16.1.2013 | 22:05
Ræða Atla Gíslasonar frá 31 maí í vor.
Atli Gíslason í Maí í vor:
Atli Gíslason: Fyrsti Icesave-samingurinn var skilgetið afkvæmi ESB-umsóknarinnar lykill að ráðherradómi Steingríms J.
Fram er komin tillaga á alþingi um að afturkalla ESB-aðildarumsóknina og ekki endurnýja hana án þess að fyrst sé leitað álits þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu. Atli Gíslason annar flutningsmanna tillögunnar segir að nauðsynlegt hafi verið að gera Icesave- samning með hraði og leynd vorið 2009 til að tryggja aðild vinstri-grænna að ríkisstjórn sem stæði að ESB-umsókn. Fyrsti Icesave-samingurinn hafi verið skilgetið afkvæmi ESB-umsóknarinnar.
Nú tæplega þremur árum eftir að alþingi samþykkti umsókn um aðild að ESB liggur fyrir að umsóknarferlinu verði ekki fram haldið nema vikið sé í verulegum atriðum frá þeim meginhagsmunum sem meiri hluti utanríkismálanefndar dró fram í áliti sínu segir í greinargerð tillögu til þingsályktunar frá þingmönnunum Atla Gíslasyni og Jóni Bjarnasyni sem kjörnir voru á þing fyrir vinstri-græna (VG) í kosningunum í apríl 2009. Atli hefur sagt skilið við flokkinn og Jóni var vikið úr ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar.
Þingmennirnir segja að alþingi hafi gert meirihlutaálitið að skilyrðum sínum við samþykkt umsóknar-ályktunarinnar 16. júlí 2009. Umboð ríkisstjórnarinnar til að halda áfram aðlögunar- og aðildarvinnu sé því ekki lengur fyrir hendi og vilja þer að ESB-viðræðunum verði hætt og umsóknin afturkölluð. Aðildarumsóknin verði ekki endurnýjuð nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu sem staðfestir vilja þjóðarinnar til aðildar. Engin rök hnígi að því að Ísland sæki um aðild að ríkjasambandi ef ekki sé almennur vilji til aðildar.
Í viðtali við Morgunblaðið 31. maí um röstuðning fyrir tillögunni segir Atli Gíslason:
Icesave-samningurinn sem var lagður fram í júní 2009 var skilgetið afkvæmi umsóknarinnar. Samningurinn var skilyrði þess að umsóknin yrði móttekin en ekki endursend ríkisstjórninni.
Það kom flatt upp á marga að samningurinn skyldi liggja fyrir strax í júní 2009. Steingrímur J. Sigfússon sagði í apríl sama ár að það lægi ekkert á að semja. En skýringin lá í augum uppi. Samningurinn var lykill Steingríms J. að stjórnarsamstarfi og ráðherradómi og hluti af aðildarumsókninni sem aftur skýrði leyndina. Á síðari stigum málsins kom ESB með virkum hætti inn í dómsmálið fyrir EFTA-dómstólnum.
Í greinargerð tillögunnar segir:
Framsal á fullveldi og einhliða kröfur og skilyrði sem ESB hefur sett í viðræðunum eru með öllu óásættanlegar fyrir íslenska hagsmuni og sjálfsforræði. Kröfur ESB ganga þvert gegn þeim meginhagsmunum og skilyrðum Íslands sem Alþingi samþykkti að fylgja hinn 16. júlí 2009. Framhald aðlögunar Íslands að ESB og eftirgjöf í stórum hagsmunamálum í alþjóðaviðræðum stríðir gegn framtíðarhagsmunum Íslands.
Þá hafa ESB og fulltrúar þess nú þegar ástundað beina íhlutun í íslensk innanríkismál í skjóli umsóknarinnar, sbr. ályktun Evrópuþingsins frá 14. mars sl., og krafist fylgispektar Íslands á alþjóðavettvangi sem er með öllu ólíðandi af Íslands hálfu. Efnahagsleg inngrip ESB í íslenskt þjóðfélag hafa alvarlegar afleiðingar og ekki í samræmi við forsendur umsóknarinnar. Það felur annars vegar í sér að með því er verið með peningagjöfum, sem stýrt er frá Brussel, að hafa áhrif á atvinnu, afstöðu til ESB-aðildar og almenna skoðanamyndun í landinu og hins vegar að um er að ræða falskar væntingar um áframhaldandi verkefni en þeim mun ljúka jafnskjótt og þetta gjafafé er upp urið.
Þá má nefna makríldeiluna og áform og hótanir Evrópusambandsins í garð Íslendinga um viðskiptaþvinganir, samtímis því sem aðildarviðræður standa yfir. Sýna þær hótanir best hvernig þetta ríkjasamband beitir sér gegn smáríki eins og Íslandi. Samningur ríkisstjórnarinnar um Icesave hefur ætíð verið skilgetið afkvæmi ESB-umsóknarinnar, enda hefur ESB nú gerst formlegur málsaðili og ákærandi gegn Íslandi í Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum.
Jafnframt hafa forsendur á Evrópusambandssvæðinu sjálfu breyst í veigamiklum atriðum. Hið sama á við um starfshætti sambandsins og pólitísk tilræði þess við sjálfstjórnarrétt aðildarríkjanna, einkum á sviði efnahagsmála, sem felur í sér að eftirlit og ákvarðanir um þann málaflokk innan hvers ríkis eru færðar frá sambandsríkjunum sjálfum til miðstjórnarvaldsins í Brussel. Enn fremur hefur það komið í ljós að hin sameiginlega mynt, evran, sem var talin fela í sér vörn fyrir viðkomandi land, sem ætti í efnahagsörðugleikum, hefur þvert á móti magnað upp vanda ríkjanna og stefnir þeim í átt að gjaldþroti. Þar með eru brostnar eða gjörbreyttar veigamiklar forsendur sem lágu fyrir við samþykkt þingsályktunartillögunnar á sínum tíma.
Í ljósi þess hvernig umsóknar- og aðildarferlið hefur þróast þvert á vilja og hagsmuni íslensku þjóðarinnar telja flutningsmenn tillögunnar brýnt að Alþingi samþykki að afturkalla umsókn sína um aðild að ESB.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir að segja frá þessu, maður er svo fljótur að gleyma
Ásdís Sigurðardóttir, 17.1.2013 kl. 11:03
Ég fagna því Ásthildur að þú skulir rifja upp þessi ummæli Atla Gísla. Það er ekkert sem endurspeglar betur hvað þjóðin er sofandi en hvað þessi ummæli hafa fengið lítin fókus. Hér er í raun verið að lýsa því sem næst landráðum.
En Atli sagði meira en þetta í útvarpsviðtölum í framhaldi að því að hann og Lilja yfirgáfu VG og það var að það héngi miklu fleira á spítunni en fólk gerði sér almennt fyrir í þessu ESB máli. Meðal annars skuldamálin.
Menn tala um að "kíkja í pakkann" sé okkur að kostnaðarlausu. Ef það væri bara spurning um einn milljarð til eða frá og einhverja skíta IPA styrki til þess að fá úr því skorið hvort aðild að ESB væri skynsamleg eða ekki, þá gæti mér svo sem ekki verið meira sama.
Kostnaðurinn við að "kíkja í pakkann" hleypur hins vegar á hundruðum milljarða í gjaldeyri og fer langt með að setja þjóðina á endanlega á hausinn. Og hún væri komin endanlega á hausinn ef ekki hefði tekist að forða því að skuldir vegna Svavars samningsins (með veði í ríkiseigum) hefðu lent á þjóðinni.
Ég ætla að biðja ykkur í hundraðasta skipti að hafa í huga hvað gerðist þegar velferðarstjórnin tók við snemma árs 2009 og setja það í samhengi við ummæli Atla.
1) Icesave er tekið úr því ferli sem það var í (Brusselviðmið) og Svavar sendur út til þess að semja um málið. Hann kemur heim öllum að óvörum nokkrum dögum áður en senda á ESB umsóknina af stað og skýrir heimkomuna með því að hann hafi ekki nennt að þrasa um þetta lengur. Í framhaldinu er reynt að lauma samþykkt á samningunum hans í gegnum þingið í skjóli nætur. Er einhver í vafa um að Icesave samkomulag var skilyrði af hálfu ESB svo sambandið fengist til þess að taka við umsókninni nokkrum dögum seinna?
2) Hluti af þessu Icesave samkomulagi virðist hafa verið 300 milljarða króna skuldabréf sem Nýji Landsbankinn lagði inn í gamla bankann 2010. SJS gekk frá þessu samkomulagi sem hefði sjálfsagt verið í lagi ef bréfið hefði ekki verið gefið út í erlendri mynt. Slíkt stríðir gegn hagsmunum þjóðarinnar því það fæst ekki séð hvaða erlendu eignir nýji Landsbankinn tók yfir til þess að réttlæta að bréfið yrði gefið út í erlendum myntum. Er einhver í vafa um að þetta var gert með þessum hætti til þessa að koma Hollendingum og Bretum framhjá gjaldeyrishöftunum með því að moka gjaldeyri inn í þrotabúið í gegnum nýja bankann?
3) Strax vorið 2009 er horfið frá því að endurreisa bankakerfið með þeim hætti sem neyðarlögin gerðu ráð fyrir. Þess í stað velja menn að kalla að samningaborði Hollendinga, Breta og Deutsche Bank sem átti mikið af kröfum á landinu (t.d. kröfur í Lýsingu). Á þessum tíma eiga evrópskir bankar einnig mikið af kröfum í þrotabúin en Manuel Barrosso hafði áður beðið íslensk stjórnvöld um að farið yrði vel með þá í eftirmála hrunsins. Afleiðingar af þessari stefnubreytingu er sú að sett eru upp verkfæri fyrir kröfuhafana til þess að ná hverri einustu krónu út úr heimilum og fyrirtækjum landsmanna sem hefði ekki verið tilfellið ef farið hefði eftir markmiðum neyðarlaganna. Er einhver í vafa um að þessi stefnubreyting er gerð vegna óska ESB toppana um meðbyr við innheimtuna?
Munið þið hverjir hafa verið ákafastir í stuðningi sínum við Icesave samningana?
Munið þið hverjir hafa verið ákafastir í að sakvæða lántakendur og réttlæta algjört aðgerðarleysi í skuldamálum heimilanna?
Munið þið hverjir hafa gengið lengst í að verja kröfuhafa í orðum og gjörðum?
Það eru ESB sinnar sem hafa með óafsakanlegu ábyrgðarleysi, viðhaldið efnahagslegum vandræðum þjóðarinnar sem síðan átti að leysa með einni patent lausn, þ.e. með inngöngu í sambandið og upptöku Evru. Í framhaldinu gætu kröfuhafar yfirgefið Ísland með öll þau verðmæti sem þeir hafa komist yfir með hjálp stjórnvalda.
Seiken (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 12:00
Mikið rétt Seiken. Ég er líka að leita að ræðu Atla þar sem hann segir að Steingrímur J. og klíkan kring um hann hafi verið búin að semja við Jóhönnu og Össur um umsóknina ínn í ESB, FYRIR KOSNINGAR. Þannig að meðan hann var að gala um ekkert ESB og engan AGS var hann á fullu bak við tjöldin að semja við Jóhönnu um stólinn sinn, með því að svíkja allt sem hann var að tala um. Hvernig er hægt að treysta þessu fólki?
Ég bið alla sem hafa link á þessa ræðu Atla að senda mér hana. Þetta er sennilega þegar hann sagði sig úr VG. Honum, Lilju og Ásmundi ofbauð þessi framkoma forystunnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2013 kl. 13:10
Minnug áramótaskaupsins, gætum við nú orða okkar og hemjum talsmátann. Óhætt ætti þó að vera að vitna í vísnadálkinn "Mælt af munni fram" á bls 7 í nýjasta Bændablaðinu
http://bondi.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=6503 Þar er m.a. þetta:
Öll hans loforð eru svik,
allt hans tal er þvaður.
Honum þykir hægra um vik
að heita en vera maður.
steingerði (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 20:34
Góð, ég les alltaf Bændablaðið, það er besta blaðið í dag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2013 kl. 21:28
Ásthildur, þú ert kanski að gelta upp við rangt tré ;-)
Kristrún Heimisdóttir hefur tjáð sig um leynimakkið sbr þetta frá 6/10 2010: http://www.evropuvaktin.is/leidarar/16201/
"Á fundi, sem haldinn var á vegum Samfylkingarinnar sl. laugardag skýrði Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarkona Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í ráðherratíð þeirrar síðarnefndu frá því, að í ársbyrjun 2009 hefðu þeir, sem tóku þátt í gerð stjórnarsáttmála vinstri stjórnarinnar, sem tók við af ríkisstjórn Geirs H. Haarde, verið komnir nálægt því að semja um, að Svavar Gestsson, fyrrverandi sendiherra, yrði aðalsamningamaður Íslands í viðræðum við Evrópusambandið. Af því varð ekki en þetta hafi verið ástæðan fyrir því, að Svavar tók í þess stað við Icesave-samningunum."
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 10:59
Takk fyrir þetta Bjarni. Þarna kemur þetta allt fram eins skýrt og hægt er. Tekið úr skrifum Styrmis:
" Kjarni málsins er hins vegar sá, að fari Kristrún með rétt mál, sem ekki verður dregið í efa fyrr en annað kemur í ljós, hafa Vinstri grænir gengið til kosninga í apríl 2009 undir fölsku flaggi. Á sama tíma og þeir sömdu að tjaldabaki við Samfylkingu og löngu fyrr en hingað til hefur verið talið um aðildarumsókn Íslands héldu þeir því fram í kosninbgabaráttunni að þeir væru algerlega andvígir aðild og fengu stuðning margra kjósenda út á þá afstöðu, sem þá var talin eindregin. Yfirlýsingar Steingríms J. Sigfússonar í síðasta umræðuþætti í sjónvarpi fyrir kosningar voru svo skýrar að margir áttu erfitt með að skilja hvernig Vinstri grænir gætu yfirleitt gengið til samstarfs við Samfylkingu að kosningum loknum um að sækja um aðild í ljósi fyrri yfirlýsingu.
Hvaða skoðun, sem menn kunna að hafa á ESB-málinu er ljóst að alla þætti þessa máls verður að upplýsa. Það verður að liggja ljóst fyrir, hvort upplýsingar Kristrúnar Heimnisdóttur eru réttar en í því felst að forysta Vinstri grænna hefur haldið uppi svívirðilegum blekkingum í kosningabaráttunni 2009.
Reynist upplýsingar Kristrúnar rangar þarf hún að gera grein fyrir hvers vegna hún ber slíkar upplýsingar á borð fyrir flokksfélaga sína.
Þriðji möguleikinn er auðvitað sá, að Vísir.is, sem flutti fyrstu fréttir af fundi Samfylkingar sl. laugardag hafi ekki farið rétt með ummæli Kristrúnar. Hafi svo verið verður það líka að koma fram"
Væri nú ekki ráð að spyrja Steingrím um þetta og láta hann svara fyrir þetta?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2013 kl. 12:09
Vissulega þarf að láta S.J. svara fyrir þetta en hætt við að lítið komi út úr því, en hvernig væri að " þeir, sem tóku þátt í gerð stjórnarsáttmála vinstri stjórnarinnar" yrðu spurðir
Innan V.G. eru það þannig ekki einungis Steingrímur sem lugu, heldur líka þeir sem tóku þátt í gerð stjórnarsáttmála vinstri stjórnarinnar. Það flækir málið kanski að Kristrún Heimisdóttir er að vísa til stjórnarmyndunarviðræðna (í jan2009) þegar Samf. sparkaði Sjálfst.fl. og tók V.G. upp í með stuðningi Frams. Breytir þó ekki miklu því á næstu 4 mánuðum stóð loforðabunan út úr Steingrími og félögum í V.G. m.a. um andstöðu við aðild en meiningin engin heldur ásetningurinn frá í jan. 2009 staðfestur í nýrri ríkissjórn Samf. og V.G.
Svo að þá er spurninginn, hverjir aðrir í V.G. tóku þátt í þessum blekkingum? Sjá t.d. viðskiftablaðið frá 29.jan 2009.
"Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sem fram fór í kvöld, lýsir yfir stuðningi við stjórnarmyndunarviðræður VG og Samfylkingar, með samþykki Framsóknarflokksins.
Ályktunin er svohljóðandi:
„Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs haldinn í Reykjavík 27. janúar 2009 lýsir yfir stuðningi við þátttöku þingflokksins í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum og vonar að þær verði leiddar til lykta með farsælum hætti." " http://www.vb.is/frettir/8912/
Þessir voru að ég best veit í þingfokknum: Katrin Jakobsdóttir, Árni Þór, Kolbrún Halldórsdóttir,Álfeiður Ingadóttir,Auður Lilja Erlingsdóttir,Atli Gíslason (sem ku líka hafa sagt frá þessu), Þuríður Backman og svo náttúrulega Jón Bjarnason sem sýnir á bloggi í dag með hvað V.G. gengu til leiks í kosningar varðandi ESB aðildarviðræður. Það væri góður leikur að spyrja Jón Bjarnason hvað hann og þingflokkurinn voru að plotta í janúar 2009, 2 mánuðum áður en hann varð sjálfur formaður. Nú eða Kolbrún Halldórsdóttir sem kjósendur spörkuðu kanski vegna staðfestu við græna hlutann í V.G. hvað segir hún?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.