Hvað er til ráða?

Þegar maður les svona fréttir þá er fyrsta hugsun þvílíkur lýður.  En svo fer maður að hugsa áfram, af því að ég kannast við margt í þessari frétt.  Það er nefnilega ekki bara um ungafólkið að ræða, heldur er fólk á bak við þau sem líður illa, mamma, pabbi, afi, amma syskini, maki og aðrir aðstandendur líða fyrir þetta allt.

Fólk sem hefur horft upp á ættingja sinn leiðast út á galeiðuna og geta ekkert gert til að laga ástandið.  Veit jafnvel ekki hvert er hægt að leita.

Þetta er það þarf að taka á.  Það gengur bara ekki lengur að unga fólkið okkar sem hefur leiðst út í neyslu sé bara afskipt og helst vilji enginn af þeim vita.  Þau eru komin niður í undirheimana og eiga þaðan varla uppreisnarvon, nema eitthvað  komi til sem kemur þeim aftur á lappirnar.

Þess vegna þarf lokaða meðferðarstofnun, þangað sem hægt er að dæma fíkla í, þar sem þau fá faglega umönnun og þeim hjálpað út úr helvíti fíknarinnar.  Þetta fólk er nefnilega ekki glæpamennirnir, þó það virðist vera svo, þau eru fórnarlömb fíknar sem þau ráða ekki lengur við.  Eru föst í því neti.

Það hefur því ekkert upp á sig að setja þau í fangelsi, þar sem þau kynnast ennfrekar hinum dökka heimi.  Og ef þau eru ekki enn komin með samböndin, þá fá þau þau einmitt þar.

Því er borið við að fjármagn skorti, en ef við hugsum um þann kostnað sem verður af því að hafa fíkla afskiptalausa í samfélaginu, þá er hægt að sjá að sá kostnaður gæti komið til baka ef hægt væri að fækka afbrotum.

Það er nefnilega rándýrt að hafa unga fólkið okkar svona ósjálfbjarga og villuráfandi eftirlitslaust. 

Fyrst eru þar ættingjarnir, sem margir eru komnir á róandi lyf, vegna sífelldra áhyggna af börnunum sínum, mikill tími lögreglu fer í að eltast við innbrot líkamsmeiðingar og margt annað, dómar kosta sitt, Allt kostar þetta bæði peninga og tíma. Svo er það heilbrigðisstofnanir, félagsmálastofnanir, geðlæknar, sálfræðingar, almenningur sem verður fyrir eignatjóni, þjófnaði og árásum. Ég þekki til fólk sem lendir í slíku og það er erfið reynsla, fíklar eru inn á borði þarna allstaðar.  

Þetta er svo fyrir utan þá sorg sem fólk upplifir þegar fíklarnir annað hvort gefast upp á lífinu, eða deyja af of stórum skammti eða jafnvel eitruðu efni. 

Það er erfitt fyrir fólk að skilja það ástand sem ríkir þegar unglingur leiðist út á erfiða braut, en þetta vandamál getur skollið á hvar sem er, í hvaða fjölskyldu sem er og þá ber sorgin að dyrum.

Við höfum hreinlega ekki efni á að missa allt þetta unga fólk niður í myrkrið.  Við höfum ekki leyfi til að láta sem þau séu ekki til, og við einfaldlega getum ekki boðið upp á gera ekki neitt. 

Nú finnst örugglega mörgum að ég sé að reyna að verja gjörðir þessara ungmenna, ég er alls ekki að því, en ég segi bara það sem gerði þetta fólk að því sem þau eru í dag er beint fyrir framan augun á okkur.  Meðan öll orka lögreglu fer í að leita að nokkrum grömmum í vasa fíkla á götunni, er enginn tími virðist vera til að leita að þeim sem standa fyrir óskapnaðinum, flytja inn og fjármagna til að græða sem mest. 

Og þegar hugsað er til þeirra sem líða fyrir þessar aðstæður er komin tími til að hugsa þessi mál upp á nýtt.  Þessi leið er ónýt og hefur ekkert í för með sér nema sorg og óhamingju sem alltof oft endar með ótímabærumdauða.

Eigið góðan dag Heart


mbl.is Ungir síbrotamenn í fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er bara svo innilega sammála þér, það læra börnin sem fyrir þeim er haft og svo líka það að barn sem aldrei býr við neitt gott og fær enga umhyggju leitar á þessi mið því miður.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.3.2013 kl. 14:35

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

"Grundvöllur allra ríkja er uppeldi æskunnar!

Lengi býr að fyrstu gerð"! / Um mikilvægi góðs forvarnarstarfs.

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1274733/

Jón Þórhallsson, 14.3.2013 kl. 15:25

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég er svo innilega sammála þér að það á að dæma menn í meðferð.Impraði einhvern tímann á þessu í sambandi við áfengissjúklinga en fékk á mig gagnrýni fyrir að þá væri verið að fremja mannréttindabrot.það þarf skriflega umsókn foreldra barna til að sé hægt að svifta þau sjálfræði en þegar börn hætta að vera börn er það erfiðara.En dómstólarnir geta að sjálfsögðu dæmt eins og lögin gera ráð fyrir.Spurning hvort þarf að breyta lögum til að þetta sé mögulegt.En þetta er örugglega rétt leið og mundi bjarga mörgum fíklum oa aðstandendum þeirra.

Jósef Smári Ásmundsson, 14.3.2013 kl. 15:43

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið öll. 

Ásdís mín það er alveg ljóst að við getum misst börnin okkar í fíkn þó allt sé í lagi, en það er alveg rétt að þau eru viðkvæmari ef þau fá ekki aðhald, ást og umhyggju.

Jón, já forvarnir eru góðar, en þær eru greinilega ekki að virka því alltaf eykst þessi skelfing og endalaust verða fórnarlömbin yngri.

Jósef að svipta þau sjálfræði er engin lausn, því það þýðir bara að foreldrarnir eru gerðir ábyrgið fyrir tjóninu sem þau valda.  Og það tekur blóð svita og tár að reyna slíkt ég þekki það vel.

En til að dæma fólk í lokaðameðferð í stað fangelsis, þarf ekki að komu foreldra á neinn hátt, ekki frekar en að það þurfi leyfi foreldra til að dæma þau í fangelsi.  Þegar þessi stofnun rís, þá er hún lausn til hliðar við fangelsin.  Þar sem í stað þess að dæma þau í þau fangelsi sem fyrir eru, verða þau einfaldlega dæmd í langtímameðferð.  Það má til dæmis hugsa sér fyrir það fyrsta að Krýsuvíkursamtökin verði styrkt til að taka inn slíka fanga, þar er pláss en ekki peningar til að ráða starfsfólk.  Auðvitað þyrfti að loka þarna á milli, en allt er hægt ef vilji er fyrir hendi, síðan þarf auðvitað að huga að því að leita að húsnæði helst út í sveit til að hafa slíka stofnun. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2013 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband