Miðlar, særingarmenn .... eða huglækningar og kraftaverk.

Ég er dálítið undrandi á hvernig fólk tekur þessum fréttum.  Einmitt í landi þar sem flestir trúa á hið yfirnáttúrulega.  Og í landi þar sem margir leita sér óhefðbundinna lækninga.  Þar sem ótal bænahringir hafa gert kraftaverk.  Og fólk kemur úr öllum heimshornum til að kynna sér það sem hér er norm hjá svo mörgum.

Ég veit að það sem er kalla hér af ýmsum kukl, virkilega virkar, þar sem fólk með næga þekkingu og einlængi vinnur gott starf.  Að vísu hafa margir óheiðarlegir aðilar skemmt fyrir, því sem í alvöru gengur upp.

Ég hef sjálf fengið góða lækningu við flughræðslu sem hefur háð mér í mörg ár, einmitt við aðstoð fólks sem kann meira fyrir sér.  Það er líka hægt að læra allskonar óhefðbundnar lækningar.  Í slíkum eru líka hjúkrunarfólk og læknar, og margir eru farnir að viðurkenna að það virkilega er hægt að lækna meidda sál, og brotinn einstakling með því að fara inn á sálina og hið hugræna.

Viðbrögðin minna mig óneitanlega á afstöðu margra í fyrstu við að það ætti að viðurkenna homma og lesbíur.  

Reynum að hugsa svolítið út fyrir ramman og gefa því möguleika að sumt fólk viti meira og hafi víðari skírskotun til lífsins en þeir sem búa í kössum og geta ekki ímyndað sér neitt sé þarna sem gæti verið gott að huga að.  Það er að mínu mati sorgleg þröngsýni.  En þeir um það.  Segi bara og skrifa mér finnst þetta gott mál og löngu tímabært.

Álfar eru líka menn

Það er til heimur eða margir heimar rétt við hlið okkar, og þar er margt að gerast.  Þess vegna er bara sorglegt að afneita öllu slíku.


mbl.is Starf miðla og særingamanna verði niðurgreitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Neibbs, bænir gera ekkert, hefur verið rannsakað, gerðu núll. Þetta er bara rugl.
Þúsundir/milljónir biðja bænir yfir veikum, þeir deyja, einn og einn lagast og það er gripið á lofti, sjáið töfrar virka, þegar raunveruleikinn er sá að stundum læknast fólk af alvarlegum kvillum, hefur ekkert með bænir eða neitt slíkt að gera.
Hundruð barna liggja í kirkjugörðum í USA bara á síðustu áratugum eftir að foreldrar fóru með bænir.. nú er það orðið lögbrot að gera þetta víðast hvar.
Ef það væri virkni í þessu þá værum við með Bænabíla en ekki sjúkrabíla

DoctorE (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 21:51

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta virkar ekki. Punktur. Stundum eru einhver placebo-áhrif, en það dugir skammt. Og placebo áhrif er það eina sem þú færð út úr óhefðbundnum lækningum.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.11.2012 kl. 22:27

3 identicon

Mikið rosalega vorkenni ég þér Doctor eitthvað E. Það vill svo til að það er til fólk

sem trúir á bænir og hefur upplifað það.  Greinilegt er hjá þér, að ekkert

þannig hefur þannig skeð  í þinni tilveru.

Þú ættir að skammast þín að setjja svona

komment fram . Eins og þú vitir allt um allt.

Þvílik fátækt í lifandan lífi.  Verður varla með orðum lýst.

því það vill svo til, að það er til fólk sem hefur upplifað

þá gæfu að sjá annan heim, heldur en þennan  lokaða sem þú býrð í.

Það er til fólk sem hefur verið bænheyrt og það er til fólk sem

hefur læknast af bænum og meira að segja læknast af kvillum

sem þeim var sagt að væru ólæknanlegir.

Sennilega allt lýgi  samkvæmt þínum kenningum.

Sem betur fer, er til fólk sem hefur upplifað eitthvað sem

þú munt aldrei sjá. Og meðan sú sýn er til staðar..!!

Þá þarf ekki að hafa áhyggjur af blindingjum eins og þér.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 22:38

4 Smámynd: Einar Hrafnsson

Ok, eru óhefðbundnar lækningar annað orð yfir bænir? Hélt það ætti við margt annað.

Reyndar veit ég ekki betur en að það sem kallast "hefðbundnar" lækningar í dag séu miklu yngra fyrirbrigði en það sem kallað er óhefðbundnar. En það er auðvitað bara orðaleikur.

Ég veit líka ekki betur en að sama hlutfall sjúklinga deyji, hvort sem þeir hafi notið "hefðbundinna" lækninga eða hinna "óhefðbundnu". Þeir virðast allir deyja að lokum nefnilega. Sama hvað þeir biðja og sama hvað þeir biðja "hefðbundna" lækninn mikið. En þetta er líka auðvitað bara orðaleikur.

En, mátt hugans ætti enginn að efast um. Ef einhver hefur t.d. orðið æstur þá veit sá hinn sami að líkamleg starfsemi breytist um leið. Það gerist vegna hugarmáttar. Ef einhver grætur þá koma oft tár, það er hugarmáttur. Ef einhver brosir til manns þá freistast maður oft til að brosa á móti, það er hugarmáttur.

100 manna hópur. 10 byrja að garga í einhverju mótmælaskyni. Á endanum eru allir farnir að garga. Hugarmáttur og ekkert annað.

Það skiptir ekki máli hvort það kallast hefðbundnar eða óhefðbundnar lækningar. Ef þjónustan sem veitt er skilar einhverjum árangri þá er það bara hið besta mál. Það munu jú jafnmargir liggja í kirkjugörðunum endanlega. Við megum ekki gleyma líka að ein algengasta "lækningin" sem þessar "hefðbundnu" lækningar veita er "hérna, taktu þessar slakandi hérna og hvíldu þig heima í nokkra daga". Semsagt, viðkomandi er sagt að hvíla sig aðeins. "Lækningin" felst þá í því að gefa líkama og huga smá tíma til að laga sig. Margar hinar "óhefðbundnu" ganga einmitt út á þetta líka, að leyfa líkama og hug að lækna sig sjálft.

Einar Hrafnsson, 29.11.2012 kl. 22:50

5 identicon

"Reynum að hugsa svolítið út fyrir ramman og gefa því möguleika að sumt fólk viti meira..."

Fullkomlega sammála! Og þá er bara spurningin, trúi ég hindurvitnum og svindlurum sem virka nákvæmlega jafnvel og lyfleysa eða sérfræðingum sem birta ýtarlegar niðurstöður á hverjum einasta degi með greinilegar sönnur á virkni aðferða sinna?

Reyndu nú að hemja í þér vitleysuna og hrokann. Ástæðan fyrir því að engin trúir ruglinu í þér er einfaldlega sú að þetta virkar ekki og hefur aldrei gert. Ef þetta myndi virka væri afar einfalt að sýna fram á það og álfar væru ráðnir í stða háskólamenntaðra lækna. Reyndar eru sambærilegar aðferðir notaðar á hverjum degi í öllum helstu heilbrigðisstofnunum en þá er það kallað lyfleysa.

MeistarinnMikli (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 22:54

6 identicon

Sigurður þú þarft ekki að vorkenna mér. Það er til fólk sem trúir öllum fjandanum sem er ekki til nema í hausnum á því. Bara þvæla sem þú ert að segja, bull frá a-ö. Ekkert styður við það sem þú segir, þetta eru bara kjaftasögur og ekkert annað. Persónuleg upplifun er ómarktæk með öllu.
Sannaðu það sem þú ert að segja or look silly. Þú getur ekkert sannað, allt sem ég sagði eru staðreyndir studdar af rannsóknum og líkum í kirkjugörðum.
Svo kukl eins og homeopathy og annað álíka, algert rugl.

Nú hinkra ég eftir að Sigurður komi með sannanir hahahaha, nei ég bíð ekki því Sigurður er bara að bulla út í loftið

DoctorE (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 22:58

7 identicon

Þegar honum tekst að koma með sannanir mæli ég með því að hann sæki Nóbelsverðlaunin sín í hvelli.

MeistarinnMikli (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 23:05

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

DoktorE, mikið hefur þú verið svikinn og særður af fólki sem þú treystir.  Synd og skömm að mínu mati.

Ásgrímur, þú einfaldlega getur ekki fullyrt svona, því það eru miklu fleiri sem geta svo sannarlega sagt frá upplifunum sem bera öðru vitni.

Sigurður sammála þér.  Það er synd að fólk skuli vera svo fast í sínu eigin glashylki og afneita öllu sem gerir lífið þess virði að lifa þar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2012 kl. 23:32

9 identicon

"Það er synd að fólk skuli vera svo fast í sínu eigin glashylki og afneita öllu sem gerir lífið þess virði að lifa þar."

Það er alveg hreint merkilegt hvað þú og þið álfafólk getið bullað mikið. Þetta snýst ekkert um glerhylki (ekki glas ef út í það er farið) eða hvað gerir lífið þess virði að lifa. Um það eru skiptar skoðanir. Það sem skiptir máli er hvað virkar. Og ykkar aðferðir virka ekki. Punktur. Þar með ætti málið að vera útrætt. Hvað er erfitt við að skilja það?

MeistarinnMikli (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 23:36

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sé að fleiri hafa skrifað, les þetta allt á morgun og svara ykkur elskurnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2012 kl. 23:44

11 identicon

Sparaðu orðin, þú ert þegar búin að hafa þig að fífli.

MeistarinnMikli (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 23:45

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

"meistari" þú leggur mér engar línur á mínu bloggi, skammastu þín bara og haltu þig héðan frá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2012 kl. 23:50

13 identicon

Bara það að þora ekki að koma fram undir nafni, heldur einhverjum dulnefnum,

Doctor E, Meistarinn mikli, sýnir hversu lágkúrulegir þið eruð.

Litlir hræddir menn.

Enda ekkert mark á ykkur takandi vegna

heygulsháttar og bleyðuskapar.

Reynið svo að vera voða svalir bak við þessi aulanöfn.

Sést best hverjir eru fíflin.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 06:58

14 Smámynd: Hjalti Tómasson

Ásthildur, þó ég sé allsekki sammála þessum þingmönnum okkar og telji að fyrst beri að tryggja fjármagn til hefðbundinna lækninga áður en farið er að styðja óhefðbundnar þá get ég ekki orða bundist og vil taka upp hanskann fyrir þig og aðra sem hafa haft reynslu af svokölluðum óhefðbundnum lækningum.

Mér ofbýður þessi harðlínu trúleysis stefna sem þeir félaga Meistarinn mikli og Doktore reka í skrifum sínum og furða mig á að jafnmiklir talsmenn málstaðarins sem þeir annars eru skuli ekki hafa þann manndóm að koma fram undir nafni. Kannski segir það meira um málstaðinn en þá sjálfa. Allavega getur það ekki talist trúverðugt innlegg í umræðunni og færi best á að þeir finndu sér annan vettvang en þar sem venjulegt fólk skiptist á skoðunum. Það sem þeir virðast ekki skilja, ef ég má vitna beint í þá sjálfa, þá á þeirra trú á trúleysi jafnmikinn rétt á sér og hver önnur trú en þeir gera lítið annað en að skemma fyrir sér og trúbræðrum sínum með öfgafullum talsmáta og dómhörku í garð annarra.

Og að geta ekki haldið fram sjónarmiðum sínum án þess að sína almenna kurteisi er heldur ekki til þess fallið að ná til fólks. Þó þetta hafi verið svolítið skemmtilega ungæðingslegt í byrjun þegar ég fór að taka eftir þessum skrifum á netinu þá verður fljótt leiðigjarnt þegar skoðanir annarra eru léttvægar fundnar og afgreiddar sem heimskulegar eða bull og fleira þaðan af verra. Þá fer maður ósjálfrátt að velta fyrir sér aldri og þroska viðkomandi.

Þó hjó ég eftir einu í því sem Doktore segir hér að ofan. "Persónuleg upplifun er ómarktæk með öllu"

Hátt reitt til höggs og mér detta í hug orð skáldsins

Þinn líkami er fagur sem laufguð björk 
en sálin er ægileg eyðimörk.

Hafðu það sem best Ásthildur

Hjalti Tómasson, 30.11.2012 kl. 07:18

15 identicon

Það er bara ekkert sem styður neitt yfirnáttúrulegt, ekki guði, álfa,engla, framhaldslíf, heimsóknir geimvera. Persónulegar upplifanir eiga sér mun líklegri útskýringar sem eru inni í hausnum á fólki, það er jú klárt mál að margir geðsjúkdómar sem og áföll ýnisskonar láta fólk sjá og heyra það sem er ekki til. Þar liggur skyringin á þessu öllu saman, einnig er til fólk sem lifir á því að pretta fólk með svona bulli.
Ótal miðlar og spámenn spá dag hvern, á einhverjum tímapunkti ratar einhver á það rétta, rétt eins og með lotterí. Þeir sem hafa látið prófa sig hafa allir fallið á prófinu, allir sem einn

DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 07:51

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir þinn góða pistil Ásthildur.

Græðarar eru margbreytilegur hópur og þeir lifa vegna þess að þeir hjálpa.  Ég held til dæmis að hnykkjarar teljist til græðara en ég þekki þjónustu þeirra að eigin raun. Það lærði ungur maður héðan þessi fræði í Danmörku og við vorum svo heppinn að hann kom heim.

Og eftir að hann kom, hafa margir rétt úr sér, og margir eignast von um bót meina sinna.

Ég er einn af þeim.  Veit því á eigin skinni að margt hjálpar þó það sé ekki viðurkennt af kerfinu.

Sama gildir um fleiri stéttir græðara.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2012 kl. 09:18

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innleggið Hjalti og takk fyrir góðar óskir.  Já það er ekki góður siður að tala niður til annarra undir nafnleysi.  Og mér finnst sorglegt að sjá slíka afneitun af offorsi eins og hjá þessum tveimur.  Eins og þú bendir á höfum við öll okkar eigin upplifun og skynjum lífið og það sem í kring um okkur er hvert á sinn hátt, og það er okkar réttur að hafa einmitt þá skynjum.  Takk fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2012 kl. 10:29

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er einfaldleg ekki rétt hjá þér Doktor E minn. Þetta er bara þín upplifun af umheiminum og nákvæmlega bara það.  Þú getur ekki ætlað öðrum að hafa þá upplifun með þér, ef þeir hafa aðra upplifun.  Þannig er það bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2012 kl. 10:30

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ómar, já ég hef sjálf oft fengið "aðstoð" sem ekki er fengin með opinberu læknakerfi. 

Og bara í þessum töluðu orðum er þriggja ára barnabarn mitt að segja mér frá vini sínum Jack, sem er kring um 11 ára gamall.  En það sér hann enginn nema þetta litla barn, hann var að lýsa honum fyrir mér og hvernig það datt ofan á hann tré, svo hann varð að fara á sjúkrahús og hann dó.  Hann á líka hund sem heitir Dýva.  Ekkert þriggja ára barn bullar svona út í loftið.  Hann tala oft um Jack vin sinn og veit að hann er til.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2012 kl. 10:35

20 identicon

Krakkar og ímyndaðir vinir, eins og það sanni eitthvað með drauga og yfirnáttúru :)
Það er partur af því að vera barn að eiga ímyndaða vini, ég átti ímyndaða vini, sérstaklega þegar ég var hræddur.
Svo ef börn eru innan um fólk sem hreinlega ýtir undir yfirnáttúru/draugatal og slíkt, þá koma svona sögur frá þeim á færibandi.

DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 11:30

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hættu að fullyrða svona hér Doktor E.  Þú getur sagt hvað sem þér sjálfum býr í brjósti, en þú fullyrðir ekkert svona um annað fólk hér.

Þú verður bara að sætta þig við að aðrir vita betur fyrir sjálfa sig í þessum efnum, og það er þeirra réttur, og það er ekkert minna sannfærandi en það sem þú heldur fram. 

Þú fyrirgefur en mér finnst þú frekar takmarkaður í þessum málum, þú ert þá einn af þeim sem trúir ekki á framfarir og að heimurinn þroskist. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2012 kl. 13:31

22 identicon

Það er einmitt málið, með meiri þroska hverfur hjátrú. Allt sem ég hef sagt er stutt af vísindum/rannsóknum. Engin persóna hefur getað sýnt fram á að hafa yfirnáttúrulega hæfileika af neinu tagi. Mjög fáar persónur sem segjast hafa yfirnáttúrulega hæfileika eru viljugar til að taka próf til að staðfesta hæfileika þeirra, þó svo að td James Randi hafi boðið 1 milljón dollara árum saman, miðlar og aðrir vilja ekki fara, við vitum hvers vegna
Á meðan þið hafið engar sannanir þá er málið ykkar mjög slakt.

Þú mátt ekki taka þetta sem móðgun Ásthildur, þetta eru bara staðreyndir sem þú verður að horfast í augu við

DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 14:04

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég tek þetta ekki sem móðgun, því þessi afstaða þín hrærir ekkert í mér.  Vegna þess að ég veit betur.  Málið er að þeir sem hafa öðlast meiri andlegan þroska vita og skilja að það þarf ekki svona sannanir eins og vantrúarfólk, sem alltaf leitar eftir staðfestingum, rétt eins og lærisveinninn sem aldrei trúði neinu nema geta þreyfað á því og Jesú samkvæmt biblíunni var alltaf að reyna að segja honum að hann yrði að geta treyst sínum innri skilningarvitum. 

Ég er alveg pollróleg yfir þessari vantrú þinni, því ég horfist í augu við allt önnur sjónarmið.  Hins vegar get ég alveg unnt þér að hafa þessa sýn á hlutina.  Ég hef mína og hún dugar mér afar vel. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2012 kl. 14:15

24 Smámynd: Einar Hrafnsson

Oft er það nú þannig að þeir sem segja sig trúlausa (og oftar en ekki þeir sem hafa mesta hrokann í því efni) eru búnir að skilgreina trú svo afskaplega þröngt að það er með ólíkindum. Nota svo sannfæringu sína samkvæmt þessari þröngu skilgreiningu til að berja sér á brjóst og kalla alla aðra nöttara.

Það sama á sér stað hjá sumum varðandi "lækningar".

Sumir þrengja orðið "læknir" við svo þröngt svið að allt annað er bara kjaftæði og bull. Eða það sem verra er þeir hengja orðin "óhefðbundnar lækningar" við svo þröngt svið að það jaðrar við heimsku. Ég gat t.d. ómögulega skilið upphafsathugasemdirnar hér öðruvísi en svo að óhefðbundnar lækningar snerust um að leggjast á bæn og ekkert annað. Ef það er sú mynd sem viðkomandi hafa af óhefðbundnum lækningum þá er ég bara feginn að þeir séu á móti þeim.

Fáviskan birtist svo enn betur þegar allt framhaldið er svo farið að snúast um yfirnáttúrulega hæfileika. Hefur t.d. DoctorE einhverntíma kynnt sér "óhefðbundnar lækningar", t.d. félag græðara? Þar er m.a. að finna nudd, notkun jurta og fleira.

Nudd og notkun jurta er væntanlega bara bull og vitleysa. Sennilega líka að læra slökun og að kyrra hugann til að hvílast betur og hjálpa þar með manneskjunni sem heild í að "lækna" sjálfa sig.

Einar Hrafnsson, 30.11.2012 kl. 16:25

25 Smámynd: Einar Hrafnsson

Þetta er frumvarpið sem verið er að ræða:

http://www.althingi.is/altext/141/s/0566.html

Snýst um niðurgreiðslu á starfsemi græðara.

Græðarar hafa þegar hlotið lagalega viðurkenningu. Þetta er einungis frumvarp um hugsanlega niðurgreiðslu.

Einar Hrafnsson, 30.11.2012 kl. 16:34

26 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"þú einfaldlega getur ekki fullyrt svona,"

Jú víst.

"því það eru miklu fleiri sem geta svo sannarlega sagt frá upplifunum sem bera öðru vitni."

Lof mér að fletta því upp fyrir þig: http://en.wikipedia.org/wiki/Placebo Þetta er ástæðan fyrir að fólki finnst þetta virka. Það verður að trúa til að fá fram þessa virkni. Þegar eitthvað virkar á þá sem trúa ekki, þá er um raunverulega virkni að ræða.

Er ekki gaman að læra nýja og áhugaverða hluti?

Ásgrímur Hartmannsson, 30.11.2012 kl. 16:34

27 identicon

Ég var nú fullharkalegur seinast og biðst afsökunar á því.

En mergur málsins er einfaldlega sá að það sem þú trúir skiptir ekki máli. Alls engu. Það er að segja ef við, almennir skattgreiðendur, eigum að niðurgreiða það fyrir þig. Ef þú vilt að aðrir borgi með þér skaltu leggja fram sönnur á að þetta virki. Það að það séu "miklu fleiri sem geta svo sannarlega sagt frá upplifunum sem bera öðru vitni." eru engin sönnunargögn. Þú mátt fara til græðara ef þér svo sýnist, en ekki biðja okkur um að borga fyrir lyfleysu einhverra kuklara.

MeistarinnMikli (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 16:52

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mörg "lyf" sem fundin eru upp í verksmiðjum eru unninn úr náttúrlegum efnum, sem lengi hefur verið vitneskja um að virka og hvernig.  Það er því aðeins stigsmundur en ekki eðlismunur á slíkum lyfjum, nema að náttúrlegu efnin eru oftar hreinni og með meiri virkni en þau sem gerð eru í verksmiðjum.  Þið megið hafa þessa skoðun alveg sjálf um hvað eru lækningar og hvað ekki.  En ég er alveg sannfærð um að umræðan um þessi mál eru af hinu góða, og hvað sem öllum sönnunum viðvíkur, þá er það bara staðreynd að margar læknismeðferðis óhefðbundnar á hinum ólíku sviðum, virka og það er örugglega afar auðvelt að sanna þær.  Málið er bara að peningaöflin sem m.a. græða á lyfjum og læknisþjónustu hafa engann áhuga á að láta fara fram rannsóknir á slíkum lyfjum, því þá missa þeir spón úr aski.  Svona svipað og olíufurstar hafa lengi staðið gegn því að fundin væru upp önnur orka en olía, því það hentar ekki peningavaldinu að slíkt sé gert, þó vitað sé að það er hægt að gera margt annað sem mengar minna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2012 kl. 17:01

29 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur mín. Það eru margir í afneitun á þeirri staðreynd, að hver og einn er sinnar eigin gæfu og heilsu-smiður að mörgu leyti.

Hver og einn á rétt á að bera rétt upplýsta ábyrgð á sinni heilsu og velferð, eftir bestu getu og vilja, og nota sína eigin reynslu og vit.

Vísinda-stjórnsýsla heimsins vill ekki að fólk fái að taka sjálft ábyrgð á sinni heilsu og velferð. Ó-upplýstur miðstýringar-vísinda-viðurkenndur heilaþvottur hentar óheiðarlegri áróðurs-heimsstýringu betur en réttlát og upplýst einstaklings-ábyrgð almennings á sjálfum sér. Þetta er sorgleg staðreynd.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.11.2012 kl. 17:08

30 identicon

Víst er það að mörg náttúrulyf gera sitt gagn, en það sem þú gleymir er að þegar "óhefðbundnar lækningar" sanna að þær virki eru þær endurnefndar í einfaldlega "lækningar". Gott dæmi er kínín, eða nálastunga sem er að detta inn sem viðurkennd aðferð.

Samsæriskenningar þínar eiga við lítil rök að styðjast. Ef hægt er að þróa lyf þá er hægt að selja þau. Og lyfjafyrirtækin vilja það svo sannarlega.

MeistarinnMikli (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 17:25

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og því miður dagsönn.  Peningaöflin passa sitt, það er vít áreiðanlegt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2012 kl. 17:30

32 identicon

Og nú koma samsæriskenningar :) Þetta er svo typical hjá fólki í  trúargeiranum. Nú veriðið þið að standa á ykkar, næst þegar þið og ykkar fólk veikist(Svo lengi sem það eru ekki börn), þá bara hringið. .. nei, ekki hringja, það er jú tækni. þið sendið mann fótgangandi á eftir bænahring/særingarmönnum. Bara tannpína, hringja á miðilinn.

Um aldaraðir féll fólk í milljónatali úr sjúkdómum sem bænahringir og annað kukl réð ekkert við, svo komu ALVÖRU vísindi hafa nú náð að lækna og útríma fjölmörgum sjúkdómum, bætt líf okkar allra þúsundfalt. Tölvurnar sem þið skrifið þetta á eru búnar til af vísindamönnum,, þið mynduð flest varla nenna að lifa án þessara hluta sem ALVÖRU vísinda hafa fært ykkur. Þið eruð á algleymi-rófið og kallið eftir því sem virkaði alls ekki fyrir forfeður okkar. Þetta er grátbroslegt

DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 19:11

33 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Doktor E enn og aftur sýnir þú hversu takmarkaður þú ert í hugsun.  Það má nefnilega blanda hlutum saman, taka það nýja með því gamla.  Það er óþarfi að henda gömlu jólafötunum, þó maður kaupi ný, ef þau frá því í fyrra passa ennþá.  Þér er vorkunn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2012 kl. 19:58

34 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

DoctorE. Ekki dettur mér í hug að vanvirða vísindin. Ég er mjög áhugasöm um raunveruleg og sönn vísindi.

Það er vandasamt verk að sjá í gegnum lyfjamafíu-fjölmiðla-blekkinguna, og falskar fullyrðingar mútaðra talsmanna vísindanna, sem rugla, ljúga að, og blekkja almenning, á fölskum forsendum í nafni viðurkenndra vísinda.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.11.2012 kl. 20:02

35 identicon

Ásthildur þú kemur með merkilegt má hér eins og svo oft áður.

Það virðist vera að  lækna og lyfja sanfélagðið sé ekki feimið við að framleiða og græða feitt á placebo lyfjum af ýmsu tagi og velta miljörðum ef ekki biljörðum á því. Engin von til þess að þau langi í neina samkeppni um það.

Set hér inn link sem sýnir magnaða hluti.Þó vitneskjan um placebo áhrif sé nú hreint ekkert ný af nálinni

 https://www.youtube.com/watch?v=Zihdr36WVi4

Sólrún (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 23:54

36 Smámynd: Kidda

Sem betur fer er okkur frjálst að trúa á það sem við viljum trúa á. Ég ætla ekki að minnast á mína trú hérna en fengi sjálfsagt hvergi inni í einhverju einu trúfélagi. Mín trú og það sem ég tel mig vera með fullvissu um getur enginn tekið frá mér eða reynt að breyta minni trú eða fullvissu.

Ég skipti mér ekki af annarra manna truleysi eða trú og vil fá að vera í friði með mína trú og vissu.

Myndi ekki hika við að reyna óhefbundnar aðferðir ef mér byðist að prófa þær við mínum krankleikum í stað þess að bryðja pillur í tíma og ótíma.

Hins vegar verður því miður að viðurkennast að það er of mikið um að fólk sé að plata veikt og veiklundað fólk með peningaplokki.

Þegar ég kynntist fyrst Reiki heilun var það sem ný byrjun fyrir mig, ég tók fyrsta og annað stig og mun aldrei sjá eftir því. Hef notað þessa heilun eða jvað sem þið viljið kalla það í mörg ár með góðum árangri á fjölskyldu og vini. Og engum hefur orðið meint af. Ég losnaði við flogaveki þegar ég tók stig 2 og hef ekki fengið hana aftur og vona að hún komi ekki aftur.

Kidda, 1.12.2012 kl. 01:39

37 identicon

Það er engu líkara en að öll helstu gáfumenni innan vantrúar hafi kommentað hérn :)

Helgi Bjarnason (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 18:12

38 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Helgi Bjarnason. Er réttlátt að flokka skoðanir, reynslu og lífssýn fólks í trúarbragðaflokka, og sortera svo þá "góðu og samþykktu", frá þeim "vondu og ósamþykktu"?

Mér finnst svona trúarflokka-sorteringar ó-mannúðlegar og óréttlátar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.12.2012 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022143

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband