Sitthvað hér og þar.

Nú er búið að loka kjörstöðum og talning í gangi.  Svo er að spá í hvernig atkvæðin falla.  Mér finnst einhvernvegin að ef við höfnum þessu muni sagan dæma okkur allverulega, því þar með höfum við tapað tækifæri sem við höfum svo lengi stefnt að, þ.e. að breyta um kúrs og fá nýtt Ísland.  Ég var lengi á báðum áttum, en skipti um skoðun og í dag fylgdi ég svo sannarlega minni innstu sannfæringu og kaus að gefa mitt vilyrði fyrir því að þessi drög væru tekinn til grundvallar að nýrri stjórnarskrá.  Og ég er alveg sannfærð um að ég gerði rétt. 

Margir af mínum bloggvinum voru mér ósammála og eru mér reiðir fyrir vikið.  En málið er að maður verður alltaf að fylgja sinni sannfæringu.  Standa með því sem manni þykir það rétta. Þó við vantreystum þessari ríkisstjórn, þá verðum við að taka því sem vel er gert, og þó þetta sé ef til vill það eina sem þau hafa glappast á að gera vel, þá eigum við að grípa tækifærið okkur til heilla.

Það hefur verið erfitt að hlusta á þungan áróður minna vina og fólks sem ég met mikils vera mér algjörlega ósammála, og jafnvel bera þungan hug til mín af afstöðu minni.  En hver er sjálfum sér næstur, og ég er sannfærð um að ef okkur auðnast að samþykkja þessi drög muni það verða okkur til góðs.

Svo er að sjá hvernig þetta allt fer, en ég er sannfærð um að ef við höfnum þessum tillögum, þá gefst okkur aldrei sama tækifæri til að fá stjórnarskrá sem er okkur litla fólkinu til framdráttar.  Þá munum við eingöngu þurfa að meðtaka heimaræktaða stjórnarskrá frá ríkjandi öflum samda í reykfylltum bakherbergjum í góðri sátt við hagsmunaöfl eins og til dæmis l.í.ú.  En ef til vill þóknast það flestum betur en þessi tilraun.  Af því að hún kom frá röngum aðilum.  Ég hef sagt það áður og segi það enn, mér er fjandan sama hvaðan gott kemur, ef það er til heilla fyrir almenning þá tek ég því.  Þannig er það bara.

En að öðru:

1-IMG_6789

Blómin sem áttu að fara í garða ísfirðinga eru hér hjá mér.

2-IMG_6788

Fallegir haustlitir sem gleðja mann þó veturinn sé að síga á.

3-IMG_6790

Bara fallegar plönturnar mína, og heilbrigðar.

5-IMG_6792

Já haustið er fallegt.

6-IMG_6794

Stubburinn minn að læra heima hjá ömmu sínHeart

7-IMG_6805

Nú man ég ekki hvað þessi elska heitir en ég var að horfa á show með okkar íslandsvini Elton John og þessi maður (ætlaði að setja nafnið á minni) en gleymdi því svo. Hann minnir mig á JólasveinCool

En þetta voru frábærir tónleikar.

9-IMG_6816

Flottur alltaf.

8-IMG_6806

Jens þú þekkir gaurinn eflaust, han minnir svolítið á þig svona fyrir utan Jóla heheheh

10-IMG_6828

Já þetta var frábært sjov. Reyndar.

11-IMG_6836

En ég samdi við stubbinn minn um að hann og vinirnir fengju að horfa á myndir og ég samþykkti að halda mig bara í tölvunni. En reyndar eru þarna ekki bara vinir stubbsins þarna eru líka barnabörnin mín nokkur sem ætla að gista. En svona er kúlulífið, alltaf fullt af lífi.

12-IMG_6837

Ég hreinlega elska þessa krakka þannig er það bara. Og þeirra er framtíðin, og það er eitthvað sem stjórnmálamen dagsins í dag mega muna og virða. Það skiptir máli hvernig þeir haga sér, því ef þeir hugsa bara um sinn eigin hag, þá mun það koma niður á börnunum okkar og barnabörnunum, og það mín elskuleg þurfum við svo sannarlega að berjast gegn með öllum ráðum.

ÍSl. Fáninn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Allt stefnir í miklu glæsilegri sigur en mínar björtustu vonir stóðu til. Frábært - til hamingju Ísland!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.10.2012 kl. 00:13

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Mér sýnist á öllu að þú getir verið all sátt við niðurstöðuna

Haraldur Rafn Ingvason, 21.10.2012 kl. 00:18

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Axel þetta gleður mitt gamla hjarta.

Haraldur minn já ég er alveg viss um að þetta verður okkur til góðs.  Við fengum þarna tækifæri og ef fram fer sem horfir þá bárum við gæfu til að grípa það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2012 kl. 00:23

4 Smámynd: Jón Á Grétarsson

50% þátttaka og 2/3 af því jákvæður þýðir að 30% af þjóðinni vill þessar breytingar.  Ég vil sjá amk 70% af þjóðinni vilji þessar breytingar.

Jón Á Grétarsson, 21.10.2012 kl. 00:34

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jón minn þeir sem ekki mæta á kjörstað gefa eftir sitt atkvæði til þeirra sem mæta.  Þannig eru leikreglurnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2012 kl. 00:41

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ert þú haldin ófreskigáfu Jón Á, eða hvað veist þú um raunverulegan vilja þeirra þeirra sem sátu heima, annan en þann að láta valdið í hendur þeirra sem kusu? Það er aldrei hægt að telja fleiri atkvæði en greidd eru á kjörstað. Ef það væri venjan ætti sama hlutfall þingsæta á Alþingi að vera óskipuð eða auð og nemur hlutfalli þeirra sem ekki kusu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.10.2012 kl. 00:46

7 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Allavega ... eru þessi "drög" ekki í sátt þjóðarinnar.

Jón Á Grétarsson, 21.10.2012 kl. 00:51

8 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Hvernig er þetta þá með alþingiskosningar?

Eru þær ógildar og ómarktækar ef einhver einn flokkur fær ekki að minnsta kosti 70% atkvæða?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 21.10.2012 kl. 00:51

9 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sama hér kæra Ásthildur, held þetta og vona að verði okkur til góðs. Búið að eyða nægum tíma og tonni af krónum í þetta mál í gegnum áratugina. Það kemur að því að það þarf að setja punkt, amk kommu, og klára svo málið í vetur á Alþingi. Eða taka ákvörðun með meirihluta atvæðagreiðslu í þeim sölum, að um stjórnarskrábretingar skuli ekki rætt næstu 100 árin ! ;))

Og sammála þér Ingibjörg, eitthvað annað hefði heyrst ef tæp 70% hefðu merkt við flokk, flokkanna ;)) 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.10.2012 kl. 01:10

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er nefnilega aldrei hægt að segja að mál séu ekki þjóðarvilji ef um dræma kosningaþáttötku er að ræða því þeir sem heima sitja gefa frá sér réttinn til að tjá sig.  Þannig er það bara.  Og ég er verulega sátt við þessa niðurstöðu, segir mér að þrátt fyrir alt eru íslenskir alþýðumenn skynsamir og láta ekki hræðsluáróður villa sér sýn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2012 kl. 01:21

11 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég var nefnilega orðin frekar svartsýn. Var búin að gera mér upp hugmyndir að það yrði nokkuð jafnt á milli já og nei sinna.

Svo þessar niðurstöður komu mér svo sannarlega skemmtilega á óvart.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 21.10.2012 kl. 01:30

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ljúfan mín, mér var samt einhvernveginn ljóst að þetta yrði svona, þó ég þorði ekki að vona það alveg.  Þetta kemur því þægilega á óvart.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2012 kl. 01:31

13 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Alveg sammála þér mín kæra, óttaðist að þetta yrði fellt. Vona að fyrstu tölur standi )))

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.10.2012 kl. 01:37

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Alþýðan lagði sérhagsmunapakkið í kjörklefanum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.10.2012 kl. 01:38

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hjördís það vona ég líka.

Axel enn á ný sýnir þjóðin skynsemi og sýnir að hún lætur ekki plata sig svo auðveldlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2012 kl. 01:40

16 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er kátur með koznínguna, & kátur með þig...

Ekkert flókið mál fyrir einfeldnínginn mig.

Lángbezdu kveður veztur í kúluna !

Steingrímur Helgason, 21.10.2012 kl. 01:46

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að heyra frá þér minn kæri, ég er rosakát með þetta allt saman og tel að með þessu séum við að leggja grunn að nýju og betra Íslandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2012 kl. 01:58

18 Smámynd: Jens Guð

  Á myndunum er tvífari minn, jólasveinninn Leon Russell.  Okkur hefur oft verið líkt saman.  Svo skemmtilega vildi til að 1976 fór ég á hljómleika með honum.  Bandarískur tengdafaðir minn þekkti þann sem stóð fyrir hljómleikunum í Texas.  Þegar hljómleikarnir hófust sagði Leon Russell að á meðal áhorfenda væru aðdáendur alla leið frá Íslandi.  Ljóskastarar lýstu mig og kærustu mína upp, við stóðum á fætur og hneigðum okkur við dynjandi lófaklapp, Leon bauð okkur velkomin á hljómleikana og lofaði okkur góðum hljómleikum.  Hann hét því að  bregðast ekki aðdáendum frá Íslandi.

  Þetta var stórkostleg upplifun fyrir tvítuga krakka frá Íslandi í fjarlægu landi,  í fyrstu utanlandsferð og aðdáendur Leons Russells.  Eitthvað lag sem Leon spilaði tileinkaði hann okkur Íslendingunum.  Þegar leið að lokum hljómleikanna var minnst á hasspartý með hljómsveitinni en tengdó sótti okkur áður en að þvi kom. Kannski eins gott því að við höfðum aldrei reykt hass.  

  Þetta hefur oft rifjast upp síðan vegna þess að ýmsir hafa nefnt að við Leon séum eins og tvíburar í útliti síðustu ár.

  http://www.youtube.com/watch?v=1RFxA7cVQm0&feature=related

Jens Guð, 21.10.2012 kl. 02:21

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt minn kæri Jens sá fyrsti sem mér datt í hug var einmitt þú, þegar ég leit ennan flotta mann augum, og mikið rétt Leon Russell heitir gaurinn. Þetta voru aldeilis flottir tónlekar með Elton John og Leon Russell. Takk minn kæri fyrir að lyfta mínu minni upp. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2012 kl. 02:28

20 Smámynd: Jens Guð

  Til gamans má geta að Leon Russell spilar á bassagítarinn í laginu "Mr. Tambourine Man" með The Byrds. 

Jens Guð, 21.10.2012 kl. 02:30

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það flottur gaur greinilega.  Þetta voru frábærir tónleikar á Danska sjónvapinu, sannarlega flott. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2012 kl. 02:38

22 identicon

hef lesið bloggið þitt mér til ánægju í mörg ár og finnst ég orðið þekkja ykkur svo vel. Þekki reyndar Ella vel og Skafta frá árunum mínum á Ísafirði. En það sem mig langar að segja við þig er að þegar kemur að stjórnmálum er ég ekki alltaf sammála þér. Það breytir engu um það að ég met þig mikils sem manneskju, hversu hlý og mikill dýra og mann vinur þú ert. Það að við séum ósammála um hluti þarf ekki að þýða að ég meti þig minna sem persónu. Bara áfram þú.

Guðný Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 08:36

23 Smámynd: Þórir Kjartansson

Til hamingju öll með mjög afgerandi sigur og niðurstöðu úr kosningunni.  Og mikið hrós til þín Ásthildur, sem þorðir að standa á þinni sannfæringu gegn mörgum  afturhaldssömum og óvægnum  bloggurum hér.

Þórir Kjartansson, 21.10.2012 kl. 09:20

24 identicon

Til hamingju öll með mjög afgerandi sigur og niðurstöðu úr kosningunni.  Og mikið hrós til þín Ásthildur, sem þorðir að standa á þinni sannfæringu gegn mörgum  afturhaldssömum og óvægnum  bloggurum hér.???????????

Ætlar þú nú framvegis að moka krókinn með þessum og líkum.

Hin dræma þátttaka segir aðeins eitt: Spuni stjórnlagaráðs og alþingismanna sem stóðu að þessari marklausu aðgerð höfðaði einfaldlega ekki almennt til fólks. BB copy

þórir í fiflsku fagnandi (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 11:14

25 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll.  Takk fyrir þín hlýju orð Guðný.  Og takk Þórir. 

.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2012 kl. 11:23

26 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til hamingju, var að hugsa til þín í gærkvöldi þegar ég sá Bjarna Ármanns tala í TV, mikið var hann ömurlegur, segir mér hvað sjálfstæðismenn hata þessar tillögur.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.10.2012 kl. 12:58

27 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sá ekki þetta í tv sem þú vísar til Ásdís mín...viltu segja frá ? ;)) Og það er enginn Bjarni Ármannson á Alþingi..ertu að meina BB eða kannski Birgir Ármannsson ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.10.2012 kl. 13:30

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætli það eigi ekki við um þá báða Hjördís mín hehehe... Bjarna Ben og Birgi Ármanns báði jafn fúlir og önugir.  Bjarni blessaður skoraði ekki margar keilur í Silfri Egils áðan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2012 kl. 14:03

29 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta var Birgir Ármannsson, ég sá þetta viðtal. Ömulegur er ekki ofsagt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.10.2012 kl. 14:58

30 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég hef nú enga ástæðu til þess að samfagna en óska ykkur hinum til hamingju með niðurstöðu sem er af ykkar hálfu fengin með heiðarlegri og einarðri afstöðu.

Mér þykir líka leitt að meirihluti kjósenda hafi ekki ómakað sig á kjörstað.  Líklega hafa þeir haldið að óþægindin hyrfu af sjálfu sér ef þeir létu eins og þau væru ekki til.

En það gera þau auðvitað ekki - nú fyrst byrjar ballið, og það á Alþingi sem aðeins 10% þjóðarinnar þykist treysta.

Kolbrún Hilmars, 21.10.2012 kl. 16:26

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já svo sannarlega byrjar ballið núna og er þegar byrjað.  Þeir sem hvað harðast börust á móti tilllögunum týna nú allt til, til þess að tala þær niður og gera lítið úr því sem þar var gert.  Vissulega vantreystum við þessu þingi, en vegna þess hve afdráttarlausar niðurstöðurnar urðu af þeim sem mættu á kjörstað, verða þingmenn og ráðherrar að taka afstöðu með það í huga.  Auðvitað munum við öll hafa vakandi augu með því hvernig þessu máli fer fram, og hverjir gera hvað og segja hvað.  Við höfum nú sýnt að við látum ekki einkahagsmuni sumra stjórnmálaflokka leiða okkur af leið.  Það er gott.  Svo er hitt að tryggja að allar varnir séu inni í stjórnarskránni um framsal og slíkt.  Til þess treysti ég vel bloggurum og netverjum.  Það sem stjórnmálamenn átta sig ekki alltaf á er að með netvæðingunni jókst lýðræðið til mikilla muna sem betur fer.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2012 kl. 16:35

32 identicon

Sæl.Hélt að jólasveinninn héti David Crosby,en Jens veit greinilega betur.Það er alltaf verið að óska þjóðinni til hamingju með þessar kosningar veit nú ekkert hversvegna en sennilega vitið þið eins og hann Stjáni líka betur en ég hvað þjóðinni er fyrir bestu.En ég verð að segja að niðurstöðurnar um þjóðkirkjuna koma verulega á óvart.Miðað við undanfarandi skoðanakannanir verður að segja að úrslitin hafi orðið:Þjóðkirkjan 2,Þjóðin 0.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 16:42

33 identicon

Heyrðu ,gleymdi að óska þér til hamingju með þessi glæsilegu börn og (hva) barnabörn.Er ekki að tala um jólasveininn og Ella.Þau gætu alveg verið ættuð úr Fljótunum(enn að tala um börnin),enda ekki langt á milli.Vona að pólitíkin láti þau í friði þegar þau vaxa upp.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 16:57

34 identicon

Tek undir með Kolbrúnu hér fyrir ofan og óska til hamingju með niðurstöðuna. Svolítið krúttlegt hvað meirihluti landsmanna hefur snoturt hjartalag að hafa trú á að þetta styrki lýðræðið og auki pólitíska ábyrgð.

Vona sannarlega að svo verði en langar að biðja hugsandi fólk að hætta að kenna Sjálfstæðisflokknum um allt sem miður fer, það er orðin frekar þreytt og ódýr Grýla.

Sérstaklega þar sem ég veit til þess að innan ríkisstjórnarinnar er a.m.k. einn sem sagði nei og innan hennar eru skiptar skoðanir á framkvæmd þessa flókna máls. - Vonandi á ekki allt púðrið eftir að fara í rifrildi og þras um það á þessu kjörtímabili, það eru önnur og brýnni mál sem bíða fyrir lífsafkomu fjölskyldna í landinu.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 17:10

35 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tak fyrir góðar óskir Jósef minn, börnin mín eru ættuð úr Fljótavík svo það er eitthvað Fljót í þeim líka.  Ég vona samt að þau láti til sín taka í þjóðlífinu og vinni að betra lífi fyrir land og þjóð.  Þetta eru allt dugleg og góð börn.

Takk Sigrún mín.  Sjálfstæðisflokkurinn þ.e. þessi nýja útgáfa af honum hefur reyndar gleymt sér í græðgi og fjársöfnun, hann var ekki svoleiðis hér í dan, þá var hann sannarlega stétt með stétt. En því miður ekki lengur.  Ég treysti honum til dæmis ekki fyrir sjávarútveginum okkar, né langbúnaði. Og ekki heldur náttúrauðlindum.  En svo er það að Samfylkingin er jafnvel enn verri kostur þegar kemur að slíku, því þú veit þó hvar þú hefur Sjálfstæðisflokkinn en ekki Samfylkinguna, þar skilur á milli.  Ef það er svo satt að það sé búið að ákveða samninginn við Núbo í fylltum reykherbergjum, og bara eftir að tilkynna það þegar einhver sprengja er í gangi svo það vekji ekki mikla eftirtekt.  Það finnst mér ógeðslegt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2012 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband