13.1.2013 | 20:29
Já fræða- og háskólabyggingar eru í fyrirrúmi fyrir almennri heilsugæslu almennings.
Ég á ekki orð. Hvað er hér á ferðinni? tvær byggingar yfir skóla, sem í sjálfu sér er góðra gjalda verð, ef við ættum fyrir því pening. En nú er ljóst að Landspítalinn míglekur og sumar hæðir er illa farnar af svepp og ég veit ekki hvað, fyrir liggur að starfsfólk gangi út í mars, gamalt fólk berst í bökkum og biðraðir lengjast eftir nauðsynlegri aðstoð. Ungir menn sem eru með sjaldgæfan sjúkdóm fá ekki þau lyf sem geta bjargað þeim.
Þá dettur þessari norrænu velferðarstjórn að byggja tvö hús sem kosta yfir 3 milljarða allavega annað húsið.
Ég verð að segja að þetta fólk er gjörsamlega heillum horfið þegar kemur að forgangsröðun. Ætlar Guðbjartur Hannesson að horfa framan í almenning með þetta í farteskinu? Eða Katrín Jakobsdóttir. Þetta fólk virðist ekki bera nokkuð skynbragð á peninga og fjáraustur, bara ef það kemur ekki úr þeirra vasa.
Ég segi bara skammist þið ykkar, og vonandi verður þetta til þess að þessir tveir flokkar fari niður fyrir tveggja stafa tölu í næstu kosningum. Skömm ykkar hefur aldrei lútað lægra en við þessa frétt.
Húsið mun kosta yfir 3 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heil og sæl Ásthildur Cesil; æfinlega !
Vel mælt; sem þér var lagið - og öngvu þar, við að bæta, fornvinkona glögg.
Með beztu kveðjum, sem jafnan, vestur í fjörðu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 23:52
Takk minn kæri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2013 kl. 00:06
Takk Ásthildur og við þetta er litlu að bæta. En það hefði verið vænt að fá rökin fyrir þessum framkvæmdum nú, sérstaklega fyrir væntanlega kjósendur í vor.
Núverandi stjórnendur og loforða smiðir, hamast nú dag hvern við að lofa upp í ermarnar á þeim sem taka eiga við að kosningum lokknum. En haldi þeir keflinu áfram eftir kosningar, þá munar þetta lið ekkert um að svindla smá, annað eins hefur sést.
Hrólfur Þ Hraundal, 14.1.2013 kl. 09:10
Mikið var það annars heppilegt að allir þessir sveppir skitu upp kollinum akkurat nuna. Svona í miðri umræðunni um notagildið. Tilviljun eða tilbúningur. Blaðamennskan á Íslandi á dögum Palla aumingja og Óðins bésálfs er ekki uppá margar loðnur.
Sveppi (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 09:11
Við hljótum að fá allt upp á borðið Hrólfur, nú þurfa menn að spyrja hvers vegna þessi áhersla er lögð á menntastofnanir, þegar heilbrigðiskerfið er að hrynja.
Já Sveppi það má segja það. Maður spyr sig.
En það er alls ekki hægt að treysta fjölmiðlum á Íslandi í dag, það er helst DV sem er að standa sig, enda standa á þeim öll spjót.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2013 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.