti mér alveg konunglega. Hvað er betra en hlátur stuð og músik.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Þórey Garðarsdóttir

Fær mann klárlega til að brosa aðeins!

Sammála með vinina. 

Hulda Þórey Garðarsdóttir, 25.3.2013 kl. 13:37

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já, bæði brosa og skellihlæja hehehe...

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2013 kl. 14:00

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Við skulum vona að þetta komi aftur vinkona!!!/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 25.3.2013 kl. 15:05

4 identicon

Skemmtileg frásögn eins og þín er von og vísa. Alveg get ég séð fyrir mér "hrekkjusvínin" Þórð og Jóa að hrella Ella .

Við erum líklega að eldast , ég hugsa oft um á seinni árum hvað ég hef kynnst mörgu yndislegu fólki sem hefur kennt mér svo margt, án þess að ætla sér, bara með okkar samskiptum. Til dæmis margt af fólkinu sem við umgengumst meðan við vorum að alast upp, sem bara var þarna og maður hugsaði ekkert um þá, en þegar litið er til baka gaf gott fordæmi, eins og stóru Kristjánsstelpurnar sem aldrei misstu þolinmæðina með allt púkaliðið á hælunum .

Dísa (IP-tala skráð) 25.3.2013 kl. 20:03

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt, við áttum einstaka æsku Dísa mín, og við bara héldum að þetta væri svona hjá öllum. 

Takk Haraldur minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2013 kl. 20:18

6 Smámynd: Laufey B Waage

Gaman gaman :)

Laufey B Waage, 25.3.2013 kl. 22:02

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Oh já Laufey mín þetta er gaman. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2013 kl. 23:26

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Snilld, takk fyrir að vekja bros dagsins hjá mér, hláturinn kraumaði í mér :)

Ásdís Sigurðardóttir, 26.3.2013 kl. 11:38

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha ég get ennþá hlegið að þessu Ásdís mín.  Og maðurinn minn tekur þessu með stóiskri ró, þó ég segi frá. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2013 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband