Vandamál fíknarinnar, og hvað er hægt að gera?

Ég var að hlusta á Silfur Egils og þar á meðal fyrrverabdi breskan leyniþjónustu agent Annie Machon framkv.st Evrópudeildar LEAP

Mikið þótti mér vænt um það sem hún sagði um að afglæpavæða fíkla.  Þetta er mál sem ég hef talað fyrir núna yfir 30 ár.  Þekki þessi mál afskaplega vel og hef misst tvö ungmenni frá mér vegna neyslu.  Þau voru svo sannarlega fórnarlömb og málið er að þegar barnið manns er komið í neyslu, þá eru sárafá hjálparráð.  Því um leið og þú leitar ásjár lögreglu er barnið orðið glæpamaður samkvæmt skilgreiningunni.  Ekkert foreldri sem þykir vænt um barnið sitt vill fara þá leið þó allt sé komið í kalda kol. Einmitt vegna viðbragða kerfisins.

Ef tekið er saman dauðsföll af of stórum skömmtum eða neyslu með eitruð efni bara nú nokkur ár til baka, þá eru þau þannig að ef þetta væri fuglaflensa eða umferðarslys, væri fyrir löngu búið að setja á stofn einhverskonar hjálparsveit til að bjarga málunum.

En þessi börn okkar sem hafa leiðst út í "glæpavæðingu ríkisins" virðast ekki njóta mannréttinda, hvað þá að yfirvöld hafi áhyggjur af því hvernig þeim reiðir af.

Auðvitað á að vera fyrir löngu búið að skilgreina fíkla sem sjúklinga og koma þannig að málum að þau njóti verndar ríkisins, en þurfi ekki að leita ásjár glæpagengja og undirheimalýðs, sem gefur þeim ekkert nema þrældóm og mansal. 

Ég hvet fólk til að hlusta á það sem þessi ágæta kona hefur að segja sérstaklega foreldrar þeirra ungmenna sem leiðst hafa út á braut fíknarinnar og eru ofurseld sölumönnum dauðans.

Með því að gera léttari efni frjáls, og hafa samastað fyrir þá sem komnir eru í harðari efni tækifæri til að fá hreinar sprautur og hreint efni missa þessir glæpamenn það tak sem þeir hafa á unglingunum okkar.

Þetta er mín niðurstaða og hún tekin að yfirveguðu ráði og þekkingu á neyð þeirra sem leiðast út í líf sem ekki er neinum bjóðandi.  Harka hins opinbera gagnvart þessu fólki hefur ekkert með stjórnarskrá eða lögvarin réttindi þessara þegna að gera, þar er allt þverbrotið sem hægt er.

Það þarf því að huga að því að hugsa þetta dæmi upp á nýtt og vera óhrædd við að taka ubeygju í þessum málaflokki, ef við viljum leysa þau mál sem brenna á mörgum fjölskyldum í dag.  

http://www.ruv.is/sarpurinn/silfur-egils/24022013-1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það var lengi viðhorf hérlendis að fíklar kæmu frá ekki nógu góðum heimilum. Auðvitað var þetta viðhorf ekki algilt, en slík viðhorf þekktust vel. Einnig ef barn var með athyglisbrest eða ofvirkni, þá var uppeldi alvarlega ábótavant. Lesblinda var dæmi um leti foreldra til þess að kenna börnum sínum að lesa eða skrifa rétt.

Sem betur fer er þetta að mestu liðin tíð, en tími til frekari aðgerða er nauðsyn. Þess vegna er skrifin þín Ásthildur mín, svo mikilvæg. Við vöknum smá saman, þar til að við stöndum upp og segjum við okkur sjálf, er ekki kominn tími til þess að gera eitthvað í málinu. Það eru til tæki í greiningu, og umfjöllun, sem leiðir til aðgerða. Ég lofa þér því að leggja málinu lið. 

Bestu þakkir fyrir að íta við mér

Sigurður Þorsteinsson, 25.2.2013 kl. 22:52

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessi orð Sigurður, við þurfum öll að leggja hönd á plóg til að koma þessum málum í betra horf.  Allof mörg ungmenni hafa dáið vegna þessa ömurleika og er mál að linni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2013 kl. 23:36

3 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  ég kvitta undir hvert orð í þinni bloggfærslu.  Svo sannarlega.

Jens Guð, 26.2.2013 kl. 00:19

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Jens.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2013 kl. 00:34

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þessa færslu Ásthildur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.2.2013 kl. 09:37

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

"Grundvöllur allra ríkja er uppeldi æskunnar! Lengi býr að fyrstu gerð"!

/ Um mikilvægi góðs forvarnarstarfs.

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1274733/

Málið snýst um að hafa þessi mál í lagi frekar en að vera með einhver slagorða-átök 1 sinni á ári sem skila engu.

Jón Þórhallsson, 26.2.2013 kl. 10:16

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk sömuleiðis Axel.

Já það þarf að hafa þessi mál í lagi, en þau hafa reyndar aldrei verið í lagi, og fordómar og þröngsýni hafa gert ennþá verra í þessu málefni Jón. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2013 kl. 10:35

8 Smámynd: Jón Þórhallsson

*FYRIRMYNDIR ÓSKAST FYRIR ÆSKU LANDSINS*

FJölmiðlar þyrftu að vera miklu duglegri við að sýna landsins bestu fyrirmyndir frekar en að draga alla aumingja landsins inn í studíóin og beina kastljósinu að þeim.

Nú á dögum getur vandað og gott fólk varla sótt í æskulýðsstörf nema vera talið vera með barnagirnd.

Nú á dögum er það kaldhæðnin og allskyns tvöföld skilaboð sem ætla allt að drepa.

Jón Þórhallsson, 26.2.2013 kl. 10:55

9 identicon

Frábær færsla Ásthildur þökk se þer ...og sannarlega er eg þer sammála og þinn stuðingsaðili .þvi i svo mörg ár hef eg kvalist og þjáðst útaf þvi hvað litið er gert her á landi i þessum málum ,hvað rangt þau eru meðhöndluð og hvað mikið afskiptaleysi rikir meðal  almennings um þau Eg er svo heppin að aðeins einn af minum (barnabarn ) lenti i þessum ógöngum allavega um tima og maður veit að enginn er sloppinn endanlega þó hætt se ,eins og hann gerði fyrir ári og hefur staðið sig með sóma ...En það skiptir ekki máli hver i hlut á skaðinn er alltaf jafn skelfilegur ! eg hlustaði á þessa konu i Silfrinu og segi alveg það sama og þú um það viðtal..frábært !,enda manneskja þar sem þetta þekkir út og inn ......En get verið sammála lika þvi ,að mikið fer eftir þvi með unglinginn hvernig samfelagiðlitur á hlutina og heimilin útfrá þvi ... það hefur aldrei þótt mikið tiltöku mál þó fólk drykki .bara fengi ser smá ! sem verður svo eitthvað allt annað ...og það er hin eilifu sannindi að þarna byrjar oftast það sem á eftir kemur ..sterkari efni.......Eg held þvi miður að með bæði vin og eiturlyf se mikil þöggun og engin vilji viðurkenna það sem er i raun ...en það hlytur alltad að þurfa verða fyrsta skrefið ? Læknar segja að Vin se útbreyddari vimu efni og það skaðlegasta af öllu þvi sem i gangi er ..nu skal eg ekki segja ,en finnst það ekki óliklegt er buin að eiga mörg samtöl um þetta við þá sem með þessa hluti hafa gera ...svo spurningin er hvert ekki yrði að byrja á þeim endanum og reyna hafa áhrif á drykkju áður en farið væri beint i það sem sterkara er ?......þetta er lika svo rosalega stór spurning um siðfræði og hvernig fólk horfir á sjálft sig ? Og eg er algjörlega á móti þvi að ráðast að yngra fólki og benda á það ..það eru við sem eldri eru sem þurfa fara hugsa öðruvisi ,.,ekki bara hvað við höfum fyrir þeim yngri ..heldur hvað okkur finnst eða finnst ekki...og að við seum til viðtalls og samskipta ...þar er viða pottur brotinn og þyðir ekki svo að ætla byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofani !!  Eg vann i mörg ár við margskonar mannleg málefni ,hjúkrun t.d. og ymislegt fleira ,horfði uppa stórar sörgarsögur ,,,var sjalf gift alkoholista og tel mig hafa ansi góða syn yfir þessi mál og geta komið i veg fyrir þess vegna að ekkert minna barna ánetjaðist neinu af þessum hrylling ....En sannarlega væri eg til með að leggja þessu máli lið með góðu fólki ...þvi oft var þörf nú er "Nauðsyn" kv.Ragnhild

rhansen (IP-tala skráð) 26.2.2013 kl. 12:02

10 identicon

Albert Einstein taldi að það að gera það sama aftur og aftur án þess að skilja nokkurntíma hversvegna alttaf kom sama afleiðing,væri hin algera klikkun.

Fíkniefnastríðið hlýtur að vera dæmi um það þar sem glæpir ofbeldi og neysla á fíkniefnum hefur aukist stöðugt og afleiðingarnar orðið sífellt verri fyrir þjóðfélögin í heild eftir því sem meiru hefur verið kostað til við það að halda uppi þessu stríði.

Vonandi er að byrja að koma koma breytinga á þessu.

Íslaendingar þyrftu helst að taka við sér sem allra fyrst með þetta áður en skaðinn er orðinn meiri hér en orðið er nú þegar.

En við erum enn sem komið er vel sett miðað við öll þau ósköp sem eru annarsstaðar og verst í þeim löndum sem striðsvæðingin er mest.

Það er komið ó ljós að ferðamenn sækjast eftir því að koma hingað vegna þess öryggis sem landið hefur upp á að bjóða hvað varðar glæpatíðni sem mér skilst að við séum fræg fyrir hvað sé lág.

Það væri óskandi að við gætum kveikt á perunni og hætt að gera alltaf það sama til að fá öðruvísi árangur.

Það gerir okkur auðveldara fyrir með það að til eru nú fyrirmyndir í öðrum löndum sem við gætum vel stuðst við.

Þar sem fíkniefnaneysla er flokkuð sem heilbrigðismál og peningar sem áður voru notaðir í stríðsrekstur fara nú í aðhlynningu og endurhæfingu þessa fólks.

Gríðarlega hár upphæðir sem nýtast mun betur þar virðost vera.

Auk þess sem glæpm hefur fækkað við þetta fyrirkomulag.

Að fá þessa umræðu hingað til lands er gleðiefni og það liggur við að eg sé bara orðin hrifin af Evrópusambandinu. næstum því...

Ásthildur mín hver er stefna Dögunar í þessum málum ?

Vill hún sama fyrirkomulag og verið hefur.Eða prófa eitthvað annað.Hér værir þú nú gúor liðsmaður það er eg viss um .

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/02/25/vitfirring_i_vimuefnamalum/

Sólrún (IP-tala skráð) 26.2.2013 kl. 13:13

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég þekki eiturlyfja"vandamálið" aðeins af afspurn (sem betur fer) og hef í rauninni ekkert vit á þessu máli - en samt hallast ég að því að gera efnin lögleg á sama hátt og áfengið.   Að best verður séð hefur enginn árangur náðst með bönnum, annar en hugsanlega til hins verra.

Stend með þér, Ásthildur, og hverju því sem þú vildir fá breytt, þar sem þú hefur svo sannarlega fengið að kynnast öllum hliðum vandans.

Kolbrún Hilmars, 26.2.2013 kl. 13:59

12 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Kolbrún, held að við eigum að skoða allar færar leiðir með opnum huga. Þarf sjálfur að endurmeta afstöðu mína til þess að lögleiða fleiri vímugjafa.

Jón Þórhallsson þegar þú segir  ,,að draga alla aumingja landsins inn í studíóin og beina kastljósinu að þeim"", þá ert þú etv. með fordóma. Ef viðtal er átt við krabbameinssjúklinga, er það þá líka að draga í viðtöl aumingja. Get verið þér sammála ef þú átt við að rétta leiðin sé e.t.v. ekki sú að eiga mikið viðtöl við núverandi og fyrrverandi fíkla. 

Sigurður Þorsteinsson, 26.2.2013 kl. 14:39

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir góð innlegg.  Dögun hefur tekið upp svipaða stöðu og ég reifa hér, Margrét Tryggvadóttir hefur kynnt sér þessi mál og ég hef sagt henni að ég muni vera henni innan handar með mína reynslu.  Við viljum þessi mál upp á yfirborðið og skoða það að breyta þessu viðhorfi.  Hér er tildæmis pistill frá henni um þessi mál: http://blog.pressan.is/margrett/ En við höfum rætt þessi mál og munum leggja áherslu á að bæta þessi mál, og ég mun leggja mitt af mörkum þar svo sannarlega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2013 kl. 17:07

14 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég hef tekið eftir því að fólk sem ánetjast fyrst og fremst ávísuðum lyfjum, eins og svefnlyfjum og verkjalyfjum, fái meiri skilning en þeir sem ánetjast ólöglegum fíkniefnum.

Þessir fyrrnefndu fá strax á sig sjúklingastimpilinn, og fá "helvítis læknarnir" á sig sökina fyrir meintri fíkn sjúklinga sinna.

En fólk sem ánetjast ólöglegum fíkniefnum fær sjaldan eða aldrei neina samúð frá almenningi, NEMA að einhver látist af of stórum skammti af lyfi sem er löglegt og lyfseðilsskylt.

Semsagt, sökin er alltaf hjá fíklinum, aldrei dópsalanum. NEMA að hann sé læknir.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 26.2.2013 kl. 17:31

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er algjörlega óþolandi staðreyndir Ingibjörg, og ég veit manna best hve mikill eyðileggingarmáttur er fólgin í þessari afstöðu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2013 kl. 18:43

16 Smámynd: Rebekka

Ég vona að Ísland afglæpavæði fíkniefnaneyslu sem fyrst.  Ég man þegar ég var í grunnskóla og sá þá veggspjöld þar sem átakið "Vímuefnalaust Ísland árið 2000" var auglýst.  Nú er árið 2013 og Ísland langt frá því vímuefnalaust.  Stríðið tapaðist fyrir löngu og tími til að beita öðrum aðferðum.

