1.11.2012 | 15:25
Vímuefnalaust Ísland 2002?
Ekki ætla ég að fara að skammast út af svona reglum, EN hafa menn ekkert lært? Erum við búin að gleyma vínbanni bæði hér heima og í Bandaríkjunum. Eitt er að lækka áfengismagn í blóði ökumanna, hvort heldur sem eru bílar, bátar eða flugvélar annað er bann. Auðvitað er þessi stefna afar góð, en málið er að um leið þá blómgast undirheimastarfssemin, eða halda menn virkilega að með því að yfirvöld banni eitthvað hætti menn einfaldlega neyslu? Hvað með vændið sem var reynt að gera saknæmt og fór umsvifalaust bara í undirheimana.
Siv er svona dæmigerð forsjársmanneskja, af því að hún notar ekki tóbak og vín, þarf að banna öllum hinum. Ég veit ekki, ég reyki ekki en fæ mér oft í glas, og finnst rauðvín gera mér gott. Sé fyrir mér að danir hætti að reykja. Sé líka fyrir mér að þeir hætti að koma með bjórkassann á föstudegi, til að slaka á eftir vikuna og sitja og fá sér öllara eftir vinnuna, og jafnvel í vinnunni. Margir eru auðvitað á hjóli, en það er nú búið að gera það saknæmt líka að hjóla undir áhrifum.
Forvarnir eru af hinu góða, boð og bönn skapa bara meiri vandræði en þau leysa. Það er mitt mat.
Norræn áfengis- og tóbaksstefna samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Siv vildi ekki að fólk hætti að nota vín því hún notar það vel.Ekki ætla ég að fordæma fólk sem notar Vín þó ég noti það ekki ,en ég Reiki eins og kolakyntur Togari.Ég tek undir það að boð og bönn skilar ekki árangri..En forvarnir mega afsalútt styrkjast meira og vera meir í Skólum en þær eru..
Vilhjálmur Stefánsson, 1.11.2012 kl. 16:42
Já mikið rétt forvarnir er málið. Það er bara þessi forsjárhyggja handa öðrum endalaust í sumu fólki sem fer í taugarnar á mér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2012 kl. 16:49
Nei, þessi stefna er vond. Hún er sóun á pening. OKKAR pening.
Siv er fífl sem ætti að banna.
Ásgrímur Hartmannsson, 1.11.2012 kl. 19:59
Er það ekki alveg yndislegt að eiga þingmenn sem fara út fyrir sitt kjörna hlutverk til þess að hafa vit fyrir fólki?
Siv er þannig manneskja, en engum er ég þakklátari en nöfnu minni f.v. þingmanni fyrir að merkja blessuð börnin á fæðingardeildinni með bláu eða bleiku eftir kyni. Hver vill svo sem ala þar af sér stúlku og fá síðan afhentan dreng við heimför?
Kolbrún Hilmars, 1.11.2012 kl. 20:12
Best að passa upp á grislíngana sína hvort sem er á fæðingardeildinni eða úti í hinum stóra heimi. Svo læra börnin sem fyrir þeim er haft og verða vonandi móðurbetrungar.
Ég þoli ekki boð og bönn og fanatískt fólk. Ég held að þetta lið geti bara verið heima hjá sér og hangið þar fyrir framan imbakassann.
Hitt er svo annað mál - ég þoli ekki heldur fólk sem veður yfir mann á skítugum skónum tillitslaust og frekt hlýtir engum lögum né reglum - ég held það lið ætti bara að vera heima hjá sér og hanga þar fyrir framan imbakassann.
Niðurstaðan - ALLIR HEIMA - BLÁEDRÚ - AUÐAR GÖTUR.
Það er erfitt að finna hinn gullna meðalveg.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 1.11.2012 kl. 20:55
Ásthildur, mér finnst hugleiðing þín góð! Hef aldrei skilið INNTAKIÐ í þessu (og mörgu öðru) og finnst gott að vera minnt á það 10 árum seinna. Öll vitum við að mannseðlinu verður ekki breytt, heldur aðeins áherslum á kosti og galla.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.11.2012 kl. 22:26
Forsjárhyggja í hófi er svo sem í lagi Ásgrímur, en hvar er meðalhófið. Best er auðvitað að hver beri mesta ábyrgð á sjálfum sér, þó við reynum líka að hafa vit fyrir þeim sem næstir okkur erum. En fjandinn hafi það að það sé í verkahring alþingismanna og ráðherra að setja okkur stólinn fyrir dyrnar með hvernig við lifum okkar lífi, ef það stofnar ekki öðrum í hættu.
Hahaha Kolbrún ég var búin að gleyma "rödd símans" Kolbrúnu Halldórs með bleikt og blátt, hvar voru feministarnir þá??
Sigrún nákvæmlega "Svo læra börnin sem fyrir þeim er haft, hvort sem er til góðs eða ills. Þess vegna þurfum við sem foreldrar að innprenta þeim kærleika og góða siði. En ekki vera með innprentanir fyrir pétur og pál. Eins og sveitalubbinn sagði, sem þurfti að erinda í Reykjavík, gæti hafa verið ég svo sem; hvað er allt þetta fólk að þvælast í vinnutímanum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2012 kl. 22:31
"Eins og sveitalubbinn sagði, sem þurfti að erinda í Reykjavík, gæti hafa verið ég svo sem; hvað er allt þetta fólk að þvælast í vinnutímanum"
Akkúrat það sama og ég hugsa þegar ég fer til útlanda.....
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 1.11.2012 kl. 22:50
Nákvæmlega Anna mín, þetta er gullsetning; mannseðlinu verður ekki breytt. Það er málið, það er hægt að minna áhættuna á skynsamlegan hátt en boð og bönn hafa hreinlega aldrei virkað.
Hahaha Sigrún, þannig hugsa ég oft í Reykjavík.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2012 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.