Sannleikurinn kemur utanfrá.

Það er ágætt að hinir hjálpsömu stjórnendur í ESB og stækkunarferlinu geri sér grein fyrir hvernig landið liggur og meiri huta landsmanna er ekkert í mun að þeir liðki fyrir einu eða neinu í innlimunarferlinu. 

Best er að þeir láti okkur bara í friði með þessi mál og leyfi okkur að vinna að málinu í samræmi við vilja meirihluta þjóðarinnar.


mbl.is Vekur athygli víða erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ESB vill eiga okkur og Össur og hans vinir eru að hjálpa þeim, svo einfalt er það í mínum huga.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.1.2013 kl. 17:18

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Er ekki þeir sem vilja koma Landinu undir Lög annarra Landa kallaðir Landráðamenn?????????

Vilhjálmur Stefánsson, 15.1.2013 kl. 20:00

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Því fólki sem finnst ekkert að þessum málatilbúnaði öllum, er virkilega á einhverju öðru plani en við hin.  Bæði það að víkja Jóni með offorsi úr nefndinni, til að koma í veg fyrir að samþykkt nefndarinnar kæmi fram, og svo að hægja á ferlinu, tví og þrísaga ráðamenn um þá ætlun. 

Mér finnst þetta vera freklegt brot á lýðræðinu.  Og sýnir hve hrædd Samfylkingin er í raun og veru við þjóðina, og leyfa henni að kjósa um málið. 

Hvað segir það manni?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.1.2013 kl. 21:05

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hún vissi það frá upphafi en planið var að snúa ístöðulitlum og hrun-særðum landanum með öllum þeim meðölum sem þau brugguðu,auk áróðurs stærstu fjölmiðlanna,þar sem þau höfðu tögl og haldir. Allir heimsins fjármunir megna ekki að snúa heilum ættjarðarvinum. Gefum ekkert eftir Ásthildur min.

Helga Kristjánsdóttir, 15.1.2013 kl. 21:57

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.1.2013 kl. 23:17

6 identicon

ég er enginn sérstakur esb sinni, en hvers vegna má ekki klára þessar viðræður eða samnings innlimun eða hvað sem fólk vill kalla þetta og kjósa svo um þennan svokallaðan samning? Það er sagt að við munum tapa okkar sjálfstæði, hvaða land hefur tapað sínu sjálfstæði? Við munum tapa okkar auðlindum, hvaða land hefur tapað sínum auðlindum? Viljum við virkilega vera lokað land, hvers vegna ekki að horfa á aðra möguleika? Já, og ef þessi samningur hugnast ekki okkur þá munum við auðvitað hafna honum. Evrópa er í efnahagslegum sárum rétt eins og Ísland, en evrópa er að rétta úr kútnum eins og Ísland. Ég segi klárum ferlið og kjósum svo!!

Bjarni (IP-tala skráð) 15.1.2013 kl. 23:39

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Í fyrsta lagi þá eru áhöld um að Evrópa sé að rétta út kútnum, annað segja helstu hagfræðingar og dagblöð beggja vegna Atlandsála.  Þetta eru frasar sem eru til að reyna að halda andlitinu á ráðamönnum ESB.  En svo er það Bjarnig minn að hér er ekki um að ræða samninga, heldur aðlögun að regluverki ESB það hefur marg oft komið fram, og ítrekað af stækkunartjórum og ráðamönnum í Brussel.  Þeir tala um að það sé villandi að tala um samningsferli, því þetta sé aðlögunarferli.  Það stendur líka í skýrslu frá ESB að það sé ekki ætlast til þess að ríki sæki um aðild, nema að hafa fullan vilja til þess að komast inn í ESB.  Það er ekkert sem heitir að kíkja í pakka, því fyrr sem fólk gerir sér það ljóst, því betra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2013 kl. 11:11

8 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sæl Ásthildur.

Ég heyri alveg hæðnistóninn í fyrirsögninni.  En þá verð ég að spyrja þig til baka í ljósi sögunnar og þeirri staðreynd að Ísland er svotil gjaldþrota eftir samfelt "góðæri", þjóðin er á kafi í spillingu eftir að hafa trúað því í áratugi að vera minnst spillta þjóð vesturlanda.  Bankarnir hafa opið veiðileyfi á almenning, stórútgerðir hafa einkarétt á atvinnuréttindum manna og misréttið í þjóðfélaginu fer stig vaxandi; Trúir þú því í alvöru að sannleikurinn komi frekar frá Íslendingum?

Sigurður Jón Hreinsson, 16.1.2013 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband