Kosningarnar um stjórnarskrá.

Kosningar 20 október 2012. 

Ætla ég að mæta á kjörstað?   Já.

Ælta ég að samþykkja eða hafna?  Samþykkja.

Er ég þá landráðamaður? ekki að mínu mati.

Er ég á móti ESB aðild? Já algjörlega.

Af hverju ætlarðu þá að segja já?  Af því að ég lít ekki svo á að þessi kosning hafi neitt með ESB málið að  gera.

Treystir þú þá Össuri Skarphéðinssyni og Jóhönnu?  Nei það geri ég ekki. 

Skrýtið þá að þú skulir ætla að samþykkja þetta.  Eins og ég sagði ég lít ekki á þetta mál í neinu samhengi við ESB:

En sjálfstæðisflokkurinn er alfarið á móti þessum stjórnarskrártillögum og hefur hafið upp herör gegn henni.  Já einmitt, það styrkir mig í því að stjórnlagaráð hafi einmitt hitt á rétta punktin.

En þú getur ekki mótmælt því sem þeir segja að þetta auðveldi framsal fullveldis.  Jú ég geri það reyndar, 111 greinin tekur algjörlega á því að ef menn ætla sér að samþykkja framsal fullveldis, krefjist það bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

En það hefur líka verið sagt að þetta frumvarp sé algjörlega unnið undan rifjum ríkisstjórnarinnar og pöntuð frá þeim til að auðvelda inngöngu í ESB.   Málið er að ég hef meiri trú á fólki en svo, að af þessu 950 manna úrtaki úr símaskránni, þar sem allir íslendingar gátu komist að, séu allir svo blindir að þeir láti Jóhönnu og Össur leiða sig áfram í vitleysu.  'Eg hef líka meiri trú á stjórnlaganefnd, sem tók við boltanum og vann tillögur upp úr vilja þjóðfundar og skilaði til stjórnlagaráðs en svo að þau hafi gert allt til að negla niður einbeittan vilja til að koma okkur inn í ESB.

Og að lokum stjórnlagaráðið sjálf, sem var kosið af þjóðinni persónukjöri, þó það hafi verið dæmt ólöglegt af hæstarétti, sem er fyrir mér álíka traustverður og slembiúrtak úr þjóðskrá, stjórnlaganefn og stjórnlagaráð fyrir þeim sem hér hafa hæst, þá trúi ég því að þessar 25 manneskjur hafi unnið af heilindum að því að koma á framfæri vilja þjóðfundarins.

Fyrirgefið elskurnar mína sem eru ósátt við þessa ákvörðun mína.  Hún kemur til af því að ég skoðaði málin, spurði spurninga og las mér til.  Og mér þykir frekar leitt að finna andúð og jafnvel illvilja vegna þessarar ákvörðunar minnar eða niðrandi ummæla.  Þið sem þannig hugsið eigið að hugsa ykkur aðeins um, þegar þið talið um frelsi, jafnrétti og upplýsta umræðu.  Ég tel það meira virði en allt annað að hafa leyfi til að skoða málin og taka upplýsta ákvörðun byggða á því sem mér sjálfri finnst, en að njóta velvildar samferðamanna, því ef ég stend ekki með sjálfri mér og því sem ég trúi á, þá er brotalöm hjá mér, sem ég get ekki þolað. 

Það breytir engu um það að ég mun beita mér af alefli gegn því að ótrúverðugir ráðherrar og alþingismenn reyni að komast hjá þjóðarvilja og geri sitt til að koma okkur inn í valdabandalag sem meirihluti þjóðarinnar er algjörlega á móti.  Þar er ekki spurt um heiður né rök.  þar er eingöngu áróður upp á líf og dauða.  Það er einfaldlega annað stríð en Stjórnarskrármálið. 

ÍSl. Fáninn

Lifi frjálst og óháð Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég ætla líka að mæta á kjörstað, tók ákvörðun um það í dag

Ásdís Sigurðardóttir, 17.10.2012 kl. 18:09

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásdís mín ég held að við verðum að mæta og kjosa, hvað svo sem við ákveðum, já, nei eða skila auðu.  þetta er jú stjórnarskráin sem allt byggist á.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2012 kl. 18:29

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Stjórnarskráin er okkar samfélagssáttmáli.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.10.2012 kl. 19:29

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega Anna, þess vegna ber okkur að kynna okkur málin vel og rækilega sjálf og finna út hvort við treystum okkur til að samþykkja eða synja þessum tillögum á laugardaginn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2012 kl. 20:47

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Mörg orð notar þú til að sannfæra þig sjálfa Ásthildur.  Ég hinsvegar hef skömm á þessu kúbeini sem Jóhanna smíðaði sér til að rífa upp með rótum þá einu stjórnarskrá  sem íslensk þjóð hefur samþykkt og leifði sér að láta þessa sömu þjóð borga fyrir þetta óþurftar leikfang hennar.  Stjórnlagaþing, stjórnlagaráð var aldrei kosið af þjóðinni, þar ferð þú með rangt mál Ásthildur.   

Hrólfur Þ Hraundal, 17.10.2012 kl. 22:18

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það var eitt sinn maður sem lenti í miklu flóði, hann komst upp á þak á húsinu sínu.  Ákallaði Drottinn og bað hann um að hjálpa sér.  Hann lagðist svo niður og beið því hann var sannfærður um að  Drottinn myndi bjarga sér, þar sem hann hafði alltaf stundað kirkjusókn og var afar trúaður maður.  Nokkrir menn komu siglandi á báti fram hjá húsinu hans og kölluðu Hey! komdu með það er pláss í bátnum.  Nei svaraði maðurinn ég er að bíð eftir aðstoð Drottins.  Tveir menn á fleka komu siglandi framhjá, komdu með okkur, við getum tekið þig með á flekann okkar kölluðu þeir. Nei svaraði maðurinn ég er að bíða eftir aðstoð frá herranum.  Maður kom svo svamlandi fram hjá og hélt sér í stórt tré sem hafði rifnað upp og flaut með.  Hér er pláss kallaði maðurinn, en sömu svör frá okkar manni.  Og svo drukknaði hann.  Þegar hann kom upp til Drottins allsherjar, var hann reiður og spurði, af hverju bjargaðir þú mér ekki? ég sem hef alltaf stundað gott líf og kirkjuna?

En ég reyndi svaraði Guð, ég sendi þér aðstoð manna á báti en þú neitaðir að fara með, svo sendi ég menn á fleka og þú vildir ekki fara með þeim og síðast risatré, en þú vildir ekki láta bjarga þér hvað átti ég þá að gera? 

Þannig líður mér núna.  Fólk er búið að biðja einlæglega um að eitthvað gerist, að það verði tekið á spillingu, klíkuskap, fólk vill meira gagnsæi, virðingu og að fá að ráða meiru.  En svo þegar eitthvað slíkt gerist, þá liggja menn upp á þakinu á flóðfylltu húsi sínu og neita allri hjálp, af því að hún kemur að þeirra áliti ekki frá réttum aðilum.

Þess vegna segi ég, verið varkár að biðja um eitthvað það gæti ræst.  En þá er það sorglega við það að menn þekkja ekki sinn vitjunartíma og segja bara, nei ég er að bíða eftir að Drottinn komi og bjargi mér.  Það er í raun og veru ekkert meira um þetta að segja því miður.  Nema að vegir Guðs, nú eða ásanna eða hvað sem við trúum á, eru órannsakanlegir allavega fyrir okkur mennina sem sjáum ekki mjög langt frá okkur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2012 kl. 22:59

7 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Umhugsunarefni: "Fólk sem aldrei hafði komið nálægt stjórnarskrá kom saman í fáeinar vikur án raunverulegs umboðs og setti saman óskalista, kallar stjórnarskrá og segir móðgun við sig og þjóðina sé hún ekki samþykkt óbreytt!"

Hvað segir þú við þessu Ásthildur?

Jón Á Grétarsson, 17.10.2012 kl. 23:44

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kosningarrétturinn er hornsteinn lýðræðisins, án hans er ekkert lýðræði. Það er því að mínu mati nánast heilög skylda að nýta þann rétt - alltaf.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 23:49

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jón minn það sem ég segir er þetta:  Allt frá lýðveldistímanum 1944 hefur verið rætt um að semja nýja stjórnarskrá,  það virðist hafa verið bráðabirgðapagg á sínum tíma vegna sjálfstæðisbaráttunnar.  Það hafa verið settar á laggirnar stjórnlaganefndir og aldrei hefur stjórnmálamönnum tekist að setja saman neitt sem sátt hefur verið um, og ekki hefur það náð fram að ganga.  Svo er þetta sett í ferli núna með Þjóðfundinum, þar sem komu saman fólk allstaðar af að landinu og setti saman já ókey óskalista, um hvernig það vildi sjá framtíðina.  Þetta fólk setti niður nokkur atriði á blað sem það vildi að kæmi fram í stjórnarskrá. http://www.thjodfundur2010.is/ Þessu var svo safnað saman og stjórnarskrárnefnd fór yfir þessi mál og undirstrikaði það sem þjóðfundurinn hafið skorið út.  Setti það svo í hendur stjórnlagaráðs, sem vann úr þeim tillögum og væntingum sem komu fram á þessum þjóðfundi.  Þú spyrð hvort að fólk sem aldrei hefur komið nálægt stjórnarská geti saman óskalista og kallað stjórnarskrá.  Ég segi 25 manna hópur allstaðar úr samfélaginu komu saman og unnu upp úr vilja þjóðfundar drög að stjórnarskrá.  Þetta var síðan afhent forseta alþingis og fór í meðferð nefndar, sem síðan kallaði stjórnlagaráðið saman aftur til að fá nánari skýringar á ýmsum þáttum.  Þetta er ekki fullbúið plagg, heldur undirstaða undir nýja stjórnarskrá, unna af mörgum ekki bara þjóðfundarfólki heldur var opin lína inn á stjórnlagaráð, þar sem allir sem vildu gátu komið með tillögur og ábendingar.

Ég hef ekki heyrt neinn segja að það sé móðgun við stjórnlagaráðsmenn að kjósa ekki um þetta mál.  Það fólk hefur hvatt fólk til að mæta og kjósa, en ekki sagt því hvað það á að kjósa, heldur að nota sér þann rétt sinn að mæta á kjörstað og láta álit sitt í ljós, rétt eins og Axel segir hér kosningarétturinn er hornsteinn lýðræðisins og okkur ber skylda til að virða þann rétt okkar og nota hann. 

Fólk sem aldrei hefur komið nálægt stjórnarskrá segir þú.  Viltu þá meina að stjórnmálamennirnir, sér í lagi formenn flokkana, því þeir virðast ráða því sem þeir vilja ráða, séu betur hæfir til að setja okkur stjórnarskrá.  Sjálfir spillingar gemsarnir allir sem einn?  Þegar einmitt er verið að reyna að taka á spillingunni og klíkuskapnum sem tröllríður þessu þjóðfélagi?  Eru þeir trúverðugri einstaklingar en jón og gunna af götunni?  Vilt þú svara mér því minn ágæti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2012 kl. 00:24

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ásthildur. Þú GETUR EKKI VERIÐ ESB-andstæðingur ef þú ætlar að styðja sjórnarskrá ESB-sinna, sbr. blogg mitt í dag.
Alla vega mun ég EKKI líta á þig sem trúverðugan ESB-andstæðing ef þú lætur ESB-trúboðið dáleiða þig svona!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.10.2012 kl. 02:03

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Guðmundur minn ég lít á þessi tvö mál sem aðskilin.  Ég er bara þannig gerð að ég fer eftir þeirri sannfæringu sem ég hef.  Ég er algjörlega gallhörð í andstöðu minni við ESB og mun gera allt til þess að svo verði ekki.  En mér finnst fjandi hart að þurfa að verja þá tilfinningu mína að stjórnarskrármálið sé réttlætismál og mál þjóðarinnar allrar, og vera vænd um að vera landráðamaður.  Ég bara á ekki orð yfir móðursýkinni sem gripið hefur ykkur góða fólk.  Haldið þið virkilega að máttur Jóhönnu og Össurar sé svona takmarkalaust að þau geti nippulerað hundruð íslendinga, og látið þá vinna svona plagg, beinlínis til að koma okkur inn í ESB?

Málið er að ég er ekki einu sinni viss um að þau vilji halda áfram með þessa stjórnarskrá, því hún mun koma í veg fyrir sukkið sem verið hefur undanfarin mörg ár í stjórnsýslunni.  En þau geta ekki annað en haldið áfram með málið.  Ef almenningur samþykkir þetta frumvarp þá mun það koma fyrir alþingi og þar mun það verða rætt, teigt og togað, og það eina sem þá gefur von um að það náist sem best fram óbreytt er yfirlýsing almennings um að við viljum breytingar og að við viljum taka á spillingunni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2012 kl. 02:12

12 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Cesil.

Þetta er nóg....

111. gr. Framsal ríkisvalds

Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.10.2012 kl. 02:14

13 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Helstu hvatamenn að smíði stjórnlaga ráðs, kusu ekki í Icesave.  Trúverðugt Axel Jóhann?  En þér að segja þá ætla ég á kjörstað og svara spurningu númer eitt, þar sem á því er gefin kostur að hafna verkum þessa kúbeins hennar Jóhönnu með öfugri klauf.   

Þar sem trú frelsi er á Íslandi þá skalt þú bara halda í þína trú ágæta Ásthildur en ég spái að guðir þeirra trúar muni launa þér líkt og trú Reykvíkinga á Gnarr og trú landans á Jóhönnu og Steingrím.    

  

Hrólfur Þ Hraundal, 18.10.2012 kl. 07:23

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Guðrún María,  ekkert er það gott og vel samið að það fái ekki aðra og verri merkingu, sé það slitið úr samhengi, því er það ekki góður siður að slíta hlutina úr samhengi.  Fyrri parturinn í fyrstu setningunni í 111.gr. er vissulega ekki álitlegur einn og sér en þegar greinin er skoðuð í heild verður útlitið annað, ekki satt?

Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.

Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.

Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi.

111.gr. segir nefnilega líka að slíkt skuli ávallt vera afturkræft, sem er afar vinsælt af andstæðingum að sleppa að nefna af einhverjum ástæðum sem og þeirri staðreynd að slíkir samningar öðlist ekki gildi án samþykkis þjóðarinnar í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.  Þessi grein hefði tryggt að EES samningurinn hefði farið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sem núverandi stjórnarskrá gerði ekki! Ég hygg að andstæðingar EES hefðu hoppað hæð sína í loft upp af kæti á sínum tíma hefðu þeir haft 111.gr. þá.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.10.2012 kl. 08:53

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hrólfur, ég hef alltaf verið talsmaður þess að allir nýti atkvæðisrétt sinn.  Ég hef aldrei setið heima í kosningum, frá því ég fékk þennan dýrmæta rétt upp í hendurnar, aldrei,  og ætla ekki að gera meðan ég dreg andann.

Þeir ótrúverðugu Hrólfur, eru þeir sem með annarri hendinni gagnrýna þá sem sitja heima og hvetja svo það með hinni hendinni að hundsa kosningarnar, eftir henntugleika.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.10.2012 kl. 09:05

16 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Áthildur, það hefur eithvað komið fyrir þig fyrst þú ætlar að saþikkja þessa vitleysu.

Vilhjálmur Stefánsson, 18.10.2012 kl. 10:22

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vilhjálmur minn það hefur ekkert komið fyrir mig í þessu máli, nema undrun á þessari reiði yfir ákvörðun minni.  Það er rétt eins og ég sé að fremja ádæði, þegar allt sem ég er að gera er að fylgja sannfæringu minni.  Ég held að þetta verði okkur til góðs. Og ég árétta að þessi ríkisstjórn er vonandi á útleið, og þeir sem telja sig vera að taka við samkvæmt skoðanakönnunum vilja auðvitað engar breytingar, þeir vilja geta haldið áfram eins og frá var horfið.

Það sem ég sé í þessu máli er þvílíkan skaða stjórnvöld hafa gert meðal almennings.  Þarna kemur best í ljós trúnaðarbresturinn og vantraustið sem kristallast í viðbrögðunum.  Megi ríkisstjórnin og ráðamenn hafa skömm fyrir.  Svona trúnaðarbrest er ekki hægt að laga nema á löngum tíma. Það er því ljóst að ríkisstjórnin ekki bara  hefur vantraust þjóðarinnar, heldur hefur hún skapað og kallað yfir sig bylgju mikillar óánægju sem hún mun aldrei ráða við.  Henni ber því augljóslega að segja af sér.

Að því sögðu tel ég að við séum betur sett með þennan ramma utan um stjórnsýsluna sem þessar tillögur eru, og í raun og veru bráðnsynlelgara ef spár ganga eftir, sem ég vona innilega að verði ekki.  Ég vil fá að sjá nýju flokkana komast í þá aðstöðu að geta haft áhrif á landsstjórnina eftir næstu kosningar.  Það er frekar ógeðfellt að sjá gömlu jálknana raða sér í efstu sæti og flytja sit jafnvel milli kjördæma til að fá nú örugglega góða kosningu.  Það fólk sem lengst hefur setið á alþingi ætti að sjá sóma sinn í að yfirgefa svæðið og hleypa yngra fólki að.  Þeir hefðu örugglega bara gott af því að stíga til hliðar og fara í naflaskoðun og skoða hvernig stjórnmálamenn þeir hafa verið.  Miðað við hvernig hefur tekist til.  Hinir sem yngri eru en hafa samt setið lengi ættu líka að fara og endurskoða sig, gætu þá komið aftur þegar þeir hafa endurmetið stöðuna og uppgötvað um hvað það snýst að vera þjónn landsmanna.  Það er nefnilega ekki þannig að þeir séu þar til að berast á og vaða ofan í vasa almennings, heldur ber þeim að gæta hagsmuna allra í landinu.  Það hafa þeir ekki gert.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2012 kl. 12:00

18 identicon

Vefþjóðviljinn 292. tbl. 16. árg.

Það er margt gott í blöðunum um þessar mundir enda mörgum sem blöskrar atlagan að stjórnarskrá lýðveldisins. Þótt ekki væri nema fyrir þær sakir að reynt er að fara í kringum ákvæði stjórnarskrárinnar um endurskoðun hennar og stjórnarliðar á þingi lítilsvirtu niðurstöðu hæstaréttar um gildi kosninga til stjórnlagaþings.

Davíð Þorláksson

Davíð Þorláksson.

héraðsdómslögmaður var inntur eftir því í Fréttablaðinu í gær hvot ástæða væri til að setja ákvæði um þjóðareign á auðlindum sem ekki eru þegar í einkaeign í stjórnarskrá.

Í fyrsta lagi þá er það samdóma álit lögfræðinga að þjóð geti ekki átt eignir. Auðlindir geta annaðhvort verið í eigu ríkisins eða einkaaðila. Sé það vilji fólks að ríkið eigi allar auðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, þá er miklu eðlilegra að segja það berum orðum, og vera ekki að blekkja fólk með því að tala um þjóðareign.

Í öðru lagi er ekki verið að nýta eða rannsaka neinar auðlindir á íslensku forráðasvæði í dag sem ekki eru annaðhvort í eigu ríkisins eða einkaaðila. Þar sem auðlindir í einkaeigu eru sérstaklega undanskyldar í spurningunni þá myndi ákvæðið ekki taka til neinna auðlinda í dag. Maður spyr sig því hver tilgangur þess sé.

Er nema von að spurt sé.

Haraldur Ólafsson

Haraldur Ólafsson.

veðurfræðingur skrifaði grein á Vísi í gær þar sem hann veltir fyrir sér afleiðingum þess að aukinn meirihluti alþingis geti í skyndi breitt stjórnarskráinni. En það er ein af mörgum tillögum stjórnlagaráðs. Tillaga stjórnlagaráðs er svohljóðandi:

Hafi 5/6 hlutar þingmanna samþykkt frumvarpið getur Alþingi þó ákveðið að fella þjóðaratkvæðagreiðsluna niður og öðlast þá frumvarpið gildi engu að síður.

Um þetta segir Haraldur:

Undir lok stjórnarskrárdraganna kemur í ljós að hægt á að vera að breyta stjórnarskrá með einföldum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu og jafnvel án þjóðaratkvæðis ef fimm sjöttu hlutar Alþingis standa að breytingunni. Nokkuð auðveldlega má í hvelli framselja ríkisvald úr landi með einföldum meirihluta Alþingis og þjóðaratkvæði sem sömu stjórnvöld framkvæma. Þegar valdið er farið burt er hætt við að lítið geti komið fyrir fögur orð í öðrum köflum stjórnarskrárinnar. Fyrirvari um að valdaframsal skuli vera afturkræft er lítils virði, því þótt svo kunni að vera í orði kveðnu getur hæglega orðið óframkvæmanlegt að endurheimta fullveldi einhliða. Þetta atriði eitt og sér er svo veigamikið að óháð öðrum liðum stjórnarskrárdraganna er ekki annað hægt en að neita því að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.

Þótt ekki væri nema af þessari einu ástæðu, að aukinn meirihluti alþingis geti gert það sem honum sýnist við stjórnarskrána, verðskulda tillögur stjórnlagaráð algera höfnun í könnuninni á laugardaginn.

Í Morgunblaðinu í gær vakti Arnar Sigurðsson, sem starfar á fjármálamarkaði, athygli á öðru furðuverki sem fer fram samhliða dýru skoðanakönnuninni um tillögur stjórnlagaráðs.

Arnar Sigurðsson.

Nú styttist brátt í tvenns konar kosningar sem hvorar tveggja flokkast sem óábyrgar gagnvart samfélaginu þó með mismunandi hætti sé. Stjórnarskrárkosningin er ekki kosning heldur fer nær því að flokkast sem skoðanakönnun um eitthvað sem stjórnmálamenn geta svo túlkað hvernig sem þeim hentar, m.a. til afnáms eignarréttar. Hin kosningin er um sameiningu Garðabæjar og Álftaness undir fyrirsögninni okkarval.is sem er kostuð og gerð af orkufullum embættismönnum bæjarfélaganna auk herfylkingar áróðurs- og auglýsingasmiða. Á heimasíðunni eru tilteknir ótal kostir en ekki minnst á einn einasta ókost vegna sameiningarinnar. Fyrirspurnum er varða fjárhagsleg atriði er hinsvegar ekki svarað.

Fyrirsögn kosningarinnar er reyndar einstaklega ósvífin ef haft er í huga að með samningnum fylgir 1.200 milljóna meðgjöf frá íbúum annarra sveitarfélaga sem reyndar hafa ekkert »val« um sameininguna. Ástæða þessarar meðgjafar er að í ljós hefur komið að nokkrir fjármagnseigendur, m.a. Arion banki, lánuðu Álftanesi í senn glannalega og veðlaust sem sveitarfélagið gat ekki með nokkru móti greitt og fjármagnseigendur með engu móti innheimt. Í stað þess að láta slíka lánveitendur afskrifa sín lán, taldi Ögmundur Jónasson farsælast að seilast ofan í buddur almennings sem þó fer jafnvel ekki einu sinni í sund á Álftanesi.

Já hvers vegna fá aðeins íbúar Garðabæjar og Álftaness að kjósa um þennan ríkisstyrk til glannanna sem lánuðu Álftanesi? Er það nýjasta útgáfan af beinu lýðræði að aðeins þeir sem eru líklegastir til að samþykkja tillögur stjórnvalda séu spurðir?

JGG (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 12:38

19 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Allir verða að fá að kjósa eftir sannfæringu sinni í friði og eiga það svo við samvisku sína þegar afleiðingin kemur í ljós, en ég ættla að segja nei!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 18.10.2012 kl. 12:40

20 identicon

Eitt er það sem ótrúlega fáir minnast á: í 113 grein frumvarpins kemur skýrt fram að tiltekinn meirihluti þingmanna getur breytt stjórnarskránni ÁN ÞESS AÐ BERA ÞAÐ UNDIR ÞJÓÐARATKVÆÐI !!

Þetta er svo ótrúlegt að manni verður orða vant: þetta þýðir nefninlega að uþb. fimmtíu einstaklingar á Alþingi (stofnun sem nýtur trausts innan við 10% þjóðarinnar) geta rottað sig saman og breytt stjórnarskránni að vild án þess að þjóðin fái neitt um það sagt.

Þessir einstaklingar gætu t.d. hæglega breytt 111 greininni í "Alþingi hefur fulla og óskoraða heimild til að framselja ríkisvaldið án undangengis þjóðaratkvæðis." ... og síðan tekið sig til og gert akkúrat það !!

Ég treysti Alþingi ekki fyrir þessu valdi og þessi 113 grein er ein og sér yfirdrifin ástæða til að hafna þessu stjórnarskrárfrumvarpi. Ég hreinlega skil ekki hvað veldur því að skynsamt fólk ætlar sér að samþykkja þessi ósköp.

Birgir (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 14:20

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nýja stjórnarskráin teku ekki gildi fyrr en eftir kosningar, sem ég tel nokkuð ljóst að fari þannig að þessi ríkisstjórn verði ekki við völd.  Þá vil ég hafa ákveðin ramma utan um spillinguna, klíkuskapinn og allt það sem einkennir þá sem hafa umgengist gömlu stjórnarskrána.  Hún hefur verið teygð og toguð fram og til baka.  Og ef það er rétt sem ég var að heyra að það væri búið að ganga frá samningum við Núpó af Samfylkingunni bak við tjöldin, þá er nokkuð ljóst að það er ekkert hald í stjórnarskránni gegn framsali stjórnvalda til erlendra aðila.  Það má líka benda á Magmamálið þar sem þáverandi iðnaðarráðherra og núverandi frjármálaráðherra, leiðbeindi erlendum aðilum um hvernig mætti fara fram hjá íslenskum lögum. Ef við reynum að hugsa fram yfir núverandi ástand og fram í næsta kjörtímabil.  Eru menn alveg sáttir við nýtt hrun.  Að vísu olli stjórnarskráin ekki hruninu, en HÚN KOM EKKI Í VEG FYRIR ÞAÐ HELDUR.

Ég er eindregin ESB andstæðingur, en ég vil koma böndum á það fólk sem situr og misþyrmir endalaust frelsi og trausti almennings.  ÉG vil skýr mörk um hvað má og hvað ekki.  Og ég vil skera á mútufé sem borið er á stjónmálaflokka og stjórnmálamenn af hagsmunaaðildum.  Ísland er með spilltari löndum heims, og það er skrýtið vegna þess að einmitt mannfæðin ætti að koma í veg fyrir spillingu og mútur.  En það gerir það bara ekki, þó við sjáum það og heyrum, þá gerum við ekkert með það, mesta lagi skrifum og skömmumst, en ef okkur býðst tækifæri til að segja okkur frá því, þá verður allt vitlaust.

Okkur er sennilega ekki við bjargandi.  Þannig er það bara.

Í sambandi við 111 greinina Birgir, þá stendur þar að það verði að fara fram kosningar og niðurstaða þeirra verði bindandi.  En það er rétt að þarna er ákvæði um að framkvæmdavaldið geti komist hjá því ef 5/6 þingmanna samþykkja, það eru yfir 50  þingmenn af 60.  Það er örugglega harla langsótt svo margir óþjóðhollir alþingismenn sitji á alþingi, og auðvitað þurfum við að spyrja þá hreinlega út í málin áður enþeir eru kosnir.  Held að hugsunin þarna hafi verið til að spara peninga, en ekki opna leið.  Enda bendi ég á að í 111 greininni stendur líka Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft. Nú er vitað mál að það er illa hægt að afturkalla ESBaðild, þannig að sú gjörð mun ekki falla undir 111 greinina. Og ef svo fer að þessir yfir 50 þingmenn ætla að samþykkja, þá kemur forsetinn, nú eða 10% þjóðarinnar sem getur krafist þjóðaratkvæðagreiðslu.  Við ættum því að vera bæði með axlabönd og belti, svo vitnað sér í einn óþjóðhollan fyrrum ráðherra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2012 kl. 14:55

22 identicon

Það varð að koma Sjálfstæðisflokknum frá á sínum tíma og til þess að fá ástæðu fyrir brotthlaupinu var upphlaupið og skrílslætin við Alþingi sett á svið. Því upphlaupi var stjórnað af innanbúðarfólki í VG og Samfylkingunni af flokksskrifsstofunum. Mindir eru til af þessu. Það var bankafólk Samfó sem óttaðist um sinn hag ef til uppgjörs kæmi og það sæti ekki áfram við katlana.

Guðni Ágústsson skírði frá því í Útvarpi að straks eftir hrun bankanna hefði verið bankað á hanns dyr af miklum ákafa um stjórnarmindum, en það sem honum fannst skrítið var að þetta voru ekki pólitíkusar, heldur bankafólk úr Samfylkingunni.

Það vantar svo alltaf í umræðuna um Seðlabankann hver ákveður peningamálastefnu bankans og hvaða lögum stjórnendum bankans ber að fylgja. Peningamálastefnu bankans ákveður nefnd skipuð af Alþingi. Formaður þeirrar nefndar lengst af hefur verið sá maður er Jóhanna skipað svo Seðlabankastjóra, eftir hún vék Davíð ,í þeim tilgangi að hennar sögn að breita um stefnu í peningamálum.

Hrmóður (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 15:14

23 identicon

Ertu nú hætt að skíta á Geir Jón og búin að fynna þér nýjan fjandmann að kúka á . Elskan mín Cessilla. Ekkert er verra fyrir andlegt ástand aðgerðarfíkla, en að telja sér trú um eigið ágæti. Hættu nú þessu og gefðu okkur frið. Að umsnúa eigin trúboði í andhverfu í athygliskasti ber vott um örvæntingu. Góður og gegn prestur, líka að vestan, klippti borðdúka og sérvéttur í nervösitet sínu, í spað. Tak þann sið frekar en áreita oss bloggvæna.

Lafmóður (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 15:35

24 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svei þér, Lafmóði dóni!

Ásthildur mín, aftur að alvöru málsins.  Ertu búin að heyra eða lesa það sem forsætisráðherrann sagði á Alþingi í dag um stjórnarskrármálið?

Gæsalappað í mbl.is frétt:  "Vald Alþingis til að gera slíkar breytingar [efnislegar] verður ekki véfengt."

Greinilega ætlar stjórnarmeirihlutinn að halda öllum sínum möguleikum opnum. 

Kolbrún Hilmars, 18.10.2012 kl. 15:57

25 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Kolbrún og ég varð hugsi yfir því.  Ætla að lesa mér betur til um það og skoða afstöðu mína út frá því ljósi.  Þessi Lafmóður er sennilega sama kvekendið og Hermóður, eitthvert tröll sem telur sér trú um að hann sé voða fyndinn og kaldur gaur.  Það hrífur á mig eins og vatn á gæs.... eða þannig.  En ég ætla að fara vel í gegnum þetta, það skyldi þó aldrei vera að Jóhanna fengi mig til að skipta um skoðun aftur!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2012 kl. 16:02

26 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ætli það sé nokkuð nauðsynlegt að skipta um skoðun aftur, ég gat ekki betur skilið en að þetta gilti jafnt hvort sem JÁ eða NEI yrði niðurstaðan.

Kolbrún Hilmars, 18.10.2012 kl. 16:48

27 identicon

Svona kellingavæl réð CB stöðvunum að fullu á sínum tíma. Eru að keyra blogið í sama farveg . Endalaut við uppvaskið.

Enn móður (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 16:54

28 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það verður að varast að taka frásögn moggans af orðaskiptum Jóhönnu og LÍÚ þingmannanna bókstaflega eða oftúlka þau. 

Enda er ekki verið að kjósa um það á laugardaginn, hvort breyta megi núverandi stjórnarskrá eða ekki. Það er verið að kjósa um það hvort tillögur stjórnlagaráðs eigi að nota í heild sinni sem grunn að algerlega NÝRRI stjórnarskrá.

Jóhanna er ekki að segja að ný stjórnarskrá verði sett eftir sem áður þó þjóðin hafni tillögu stjórnlagaráðs, aðeins að hugsanlega verði lagt til að breyta núverandi stjórnarskrá lítillega.  T.a.m. með nýju auðlindaákvæði, þess efnis að auðlindir þjóðarinnar væru þjóðareign. Varla eru margir utan LÍÚ og þeirra sendisveina á móti því!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.10.2012 kl. 16:54

29 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, ekki taka mín orð fyrir þessu.  RÚV sjón- eða útvarpar áreiðanlega þessari þingumræðu í kvöldfréttunum - er það ekki?

Kolbrún Hilmars, 18.10.2012 kl. 17:09

30 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég var ekki að gera það Kolbrún, las fréttina á mbl.is.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.10.2012 kl. 17:18

31 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Komdu sæl Ásthildur.

Ég hef fylgst með skrifum þínum lengi og veitti því athygli þegar þú kúventir í stjórnarskrármálinu. Ef ég man rétt þá gerðist það eftir að þú sast fund með manni sem nýtur sennilega meiri virðingar á Vestfjörðum en annarsstaðar á landinu og örugglega meiri virðingar á Vestfjörðum en nokkur annar sem í stjórnlagaráði sat. Maðurinn heitir Lýður Árnason. Ef mér skjátlast ekki þeim mun meira var hann maðurinn sem þú treystir í þessu máli, maðurinn sem sannfærði þig um að þú ættir að breyta um kúrs. Nú ætla ég allsekki að fara að lasta þann ágæta mann á nokkurn hátt, hann er trúr sinni sannfæringu og fylginn sér sem er gott mál.
Ég sé lika hér á skrifum þínum að þú hefur gert þér ljóst að Stjórnarskráin okkar olli ekki hruninu en gagnrýnir að hún kom ekki í veg fyrir það heldur! Ég er ekki klár á því hvort eitthvað í Stjórnarskránni hefði getað komið í veg fyrir hrunið,aðalatriðið er að ég sé heldur ekkert í þessum nýju drögum stjórnlagaþingsins sem beinlínis geta komið í veg fyrir það, því vel að merkja, þá eru þetta aðeins drög.  Við erum nefnilega ekki að fara að kjósa um nýja Stjórnarskrá á laugardagin, heldur aðeins hvort þessi drög verði lögð til grundvallar að nýrri Stjórnarskrá. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvernig sem fer á þetta eftir að fara til Alþingis til efnislegrar meðferðar. Heilög Jóhanna hefur nú upplýst okkur um það að hvernig sem fer verði drögin tekin skoðunar þar sem vald hennar verði óskorað til efnislegra breytinga! Til hvers er þá þessi skrípaleikur allur settur á svið? Eftir að Jóhanna hefur svo aðlagað þetta sínum duttlungum munum við þú og ég ekki hafa neitt um það að segja hvernig þetta endar, eða er það?
Að lokum Áthildur og hugsaðu þig vel um áður en þú kýst. Finnst þér ekki athyglisvert að Formaður Stjórnlagaráðs o.fl. í ráðinu (sumir lýst því yfir að þeir ætli að segja nei) skuli gagnrýna málsmeðferðina. Gagnrýna að drögin skuli ekki tekin fyrst til efnislegrar meðferðar í þinginu og síðan lögð fyrir þjóðina með áorðnum breytingum í meðförum þingsins? Hvað býr þarna að baki? Hvaða plott er hér á ferðinni. Til hvers að vera að henda ófullgerðum drögum, einhverjum óskalista nokkurra einstaklinga fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar, ef hvort sem verður á siðan að tuttla til að eigin geðþótta og troða svo í gegnum þingið með góðu eða illu án þess að við höfum nokkuð um það að segja lengur. Hvað finnst þér um þessa málsmeðferð Ásthildur.

Því miður get ég ekki nýtt atkvæðisrétt minn því ég er staddur utan heimbyggðar þar sem ég hefði þurft að kjósa utankjörstaða en þar sem ég er staddur bauð sýslumaður upp á 1 klst, eina klukkustund sem ég missti af, enda ekki mikið haft fyrir að vekja athygli á. Svona fyrir þig vestfirðinginn get ég upplýst að þetta er svona eins og sýsli á Ísafirði skryppi á Brjánslæk eða eitthvað og hefði þar opinn kjörstað í 1 klst  fyir þá sem vildu kjósa. Annars yrðu þeir að fara á Ísó og það um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði. :-)

Viðar Friðgeirsson, 18.10.2012 kl. 17:36

32 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/18/gudni-th-thrjoskar-stadreyndir-um-stjornarskrana/

Elsku Ásthildur mín, þú gefst ekki upp, og er það þér til sóma um alla framtíð

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.10.2012 kl. 17:46

33 identicon

Bullið niðurlægt.

Freimóður (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 17:47

34 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Einnig ...  http://www.dv.is/blogg/shs/2012/10/18/eldmessur-i-idno/

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.10.2012 kl. 17:48

35 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Axel.

Lögfróðir hafa bent okkur á að það er ekkert til sem er eða heitir Þjóðareign. Annaðhvort eru auðlindir í einkaeign eða Ríkiseign. Hvað er þá að gera með orðið Þjóðareign í Stjórnarskrá? Margt annað í þessum drögum er jafn loðið.

Viðar Friðgeirsson, 18.10.2012 kl. 17:48

36 identicon

Að þrautreyna spectina er lágkúra. Elskan gæti aftur skipt um skoðun.  Veraldardingull.

Sérfróður (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 18:07

37 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Athyglisvert hve mörgum virðist vera illa við sjálfstæða hugsun og þann eiginleika að geta myndað sér skoðun út frá málefninu í stað þess að hlíða boði að ofan...

Haraldur Rafn Ingvason, 18.10.2012 kl. 18:08

38 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Viðar (athugasemd 35) þetta er rangt, Þingvellir hafa lengi verið í þjóðareign og skilgreint.

Haraldur (37) Sammála!

Ég veit að ESB er ekki tengt íslenskri stjórnarskrár (í stað danskrar) því ég vil hafa rétt til að kynna mér samninga um ESB, áður en ég tek afstö'u, en það er ekki hægt ennþá!

Það er hægt að lesa og tileinka sér þekkingu um fyrstu íslensku stjórnarskrána og það hef ég gert ... og segi Já við fyrstu sp.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.10.2012 kl. 18:15

39 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þegar ég hlusta á mærðarvælið í útsendurum Sjálfstæðisflokksins og hvernig þeir reyna að klæða þetta mál í búning svika á allann hátt fær ég velgju.  Málið er að þetta var unnið heiðarlega og vel og þarna komu að margt gott fólk sem vann að heilindum og virkilega vel vandað til verka.  En svo kemur á móti Ummæli Jóhönnu um að drögunum yrði breytt jafnvel hvort sem þeim yrði hafnað eða ekki.  Eg ætla samt að láta tjórnarskrána njóta vafans, þó mun ég ætla að skoða þessi ummæli Jóhönnu betur.  Frammistaða hennar gæti á einhvern hátt breytt afstöðu minni á síðustu stundu.  Ekki vegna þess að ég er ánægð með drögin og ég veit að þar var vel unnið og heiðarlega, og þetta voru drög frá þjóðinni sjálfri.  En ef einhver hætta er á því að þessi kona ætli sér að setja það ferli af stað að nota það á einhvern hátt til breytinga á þann veg að koma á koppinn uppáhalds gæluverkefni hennar, þá er skarð fyrir skyldi.

Ég bara var orðin svo ánægð með að loksins myndi okkur auðnast að ná tökum á spillingunni, með aðkomu þjóðarinnar, loksins myndi okkur takast að setja ramma utan um klíkuskapinn og spillinguna, en ef þar var farið af stað til að plata okkur, þá þarf að bregðast við því. Er ekki ærleg brú í þessu fólki?  'Eg veit að Sjálfstæðismenn eru ekki að hugsa um þjóðina, þeir eru með sínu ískalds mati að hugsa um sína eigin pólitísku framatík og vinavæðingu.  Framsókn er líka því marki brennd. Mér skilst að því sé líka þannig farið með VG.  Að þeir ætli að kjósa á móti þessu, enda myndi ekki ganga neitt að vinna eins og þeir hafa gert, með tvöfeldni segja eitt í kosningabaráttu og breyta svo í lauf eftir kosningar.  Samfylkingin við vitum þó nokkurnveginn hvar við höfum hana, þar liggur leiðin beina leið inn í ESB.  Þar skal unnið að því öllum árum.

En málið er samt sem áður þannig vaxið að ég mun hugsa minn gang, en ég mun greiða atkvæði samkvæmt minni sannfæringu. Þó ég þurfi að skoða málin betur, vega og meta hvort ummæli Jóhönnu hafi þar áhrif, gegn því góða fólki sem ég hef rætt við og það sem ég hef lesið. Því ef ætlunin er allan tímann að nota þetta í pólitískum tilgangi til að tryggja sér eitthvað annað en upp var lagt með, þá eru það svik við þjóðina. Svik sem ekki eru líðandi í þjóðfélagi sem á að heita lýðræðisríki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2012 kl. 19:36

40 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Viðar það er alveg jafngott að vitna í vindinn eins og lögfræðinga sem gefa það álit sem þeim er greitt fyrir. Hvernig skilgreinir þú ríkiseign öðru vísi en þjóðareign? Er ríkið ekki þjóðin?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.10.2012 kl. 19:42

41 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þorvaldur Gylfason skilgreindi þetta ágætlega á fundi: ríkiseignir eru eins og húsnæði og slíkar eignir sem framkvæmdavaldið getur ráðstafað á þess að ráðfæra sig við þjóðina, þjóðareign er aftur á móti eins og til dæmis Þingvellir, þar eru þjóðréttarsamningar í gildi um að enginn megi selja þá þjóðareign, raunar er kaflinn um þjóðareign unninn upp úr þeim lögum um Þingvelli. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2012 kl. 20:07

42 identicon

Þegar ég hlusta á mærðarvælið í útsendurum Sjálfstæðisflokksins og hvernig þeir reyna að klæða þetta mál í búning svika á allann hátt fær ég velgju.

Er hægt að leggja tig neðar i aumingjaskp en tessi vesalings Cesil manneskja gerir hér. Guð hjæalpi slík folk.

aglisst (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 20:17

43 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ góði besti hættu þessari vitleysu undir ýmsum nöfnum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2012 kl. 20:26

44 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hefur fólk eithvað á samviskunni þegar það getur ekki komið fram með réttu nafni??

Vilhjálmur Stefánsson, 18.10.2012 kl. 20:49

45 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sumt fólk Vilhjálmur minn allavega.  þessi gaur sem hefur komið hér undir ýmsum nöfnum á bágt held ég, en vísbendingarnar um hvaðan hann kemur felast í nafngiftinni sem hann tileinkar mér

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2012 kl. 21:39

46 identicon

ásthildur mín þín skoðun er þinn heilagi réttur og ekki afsaka það fyrir  neinum.

Jóhanna Sigurðardóttir sagði í útvarpið þassa stningu sem Kolbrún bendir á :

 "Vald Alþingis til að gera slíkar breytingar [efnislegar] verður ekki véfengt."

Og kvað fast að orði.Heiðarleiki hennar kom mér eiginlega á óvart að taka svona af allann vafa

Sólrún (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 21:46

47 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Sólrún mín, ég er að skoða þetta vel, en ég held að ég segi Já.  Það er mín sannfæring að það sé okkar heillaspor þrátt fyrir allt.  Það breytir ekki þeirri skoðun minni að inn í ESB mun ég aldrei vilja ganga og mun berjast af alefli gegn því að við förum þangað inn.   Í raun og veru er ég frekar feginn að finna þessa miklu andstöðu fólks gegn mér og minni ákvörðun, því þetta er fólk sem óttast að með jáinu séum við að gangast undir að fara þar inn.  Það er sorglegra en tárum taki, og sýnir bara hve illa stjórnvöld hafa gengið á trúnað almennings í þessu landi.  Að það skuli yfirleitt vera svona ríkur grundvöllur fyrir þá sem ekki vilja missa spón úr aski að fá með sér fólkið almenning í landinu.  Yfir því er ég reið ofan á allt annað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2012 kl. 21:52

48 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Er ekki kominn tími til þess að sleppa þessari mýtu um að stjórnlagaþing og breytingar á stjórnarskrá séu smíði samfylkingar?

Það var framsókn sem átti hugmynd og frumvarp. Þeir hafa átt ófáar tillögur um stjórnarskrárbreytingar í gegnum tíðina, og eru nokkrar þeirra á meðal tillagna stjórnlagaráðs.

Því eru rökin "Ég segi nei því samfylkingin stakk upp á þessu," dauð.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 19.10.2012 kl. 13:50

49 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ingibjörg, það er vitað að eitt helsta baráttumál Jóhönnu forsætis eru breytingar á stjórnarskránni.  Ertu þarna að segja að hún hafi "stolið" málinu frá Framsókn?

Ég er ekki að spyrja í skætingi, heldur þekki ég einfaldlega ekki þá forsögu sem þú vísar til.

Kolbrún Hilmars, 19.10.2012 kl. 17:43

50 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Kolbrún, framsókn setti það sem skilyrði við að veita vinstri stjórn hlutleysi, eftir að stjórn Geira og Ingibjargar sagði af sér, að stjórnarskrármálið yrði sett á oddinn (2009). Þanngað til að kosningar yrðu.

Síðan hef ég sett hér krækju og vona ég að þú lesir þetta.... (kann ekki að láta krækjuna bláa, en þú getur "copy-paste ")

 http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/18/gudni-th-thrjoskar-stadreyndir-um-stjornarskrana

kveðja

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.10.2012 kl. 18:55

51 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Sæl Kolbrún.

Jóhanna Sigurðardóttir hefur vissulega lagt tillögur um að efna til stjórnlagaþings áður. En það var árið 1996, og því ekki hægt að eigna henni heiðurinn af því í þetta sinn.

Framsóknarflokkurinn hefur oft áður lagt það til að efna til stjórnlagaþings og boða breytingar á stjórnarskrá okkar íslendinga. Fyrst var það árið 1949, en í þeirri tíð var það þeirra helsta kosningamál. Ekkert varð þó úr því í það skiptið.

Snemma árs 2009, hafði Framsóknarflokkurinn mjög hátt um að efna ætti til stjórnlagaþings, og breyta skyldu stjórnarskrá. En þetta gerðu þeir í beinu svari við óskir mótmælenda í búsáhaldarbyltingunni.

Hér er t.d. myndband sem þeir sendu frá sér.

http://www.youtube.com/watch?v=uf66Nkqiu3A

Þeir settu það sem skilyrðu fyrir stuðningi sínum við stjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna (sem þá var ljóst að myndu ganga undir eina sæng eftir kosningar), að það yrði fallist á kröfu þeirra um að efna skyldi til stjórnlagaþings.

Síðar sama dag lögðu Framsóknarmenn fram frumvarp, sem er hér í heild sinni.

http://www.althingi.is/altext/138/s/0168.html

Flokkarnir tveir féllust á kröfur þeirra í aðalatriðum, og var þetta í kjölfarið sett í stefnuskrá Samfylkingar (veit ekki með VG). Jóhanna og Steingrímur sögðu þó bæði að þeim þætti þetta ekki tímabært vegna þess hve fyrirvarinn var lítill.

Hér er stefnuskrá Samfylkingar.

http://www.samfylkingin.is/LinkClick.aspx?fileticket=IkuXVnrFaes%3d&tabid=166

Það er svolítið kaldhæðnislegt að segja það, með nýliðna atburði í huga, að aðalstefnumál Jóhönnu sem og Samfylkingarinnar hefur alltaf verið jafnréttismál.

Mér þykir það því einstaklega leiðinlegt að Samfylkingunni sé ánafnað heiðurinn af þessari hugmynd. Það hefði aldrei verið farið út í þetta hefði það ekki verið fyrir kröfur Framsóknar, og held ég að þeir ættu að vera stoltir af þeim kröfum.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 19.10.2012 kl. 19:46

52 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka þér fyrir Ingibjörg, þú hefur varpað ljósi á mál sem ekki hefur verið hampað  í umræðunni.   A.m.k. fór það algjörlega fram hjá mér hvaða skilyrði Framsókn setti fyrir minnihlutastuðninginn.

Kolbrún Hilmars, 20.10.2012 kl. 10:50

53 identicon

Þegar ég hlusta á mærðarvælið í útsendurum Sjálfstæðisflokksins og hvernig þeir reyna að klæða þetta mál í búning svika á allann hátt fær ég velgju.  Málið er að þetta var unnið heiðarlega og vel og þarna komu að margt gott fólk sem vann að heilindum og virkilega vel vandað til verka.  En svo kemur á móti Ummæli Jóhönnu um að drögunum yrði breytt jafnvel hvort sem þeim yrði hafnað eða ekki.  Eg ætla samt að láta tjórnarskrána njóta vafans, þó mun ég ætla að skoða þessi ummæli Jóhönnu betur.  Frammistaða hennar gæti á einhvern hátt breytt afstöðu minni á síðustu stundu.  Ekki vegna þess að ég er ánægð með drögin og ég veit að þar var vel unnið og heiðarlega, og þetta voru drög frá þjóðinni sjálfri.  En ef einhver hætta er á því að þessi kona ætli sér að setja það ferli af stað að nota það á einhvern hátt til breytinga á þann veg að koma á koppinn uppáhalds gæluverkefni hennar, þá er skarð fyrir skyldi.

Ég bara var orðin svo ánægð með að loksins myndi okkur auðnast að ná tökum á spillingunni, með aðkomu þjóðarinnar, loksins myndi okkur takast að setja ramma utan um klíkuskapinn og spillinguna, en ef þar var farið af stað til að plata okkur, þá þarf að bregðast við því. Er ekki ærleg brú í þessu fólki?  'Eg veit að Sjálfstæðismenn eru ekki að hugsa um þjóðina, þeir eru með sínu ískalds mati að hugsa um sína eigin pólitísku framatík og vinavæðingu.  Framsókn er líka því marki brennd. Mér skilst að því sé líka þannig farið með VG.  Að þeir ætli að kjósa á móti þessu, enda myndi ekki ganga neitt að vinna eins og þeir hafa gert, með tvöfeldni segja eitt í kosningabaráttu og breyta svo í lauf eftir kosningar.  Samfylkingin við vitum þó nokkurnveginn hvar við höfum hana, þar liggur leiðin beina leið inn í ESB.  Þar skal unnið að því öllum árum.

En málið er samt sem áður þannig vaxið að ég mun hugsa minn gang, en ég mun greiða atkvæði samkvæmt minni sannfæringu. Þó ég þurfi að skoða málin betur, vega og meta hvort ummæli Jóhönnu hafi þar áhrif, gegn því góða fólki sem ég hef rætt við og það sem ég hef lesið. Því ef ætlunin er allan tímann að nota þetta í pólitískum tilgangi til að tryggja sér eitthvað annað en upp var lagt með, þá eru það svik við þjóðina. Svik sem ekki eru líðandi í þjóðfélagi sem á að heita lýðræðisríki.

og hananú sagði haninn og hélt áfram að naga vínberið, : álíka rökleysa

Smurstöðin (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 13:15

54 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl Ásthildur mín,líklega hefur maður litið til og beðið um nýja Stjórnarskrá í upphafi kreppu,reynslulaus af því fyrirbrigði. Það er auðsætt í dag að hún breytti nákvæmlega engu á þeim tíma,en,nýju valdhafarnir ætluðu öllu að breyta,vegna umsóknar í ESB. Ef það er eins og ég man það,að breyting á Stjórnarskrá skuli lögð fyrir þjóðina að kjósa um og 2 þing að samþykkja,þá gildir einu hvaða spurningum maður svarar,því auðvelt er að breyta orðalagi þeirra.Aðalmálið er þjóðaratkvæðagreiðslan sjálf. Eða hvort gildir að kjósa um spurningar sem lagðar eru fyrir kjósendur án umfjöllunar þingsins og þar með sé búið að uppfylla þau skilyrði? Er þetta ekki liður í að stytta tímann sem þau ætla til að þröngva meirihlutanum í Esbéið. Ég vona að ég sé skiljanleg,ég byrjaði fyrir kl22,00,en lenti á símaspjalli. Bið því forláts ef ég hef ekki gert mig skyljanlega,en tímdi ekki að þurrka þetta út á þessu kvöldi.Mb.kv.

Helga Kristjánsdóttir, 20.10.2012 kl. 23:12

55 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Helga mín, takk fyrir þetta innlegg þitt.  En ég er algjörlega sannfærð um að þetta frumvarp verði okkur til góðs og ég vona innilega að það verði samþykkt.  Ég veit ekki af hverju ég er svona sannfærð, en þannig er það bara og ég var afar ánægð með að fara á kjörstað og samþykkja fyrir mitt leyti að þetta frumvarp færi í ferli.  Ég fylgdi hjarta mínu og er alveg viss um að ég gerði rétt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2012 kl. 23:52

56 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

tæp 70% þjóðarinnar vilja breytingar á stjórnarskrá og það er svo mikið fagnaðarefni. Því þeir sem lögðu leið sína á kjörstað voru vel upplýst fólk, eða hundar í bandi húsbóndans. Kjörsoknin er þannig að þeir sem virkilega lögðu á sig að kynna sér málefnið, hafa unnið stóran sigur í dag. Takk Ásthildur mín fyrir alla fyrirhöfnina að reyna að blása á ómerkilegann áróður og benda fólkinu okkar á frumtextann sjálfann.

Þú hefur staðið af þér stóran, ljótan storm persónuárása á þig sjálfa en ekki brotnað, enda er kosningin ekki um persónur, heldur framtíðina fyrir fólkið okkar!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.10.2012 kl. 00:43

58 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frekar hrollvekjandi lesning Guðni minn, en þess ber að geta að ef allt fer á versta veg eins og Jón Valur er að spá þarna, þá tekur nýja stjórnarskráin ekki gildi fyrr en eftir næstu kosningar og nýtt þing hefur lagt blessun sína yfir það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2012 kl. 10:57

59 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessi hlýju og góðu orð Anna min.  Það er gott að heyra þau.  Já þetta hefur vissulega verið erfitt á stundum.  En ég er sannfærð um að ég gerði rétt í þetta skiptið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2012 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband