Lukkuriddarar stjórnmálanna.

Þegar fólk fullt af áhuga og réttlætiskennd ákveður að mynda framboð til að vinna að leiðréttingu á lýðræðinu, koma alltaf ákveðnir aðilar til að melda sig með.  Þetta eru oft gamlir pólitíkusar sem hefur ekki orðið mjög ágegnt í öðrum flokkum, eða fólk sem er nokkuð þekkt á landsvísu, og svo af ýmsum öðrum ástæðum.

Þetta fólk á það sameiginlegt að vilja komast til áhrifa í gegnum nýju framboðin. Stundum gengur þetta fólk inn beinlínis til að breyta áherslum framboðsins.  Fyrir nokkrum árum gekk heill stjórnmálaflokkur inn í flokk sem ég var félagi í. 

Ég gleymi ekki þessum tíma, því síminn hjá mér var rauðglóandi öll kvöld frá félögum í mínum flokki, þau vöruðu vel og lengi við að við tækjum forystumann flokksins inn í okkar raðir.  Ég benti þessum félögum mínum á að það væri ekki hægt að neita fólki um að ganga inn. 

Úr þessu máli varð mikil sundrung og margir hættu, það má segja að ofan á aðra slíka sem höfðu komið inn áður þá var þessi annars ágæti maður okkar versti ódráttur.  Það hefur ekki gróið um heilt síðan því miður, því þarna var margt gott fólk sem yfirgaf flokkinn okkar. 

Við gerðum hrikaleg mistök með að veita þessum manni brautargengi innan flokksins, og fengum á okkur rasistastimpil sem óvinir eru ennþá að tyggja upp.  Þó enginn fótur væri fyrir slíkum ásökunum.

En þarna réru líka auðvitað undir forystumenn hinna flokkanna, sem notuðu tækifærið og áréttuðu lygina, til að koma flokknum frá. Því svo sannarlega ógnaði hann því fólki sem hefur flest alla stjórnmálaflokka í vasanum gegnum greiðslu í kosningasjóði.  Þ.e. útgerðarmennirnir.  Það var vegna þess að þessi stjórnmálaflokkur var fyrst og fremst settur á koppinn til að taka á því óréttlæti sem sjávarútvegsmálin eru enn þann dag í dag.  Þess vegna varð með öllum ráðum að koma honum burtu.

Og því miður spiluðu margir með, trúðu blekkingunum og áróðrinum.

Nú skrifar þessi maður lærða grein um nýja flokkinn sem ég hef ákveðið að styðja, þar sem hann talar fjálglega um að hann sé komin að kveldi.  Þó hann sé ekki einu sinni komin fram með stefnu sína, hvað þá frambjóðendur.  Það er auðvitað mikil reisn yfir svona skrifum, eða hitt þó heldur.

En þessi ágæti maður hvarf svo aftur til flokksins sem hann hafði áður gist, og var þar ýtt svo langt aftur fyrir að hann hefur ekki sést þar nálægt neinum framboðum.  Það er von að hann geti hælst um yfir því að Dögun hljóti ekki brautargengi.  En við skulum nú sjá til með það.

Hann vísar í ágætan mann sem hefur verið í framarlega í Dögun, en dró sig nýlega í hlé.  Með allt í góðu sagði sá, en hann var bara ekki sáttur við framgang mála í Dögun, því hann vildi leggja meiri áherslu á MENN en ekki MÁLEFNI.  Það er von að okkar bloggari sjái það sem hið eina rétta, að meira sé hugað að því hverjir sitji við framboðsborðið en ekki hvaða málefni eru þar og áherslur.

Það sýnir bara hans afstöðu og hann má alveg hafa hana út af fyrir sig. 

Ég og þeir sem ég starfa með, sem eru manneskjur úr þremur stjórnmálaöflum og þar að auki grasróstarfólk, sprottið mikið til upp úr búsáhaldabyltingunni og Borgarafundunum.  Við nefnilega viljum leggja meiri áherslu á málefnin, þess vegna hefur verið unnin Kjarnastefna þar sem tilgreindir eru þeir kostir sem við viljum leggja áherslu á. 

Núna næstu helgi verður svo vinna lögð í að leggja lokahönd á málefnin, og þar með er hægt að leita eftir frambjóðendum til að framkvæma það sem framboðið vill standa fyrir.

Fólk má alveg skoða í sinn eigin barm, þegar það reynir að rakka niður það fólk sem vill virkilega gera vel, þar á ég ekki bara við um okkar framboð, heldur öll þau nýju framboð sem komið hafa fram, um leið og þau fara að berast á eru þau slegin af, að því virðist af ósýnilegri hönd, en það bera að taka slíkt með fyrirvara, því kosningamaskínur fjórflokksins eru vel smurðar og vita nákvæmlega hvernig þau eiga að haga slíkum málum.

Dekrið við Bjarta framtíð sýnir einfaldlega að þar er plott á ferðinni, með vitund og vilja Samfylkingarinnar, sem tryggingu fyrir því að þau komist þannig inn í ESB bak við fólkið í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ásthildur. Þú ert því miður algjörlega á villigötum.
Þér til að segja þá var ég inni í Dögun. Þar var ekki aðal áhersla lögð á málefnin þó þau hafi verið rædd og búin til (sem ég tók þátt í að sumum málum). Það var ákveðinn sköllóttur lítill maður sem bjó til umgjörð sem nú er algjörlega fallin. Ásamt öðrum manni sem frussaði á mig sem ég mætti síðast þegar ég gekk í gegnum dyrnar í Brautarholtinu á leið á fund hjá Lýðræðisfélagsins Öldu þegar að fundur Dögunar stóð yfir nú í byrjun mánaðarins. Heldur mennina á bakvið stjórnarskrána og esb daðrið. Það stóð alltaf til að setja þá menn í framboð fyrir þennan flokk. Athugaðu síðan hver afstaða þeirra er. 

Jú fallin af því það verður ekkert fjallað sérstaklega um esb og stjórnarskrár tillögunar verða ekki að veruleika fyrir þessar kosningar. Aðal tilvera Dögunar er liðin sem betur fer!

Það væri nú gott að vita þó hvaða mann þú ert að tala um hér!

Guðni Karl Harðarson, 23.1.2013 kl. 15:22

2 identicon

"Og við fengum á okkur rassistastimpil".

Ásthildur, hvaða merkingu leggur þú í orðið rasisti?

Og rákuð þið þá viðkomandi mann úr flokknum. Eða?

Þetta sama fólk hefur það ekki undanfarið stutt "Jógrímu ríkisstjórn"?

Ég er oftast sammála þér í skoðunum sem þú hefur fram að færa. Þú ert hjartahlý og góð manneskja. Svo ef þú svarar mínum spurningum og færð mig til að skilja stuðning Hreyfingu við Jógrímu ríkisstjórn, og hvaða veg Dögun er á leið til Evropu. Þá getur vel verið að þetta skýrist eitthvað. Með bestu kveðju.

Jóhanna (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 15:30

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég tek mér leyfi til að endurrita sem Jóhanna skrifaði:

>Ég er oftast sammála þér í skoðunum sem þú hefur fram að færa. Þú ert hjartahlý og góð manneskja.

Við höfum mjög oft skiptst á skoðunum á bæði þínu og mínu bloggi Ásthildur. Alltaf hefur það verið á góðum nótum og skrif á milli okkar vinsamleg.

En hafðu það samt gott ævinlega vinan.
Bestu kveðjur,
Guðni Karl

Guðni Karl Harðarson, 23.1.2013 kl. 15:48

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég þekki reyndar vel til stóran hluta þess fólks sem þarna er.  Þannig að sköllóttur lítill karl og frussari, ráða ekki einir þeirri stefnu sem mörkuð verður Guðni minn.  Annars væri gaman að heyra betur um þessi mál frá þér beint í netpósti, svo ég geti spurst fyrir um þessi mál.  Ég hef reyndar reynt að spyrja Guðjón Arnar hvað valdi því að þið nokkur hættuð, en hann vissi ekki um málið.

Jóhanna mín takk fyrir hlý orð. Við fengum rasistastimpilin fyrst þegar þessi ágæti maður skrifaði grein sem hér Ísland fyrir íslendinga.  Þó margt í þeirri grein væri satt og rétt, þá var bæði titillinn og fleira til þess að fólk reis upp til handa og fóta.  Síðan vildi Frjálslyndi flokkurinn að fólk sýndi heilbrigðisvottorð og sakarvottorð þegar það kæmi erlendis frá.  Vegna frétta um viðvarandi ólæknanlegan  berklafaraldur í Rússlandi, auk þess að hingað komu mafíur erlendis frá.  þó finnst fólki allt í lagi að krefja fólk utan Evrópu um svona skilríki. 

Steinin tók úr þegar Illugi Jökulsson skrifaði níðgrein um Guðjón Arnar um að hann væri rasisti, maðurinn sem er kvæntur pólskri konu og hafði unnið mikið og gott starf við að aðstoða pólverja sem hér voru nánast í fangelsi verktaka.  Frjálslyndi flokkurinn vildi að skoðað yrði betur ástand og aðstæður þess fólk sem hingað kom sem verkamenn, en enginn virtist hafa áhyggjur af hvernig reiddi af, sumir nánast í stofufangelsi með hálf laun og allskonar svik íslenskra verktaka.

Baldur Þórhallsson svokallaður stjórnmálafræðingur, Kolbrún Bergþórsdóttir og Davíð Jónsson, sem öll gerði sig sek um níð og róg af verstu gerð, sem gerði þessa einstaklinga ómarktæka fyrir mér æ síðan. Lítið ómerkilegt fólk.´

Innan Dögunar eru skiptar skoðanir um ESB.  Þar eru að ég þori að fullyrða örfáir sem vilja ganga inn, nokkrir sem vilja kíkja í pakka, sem að mínu mati er ekki til, og svo eru þeir sem ég tel í meirihluta sem vilja alls ekki ganga inn.  Þeim flokki tilheyri ég.  En þau sem vilja skoða þetta mál frekar, segja samt að sé vilji til að slíta viðræðum, þá verði það algjörlega samþykkt af Dögun.

Hvað varðar Margréti, Þór og Birgittu, þá hafa þau samþykkt þau mál sem þau álíta til framdráttar íslenskri þjóð.  En þau hafa líka greitt atkvæði á móti ríkisstjórninni.  Þau settu stjórnarskrármálið á oddinn, og ég get  alveg sagt það fullum hálsi, að það var vegna þess að þau töldu að með stjórnarskránni gætum við náð vopnum okkar í sambandi við alræði fjórflokksins, þau lögðu því talsvert á sig til að vinna að því máli, og töldu að Samfylking og vinstri græn settu það mál líka á oddinn, sem ég held að hafi ekki verið.  Það sést á því hvernig haldið hefur verið á þessu máli, og klúðrað eins og flest sem þessi ríkisstjórn tekur sér fyrir hendur, áhugi þeirra á stjórnarskrár málinu er nú ekki meira en það, að það var látið dankast fram á síðustu stundu, þangað til það var orðið of seint. 

En ef við viljum breyta samfélaginu, og fá réttlátara samfélag, verðum við að treysta þeim sem reyna að breyta.  Til þess verður ekki um fjórflokkinn að ræða.  Heldur það nýja fólk sem reynir að upphefja stjórnmálin.  Og þá er ég að tala um öll nýju framboðin, nema Bjarta Framtíð, sem ég tel vera runnin undan kjarna Samfylkingarinnar til að reyna að halda óánægjufylginu áfram innan S.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2013 kl. 16:44

5 identicon

Takk fyrir svarið sem er mjög skýrt. En þér að segja er ég sammála þeim sem segir "Ísland fyrir íslendinga". Þegar við getum illa brauðfætt okkur sjálf, þá eigum við ekki að hýsa og fæða Pétur og Pál utan úr heimi. Og þetta með að fá heilbrigðisskírteini á að vera sjálfsagt þótt það væri ekki nema bara fyrir hönd íslendinga sjálfra. Við erum sammála á flestum sviðum og verðum það áfram. Kær kveðja.

PS. Er ég ekki bara rasisti þegar allt kemur til alls?

Jóhanna (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 16:57

6 Smámynd: Rannveig H

Guðni það segir meira til um þig heldur en margt annað að getað vitnað í útlit fólks í stað nafns. Það vill svo til að ég var viðstödd þenna fund og get vitnað um það að þú stóðst alveg af þér frussið frá Eirik sá ekki að þú forðaðir þér. Ég get líka fullvissað þig um það að Eiríkur kom þarna til að fá að segja skoðun sína sem er vel,og þar með búið spil. Svona samsæriskenningar eru engum til sóma.

Ásthildur "lærð grein" æ nei pistilinn sem um er talað getur aldrei flokkast undir lærða grein.

Rannveig H, 23.1.2013 kl. 18:22

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að heyra Jóhanna mín.

Rannveig takk fyrir þitt svar.  Ég vil endilega fá svör við þessum viðbrögðum fyrrum félaga okkar til að skilja og geta svarað þeim ásökunum sem þau hafa viðhaft.  Vegna þess að það sem ég þekki til einhvernveginn eitthvað sem stemmir við það fólk sem ég þekki þarna. 

Hehehe, nei sennilega ekki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2013 kl. 18:59

8 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þú veist greinilega akkúrat ekkert um mig Rannveig. Mættir alveg lesa þér dálítið til!

Það var Friðrik sem frussaði að mér þegar hann mætti mér við innganginn þegar að ég var að koma á fund Öldu í byrjun mánaðarins. 

Hinsvegar var hann Þór Saari ekki á þessum fundi sem ég tala um >(litli sköllótti maðurinn). 

Ég sat út í horni og fann neikvæðnina frá nær öllum mannskapnum á fundi Dögunar. Það var aðeins hann Jón Þór sem kinkaði kolli til mín og Hreinn sem heilsaði mér.

Guðni Karl Harðarson, 23.1.2013 kl. 20:43

9 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ásthildur allt þetta hefur verið að gerjast síðan í Mars síðastliðinn og eftir að málefnavinnan fór fram. Ég var í ákveðnum hópum eftir stofnfund. Mikil deila um yfirlýsingu til fréttamiðla útaf esb. Það var strax ljóst hvert stefndi. Þó tilvonandi frambjóðendur hafi verið á stofnfundinum. Svo það sem gerðist eftir það.

Ég ætla ekki að fara nánar út í þetta. Ég vil deyfa þetta í minningunni. 

Guðni Karl Harðarson, 23.1.2013 kl. 20:49

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég óska ykkur í Dögun alls hins besta Ásthildur, þó ég deili ekki skoðunum með ykkur.

Ég finn til með Guðna, ég veit hvernig honum líður. Það er afskaplega særandi að mæta stútfullur sjálfsálits á svona fund og finna svo að það álit er hvorki útbreitt né almennt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.1.2013 kl. 20:57

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Guðni til að ég geti áttað mig á aðstæðum þá nægir þetta ekki.  Þú getur sent mér þetta á email, ég gæti fyllsta trúnaðar með heimildarmann, en ég verð að geta spurt um þetta hjá því fólki sem hér um ræðir.  Það þarf að komast á hreint.  Það er alveg ljóst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2013 kl. 20:59

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Axel, ég skil það vel, þess vegna þarf ég að fá útlistun á málinu og hverja er um að ræða svo ég geti rætt þetta af viti.  Hér þarf að skoða málin áður en lengra er haldið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2013 kl. 21:00

13 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég finn enga upprisu í 'Dögun' lengur.  Gæti verið 'ztykkizhólmzzýndróm' hjá mér, eða bara öngvin döngun til nennu um eitthvað aumt riflildi um einhver aldin smáatriði sem litlu býtta.

Steingrímur Helgason, 23.1.2013 kl. 21:34

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gefðu mér hint elskulegur í mail.  Hér þarf að reifa málin og koma á hreint eða falla með sæmd. Ég er opin fyrir öllu um þessi mál.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2013 kl. 21:45

15 Smámynd: Rannveig H

Guðni fyrirgefðu ég man eftir þér þarna á fundinum og ég geri mér enga grein fyrir öllum þessum ágreining hjá grasrótinni,ég sá þig á þessum fundi án þess að þekkja þig nokkuð vona samt að ég hafi ekki stuðað þig á nokkurn hátt enda höfum við ekki sést áður. En það fólk sem þú talar um líkar mér vel við og vona bara að öll sár fari að gróa.

Rannveig H, 23.1.2013 kl. 23:11

16 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þú þarft ekkert að finna til með mér Axel. Ég mætti þannig ekkert stútfullur sjálfsálits heldur frekar fullur af hugmyndum..... Þú misskilur líka Axel varðandi fund. Ég var löngu, löngu farinn, júlí eða ágúst.

Þú þarft ekkert Ásthildur að spyrja neinn um neitt. Búið mál. En var bara að benda þér á að þú værir á villigötum. 

Endir  

Guðni Karl Harðarson, 23.1.2013 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband