24.2.2013 | 17:02
Það getur verið erfitt að vera á toppnum.
Þetta undirstrikar það sem ég hef sagt, að nýji formaðurinn hefur litla vikt í flokknum. Hún er að vísu ljúf brosmild og þæg, en hákarlarnir virðast ætla að valta yfir hana sýnist mér.
Þetta hefðu þau ekki vogað sé ef Steingrímur hefði verið formaður. En ef til vill veit þetta bara á gott, það er þá úti um foringjaræðið sem Lilja, Atli og fleiri kvörtuðu undan. Ef til vill verður flokkurinn trúverðugri fyrir vikið, af þeim sem vilja inn í ESB það er að segja. Aðrir munu sennilega halda sig langt frá honum, og hefðu hvort sem er gert, því traustið er algjörlega farið.
Átök um Evrópumál á landsfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2022149
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þér hefur verið mjög tíðrætt um forystu VG Ásthildur.
Væntalega mun sáttari við Vafningsformanninn.
hilmar jónsson, 24.2.2013 kl. 17:20
Nei það er ég einmitt alls ekki. Ég hef aldrei haft væntingar til Sjálfstæðisflokksins, en ég hafði þær með VG, þó ég kysi þá ekki, þá fannst mér það hreint út sagt frábært þegar þessi ríkisstjórn var sett á koppinn, heiðarlegt fólk og samkvæmt sjálfum sér, hugsaði ég. En þvílík vonbrigði sem þetta sama fólk hefur valdið mér, þannig að þess vegna tala ég meira um þau en Sjálfstæðisflokkinn. Myndi helst vilja að hann "gleymdist" og að Lýðræðisvaktin og Hægri grænir fengju sinn skammt. Ekki vegna þess að ég endilega hafi trú á þeim per se, en alla vega eru Hægri grænir nær fólkinu í landinu. En svona að lokum þá hef ég valið Dögun til að fylgja, og er ágætlega sátt við þann góða félagsskap.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2013 kl. 17:37
Forysta VG hefur verið bitastæð til umræðu lengi vel - alltaf eitthvað að gerast þar, því miður fæst jákvætt. Hvað er svo sem hægt að japla lengi á einum Vafningi?
Kolbrún Hilmars, 24.2.2013 kl. 17:57
Nei segðu Kolbrún, hvað eru líka 1800 miljónir svo sem ?
Maður nennir varla að pæla í því..
hilmar jónsson, 24.2.2013 kl. 18:16
Bara smáaurar miðað við allt hitt, Hilmar. Spurning líka um persónulegan ávinning.
Eigum við nokkuð að ræða taprekstur Hörpunnar?
Kolbrún Hilmars, 24.2.2013 kl. 18:50
Vaðlaheiðargöng, nýtt hátæknisjúkrahús, endalaus peningaaustur í Landeyjarhöfn? umsóknarferlið inn í ESB, Sparisjóð Keflavíkur, vogunarsjóðir, AGS.... það er af nógu að taka svo sem.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2013 kl. 18:54
Margt sem hægt er að brosa að sem betur fer .og þessi flokkur leikskólakrakka sem VG verður her eftir ,með nokkra gamla varðhunda til að gæta liðsins kitlar þvilikt i mer hláturtaugarnar :))..hef þó ekkert útá Katrinu að setja ...hun er bara ung óreynd og hefur ekki það se mer finnst þurfa i Stjórnmál ...það er önnur saga .....Eg get þó eg se ekki sjálfstæðismanneskja fagnað með Bjarna Ben og finnst hann vaxandi stjórnmálamaður og hann hefur ekki átt letta eða góða daga of margt ómaklegt sem á hann hefur verið klint af misjafnlega smekklegu fólki !,rett eins og Sigmund Davið ...enn synist þeir báðir ætli að skila ser sterkari úr eldinum ..og get gefið þeim gott klapp á það .....en svo getum við gleymt þessum sma FRAMBOÐUM nema það sem þau hjálpa þeim stærri til að verða enn stærri !...og það verður nu sennilega niðurstaðan þetta vorið ...
Ragnhildur H (IP-tala skráð) 24.2.2013 kl. 18:56
Já, það getur verið kalt, sérstaklega ef varaformaðurinn er EKKI sáttur við sína stöðu í flokknum og vill verða skipstjóri á skútunni.....
Jóhann Elíasson, 24.2.2013 kl. 22:15
Reyndar er hún víst búin að vera varaformaður í tíu ár Ragnhildur, það telst nú ágætis tími til að læra hlutina, en hún hefur nefnilega alltaf verið í bómull hjá Steingrími og aldrei reynt neitt á hana þannig séð. Svo verður tíminn að leiða í ljós hvort hún þroskast áfram eða gefst upp. Ég er svona að spá í hvort nýji varaformaðurinn geri að því skóna að hún gefist upp og hann verði settur í jobbið. Hans nýjasta gjörð bendir til þess að hann spái í frekari frama.
En hvað varðar ný framboð, þá vona ég sannarlega að nokkur þeirra nái brautargengi, ég hef ekki þessa trú á Bjarna Ben. finnst hann ekki vaxandi stjarna, það er frekar hægt að segja það um Sigmund, sem stendur nú með pálman í höndunum, vegna þess að hann fór aldrei í eitthvert ískalt mat á aðstæðum með Icesave.
En ég vona bara að fjórflokkurinn fái skell í næstu kosningum, það er komin tími á ný öfl og nýjar áherslur á alþingi. Þetta sem fram er að koma núna á landsfundum er ekkert meira eða minna en kosningaskjálfti og allt gert til að plata fólk enn og aftur til að kjósa þetta gamla og góða yfir sig aftur og aftur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2013 kl. 22:20
Nákvæmlega Jóhann, mér virðist flest benda til þess.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2013 kl. 22:21
Ég sé að þið ráðið alveg við þetta stelpur, en farið vel með hann Hilmar, hann er hugsanlega ekki alveg í lagi en mögulega ekki eins slæmur og sýnist.
Hrólfur Þ Hraundal, 25.2.2013 kl. 01:37
En varðandi málefnið, þá situr Steingrímur undir stúlkunni með veltihausinn og leyfir henni að stýra á beinu brautinni, en Björn Valur situr til hliðar og skipir um gíra.
Hrólfur Þ Hraundal, 25.2.2013 kl. 01:45
Hilmar er góður drengur og hreinskiptin, ég met það mikils, við getum alveg sammælst um að vera ósammála, Hrólfur minn. Já með Katrínu, þá held ég að það séu gerðar of miklar væntingar til hennar, en vonandi hef ég rangt fyrir mér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2013 kl. 11:09
Nú stjórnar Katrín engu,Björn Valur er varaformaður og frekju hundur og hundur Steingríms J og Katrín verður að fara eftir því sem þeir segja.
Vilhjálmur Stefánsson, 25.2.2013 kl. 15:36
Ósköp er ég nú hrædd um að þetta sé einmitt þannig Vilhjálmur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2013 kl. 16:00
Hláturinn lengir lifið og enn hló eg aftur i kvöld ...þegar eg horfði á Kastljósið og Hanna Birna gaf Birni Val sma comment !! Sá i anda að þar var kominn tappinn sem alltaf hafi vantað !! Stundum hittir sá gamli ömmu sina ,hahahhah ............ Lifið er gleði og gaman ...góða nótt elskurnar :)
rhansen, 25.2.2013 kl. 23:04
Ertu að segja mér að Hanna Birna hafi náð að stinga tappa í Björn Val? Missti af þessu kastljósi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2013 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.