Vetraróveður fyrir vestan.

Ég vil bara láta vita af mér, er búin að vera á vergangi s.l. tvo daga, fengið gistingu hjá systrum mínum.

Hér er búið að vera þvílíkt óveður að annað eins hefur varla verið síðan 1995 að minnsta kosti.

IMG_7765

Það er nú samt verið að moka. Við erum búin að vera rafmagnslaus síðan kl. 11 í morgun, en nú er rafmagnið loksins komið, hve lengi sem það verður.

IMG_7766

Kúlan komin á kaf.

IMG_7770

Hér má sjá Ella minn berjast við að koma sér út.

IMG_7773

Það er ekkert gamanmál að komast þetta.

IMG_7761

Sendi bara hlýjar kveðjur út vetraróveðrinu hér á Ísafirði. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Finn til með þér og þínum en hér í "Mósó" er allt "under kontról".

Sigurður I B Guðmundsson, 29.12.2012 kl. 21:53

2 identicon

Knús til ykkar . Gleymi aldrei síðasta vetrinum mínum fyrir vestan í manndrápsveðrinu í byrjun febrúar 1968, það fer enn um mig hrollur við tilhugsunina. Vona að þið komist sem fyrst heim .

Dísa (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 22:05

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ég finnst að þetta veður sé svipað og var þegar Heiðrún fórst 4 febrúar 1968 þá fórust menn sem stóðu mér nær. Ég vona að það verði engin slys eða mantjón nú og í þeirri von lifir maður og í dag eigum við frábærar Hjálpasveitir. Guð blessi ykkur þarna fyrir Vestan..

Vilhjálmur Stefánsson, 29.12.2012 kl. 23:23

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Farðu varlega, Ásthildur mín.  Vonandi gengur þetta óveður yfir stórslysalaust.

Kolbrún Hilmars, 29.12.2012 kl. 23:37

5 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Í mínum huga er rafmagnsleysi alltaf svoldið rómó - en bara fyrst. Það er ekkert rómó að vera án rafmagns í lengri tíma í rafkyntu húsi. Vona að veðrið hætti þessum látum, ég er með áhyggjur af ykkur landsbyggðarfólki. Hér fyrir sunnan er fínt veður og mjög fallegt loksins þegar snjórinn kom.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 30.12.2012 kl. 00:15

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góðar kveðjur til þín Cesil mín.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.12.2012 kl. 01:39

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Bestu kveðjur vestur.

Helga Kristjánsdóttir, 30.12.2012 kl. 03:24

8 Smámynd: Kidda

Er búin að vera með hugann fyrir vestan og hjá öllum sem maður þekkir um alla vestfirðina. Það er ekkert smá sem búið er að snjóa hjá ykkur og vonandi fáið þið hjálp við að moka frá kúlunni.

Knús í kúlu <3

Kidda, 30.12.2012 kl. 11:03

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hlýjar kveðjur til ykkar

Jónína Dúadóttir, 30.12.2012 kl. 11:13

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk mín kæru fyrir umhyggjuna. Ég vona bara að komast sem fyrst heim til mín, þó gott og notalegt sé hjá systur minni, reyndar í húsinu sem ég ólst upp í, svo ég er ekki langt í burtu.  En það er bara einhverveginn best að vera heima hjá sér.  Svo er þetta búið að vera frekar langur tími. 

Gott að vita af ykkur þarna

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2012 kl. 11:32

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er með ólíkindum hvað veðrið getur verið mismunandi á þessu litla landi okkar.  Þessa síðustu daga hefur hugur minn verið fyrir vestan og er það fyrir öllu að ekki verði neitt manntjón hvar sem er á landinu.  Vonandi getur þú og þitt fólk haldið upp á áramótin heima og þar verði hlýtt og notalegt.  Bestu kveðjur vestur 

Jóhann Elíasson, 30.12.2012 kl. 11:34

12 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þetta er aglegt að sjá þessar myndir en rafmagnsleysið fannst mér alltaf verst í fljótunum í gamla daga.En þetta lagast.Mér dettur hins vegar alltaf í hug þegar ég sé svona myndir frægasta setning Jóhannesar Kristjánssonar í gerfi fréttamannsins á akureyri"Elstu menn eru fenntir inni svo þeir komast ekki út til að sjá hvað þeir muna".Hafðu það svo sem sæmilegast á nýju ári Áshildur mín og endilega haltu áfram að gleðja okkur hin með óviðjafanlegum bloggfærslum og myndum.

Jósef Smári Ásmundsson, 30.12.2012 kl. 11:38

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jóhann, já ég vona það, ætlaði að vera með gesti og barnabörn.  Það væri afar yndælt að komast heim til sín og halda áramótin og fagna nýja árinu í kúlunni.  Bestu kveðjur til þín líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2012 kl. 11:39

14 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Við Tómas ætlum að fara út í dag, þriðja degi, enda veður orðið skaplegt. Hef oft hugsað til Ísafjarðar þega við missum rafmagn stöku sinnum og varla meira en 10 minutur í senn. Það er gott að ekki urðu slys á mönnum.

Kveðja frá Patró

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.12.2012 kl. 12:10

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég fylgist vel með ykkur, vonandi fer nú að koma hlé í lætin. Gott að þú ert komin heim 

Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2012 kl. 12:40

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já svo sannarlega vona ég að þessi læti fari að hætta.  Það er komið nóg.  Ég vil fara að komast heim í kúluna mína.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2012 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022159

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband