Viðtal af Útvarpi Sögu.

Mér var bent á þetta viðtal við frambjóðanda Bjartrar Framtíðar á Útvarpi Sögu, og ég er eiginlega sammála þeim sem þar talaði að þetta er það einkennilegasta viðtal sem ég hef á ævi minni heyrt. Guðmundur hlýtur að vera í skýjunum yfir frambjóðandanum og því sem hann hefur fram að færa. http://utvarpsaga.is/index.php?option=com_content&view=article&id=762&Itemid=47

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir þá sem skoða krækjuna er þetta  frá 17/12.

Þetta lýtur ekki nógu vel út. Manneskjan virðist alveg úti að aka í flestum málum. Spurningar Péturs eru afskaplega sanngjarnar og vel fram settar.   Kanski ætti flokkurinn að heita "Óviss framtíð" eða "Skoðunnarflokkurinn".  Maður hefur verið svona heldur fýldur út í þetta lið sem er alið upp í flokkunum og kemur svo inn á sviðið með alla réttu frasana og skoðanirnar.  En fyrr má nú rota en dauðrota, ætti blessuð konan ekki að byrja aðeins neðar í stiganum, þetta er hálf pínlegt og minnir mann pínulítið á Söru Palin eða jafnvel Sigga Storm ;-)

Vandamálið við Sigga Storm var nú raunar ekki þekkingarleysið heldur svona meira á egócentrísku hliðinni.

Björt þess náði sér helst á strik þegar hún fór að lýsa vandamálum en hafði lítið ráðrúm til þess vegna hnitmiðaðra spurninga Péturs.

Við þurfum ekki fólk í pólitíkina sem getur aðeins talað í vandamálum en ekki lausnum. Steingrímur J. er kanski eitt besta dæmið um það.

Kanski á maður ekki að vera of dómharður heldur gefa nýliðuninni séns, það má vel vera, kanski er þetta að hluta vegna stress og óvana að koma fram, en ekki lofaði þetta viðtal góðu um að framtíðin sé björt!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.12.2012 kl. 09:48

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Auðvitað eigum við að gefa nýliðum svigrúm, en við verðum jafnframt að vera gagnrýnin á það sem þau hafa fram að færa.  Eins og þú bendir réttilega á er konan um flest úti á túni, og slær þá um sig með ýmsum frösum og gerir það frekar klúðurslega.  Hún hefur ekki sett sig inn í nein mál, hefur í rauninni enga skoðun á málefnum.  Þó hún hafi ákveðna framtíðarsýn, þá er hún ekki sett skilmerkilega fram.  'A þeim tímum sem nú eru höfum við hreinlega ekki efni á að vera með svona manneskju á alþingi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.12.2012 kl. 10:36

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér finnst það ekki björt framtíð að vilja halda í verðtrygginguna og svo veit Björt ekkert um kvótakerfið og bullar einhverja algjöra steypu. Aumingja Ísland.

Sigurjón Þórðarson, 23.12.2012 kl. 11:43

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

úff 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.12.2012 kl. 11:57

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

stúlkugreyið var alveg úti á túni í öllu sem hún var spurð að, og reyndi að blaðra sig út úr málunum með einhverskonar pólitískum vaðli, en það gekk ekki upp að mínu mati.  Fyrr má nú aldeilis fyrr vera, eins og kerlingin sagði.

Já vona að þú segir það Ásdís mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.12.2012 kl. 16:25

6 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það virtist vera æði margt, sem stúlku kindin sagðist þurfa að skoða. Hún ætti t.a.m. að skoða það alvarlega, hvort það sé skynsamlegt að fara í framboð á útlitinu einu saman. Það virðist í fljótu bragði vera eina mögulega ástæðan fyrir kjöri hennar í efsta sæti þessa dótturframboðs Samfylkingarinnar, eftir barnalegum svörum hennar að dæma.

Jónatan Karlsson, 23.12.2012 kl. 17:42

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ljótt að segja það Jónatan, en það hvarflaði að manni við að hlusta á viðtalið.  Þarna er ekki mikil þekking á málum, né tilraunir til að kynna sér málin. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.12.2012 kl. 18:31

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hafa þeir stjórnmálamenn ekki verið hvað dáðastir, sem geta talað í það óendanlega án þess að segja nokkurn skapaðan hlut?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.12.2012 kl. 20:36

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú Axel að því gefnu að þeir KUNNI að ljúga sig út úr vandræðunum.  þar liggur mismunurinn,

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.12.2012 kl. 21:50

10 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ásthildur og félagar.

Þessi pólitík hér er sannarlega undarleg tík. Þó er þessi innlenda mafía hreint smáræði samanborið við þau alþjóðlegu undarlegheit, sem borin eru á borð fyrir jarðarbúa á þessum tölvuvæddu og upplýstu tímum, en þó virðist mannskeppnan gleypa það sem fyrir hana er borið með ágætri lyst. Ég nenni ekki að fara að telja upp dæmin, en oftar en ekki, þá hefur óupplýstur almúgur verið blekktur og leiddur á asnaeyrunum til að styðja stríð og ódæði á fölskum og augljóslega upplognum forsendum, sem þó eru borðliggjandi fyrir athugult og vakandi fólk á borð við þig Ásthildur og nokkra þína líka

Hvað sem öðru líður. GLEÐILEG JÓL

Jónatan Karlsson, 23.12.2012 kl. 22:50

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér með það Jónatan við lifum á tímum lyginnar og blekkinganna sem aldrei fyrr, og þá á upplýsingaöld, þar sem allt ætti að vera upp á borðum.

Gleðileg jól til þín líka og takk fyrir innlitið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.12.2012 kl. 23:14

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Gnarr hafði vit á því að vera nógu neðarlega á listanum, til að komast ekki að. Mér sýnist að hann sjái í gegnum þetta nýja framboð. Jón er víðsýnni en svo, að sjá ekki í gegnum þetta ofbirtu-bjarta leikrit.

Það er ekki sama hvernig listin er markaðssett. Jón Gnarr er skynsamur, reynsluríkur, réttlátur og víðsýnn listamaður af guðs náð, en það er ekki víst að það sama eigi við um alla aðra í þessu bjarta framboði.

Óska annars öllum kærleiksríkra og friðsamlegra jóla.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.12.2012 kl. 00:09

13 identicon

Er þetta eitthvað lélegri framistaða en svipuð viðtöl við formanninn?

Guðmundur er sjálfur úti á túni í öllum málum, hefur engar tillögur í nokkru máli né getur með nokkru móti svarað einustu spurningu um nokkurn skapaðan hlut.

Þessi maður virðist endalaust ætla að fljóta sér áfram út á það eitt að vera sonur föður síns, en hefur ekki nokkurn skapaðan hlut fram að færa sjálfur í málefnalega umræðu.

Það er alveg fullkomlega óskiljanlegt að þessi samkoma skuli vera að mælast með fylgi í könnunum, flokkur sem hefur nákvæmlega enga stefnu né lausnir í nokkru einasta máli.

Sigurður (IP-tala skráð) 24.12.2012 kl. 00:14

14 identicon

Takk, Ásthildur, að vekja athygli á þessu viðtali, sem ég því miður alltof miklum tíma í að hlusta á í kvöld. Þessi kona slær ekki margar keilur fyrir hönd síns framboðslista sem þýðir að aðrir hafa meiri tækifæri. Svo tek ég undir með Sigurði að Guðmundur Steingrímsson hagar sér eins og kjáni og hefur engar vitrænar skoðanir. Gott fyrir minn flokk!

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 24.12.2012 kl. 00:32

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðileg Jól sömuleiðis Anna mín. og takk fyrir innlitið. Ég hugsa að Jón Gnarr sé góður maður. Hann er öðruvísi og hristir upp í kerfinu.

Sigurður, ég hef reyndar ekki hlustað mikið á Guðmund, en málið er að hann hefur ekki verið afkastamikill á þingi eða barist fyrir neinum málum.

Svo það virðist vera ljóst að hann telur sig eiga gott sæti á alþingi vegna föðurs síns og afa. En það þarf meira til hygg ég.

Mín er ánægjan Örn minn. Það er virkilega hrollvekjandi ef svona hugsanalaust fólk kemst inn á alþingi, nóg er nú samt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.12.2012 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022160

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband