2.11.2012 | 00:48
Skundi litli og tónleikar.
Ég fór á frábæra útgáfutónleika í Ísafjarðarkirkju í kvöld, þrátt fyrir óveður. Sem betur fór, fór bíllinn í gang. Þetta voru útgáfutónleikar Skunda Litla en hann Þorsteinn Haukur Þorsteinsson er að gefa út nýja skífu Ljósberi.
Þetta reyndust algjörlega frábærir tónleikar, þarna var í boði allt frá sálmi upp í gospel og rokk. Gosbelkór Ísafjarðar kom einnig fram.
Álfaprinsessan úr Arnadal var kynnir kvöldsins.
Haukur og söngfólkið hans, en þarna voru líka trommari, píanóleikari og fiðluleikar, harmonikkuleikari sen öll voru frábær, ungir krakkar sem oft hafa komið við sögu tónlistar á Ísafirði þó ung séu.
Nánast öll lögin eru samin af Hauki (Þorstein Hauki) og textarnir eftir Lilju konu hans. Ljúfsár og innileg.
Lagið um Álftafjörð er fallegt, það var aðeins spilað á fyrstu plötunni hans, en nú hefur Lilja samið þennan fallega texta og þau sungu þetta eins og englar. En hér er spilaður og sungin vals. Er ekki með
programmið fyrir framan mig en hér taka þau vals þann fyrsta sem Haukur semur.
Það var frábært að sjá þessa hæfileikaríku unglinga taka þátt öll þrjú.
Músik hefur engin landamæri hún bara ER.
Það ríkti innileg gleði á þessum tónleikum, glaðværð kærleikur og allt sem prýða má slíka tónleika. Þarna voru sem sagt lög allt frá sálmum upp í rokk. Vænst þótti mér samt um þegar Haukur kynnti lagið um Júlla Tomm, en þannig er það tilkomið að þegar sonur minn dó, orti ég ljóð um hann og sendi Hauki og bað hann að semja lag og syngja það við jarðarförina. Hann gerði það og meira til. Nú hefur hann samið nýtt lag við ljóðið og það er á nýju plötunni Ljósberi, þau tóku það í kvöld og hann tilkynnti að það væri tileinkað mér. Það fóru um mig þvílíkar tilfinningar fallega samið lag, fallegur söngur og af þvílíkri innlifun. Sonur minn hefði orði stoltur, held að hann hafi verið þarna með mér þessi elska.
Gospelkórinn söng svo hressilegt gospel lag undir öruggri stjórn Auðar Höskuldar allir tóku undir og klöppuðu með.
Sunna í stuði.
Svo tóku strákarnir Sweet home Alabama með miklum tilþrifum og hörku stuði, og svo var Bubbi tekinn líka.
Allir voru farnir að dilla sér í lokin.
Með innilegri þökk fyrir mig og Júlla minn, þá skora ég á þig Haukur minn að endurtaka þessa frábæru tónleika. Mæli með því vegna þess að veðrir var þannig að fólk vildi helst vera heima. Þannig að alltof margir misstu af þessum frábæru tónleikum. Frábærum tónlistarmönnum, ljóðahöfundum og lagasmiðum. Allt í boði heimamanna. Diskurinn er einnig til sölu og svo sannarlega er hann sálarbætandi, enda þau bæði Lilja og Haukur frábærar manneskjur og reyndar þau öll sem að þessu komu.
Hér er Júlli Tomm, þetta lag er á plötunni.
En ég segi bara innilega takk fyrir okkur tvö mig og Júlla minn.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 2022152
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að sjá þetta Cesil, kær kveðja.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 2.11.2012 kl. 01:52
Takk GMaría mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2012 kl. 02:39
Ég var þarna og hefði viljað sjá fleiri á þessum tónleikum. Veit að veðrið var ekki upp á það besta en við erum nú helvítis vestfirðingar og látum ekki golu stoppa okkur.
Fjölnir (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 02:52
Fjölnir..Ekki bölva okkur Vestfirðingum..En Ásthildur þú blessar mann með því að lofa menni að sjá hvað er að ske fyrir Vestan..
Vilhjálmur Stefánsson, 2.11.2012 kl. 08:44
Ég var hissa á hve margir mættu þó Fjölnir, því veðrið er ekki upp á það besta.
Takk Vilhjálmur minn, en svona tölum við stundum vestfirðingar, hahaha... held að Fjölnir meini þveröfugt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2012 kl. 08:58
Takk og góða helgi :)
Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2012 kl. 13:36
Sömuleiðis Ásdís mín. Er bara kósý hjá mér, búin að kveikja á kertum og hef það huggulegt. Bíð eftir að stubburinn skili sér heim úr skólanum. Það verður ekki farið út í dag, snjórinn er komin upp að hnjám á mér þennan dag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2012 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.