Þetta lýst mér vel á.

Andrea kom afar vel út úr forsetaframboðinu, skelegg og flott kona.  Það er því mikill fengur fyrir Dögun að fá hana til samstarfs. 

http://www.xdogun.is/akvedin-i-ad-gera-sitt-besta/

Önnur góð frétt.  nú er bara einn kettlingur eftir, Snúður fór í dag á nýtt heimili. 

Þá er Gleði einn eftir hjá pabba og mömmu.  En vonandi kemur einhver góð sál og fær hann líka. 

Nú er sól og gott veður hér, svo það er ekkert annað að gera en að fara að dunda sér við blómin.

Eigið góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hún er örugglega einhver besta manneskjan sem var hægt að fá í þetta.....

Jóhann Elíasson, 19.10.2012 kl. 14:11

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að heyra af Snúð :)

Ásdís Sigurðardóttir, 19.10.2012 kl. 15:02

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jóhann þar er ég algjörlega sammála.

Já Ásdís mín það er gott að vita af honum á góðu heimili, reyndar hér ekki langt frá, og ungu hjónin komu bæði til að skoða og velja.  Og þau eiga einn kött fyrir, þannig að hann fær félagsskap.  Ég er alsæl með þessa tilhögun.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2012 kl. 18:42

4 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þá er það útséð Dögun fær engan þingmann kjörinn á þing. það er svona eitt og eitt sem gleður mann.

Vilhjálmur Stefánsson, 19.10.2012 kl. 19:55

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vilhjálmur minn, hvað hefur þú fyrir þér í því?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2012 kl. 21:07

6 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Áshildur mér þikir vænt um ketti og vill að þeir hafi gott atlæti,en þeir sem bjóða sig fram fyrir Dögun eiga ekki að fá það líka.. það gleður mig fyrirhyggja þín með Dýrin..

Vilhjálmur Stefánsson, 19.10.2012 kl. 22:38

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku karlinn, þetta heitir sleggjudómar.  Já mér þykir vænt um dýr, en mér þykir líka vænt um fólk svona flest.  Og ég vil byggja mínar væntingar á Dögun þar sem ég þekki ágætlega til bæði með gömlu jálkunum úr Frjálslyndaflokknum og svo nýju fólki sem ég hef kynnst, og legg væntingar til. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2012 kl. 23:02

8 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ásthildur það var aldrei neitt sem þessir gömlu jálkar sem þú heldur uppá komu í verk.Ja þú ætlar að kasta athvæði þínu á glæ.Næ væri að hressa upp á Sjálfstæðið en að vera með einhverja vitleysu.

Vilhjálmur Stefánsson, 20.10.2012 kl. 10:16

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er varla hægt að ætlast til að svo fáir menn sem þingflokkur Frjálslyndaflokksins var, hafi fengið miklu áorkað, en þeir fluttu mörg góð mál fram á þingi, og sumt var svo tekið upp seinna, því tillögurnar voru skynsamlegar og góðar, til dæmis réttlæti handa öldruðum og öryrkjum.  Ég lít ekki svo á að ég sé að kasta atkvæði mínu með því að krossa við þann flokk sem mér lýst best á.  Þvert á móti myndi mér líða illa ef ég færi að styrja einhvern flokk af því að hann væri vís sigurvegari, alveg sama hvernig það fólk hefur hagað sér.  Það er að kasta atkvæði sínu á glæ ef eitthvað er. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2012 kl. 11:07

10 identicon

Má ég heyra tillöguna um réttlæti handa öryrkjum og öldruðum. ´Óréttlætið sem að okkur snýr síðan Jóhanna gekk aftur er dæmalaust. Fólkið hjá Tryggingarstofnun sem gerir sitt besta til að sinna okkur hristir hausinn yfir yfirgangi liðs Indriða Þorlákssonar og Steingríms.

Hermóður (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 12:00

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég þarf að leita eftir því Hermóður.  Ég man að einn varaþingmaður okkar Guðmundur Hagalínsson vann gríðarmikla skýrslu um lífeyrisréttindi og leiðréttingu á því hvernig eldri borgarar eru féflettir.  Man líka eftir tillögu sem Guðjón Arnar og Sigurjón fluttu meðan þeir voru á þingi.  En ég skal reyna að grafa þetta upp og setja inn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2012 kl. 12:08

12 identicon

Takk fyrir það . Minn maður í okkar málefnum, en ég er öryrki og eldri borgari , hefur gegnum tíðina verið Guðmundur Hallvarðsson.

Hann hefur víst núorðið of mikið á sinni könnu til að krafsa mikið á spjöld um málefnin. Þurfum gömlu skinnin samt að sjá og heyra frá réttlátum og einnig hiinum. Skárra væri það. Bestu kveðjur vestur og alltaf gaman að karpyrða við þig. Ég kannast við sumt annað á ég ekki af hrinu gærdagsins.

Hermóður (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 13:41

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Satt segir þú Hermóður þessir gömlu jálkar vita sínu viti.  Guðmundur Hagalínsson er komin yfir 70 og fór inn á þing einmitt til að vekja máls á aðstöðu eldri borgara og öryrkja.  'Eg þarf að hafa samband við ´Guðjón Arnar til að fá þessar tillögur, átti þær einhversstaðar, en bara veit ekki hvar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2012 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband