27.2.2013 | 11:22
Ferð til Grotås. Ykkur er boðið með.
Er ennþá hér í Noregi, hér er kalt en sól og gott veður alla daga. Ingi minn hefur verið að fara með mig í skoðunarferðir um nágrennið. Hér eru vegir margir hverjir eins og Óshlíðin en það stendur til bóta, miklar vegaframkvæmdir standa nú yfir, þegar ég kom hér fyrir tveimur árum var verið að gera 6 göng til að fara gegnum fjöll en ekki fyrir þau. Öll eru þess göng nú komin í gagnið nema ein en þar er unnið á fullu við breikkun vega og frágangur á þeim göngum. Flest þessara ganga eru á leiðinni milli Volda og Austfjorden, en ein þeirra liggja aðra leið. Þau opna fyrir samskipti við næstu kommúnu handan fjallanna, eða Strynkommune, þar hefur opnast ný leið til samskipta. Næsti bær við heitir Grotås, og Ingi segir að þar sé fólkið hlýrra og opnara en annarsstaðar. Við skruppum sem sagt til Grotås á dögunum.
Stóri bróðir og litli bróðir bestu vinir.
Í Grotås er dýpsta stöðuvatn í Evrópu rúmlega 500 metra djúpt.
Flott sýn. Sést hér að norðmenn nota sama trix og heima að aka snjónum beint út í sjó eða vatn.
Og börnin þurftu að skoða þetta betur, vatnið er ísilagt og þau stóðust ekki mátið að fara niður.
Já ekki ber á öðru en að ísinn sé vel mannheldur.
Vá þetta er gaman.
Og þau voru alveg til í að fara heim og sækja skautana, en það var auðvitað ekki í boði.
Ísprinsessan Evíta Cesil.
Þá var næst að koma sé á kaffihús og fá sér kakó og gulrótartertu, sumir fengu sér hamborgara.
Gulrótarkaka nammi namm segir Kristján Logi.
Já þetta var gaman.
Skemmtilegur veitingarstaður og hótel, vertinn hlýleg og brosmild og í þjóðbúningi.
Þarna er líka leikhorn fyrir börnin.
Næst lá leiðin í matvörubúðina til að kaupa það sem þarf til heimilisins.
Búðin er beint á móti hótelinu og veitingastaðnum.
Og hér er skilti um vatnið. Horningdalsvatnið.
Grotås er fallegur bær, og eins og allir norskir bæjir byggir hátt upp í fjöllinn.
Fórum svo aðeins út í sveitina þarna hjá, Ingi ætlaði að sýna mér dýr sem ég hef aldrei séð áður.
Þau heita alpakkar, eru ræktuð vegna ullarinnar, og peysan sem Ingi var í á fyrri mynd er einmitt unnin úr ull af þessum dýrum.
Alpakkar eru fyndin dýr, líkjast mest lamadýrum.
Mér skilst að þau séu rökuð einu sinni á ári, sennilega á haustin og ullin notuð í prjónaverk, eins og peysuna hans Inga, sem er reyndar prjónuð með íslensku munstri, sonur minn segir að þessi upp sé mýkri en okkar ull.
Já þau eru frekar fyndin þessar elskur.
Það virðist vera að þau séu í mörgum litum.
Töffari tyggur strá...hehe
Tvær sætar saman. takið eftir framtönnum í neðri góm.
Mér skilst að kjötið sé ekki nýtt til matar, það virðist aðallega vera ullinn sem fólk sækist í.
En svona er þetta maður lærir svo lengi sem lifir. Alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt að upplifa.
En við þurfum að kveðja alpakkana, því Ingi var búin að panta klippingu fyrir sig og Evítu og það var mál að fara í klippingu.
Himnagalleríið opið hér líka.
Hér má sjá peysuna af ull Alpakkanna. En þar sem hárgreiðslustofan er hér í næsta nágrenni ákváðum við Kristján og Símon að fara þangað og fá okkur meira gos, ég fékk mér reyndar rauðvín
Síðan fórum við á leikvöllinn til að eyða tímanum.
Hér má sjá varmaskipta, sem er örugglega mesta þarfa þing þar sem rafmagn er dýrt.
Já þetta er fallegt allt saman. En þá er að skondrast á hárgreiðslustofuna og gá hvernig okkar fólki líður þar.
Ó jú ekki ber á öðru Ingi nýklipptur og fínn og Evíta alveg að verða búin.
Sæt og fín.
Hárgreiðslukonan afskaplega yndæl.
Og Evíta búin að fá bleika lokka í hárið.
Og þá var bara eftir að kveðja og fara heim.
Gegnum fjallið. Þessar tvær kommúnur voru ekki í neinu sambandi fyrr en göngin komu. Það er Voldakommune og Strynkommune.
Komin heim. En mikið vildi ég að ráðamenn heima gerðu sér grein fyrir því hversu mikilvægt það er að vera í sambandi með öruggum göngum, eins og Dýrafjarðargöngum, Súðavíkurgöngum, Norðfjarðargöngum, sem hreinlega gjörbylta samgöngumálum okkar heima.
Og Símon Dagur segir bless og við líka. Með kveðju frá Noregi.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.3.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tak for turen :)
Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2013 kl. 15:25
Vær so god min ven.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2013 kl. 15:31
Mikið eru þetta skemtilegar myndir !Gaman að ferðast með þer. Kv .
Erla Magna Alexandersdóttir, 28.2.2013 kl. 17:02
Takk Erla mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2013 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.