Ég hef heldur aldrei skilið af hverju áfengissjúklingar eru meðhöndlaðir sem sjúklingar, en þeir sem ánetjast öðrum fíkniefnum eru álitnir glæpamenn.  Fíkn er alltaf sjúkdómur, ekki glæpur.

Rebekka, 26.2.2013 kl. 20:01

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er hugsanavilla sem þarf að leiðrétta sem fyrst.  Eina leiðin virðist vera að lögleiða vægari efni, og hætta að gera fíkla að glæpamönnum vegna neyslu.  Þeir eru eins og þú bendir á sjúkir en ekki glæpamenn.  Þeir eru gerðir það af kerfinu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2013 kl. 20:26

18 identicon

En hvað finnst ykkur um það sem Magnús Stefánsson sagði Bylgjunni síðdegis í dag - samanber það sem er á vef bylgjunnar:  http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=17207

"Þetta er fyrsta skrefið í að leyfa neyslu eiturlyfja."

Magnús Stefánsson forvarnarfrömuður hjá Marita ræddi við okkur um hugmyndir breitta refsistefnu í fíkniefnamálum.

Stefán (IP-tala skráð) 26.2.2013 kl. 23:59

19 identicon

Góður pistill og viðtalið í silfrinu einkar athyglisvert. Væri ekki sniðugt að byrja á því að gera úttekt á því hvað fíkniefnastríðið kostar okkur hérna á Íslandi í beinhörðum peningum?

Friðleifur Kristjánsson (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 00:00

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stefán auðvitað eru margir sem verða á móti þessari stefnu, en þeir ættu að eins að hugsa sig um, því með því að halda svona áfram þá fitna púkarnir á fjósbitanum, þ.e. dílerarnir og þeir sem flytja efnin inn.  Við þurfum að skoða þessi mál í víðara samhengi. Ég hef núna í 30 ár reynt að tala fyrir lokaðri meðferðarstofnun fyrir þá sem brjóta af sér vegna fíknar.  Ef það hefði verið gert fyrir 30 árum væru margir af þessu fólki enn á lífi, það veit ég og er sárt að hugsa til.  Ungu fólki sem var þvingað ofan í soraheiminn sem fordæmingin er algjör og fólk fær ekki að komast upp úr vegna fordóma.

Það þarf að gera úttekt á því, og þeir fjármunir sem fara í súginn snerta svo marga.  Fíklana sjálfa, aðstandendur, löggæslan, dómkerfið, félagsmálastofnanir, heilbrigðisstofnanir, fórnarlömb árása og innbrota þetta eru ef til vill stærstu mál þessara aðila, og það myndi sparast mikið fé einmitt með því að taka á þessu máli af ábyrgð og festu, peningarnir myndu koma fljótlega til baka fyrir utan þá sorg og ótta sem aðstandendu þurfa að ganga í gegnum oft ítrekað, og verða stundum sjálfir veikir af áhyggjum.  Það er einfaldlega ekki hægt að leggja þetta á fólk endalaust, það er mál að linni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2013 kl. 09:47

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Seinni hlutinn var svar til Friðleifs. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2013 kl. 09:48

22 identicon

"En hvað finnst ykkur um það sem Magnús Stefánsson sagði Bylgjunni síðdegis í dag - samanber það sem er á vef bylgjunnar:  http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=17207"

Maðurinn er rugludallur.

símon (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 14:02

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk var að hlusta á þetta.  Hann er fastur í þeim farvegi sem viðtekin er því miður.  Lítur algjörlega fram hjá því sem skiptir mestu máli í þessu að fíklar eru gerðir að glæpamönnum í stað þess að fá það viðhorf að þau séu manneskjur en ekki dýr.

Það sem hann talar um er á vissan hátt rétt með þá sem eru styttra komnir og ekki farnir að þurfa að fjármagna neyslu með innbrotum eða með því að selja sig.  Og hann talar um að dílerarnir geti selt sitt stöff ódýrara vegna þess að þeir þurfa ekki að borga skatta.  En við búum í 300.000 manna samfélagi og það ætti að vera auðvelt að ná til þeirra sem hagnast mest á innflutningi og sölu eiturlyfja.  Það má líka benda á að það eru heilu glæpafélögin sem gera út á sölu og dreyfingu fíkniefna, halda fólki í stöðugum ótta, og geta notað það til að gera næstum hvað sem er.  Þetta yrði liðin tíð, þegar lögregla og yfirvöld eru ekki að hundelta neytendur lengur.  Þá er hvatinn að mestu horfinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2013 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband