19.1.2013 | 02:37
Dögun- nýtt stjórnmálaafl.
Ég er bæði ótrúlega glöð og hrærð yfir yfirlýsingu Jóhannesar Bjarnar um stuðningsyfirlýsingu hans við Dögun. Jóhannes Björn hefur lengi verið einn af þeim sem ég ber djúpa virðingu fyrir sem mann með reynslu og þroska til að skoða málin af visku og reynslu. Þar er einnig Gunnar Tómasson sem er nú innan okkar raða. þessir tveir menn eru að mínu mati með góða yfirsýn yfir málefnin, og hafa þann þroska til að bera að sjá hlutina hlutlaust. '
Hér er yfirlýsing Jóhannesa Bjarnar:
"Ég styð Dögun
17. janúar 2013 | Jóhannes Björn
Íslensk stjórnvöld verða að taka mjög örlagaríkar ákvarðanir á næstu mánuðum. Hagkerfið er í verulegri hættu vegna erlendra skuldbindinga, afleitrar stöðu tugþúsunda heimila, innrásar hrægammasjóða og kerfisbundinnar spillingar. Ný stjórnarskrá sem ver sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar fyrir forréttindahópum verður að sjá dagsins ljós.
Vegna óvenju alvarlegra aðstæðna í þjóðfélaginu á stefna næstu ríkisstjórnar eftir að móta íslenskan veruleika í marga áratugi. Viljum við færa börnum okkar samfélag þar sem örfáir einstaklingar úthluta sjálfum sér auðlindum landsins? Viljum við að erlendir brasksjóðir nái yfirburðastöðu á íslenskum fyrirtækjamarkaði? Viljum við að lánakerfið haldi áfram að mynda gjá á milli kynslóða og bankarnir viðhaldi mesta vaxtaokri sem þekkist á Vesturlöndum?
Hér er dregin upp dökk mynd, en staðreyndir málsins eru ekki flóknar.
Hrunið sem byrjaði 2008 er ekki nærri búið að renna sitt skeið og næsta holskefla ekki langt undan. Sjálfumgleði stjórnmálamanna breytir ekki þeirri staðreynd að flest sem þeir hafa aðhafst síðustu árin er gagnslaus lenging hengingarólar:
- Séreignarsparnaður fjöldans er horfinn.
- Hrein eign Íslendinga á aldrinum 31 til 45 ára hefur dregist saman um 145 milljarða (stendur í mínus 8 milljörðum).
- Skattpíningin er allt of mikil, sérstaklega af lægri tekjum vegna óbeinna skatta og launatengdra gjalda.
- Niðurskurður heilbrigðisþjónustu er til skammar (á meðan gagnslaus sendiráð gleypa milljarða).
- Óskaplegum tíma, orku og peningum hefur verið sóað og tækifærum glatað vegna styrjaldar stjórnvalda við skuldsett heimili landsins, gagngert til að koma í veg fyrir eðlilegar leiðréttingar á ólöglegum okurlánum.
- Sultur er orðinn íslenskur veruleiki.
Það virðist nokkuð ljóst núna að stjórnvöld tóku snemma þá ákvörðun að fórna skuldsettum heimilum landsins og láta þau blæða fyrir stærsta hluta hrunsins. Skrum um skjaldborg virðist hafa verið vísvitandi lygi. Á þessu tímabili höfum við nefnilega mátt horfa upp á hinar furðulegustu afskriftir hjá óhæfum atvinnurekendum, bröskurum, ævintýramönnum og pólitískum gæðingum. Að minnsta kosti var nóg til af peningum þegar dótturfélag auðugs útgerðafélags á Hornafirði fékk 2,6 MILLJARÐA skuld afskrifaða. Nokkrum dögum seinna keypti þetta sama fyrirtæki kvóta fyrir enn hærri upphæð. Það hlýtur að vera dásamlegt fyrir valda gæðinga að búa í samfélagi sem fyrst gefur þeim sameign þjóðarinnar, fiskinn í sjónum, og borgar svo fyrir meiri kvóta með afskriftapeningum! Er einhver farinn að finna olíulykt?
Við verðum að leiðrétta skuldir heimilannabæði í nafni réttlætis en ekki síður vegna þess að það flokkast undir góða hagstjórnáður en þolinmæðina endanlega þrýtur og flóttinn frá landinu magnast. Það verður ekki gamalt fólk eða sjúkt sem flytur í stórum stílbest menntaða kynslóð landsins hangir á spýtunni.
Við verðum líka að taka á vogunarsjóðum, hrægömmum sem fengu skuldir landsmanna á brunaútsölu ásamt veiðileyfi á fjölskyldur landsins. Þetta verður að gerast fljótt og áður en þessir aðilar eignast bankakerfið að stórum hluta. Þeirri gullkistu fylgja veð í fyrirtækjum og auðlindum landsins. Brunaútsalan í bönkunum er sennilega mesta klúður íslenskrar viðskiptasögu ásamt einkavæðingu ríkisbankanna. Þjóðin á heimtingu á að bæði málin verði vandlega rannsökuð.
Stjórnvöld virðast ekki átta sig á (eða kjósa að átta sig ekki á) að leiðrétting á verðtryggðum lánum til einstaklinga hjálpar okkur í baráttunni við hrægammasjóðina. Nýju bankarnir sýna óeðlilegan bókhaldsgróða þegar þeir reikna afsláttarlánin á fullu verði og hrægammasjóðirnir vilja fá greiddan arð (í gjaldeyri) samkvæmt þessum tölum. Leiðrétting lánanna þýðir því miklu minni gróða hjá hrægömmunum.
Fjórflokkurinn muldrar stundum eitthvað um meinsemdir verðtryggingarinnar rétt fyrir kosningar, en hann er alls ekki á þeim buxunum að breyta nokkrum sköpuðum hlut. Svokölluð verkalýðsforysta landsins, sem situr á silkipúðum við borð lífeyrissjóðanna, heldur t.d. aftur af Vinstri grænum að gera nokkuð í verðtryggingunni. Síðasti alvöru verkalýðsforinginn býr uppi á Skaga.
Íhaldið stundar grímulausa hagsmunagæslu og gerir allt til þess að auðlindirnar séu ekki varðar í stjórnarskrá. Það er erfitt að berjast við svoleiðis bákn. Framtíðarsýnin virðist vera þjóðfélag þar sem örfáir aðilar mjólka auðlindir landsins á meðan aðrir rétt skrimta og félagskerfinu er rústað. Landsvirkjun er nú þegar komin á sölulista íhaldsins.
Dögun er með skýr og óhagganleg áform um að bjarga heimilum landsins og leggja niður verðtryggingu lána. Dögun vill aðskilja fjárfesta frá venjulegri bankastarfsemi, sem er algjör forsenda fyrir eðlilegri hagstjórn, stöðugleika og frekari uppbyggingu bankakerfisins. Dögun er líka með skýra áætlun um hvernig við sigrum hrægammasjóðina og náum tökum á snjóhengjunni og gjaldeyrisvandanum.
Dögun ber nýja stjórnarskrá fyrir brjósti og margir á þeim bæ tengjast málinu beint. Mestu máli skiptir þó að við getum treyst því að Dögun efni orð sín. Heimili landsins hafa forgang, okurlánin verða leiðrétt og verðtryggingin grafin. Tengslin við Hagsmunasamtök heimilanna tryggja þetta. Hugsjónafólk innan raða Dögunar mun líka sjá til þess að nýja stjórnarskráin gleymist ekki og auðlindirnar lendi ekki í höndum fárra útvaldra.
Fjórflokkurinn er búinn að vera með stjórnarskrána í nefndum í marga áratugi og stærsti fjórflokkurinn kvartar núna yfir flýtimeðferð! Endalaust málþóf á Alþingi þessa dagana á sér einfalda skýringu: Elítan gerir allt til þess að koma í veg fyrir að auðlindirnar verði eyrnamerktar fólkinu í landinu. Þessir aðilar gera og segja hvað sem er til þess að komast yfir auðlindirnar og olían er næsti liður á dagskrá.
Hvers vegna styð ég flokk sem mælist ekki enn í skoðanakönnunum með mann á þingi? Vegna þess að Dögun rís og fellur með heimilum landsins líkt og Ísland sjálft. Dögun er með bestu stefnuskrána og á eftir að fylgja henni eftir. Ég get ekki gert málamiðlun við sannfæringu mína."
Það er mín meining að Dögun sé einmitt svarið við réttlæti og betra siðferði og til þess falið að verða það afl sem kemur okkur upp ú hjólförum þess sem nú er að kollkeyra öllu.
Hver vill koma með?
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 2022150
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heil og sæl Ásthildur Cesil; æfinlega !
Þið Dögunarfólk; getið gleymt þessum hugrenningum ykkar, hyggist þið verða með : Þór Saari / Margréti Tryggvadóttur og Kristin H. Gunnarsson innanborðs, fornvinkona góð.
Skil einfaldlega ekki; trúnaðartraust þitt - og hinna mætu systkina, Sigurjóns og Helgu Þórðarbarna, auk annarra, til þessa liðs, Ásthildur mín; þér, að segja.
Fyrir nú utan það; að kappkosta þarf, að útrýma alþingi og gerfi- lýðræðinu, og koma hér á fámennisstjórn sterkra manna - vopnaðra; vel að merkja, einnig.
Með beztu kveðjum; sem oftar - og fyrri, vestur í fjörðu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 17:43
Sæl Ásthildur
Ég er þér oftast sammála um menn og málefni og hef þar að auki haft ánægju af ágætum myndskreyttum bloggfærslum þínum, en þær vonir sem þú bindur við örframboðið "Dögun" held ég að byggist fremur á óskhyggju en raunsæi. Ég er líkt og fleirri, ef ekki flestir íslenskir kjósendur í þeirri undarlegu aðstöðu, að sá flokkur sem ég gæti stutt af heilum hug í næstu kosningum er einfaldlega ekki enn kominn fram á sjónarsviðið. Ég viðurkenni að þessi stuðnings yfirlýsing frá Jóhannesi Birni ruglar mig eilítið í ríminu, því hann er einmitt einn af þeim einstaklingum sem ég áleit marktækan. Þú minnist líka á verkalýðsforingjann ofan af Skaga, án þess að ég hafi heyrt annarstaðar að Vilhjálmur Birgisson hafi verið orðaður við "hugarfóstrið"
Hvað um það, í stórum dráttum, þá segi ég fyrir mína parta, að jákvæð afstaða Dögunar við áframhaldi á drottinsvikum líkustu aðlögunarferlinu inn í Evrópusambandið, svo ekki sé minnst á þátttöku svikulla afkvæma búsáhalda byltingarinnar þ.e.a.s."Hreifingarinnar" í þessari samsuðu, gerir mér það nú einfaldlega lífsins ómögulegt að vera á sama máli og þú.
Jónatan Karlsson, 19.1.2013 kl. 17:48
Vinur er sá sem til vamms segir - segir máltækið.
Hvað mig snertir er ég eiginlega á sama máli og Jónatan hér að ofan. Og af sömu ástæðum. Óskari auðvitað líka, en ég er ekki jafn herská og hann :)
Kolbrún Hilmars, 19.1.2013 kl. 18:05
HVað viljið þið þá gera elskurna? Kjósa Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokkinn, Samfylkinguna, Bjarta Framtíð eða Hægri græna, með fullri virðingu.
Ég einfaldlega lít svo á málið að þetta sé besta lausnin til að vinna að þeim góðu breytingum sem fólk vill sjá í íslenskum stjórnmálum.
Málið er líka að það eru afar skiptar skoðanir í Dögun um innlimun í ESB, fæstir vilja ganga þar inn, en vilja kíkja í pakka, sem að mínu mati er ekki til. En þá er sú hugsun að baki að leyfa fólki að taka ákvörðun um það. Enda segir á einum stað að sé meirihlutavilji fyrir að slíta viðræðum, muni samtökin virða þá ákvörðun.
Margrét Tryggva hefur sagt mér sjálf að hun vilji ekki ganga í ESB, en vilji skoða málið, sama má segja um Þór Saari, en hann verður ekki í efstu sætum listans að því að mér skilst. Lýður Árnason er alfarið á móti ESB og mun verða framarlega á lista, það eru fleiri þarna sem eru sama sinnis og ég.
Stundum verðum við að hugsa út fyrir rammann ef vil virkilega viljum breyta einhverju. Það er synd að fólk lesi ekki í það sem verið er að reyna að gera, og sjái úlfa allstaðar.
Eins mikið og ég er á móti innlimun í ESB, þá ætla ég að styrkja þessi samtök og vinna að því að við förum ekki þarna inn.
Það verður að gera greinamun á þeim tveimur flokkum sem vilja koma okkur þarna inn með góðu eða illu, með svindli og svínaríi eins og Samfylkingin hefur sýnt að hún vill, eða Björt framtíð sem sýnir sömu takta, svo ekki sé talað um VG sem hefur kápuna á báðum öxlum.
Einhversstaðar þarf að byrja að snúa ofan af þessum málum, og koma skikki á stjórnmálin. Þarna er fólk sem ég virkilega treysti til þess. Gott fólk sem hefur unnið mikið að því að byggja upp þann sáttmála sem mun líta dagsins ljós eftir næstu viku, og síðan ættu menn að skoða hverjir verða í forsvari út um landið á vegum flokksins.
Það er heimskra manna háttur að útiloka hluti fyrirfram, af eintómri hræðslu.
Ekki beint til ykkar. Það væri ljótt af mér sem vinkonu ykkar.
En við skulum sjá hvað setur. Og hvað framtíðin ber í skauti sér. Við viljum jú breytingar, en hvaðan eiga þær að koma ef við reynum ekki að huga að framtíðinni, og virkilega skoða hvað okkur býðst?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2013 kl. 18:24
Ásthildur mín, þú vilt vel, en ég mun ekki taka ákvörðun um hvar ég krossa mitt atkvæði fyrr en ég sé framboðslista. Hvort sem hann er Dögunar eða annarra.
Það var líka mikið af góðu fólki bak við framboð VG vorið 2009 - bara ekki í baráttusætum. Eitthvað höfum við öll lært af því klúðri.
Kolbrún Hilmars, 19.1.2013 kl. 18:35
ég er líka undrandi á þessari yfirlýsingu frá Jóhannesi Birni
Rafn Guðmundsson, 19.1.2013 kl. 19:05
Ég held ég taki alveg undir orð Óskars Helga Kjartanssonar. Mér finnst Dögun ekki virka trúverðuglega með þau Margréti Tryggvadóttur, Þór Saari svo ég tali nú ekki um ESB manninn Gísla Tryggvason innanborðs. Áður studdi ég Frjálslynda flokkinn en núna veit ég ekki alveg hvar atkvæðið mitt lendir en hjá Dögun verður það EKKI.
Jóhann Elíasson, 19.1.2013 kl. 21:17
Maður heitir "Eiríkur Stefánsson" fyrrverandi verkalýðsforingi, hugsjónamaður, hreinn og beinn í orði - þó ekki sé meira sagt. Skemmst frá að segja þá þá fylgdi hann eftir opinberum áskorunum sínum til valinkunnra Íslendinga á borð við Vilhjálm Birgisson, fyrrnefndan "Jóhannes Björn", Ólaf Ísleifsson, Pétur Gunnlaugsson og nokkra aðra álíka kappa, þess efnis að gefa kost á hæfileikum sínum til starfa í þágu hagsmuna þjóðarinnar og lét Eiríkur að venju ekki sitja við orðin tóm, heldur hugðist koma á samstarfsfundi meðal þjóðfélags gagnrýnendanna og einmitt "Dögunar" sem hann áleit greinilega einhvern vænsta kostinn úr mykjuhaugnum (með líkri röksemdafærslu og Ásthildur beitir) en viti menn! Forsvarsmenn og oddvitar Dögunar höfnuðu öllum málaleitunum um einhverskonar samstarf við hina nafntoguðu valinkunnu ættjarðarvini, Eiríki (og eflaust mörgum öðrum) til mikillar undrunar og vonbrigða. Það er skemmst frá að segja að að Eiríki og fleirrum þykir lítið fara fyrir hugsjónunum, gagnvart dæmigerðu eiginhagsmuna poti oddvita "bræðingsins" þegar á hólminn er komið
Jónatan Karlsson, 19.1.2013 kl. 21:49
Jónatan ég þekki vel til Eiríks, hann var í Frjálslyndaflokknum, kom þangað inn með Nýju afli á sínum tíma, Eiríkur er skapmaður og sérlundaður vel. Hann rekst illa í samstarfi, þarf ekki að vera neikvætt, en málið er að þegar ekkert gengur upp að hans mati, þá gefast menn hreinlega upp. Það gerðist eitthvað með blessaðan karlinn sem varð til þess að hann er ekki sami maður í dag og hann var. Sorglegt dæmi um góðan mann sem lenti í slysi með tilheyrandi afleiðingum. Þannig er það bara, svo getur komið fyrir bestu landsins syni, en Eiríkur hefur alltaf verið hliðhollur því að ganga í ESB og er það eflaust enn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2013 kl. 01:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.