Þökk sé forseta vorum og þeim samtökum og þjóðínni sem saman unnu þetta mál með sóma.

Jóhanna mín, heldurðu virkilega að við séum búin að gleyma því hvernig þið Steingrímur höndluðuð þetta mál í upphafi?  Við vitum auðvitað að það var í tíð ríkisstjórnar Geirs Haarde sem málið kom upp, en þar varst þú líka og ein af því fólki í lykilaðstöðu til að breyta rétt.  Þó verður að segjast eins og er að Geir og hans fólk hafði þó fyrir því að setja neyðarlögin, sem sennilega hafa gert sitt gagn.

Eftir að þið Steingrímur tókuð við, reynduð þið að troða Icesave ofan í kokið á okkur, meira að segja átti að þvinga samning ofan í alþingi án þess að alþingismenn ættu að fá að lesa hann.  Svokallaður Svavarssamningu er reyrður utan um hálsin á þér eins og perlufestarnar sem þú berð svo gjarnan. Jafn áberandi líka.

Þó þið þú, Árni Þór, Árni Páll, Steingrímur og Össur reynið að komast hjá því að þakka forsetanum fyrir það sem hann gerði, og þjóðinni fyrir að standa í lappirnar ykkur til mikillar mæðu, þá vitum við alveg hvernig þetta fór fram.

Við vitum hve reið þið voruð og pirruð yfir atkvæðagreiðslunum sem þið helst vilduð komast hjá, og þið voru öskurreið yfir synjun forsetans, þar sem þið í kjölfarið gáfuð ykkar fólki skotleyfi á hann, og ónefni eins og forsetabjánin og fleiri slík. 

Og nú ætlið þið að þakka ykkur sjálfum fyrir sigurinn.  Þið reynið að telja okkur trú um að þið hafi allan tímann vitað hvað þið voruð að gera, og það sé ykkur og ykkar góða lögfræðingateymi að þakka að sigurinn er sætur. 

Ég get alveg fallist á að lögfræðingateymið vann sín mál af kostgæfni og einurð og á heiður skilin, en lengra nær það ekki.  Þeir hefðu nefnilega aldrei fengið tækifærið til þess ef þið hefðuð náð ykkar vilja fram, það var fyrir forseta vorn Ólaf Ragnar Grímsson, og það góð fólk sem vann að undarskriftasöfnunum og það fólk sem svaraði kallinu, að þetta mál er sigur Íslands í dag. Því skal enginn gleyma.

Og sýnir okkur að þjóðin sjálf getur tekið af skarið fyrir misvitra stjórnmálamenn, og beitt rétti sínum til að forðast ófarir, en einungis með réttsýnan og vitran forseta sem vinnur með og hlustar á þjóð sína.


mbl.is Eigum ekki að leita sökudólga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég tek undir fögnuðinn og viðurkenni að ég hafði rangt fyrir mér í seinni atkvæðagreiðslunni, sem betur fer! Það er gott að hafa rangt fyrir sér í svona máli.

Kær kveðja

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.1.2013 kl. 13:40

2 Smámynd: Jack Daniel's

Vel ort Cesil, vel ort.

Jack Daniel's, 28.1.2013 kl. 13:42

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það sýnir bara hve hreinskiptin þú ert og heiðarleg Anna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2013 kl. 13:43

4 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Já þökk sé Forseta Vorum,Enda er hann að Verstan enda kjarkmikið fólk sem þar býr.........

Vilhjálmur Stefánsson, 28.1.2013 kl. 13:44

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.1.2013 kl. 13:48

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll.  Keli minn já við reynum að gera okkur skiljanleg.

Vilhjálmur ég er forsetanum óendanlega þakklát fyrir hans hlut í þessum sigri.

Takk fyrir innlitið Gunnar minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2013 kl. 13:51

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi orð þín eru alveg stórkostleg, lýsa ferlinu alveg og í rauninni engu við þetta að bæta.  Ég vil bara enda þetta með því að óska ÖLLUM til hamingju með niðurstöðuna.........

Jóhann Elíasson, 28.1.2013 kl. 13:58

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jóhann minn já innilega til hamingju við öll.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2013 kl. 14:04

9 Smámynd: Jón Sveinsson

Þið eruð öll frábær og klappið ykkur á bakið takk takk´´

Jón Sveinsson, 28.1.2013 kl. 14:06

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst nú betra að einhver annar klappi mér á bakið en ég sjál Jón minn, auðveldara sjáðu til

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2013 kl. 14:11

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég klappa þér hér með á bakið, Ásthildur mín 

Með þökk fyrir góðan pistil sem ég er alfarið sammála.

Kolbrún Hilmars, 28.1.2013 kl. 15:13

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Kolbrún mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2013 kl. 15:16

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æðislegt :)

Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2013 kl. 19:20

14 identicon

Það er líka hægt að þakka Sigmundi Davíð fyrir hvað hann hefur verið einbeittur í þessu máli og fylgt því eftir í gegnum Indefence og advice hópunum

sæmundur (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 20:22

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Ásdís mín æðislegt er rétta orðið.

Sæmundur það er rétt Sigmundur Davíð skorar hátt í þessu máli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2013 kl. 20:29

16 identicon

Vel mælt Ásthildur - Höfum líklega aldrei fyrr verði stolt af staðfastri Nei-kvæðni :)

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 20:59

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sigrún mín, já við getum horft stolt fram á veginn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2013 kl. 21:22

18 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þú átt þakkir skyldar fyrir þitt framlag í þessum slag, Ásthildur.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 28.1.2013 kl. 22:04

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þakka þér fyrir Friðrik.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2013 kl. 22:17

20 identicon

U ain´t seen nothing yet :)

Skallgrímur júdas og jóa klóa eru reið út af þvi að svavar samninginn er ekki samþykktur eins og hann lág fyrir , þess vegna eru tvi-jólasveinarnir ( leppa luði og gryla) eru að íhuga að ÁFFRÝJA , til þess eru nú þegar háskóla elitan gylfi gósi og hinn krulluhárið matti eru til þjónustu reiðubúin að gera allt í þeirra litla haus (kuðing) að búa til CUBA og héðan í frá heitir Reykjavík ( HAVANA) .

iskan (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 22:24

21 identicon

Sammála Ásthildur það er nu ekki lengi gert að túlka domin,hyskið verður að fjarlæga ur húsum þjóðarinnar er ekki einkver með lista yfir svikarana kv fra WA

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 22:31

22 identicon

her er listi ýfir þá sem þarf að henda út

http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=44028

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 23:07

23 identicon

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 23:36

24 Smámynd: Jens Guð

  Mikið rosalega kemur þú vel til skila öllu sem ég vildi sagt hafa. 

Jens Guð, 29.1.2013 kl. 00:01

25 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir innlitið og innleggin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2013 kl. 00:37

26 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Vel ritað.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 29.1.2013 kl. 01:00

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ægir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2013 kl. 07:59

28 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein. nú er tækifæri að taka þetta fólk fyrir framið Landráð sem er ESB umsóknin og ekki má gleyma EES ferlinum sem viðurkennt er að sé landráð. Landráð fyrnast ekki. Fyrrverandi forseti okkar sem líka eins og EES styrkti ríkisstjórnina með nafni sinu í Iceeafe málinu.

Valdimar Samúelsson, 29.1.2013 kl. 10:56

29 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hún gerði það víst blessunin. Það þarf allavega að skoða EES samningin, og sjá hvort hentugra er að hafa bara EFTA, norðmenn eru að skoða það mál, verður fróðlegt að vita hvort þeir segja samningnum upp.  Að mörgu leyti hentar þessi samningur okkur ekki, því við verðum að taka upp allskonar fáránlegar reglur sem henta milljónasamfélögum en ekki smástöðum úti á landi.  Það ætti allavega að skoða hvort hægt sé að vinna að tvíhliðasamningum, þar sem við gætum meira valið og hafnað regluverkinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2013 kl. 11:15

30 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka Ásthildur ESB er að semja við um 20 ríki með fríverslunarsamning án alla kvaða. Ég held að ág hafi bloggað um það en því ekki svoleiðis samning. Þessi EES  er barnalegur og ólöglegur gagnvart okkar stjórnarskrá.  

Valdimar Samúelsson, 29.1.2013 kl. 11:39

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er gott að heyra Valdimar.  Ég er viss um að við getum fengið miklu hagstæðari samninga bæði við ESB og önnur lönd ef við leitum eftir því með ákveðni og krafti sem okkar ráðamenn virðist alveg skorta í dag og undanfarin mörg ár.  VIð höfum nefnilega sterka samningsstöðu út af þeim auðlindum sem við eigum eins og fiski og orku sem við eigum nóg af. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2013 kl. 11:58

32 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tek undir með Valdimar; ógæfan hófst með EES samningnum 1994.

Afsakanir Icesave stjórnarinnar og meðhlaupara hennar er núna að XD og XB hafi einkavætt bankana - það hentar þeim ekki að muna að ballið byrjaði með EES, sem krafðist þess að bankarnir yrðu einkavæddir. 

Margir muna að kratarnir settu EES sem skilyrði í Viðey forðum og þáverandi forseti staðfesti lög þess efnis þrátt fyrir mótmælaskrá.

Kolbrún Hilmars, 29.1.2013 kl. 14:43

33 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kolbrún þegar menn vilja skoða málin alla leið, þá þarf einmitt að hafa þetta líka í huga. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2013 kl. 15:18

34 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

1.Ég tek undir að segja okkur úr EES og minn draumur er að stofna laus-ríkjasamband með Noregi, Grænlandi (og Færeyjum) með Norskan seðlabanka og fjármálastjórn og norska krónu. Íslendingar framtíðarinnar yrðu miklu sterkari og fallegri í sínum menningararfi, heldur en í bandalagi með kínverjum.

2. Segja okkur úr EES og...Hitt er annað að minn tveggja áratuga draumur er að Norðurlandaþjóðirnar stofni sitt eigið myntbandalag og með Norræna samvinnu að leiðarljósi. Það væri kostur númer 1.

Kostur 2 er hér fremst í mínum huga.

3. Segja okkur ur EES og...Kostur 3 væri sambland af kosti 1 og 2 með Kanada.

4. Kostur 4 er að hafna EES og ganga í ESB.

Gaman væri að sjá framtíðarsýnir bloggvina þinna vinkona og þína?

Kveðja frá Patreksfirði

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.1.2013 kl. 18:51

35 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Vel að orði komist Ásthildur, takk. og Guð blessi Ísland áframhaldandi.

Óskar Sigurðsson, 29.1.2013 kl. 23:06

36 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góðar pælingar Anna.

Takk fyrir Óskar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2013 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022143

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband