Skrípaleikur? Eða reiði vegna svikinna loforða?

Jamm þetta sýnir svo ekki verður villst um afstöðu Steingríms til stjórnmála.  Hann reynir að gera grín og eins lítið úr Þór Saari eins og hann getur.  Og hvernig? Jú hann er orðin málamaður hjá Davíð Og að með þessari vantraust tillögu sé hann orðin yfirkórstjóri Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.  Það hvarflar ekki að þessum allt múlig ráðherra, sem svo sannarlega hefur mokað undir sig titlum og ráðuneytum, að Þór sér reiður og sé að fara eftir sannfæringu sinni um að það sé nú þegar búið að drepa Stjórnarskrármálið.  Það er ljóst að það var meirihluti fyrir málinu á Alþingi, það varð ljóst í könnun sem var gerð.  En Árni Páll knúði málið út úr því ferli og náði ásamt Katrínu Jakobsdóttur og Guðmundi Steingrímssyni að gera eitthvað allt annað úr málinu.  Þeir sem á annað borð hugsa út fyrir ramman gera sér grein fyrir því hvað Þór Saari er að fara og hvað það er sem hann er reiður yfir, hann gerði alveg skýra grein fyrir sér í dag, hann óttast að með þeirri tillögu sem þríflokkurinn hefur nú lagt fram, verði stjórnarkrármálið eitthvað allt annað en sú niðurstaða sem fólkið í landinu bað um.  Að ef svo vill til að þetta fólk fái til þess tækifæri eftir kosningar, sem vonandi verður ekki, þá geti þeir vélað um það eftir sínu höfði.

En það er svo sem augljóst að þau þrjú Katrín, Árni Páll og Guðmundur eru tækifærissinnar par exelance.

Prinsippin eru enginn, bara von um upphefð og góð jobb inni eftir næstu kosningar.  Því fyrr sem fólk áttar sig á þessu, því betra.  Við getum ekki haft fólk við stjórnvölin sem hleypur eftir skoðanakönnunum og vinsældum hverju sinni.  Það má þó segja um Jóhönnu að hún var algjörlega laust við slíkt.  Það er líka hægt að segja um Valgerði Bjarnadóttur, sem hefur reynst klettur og vinnuþjarkur í Stjórnarskrármálinu, og hefur svo sannarlega verið niðurlægð af formanni sínum, með þessu frumvarpi sínu. 

Fyrir mér varð Katrín Jakobsdóttir ómerkingur þegar hún laug í sinni ræðu að Þór Saari hafi nánast verið með vikulega vantrausttillögu á stjórnina.  Ef þú lýgur um eitt atriði, hvernig er þá hægt að trúa því að þú ljúgir ekki í því næsta?

Og Jóhanna er alsæl með niðurstöðuna, það er gott og blessað, en trúir hún því virkilega að lausn þessa máls sé sigur fyrir hana og ríkisstjórnina?

Það er nóg að líta til nýrra framboða til að skilja að þessi ríkisstjórn er ekki að gera sig.  Aldrei í okkar sögu er þvílíkg magn af framboðum, eða að nálgast annan tug.  Og af hverju ætli þetta sé nú?  Jú það er algjörlega ljóst að almenningur í þessu landi er búin að fá nóg, búin að fá upp í kok af fjórflokknum, þess vegna hefur tvennt greinilega gerst; í fyrsta lagi að framagosar hafa séð ljósið og farið fram með framboð til að ota sínum tota, en einnig að almennt fólk hefur leitað til þeirra sem það treystir til að fara fram og leiða framboð. 

Fólk með skynsemina í lagi getur alveg séð hvað er hvort. 

En hvað sem tautar og raular, ég fagna öllum þessum 20 framboðum, það gæti farið svo að einhver af þessum framboðum næðu eyrum almennings og fengju brautargengi, og vonandi fleiri en eitt þeirra. Heyrði í dag í manni sem þekkir kosningalögin, að það gæti farið svo að ef þrjú framboð næðu með tána í 5% múrinn, þá gætu þessi framboð fengið alla uppbótarþingmennina, þannig að hvert þeirra sem fengi einn kjördæmakjörinn mann, fengju jafnvel tvo uppbótarþingmenn. 

Nú er málið þannig að í skoðanakönnunum þá er ansi stór hópur sem ekki gefur upp afstöðu sína, það má geta leiðum að því að þeir sem ekki hafa gefið upp skoðanir sínar séu að bíða eftir framboði sem höfðar til þeirra. 

Það er í fyrsta lagi afar skynsamlegt og sýnir mikla framþróun í kosningum almennings, því það hefur verið allof oft þannig að fólk hafi bara kosið flokkinn sinn sama hvað.  Nú virðist sem betur fer vera kaflaskipti í því, og kjósendur að fara að taka meiri ábyrgð á atkvæði sínu.  Það er löngu kominn tími til þess. 


mbl.is „Tvíeykisstjórn“ Davíðs og Þórs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

þVÍ MIÐUR HELD ÉG AÐ ÞARNA LIGGI HUNDURINN GRAFINN.  Þingmenn Hreyfingarinnar hétu því fyrir jólin síðustu, að verja ríkisstjórnina gegn því að stjórnarskráin verði afgreidd og unnið verði í skuldamálum heimilanna.  Ríkisstjórnin SVEIK það loforð að vinna í skuldamálum heimilanna og þingmenn Hreyfingarinnar sáu að ríkisstjórnin ÆTLAÐI EINNIG AÐ SVÍKJA STJÓRNARSKRÁRMÁLIÐ og þá var þeim einfaldlega nóg boðið og Þór Saari lagði fram vantrauststillögu til að ná fram HEFND fyrir hvernig hann og félagar voru "dregnir á asnaeyrunum" mánuðum saman.

Jóhann Elíasson, 11.3.2013 kl. 20:38

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það má kalla það hefnd, en það má líka kalla það hreinræktaða reiði yfir svikum ríkisstjórnarinnar, og það eru ekki þau fyrstu loforðin sem hafa verið svikin af þessari "fordæmalausu" ríkisstjórn, eins og þau grípa jafnan til.  Þessi ríkisstjórn tók við fordæmalausum erfiðleikum, segja þau, og ... nóta bene það er eins og Samfylkingin hafi hvergi nærri komið hruninu.  Að þau hafi bara ekki verið þarna árið 2007, og að Jóhanna Sigurðardóttir og Össur hafi bæði verið í lykilaðstöðum til að gera eitthvað í málinu.  Þvílík og önnur eins sögufölsun, ja hérna hér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2013 kl. 21:11

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mér er nokkuð sama hvort á að kalla þetta hefnd eða reiði en ég get ekki séð annað en að sumu leiti sé Þór reiður sjálfum sér fyrir að hafa treyst orðum forráðamanna ríkisstjórnarinnar.  Við höfum orðið vitni að þvílíkum skrípaleik allt þetta kjörtímabil að það hálfa væri heill hellingur og það er alveg með ólíkindum að nokkur hafi varið þessa ríkisstjórn falli í marga mánuði og verður skömm þeirra er það gerðu þeim til ævarandi minnkunar....................

Jóhann Elíasson, 11.3.2013 kl. 21:43

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vil ekki taka svona djúpt í árina Jóhann, þegar fólk fer á þing og hefur skoðanir á hvað megi betur fara, þá stundum láta menn leiða sig í að styðja eitthvað í þessu tilfelli ríkisstjórn, í von um að fá brautargengi við mál sem maður telur að sé til heilla fyrir almenning í landinu.  Það í raun og veru er ekki rangt, heldur tilraun til að ná fram lendingu um mál sem maður telur að geti gagnast landslýð. Það verður að skoða afstöðu Hreyfingarinnar í því ljósi.  Og svo þegar svikin verða augljós, þá brestur traustið og menn vilja gera hreint fyrir sínum dyrum.  Þetta er eðlilegur framgangur og í eðli mannsins. 

Ég skil Þór Saari vel með þessi vonbrigði hans og sárindi, ég er breysk manneskja og ég held að ég myndi bregðast svipað við, þegar ég sæi svikin og yfirborðsmennskuna sem ljóst er að er viðloðandi núverandi ríkisstjórn.  Þannig er það bara.  Og svo halda þau að með því að endalaust hrósa sjálfum sér, verði til þess að almenningur fyllist hrifningu á stjórninni, er bara svo galið að það hálfa væri nóg.  Þau átta sig ekki á því að oflof er háð.... eða þannig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2013 kl. 22:58

5 Smámynd: Sólbjörg

Ef Þór Saari vil finna meinið fyrir vonbrigðum og sárindum sínum ætti hann að líta í spegil.

Hver gerir samning við svikara og býst við að efndir verði útkoman, einfeldningsháttur .Þór hefur ávallt neitað stuðningi við stjórnina þó allir viti að það eru ósannindi. Hvað er hann sjálfur ef ekki það sem hann ásakar aðra um, honum er engin vorkunn.

Sólbjörg, 12.3.2013 kl. 00:22

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

við erum frekar mikið sammála þessa síðustu mánuði vinkona kær 

Ásdís Sigurðardóttir, 12.3.2013 kl. 14:18

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sólbjörg ég væri sennilega líka til með að semja við svikara og lygara, því ég trúi ekki að fólk vísvitandi sé að leika sér að mér og blekkja.  Það er því oft sárt að upplifa að það er einmitt það sem verið var að gera.  En ég vil samt heldur trúa á það góða, þangað til ég rek mig á.

Takk Ásdís mín, ég er afskaplega ánægð með það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2013 kl. 15:04

8 Smámynd: Sólbjörg

Stjórnmálastörf eru ekki prívata mál stjórnmálamanna heldur varðar þjóðina alla, þess vegna mátt þú eins og hver annar prívat alveg láta á manninn reyna eins oft og þú vilt Ásthildur. En Þór hefði átt að kynna sér stjórnmálaferill Jóhönnu og Steingríms, og sjá þá eðli þeirra. Ef þú ert komin í framboð þá verður þú að gera greinarmun á þessu tvennu.

Að vera með fjöregg þjóðarinnar í höndum sér krefst festu og visku, því það að meina vel er ekki nóg eitt og sér. Gangi þér vel.

Sólbjörg, 12.3.2013 kl. 18:26

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sólbjörg það sem þú segir hér er alveg rétt og satt, mað að því fylgir ábyrgð að fara í framboð, ég er nú orðin það gömul og hef ýmsa fjöru sopið að ég veit alveg hvernig það er allt saman.  Það sem ég er að reyna að segja er að við megum ekki fordæma fólk fyrir að treysta fólki í blindni.  En til þess eru vítin að varast þau svo sannarlega.  Vonandi verða miklar breytingar á samsetningu alþingis eftir næstu kosningar og að þangað veljist fólk til forystu sem er heiðarlegt og samviskusamt.  Þess vil á svo sannarlega biðja.  Þegar ég horfi upp á ólgusjóinn sem nú ríkir, þá verð ég reið því fólki sem hefur hagað sér þannig á þingi gegnum áratugi að stofnunin er rúin trausti, og fólk getur ekki lengur hugsað sér að kjósa þetta fólk aftur, samt virðist það telja að þau geti endalaust selt okkur sömu vöruna aftur og aftur, það segir bara eitt að þau búa í fílabeinsturnum og telja sig alveg óhult þar.  Það eina smáatriðið er kjósendur, því ber að fífla þá með öllum ráðum, með gullfiskaminnið að leiðarljósi.  Þetta þurfa þeir sem eru nýjir á þingi að varast og gera ráð fyrir refsskap sem er áunnin gegnum margra ára og jafnvel áratuga reynslu í lygum og svikum.  Þannig er það bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2013 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband