5.11.2012 | 00:57
Sjónvarpskonsert og veður.
Var að skoða sjónvarpsdagskrána í kvöld, og þótti hún ekki mjög áhugaverð. En svo var heldur ekki mikið að gera hjá mér svo ég hugsaði svona að það mætti prófa að horfa. Landinn er jú alltaf þjóðlegur og fróðlegur, og svo kom dagskrá eitthvað sem nefnist Söngfuglar. Konsertinn var í Salnum, þar voru tveir söngvarar karl og kona með hljómsveit. Þau voru með á efnisskránni lög sungin og samnin af Alfreð Clausen og Ingibjörgu Þorbergs söng- skálda og útvarpskonu. Og ég hugsaði með mér Nei þessu nenni ég ekki.
En svo var eiginlega ekkert að gerast í mínu lífi, svo ég ákvað að horfa á þetta show. Og ég get svo svarið það að ég var með aulaglott allan tíman. Nostaltían á fullu. Þegar ég var krakki og unglingur þá var heimilisritið keypt á mínu heimili, og þar var alltaf á forsíðu söngvarar og frægt fólk. Og ég lék mér með þessar persónur fram og til baka, í ævintýrum. Þarna voru bæði Ingibjörg og Alfreð, bæði að mínu mati afar hallærisleg. En svo núna skil ég betur þvílíkir snillingar þetta fólk var. Og bara að hlusta á þessi lög og texta þá er smám saman að opnast fyrir mér að við erum ekki bara að slá í gegn núna með okkar Björk, Sigurrós, monsters of men, og allar þessar flott hljómsveitir og söngvara. Heldur það sem var á þessum tíma að það hreinlega vantaði internetið og þá áherslu sem núna er. Við höfum nefnilega alltaf átt tónlistarmenn og tónskáld á heimmælikvarða.
Afsakið gæðin eru ekki upp á það besta, því ég bara tók myndirnar af sjónvarpinu.
Man ekki lengur nöfn þeirra nema hann heitir Ívar Helgason en hef gleymt hennar nafni.
Hér er hann að syngja um ömmu, og reyndar les allan textan af blaðiMargar góðar sögur amma sagði mér...
Söngkonan var afar heillandi, þó ég muni ekki nafnið, og í raun stjórnaði hún atburðarrásinni.
Hljómsveitin var frábær og þeir á öllum aldri.
Ég heyrði reyndar á þeim í kvöld að þau ætluðu að halda áfram þessum konsertum, núna voru það Alfreð Clausen og Ingibjörg Þorbergs, næst verður það Ragnar Bjarnason og einhver kvensöngkona. En það kæmi mér bara alls ekki á óvart að þau hefðu hitt á eitthvað konsept sem blívur. Og að þau og hljómsveitin slái í gegn í svona nostalgíu, verði einhverskonar "hitt" sem mun slá í gegn.
En að veðri, hér sést hver mikið hefur snjóað bara í gær og fyrradag.
Ég get alveg sagt ykkur að það er hrein martröð að vaða snjóinn upp í mitti í ótroðnar slóðir til að gefa hænunum og tékka á gróðrinum upp í gróðurhúsi. Það er bara þannig að finna sig sökkva niður í hverju skrefi það er ótrúlega íþyngjandi.
En svo kemur gott veður inn á milli. Ég kalla þetta túss fjöllin, þegar þau skarta þessu flotta konsepti milli snjóa og jarðar. ótrúlega flott.
Það er algjör forgangur að hafa svona málverk fyrir framan dyrnar hjá sér, ég get svo svarið það.
Svo snýr maður sér við og horfir inn á flottan gróður. Það eru ekki allir sem eiga svona fjársjóð.
Talandi um fegurð...
Ég er svo sannarlega þakklát fyrir að fá að vera hér og finna þá fegurð sem býr í öllu kring um mig.
Stubburinn minn var að troða uppganginn fyrir ömmu sína, sem hann elskar fölskvalaust.
Jamm og svo má hvíla sig, þega hann veit að amma getur nokkurnvegið stautað sig upp heimreiðina í troðningi.
Eigið góða nótt elskurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 2022046
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ. Ég misst af þessu,en hef margoft hugsað til þess hve mér þótti Ingibjörg og Alfreð hallærisleg á yngri árum. Ungt merkikerti,sem dáði bara Ellu Fits.Cole og Loi Amstrong.Já sækja að mér gamlar syndir. Mb. Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 5.11.2012 kl. 02:22
Verð að viðurkenna að ég hugsaði líkt og þú en mér fannst virkilega gaman að þessum þætti, mörg lögin hafa fylgt manni gegnum árin og vekja góðar minningar . En þetta með að vaða snjóinn, það eru örugglega ellimerki að geta ekki bara lagst niður og "synt" eins og við fórum yfir götuna í "den" á leið í skólann, en ég veit að ef ég reyndi, myndi ég ekki standa upp aftur hjálparlaust . Ég veit það með vissu, því ég datt í skafli í fyrra og komst ekki á fætur fyrr en hún systir mín tosaði mig upp. Þetta var hér á bakvið húsið og þegar við komum framfyrir voru "strákarnir" úr húsinu að spá í bílastæðin og þegar ég sagðist hafa haldið að ég yrði til þarna í skaflinum sagði einn að hann myndi nú ekki hafa látið mig verða úti, hann hefði fært mér mat í skaflinn þar til hlánaði. Við þekkjumst ekki mikið en svarið var nákvæmlega í takt við frásögn mína af að ég hefði orðið afvelta. Ekki slæmt að eiga svona granna. Líka frábært fyrir þig að hafa Úlf sem færi fljótt að leita ef amma skilaði sér ekki .
Dísa (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 10:45
Það fór eins fyrir mér, ætlaði ekki að horfa en sá þetta svo og hafði gaman af. Takk fyrir fallegar myndir úr snjónum :)
Ásdís Sigurðardóttir, 5.11.2012 kl. 12:13
Já Helga mín, maður missir nú af ýmsu Tek undir með þér með þau hin. Sérstaklega var Ella mín uppáhalds og þau þegar þau sungu saman hún og Amstrong.
Dísa já manstu, í lausamjöll var ekkert um annað að ræða en "synda" gegnum skaflana, þegar þeir náðu manni í mitti eða meira. Gott svar hjá stráknum, hann hefur verið með svipaðan húmor. Já það er öryggi að hafa Úlfinn minn hér hjá mér.
Takk Ásdís mín, já það leynast víða gullkorn og láta ekki mikið yfir sér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2012 kl. 12:27
:)
Ásdís Sigurðardóttir, 5.11.2012 kl. 12:38
Gott að eiga góðan Úlf.
Fölskvalausa ástin er klárlega gagnkvæm.
Laufey B Waage, 5.11.2012 kl. 13:50
Já það vona ég svo sannarlega og er eiginlega alveg viss um það Laufey mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2012 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.