7.11.2012 | 13:35
Þjóðin hefur talað.
Hér um árið talaði Þorgerður Katrín um miðaldra hvíta karlmenn. Þetta sagði hún í samabandi við einhverjar kosningar man ekki lengur. Vildi meina að þeir réðu meira en gott þykir. Nú er auðvitað ekki verið að tala um alla miðaldra hvíta karlmenn, heldur ákveðin hóp fólks karla og kvenna með ákveðnar skoðanir, sem snúast mest um völd og peninga.
Í nótt sigraði hjartað græðgina í Bandaríkjunum að mínu mati.
En ég held að þetta sé merki um breytingar í heiminum. Þetta var barátta milli manneskjulegrar hugsunar og virðingu fyrir öllu sem lifir, og svo hin harða afstaða fólks sem vill ákveðna forsjárhyggju, til dæmis í málefnum kvenna, trúmálum og minnihlutahópa.
Þetta sést vel þegar litið er á stuðningsmenn Baraks Obama, en í þeim hópu voru africanamerikans, rómanska fólkið, samkynhneygðir, konur og ungt fólk. Sem sagt allt litrófið.
Um leið og þetta er skoðað kemur í ljós að rebublikanar eru búnir að mála sig út í horn með þröngsýni í trúmálum, kvenfrelsi og almennt frelsi fólks til að hafa sinn lífsstandard.
Ég til dæmis var farin að hafa áhyggjur af því að Bandaríkinn væru að breytast í eitt allsherjar biblíubelti, þar sem engin skynsemi kemst að að mínu mati. Einnig gagnrýnislausrar vináttu við Ísrael, svona a la Bush.
En í nótt sýndu Bandaríkjamenn að það er ennþá töggur í þeim, og að loks eru þeir farnir að láta að sér kveðja í að betrumbæta heiminn. Þarna gæti spilað inn í mótmælin sem verið hafa (90%) Rétt eins og ég held að 12 þúsund manna ganga Ómars Ragnarssonar niður Laugaveginn vakti okkar þjóð til vitundar um að við getum staðið saman um marga hluti, ef við viljum.
Ég held líka að þetta verði vitundarvakning í heiminum um hófsamari tíma og jafnvel renni styrkari stoðum undir lýðræði í heiminum. Þetta er auðvitað bara lítið skref, en skref samt í rétta átt.
Og ekki bara það. Ég veit að fólkið mitt frá Kenya beið í ofvæni eftir úrslitum í þessum kosningum, því þau eru viss um að ef Romney hefði sigrað, hefði núverandi stjórnvöld í Kenya haldið völdum í kosningum á næsta ári. En sögðu þau Obama hefur vakandi auga á stjórnvöldum og þekkir vel til í Kenya, hann er okkar eina von.
Það skyldu þó ekki vera fleiri þjóðir sem svo er ástatt um.
Þegar ég horfði á öll þessi glöðu og þakklátu andlit sem hafa birst í myndum frá útslitunum, er ég ekki í nokkrum vafa um að þessi niðurstaða er góð fyrir okkur öll.
Og ég verð líka að segja Romney til hróss að hann tók vel á þessu og hvatti til meiri samvinnu milli flokkanna tveggja stóru. " Ég vildi leggja mitt af mörkum til að breyta Bandaríkjunum, en þjóðin hefur talað og ég virði þá niðurstöðu".
Vonandi gefur það fyrirheit um að þessir tveir flokkar vinni betur saman að heill amerísku þjóðarinnar. Og að þeir fari frekar með friði í heiminum en hefur verið til þessa.
Þessi orð ættu að hljóma í hverju landi. Og vonandi verður sú rödd sterkari og kraftmeiri þegar fram líða stundir. Þjóðin hefur talað, hefur lýst vilja sínum og það er jú hún sem á að ráða.
Til hamingju Barak Obama og fjölskylda.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.4.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir með þér
Ásdís Sigurðardóttir, 7.11.2012 kl. 14:03
Takk Ásdís mín gott að heyra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2012 kl. 14:19
Ásthildur, þetta var býsnagott blogg hjá þér sem og jafnan fyrr. Hafðu kæra þökk fyrir !
Kveðja, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 7.11.2012 kl. 16:14
Takk fyrir það Kristján minn. Það gerðist eitthvað gott og ég bara finn það einhversstaðar inn í mér
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2012 kl. 16:59
Kæra Ásthildur, þegar grannt er skoðað sést að stærstu fjármögnunaraðilar forsetakosninganna studdu báða frambjóðendur. Romney var talinn ein meðal frjálslyndustu stjórnmálamanna meðan hann var ríkisstjóri Mas. Fjölmiðlar gyðinga studdu Obama. Tilviljun?
Sigurður Þórðarson, 7.11.2012 kl. 17:37
Ekkert er tilviljun Sigurður. Eflaust er Romney með frjálslyndari rebublikönum, en það þýðir ekki að hann sé frjálslyndur. Það er langur vegur frá því. Hann myndi einmitt leiða USA út í meiri stríðsrekstur en Obama, þetta staðfestist með viðtölum við ýmsa í dag sem hafa skilgreint mismuninn á þessum tveimur. Og meðal annars er Romney hlyntari Ísrael en Obama. Og þá segist eins og er að það eru margir Ísraelsmenn sem ekki vilja láta kenna sig við núverandi stefnu þess ríkis. Ég þekki fólk sem er borið og barnfætt í Ísrael, en þurfti að hverfa vegna skoðana sinna og samúðar með Palestínu og geta ekki snúið heim til Ísrael vegna skoðana sinna. Menn vilja jafnvel halda fram að það sé miklu harðari tónn í honum eftir að hann fór í kosningabaráttunna og einnig að hann hafi talað úr og í ýmsum málum gert til vinsælda.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2012 kl. 17:42
Það er auðvitað fagnaðarefni, sem slíkt, að Obama var endurkjörinn. En ég deili ekki með þér Ásthildur, þeirri bjartsýni að endurkjör hans boði einhverja breytingu á því hvernig Bandaríkjamenn framkvæma utanríkisstefnu sína. Þeim er fyrirmunað að læra af reynslunni og þeim mistekst því alltaf framkvæmd utanríkistefnunnar.
Ekki vegna þess að þeim vanti viljann til verka, þegar það varðar þeirra hagsmuni. Ekki vegna þess að þá vanti peningana til að fylgja verkefnunum eftir. Það vantar í rauninni aðeins eitt, víðsýni og skilning. Allt er framkvæmt á þeirra forsendum, Bandaríkjamönnum virðist fyrirmunað að sjá hlutina með augum utanaðkomandi og skilja ekki ólíkar skoðanir, afstöðu og þarfir annarra.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.11.2012 kl. 17:49
Ég hef verið að hlusta á fólk sem þekkir til Bandarískra stjórnmála í dag. Og það eru allir sammála um það að Obama sé mun líklegri til að stunda umræðpólitík en ekki innrásarpólitík. Og sumir hafa sagt að miklu hafi verið þar áorkað m.a. af núverandi utanríkisráðherra frú Clinton, sem hafi lag á að ræða við stjórnvöld eins og í Rússlandi, Írak og Sýrlandi til dæmis. Það er því himin og haf milli áherslna Obama og Romneys í utanríkismálum. Eins og Kenýa búarnir mínir sögðu í gær. Ef Romney sigrar verður bið á að við getum heimsótt ættlandið því það eina sem getur hjálpað okkur í þeirri stöðu eru afskipti og aðstoð Obama. Besta fyrir mannkynið væri svo að frú Hilary Clinton yrði kjörin næsti forseti Bandaríkjanna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2012 kl. 17:54
Ég er sammála greiningu þinni á Obama vs Romney. Það væri spennandi yrði frú Clinton 45. forseti BNA. Ég hef töluvert álit á henni.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.11.2012 kl. 18:26
Það yrði algjörlega frábært, í forsetatíð Glintons var alltaf látið að því liggja að það væri konan sem væri hans betri helmingur og færari um að sinna jobbinu. Ég hef mikla trú á þessari konu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2012 kl. 18:37
Ég vonaði á sínum tíma þegar Hillary keppti um útnefningu Demókrataflokksins fyrir kosningarnar 2008 að hún myndi sigra. En Obama hafði það og allt í góðu með það.
En hvað mr. Clinton varðar þá held ég að hann muni, þegar fram líða stundir, verða talinn með merkari forsetum BNA. Hann naut vissulega í embætti konu sinnar að baki sér, enginn efast um það.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.11.2012 kl. 19:36
Það yrði auðvitað draumurinn ef Hillary kemst í sporöskjulaga skrifstofuna, og réði Monicu Lewinsky sem ritara sinn.
Hún fengi svo mörg kúl stig.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 7.11.2012 kl. 19:53
Hahaha Ingibjörg þú er nú meiri kerlingin
Veistu Axel að ég er eiginlega sammála þér með að Clinton sé einn af þeim merkari forsetum BNA.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2012 kl. 20:52
Romney hefði líkast til leitt til algers rugls, horfið á þetta og sannfærist
http://www.youtube.com/watch?v=TxMD02zU9SE
Maðurinn er snargeggjaður ofsatrúamaður!
DoctorE (IP-tala skráð) 8.11.2012 kl. 07:39
Var virkilega ánægð með að Obama náði kjöri aftur og það væri örugglega gott ef Hilary yrði svo næst. Efast um að Obama eða nokkur annar myndi ná 3. tímabilinu.
Kidda, 8.11.2012 kl. 09:53
Það er bara ein ástæða fyrir því Kidda. Forsetar fá bara að sitja tvö kjörtímabil, og þá eiga þeir að taka pokann sinn.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 8.11.2012 kl. 11:17
Takk Doktor og hvað er hann nú kallaður aftur? Hófsamur hægrimaður? jamm, snarblindur kjáni að mínu mati. Eins gott að hann komst ekki að.
Já Kidda mín málið er eins og Ingibjörg segir forsetar í BNA mega bara sitja tvö kjörtímabil, eins gott annars sætum við ef til vill uppi ennþá með Búskana
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2012 kl. 11:44
Gamli Búskur var ekki alslæmur en öðru máli gegnir um heilageldinginn son hans, sem var kjörinn forseti út á minnihluta atkvæða og víðtækt kosningasvindl í Florida.
Þetta vissu hinir miklu og margrómuðu lýðræðisunnendur Bandaríkjamenn, sem töldu það samt ekki slíkt stórmál að vert væri að gera sér einhverja rellu út af því.
Það sem alvarlega er að til þessa fyrirkomulags horfir stór hluti Íslensku þjóðarinnar með blik og stjörnur í augum og lætur sig dreyma um þetta "Ameríska lýðræði" hér. OJJ!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.11.2012 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.