Gott hjá þér Margrét Tryggvadóttir.

Margrét mín þú ert snillingur.  Og nú tafsa menn og kjafsa á málinu.  Vitandi að þeir geta ekki lengur leynst undir fyrri málflutningi.  Með þessu kemur í ljóst hverjir samþykkja stjórnarskrárfrumvarpið, hverjir verða "veikir og mæta ekki" og hverjir hafna því.  Það hefur komið í ljós að meirihluti er fyrir samþykkt frumvarpsins ef menn standa við orð sín.  En svo er þetta með efndirnar, sumir vilja hafa klæðin á báðum öxlum og halda öllum góðum.  Með þessari breytingartillögu eru þeir knúðir til að standa og falla með sínum orðum. 

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981


mbl.is Stjórnarskrárfrumvarpið lagt fram sem breytingartillaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef ekki tekið ástfóstri við þetta stjórnarskrármál en mér finnst þetta nú vera dáltið brillíant hjá Margréti.  Enda virðast menn engjast undan þessu ef marka má orð Magnúsar Orra Schram.

Sjá menn handbragð Þorvaldar Gylfa á þessu eða er þessi hugmynd ættuð úr smiðju Margrétar sjálfrar?  Það er aldrei að vita nema að þetta komi Dögun inn á þing í næstu kosningum.

Seiken (IP-tala skráð) 14.3.2013 kl. 19:30

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta mál hefur ekkert með Þorvald Gylfason að gera Seiken.  Margrét lætur engan segja sér fyrir verkum, svo ég tel þetta eingöngu vera frá henni sjálfri komið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2013 kl. 20:07

3 identicon

Ég á nú ekki við að Margrét láti segja sér fyrir verkum Ásthildur en til þess að koma með svona hugmynd þarf að hugsa út fyrir kassann.  Þorvaldur hefur stundum verið glúrinn við það en ég uni Margréti vel að eiga þetta skuldlaust. 

Seiken (IP-tala skráð) 14.3.2013 kl. 20:13

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt.  Það er skondið að horfa upp á vandræðaganginn í stjórnmálamönnunum sem ætluðu sér að slátra þessu máli með pólitískri hræsni og slá sig til riddara, eins og Árni Páll og kó.  Nú þurfa þeir væntanlega að gefa upp afstöðu sína meðan þjóðin horfir á.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2013 kl. 21:13

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Margrét Tryggvadóttir er frábær þingmaður að mínu mati. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.3.2013 kl. 01:51

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og hún stækkar við viðkynningu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2013 kl. 08:17

7 identicon

Þetta opnar nú bara fyrir endalausar breitingatillögur. Þorvaldarskráin sem stjórnarskrá er svo gersamlega glórulaus eins og fyrrum RUV vitringur Líndallur segir. Þessi skrá er vita vonlaus eins og við var að búast frá Vimmabróa, ekkjunni og  Bakfallasveinka.

Pirraður ekki Piratus né Pílatuss (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 08:38

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Margrét lætur engan segja sér fyrir verkum, svo ég tel þetta eingöngu vera frá henni sjálfri komið. 

Sorry, ef þið haldið að hún hafi fundið upp á þessu þá er uppskriftin hérna: http://en.wikipedia.org/wiki/Rider_(legislation) 

Þetta er ekki einu sinni fyrsta skiptið á þessu þingi sem reynt er að hengja meðreiðartillögu á frumvarp sem er til umfjöllunar.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.3.2013 kl. 08:58

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég verð nú að segja eins og er að ég hef ekki séð Margréti sýna neina "frábæra" takta allt þetta kjörtímabil............

Jóhann Elíasson, 15.3.2013 kl. 09:01

10 identicon

Hvaða frábæru tillögur hefur Margrét flutt til þess að hjálpa skuldsettum fjöldskyldum og hvenær

sæmundur (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 09:28

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Burtséð frá skoðunum á stjórnarskrármálinu þá hefur nú Margrét verið með þeim duglegri að vinna að málefnum heimilanna.

Til dæmis er það nýjasta að hún hefur sameinast  Lilju Mósesdóttur um að flytja frumvarp um afnám verðtryggingar neytendalána sem má finna hér: http://www.althingi.is/altext/141/s/1138.html

Guðmundur Ásgeirsson, 15.3.2013 kl. 21:58

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það eru aðallega þrjú mál sem Dögun leggur mesta áherslu á og er að vinna að  það er fyrst aðstoð við heimilin, með okkur í þeirri vinnslu eru Þórður Björn, Andrea og Gísli Tryggva sem öll hafa beitt sér mikið fyrir aðstoð við heimilin m.a. gegnum HH. Þar er m.a. afnám verðtryggingar afturvirkt.   Annað er sjávarútvegsmál og Íslandsbyggðastefna, þriðja málið er svo stjórnarsrkáin, þar sem talið er að sé undirstaða þess að breyta gömlu spilltu klíkunum. 

Það eru samt ótal önnur mál sem við erum núna þessa dagana að leggja lokahönd á, á landsfundi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2013 kl. 10:28

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það þarf ekki að afnema verðtryggingu afturvirkt þar sem hún hefur verið ólöglega framkvæmd um árabil.

Það eina sem þarf að gera er að byrja að framfylgja þeim lögum gilda í þessu blessaða landi okkar.

Þar með talið núgildandi stjórnarskrá. Samkvæmt henni er einhliða eignaupptaka í þágu bankakerfisins einfaldlega óheimil.

72. gr. Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.
Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi.

Eins og verðtrygging er framkvæmd þá kemur svo sannarlega fullt verð fyrir. Gallinn er bara að það gjald fer inn á hagnaðarreikning lánveitandans. Það er verðið sem þolandi eignaupptökunnar á rétt á samkvæmt 72. gr. stjórnarskrár. Ef þetta væri hinseginn og hið sanngjarna endurgjald lagt inn á bankareikning þess sem ábyrgist að greiða verðtrygginguna, þá væri vandamálið úr sögunni.

Þannig er allt tal um nýja stjórnarskrá og afturvirka leiðréttingu verðbóta, í raun bara spjall um keisarans skegg.

Framfylgjum gildandi lögum!

Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2013 kl. 17:15

14 identicon

Ásthildur

Hvaða tillögur hefur Margrét flutt til að bæta hag heimilina

sæmundur (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 21:28

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð ábending hjá þér Guðmundur.

Sæmundur þú getur sjálfur skoðað hvað Margrét hefur haft fram að færa gegnum árin, en lítill þriggja manna flokkur hvað þá ein manneskja getur ekki lyft grettistaki á Alþingi, til þess þarf meiri samstarfsvilja og réttlætiskennd en finnst á alþingi í daghttp://www.althingi.is/dba-bin/flytileit.pl?texti=Margr%E9t+Tryggvad%F3ttir&leitartegund=5:

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2013 kl. 10:42

16 identicon

Og því miður finn ég öngvar tillögur eftir margréti sem snerta hag heimilana þótt hún sé uppfull af tillögum í dag á fundum hjá dögun

sæmundur (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband