Sjálfstæði Skotlands innan seilingar.

Sá í fréttum í kvöld að nú hafa skotar og englendingar undirritað samning um að skotar megi halda þjóðaratkvæðagreiðslu um að skiljast frá bretlandi.  Þetta er stórt skref í þeirra sjálfstæðisbaráttu sem hefur staðið yfir í mörg ár.  Ég vil óska þeim til hamingju með þennan áfanga. Cameron á þakkir skildar fyrir þessa afstöðu.

Þeirra maður Alex Salmond sagðist þess fullviss að skotar myndur velja sjálfstæðhttp://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/15102012/skotar-kjosa-um-sjalfstaedii.  Þetta þykir ef til vill ekki frétt næmt hér, en það gæti haft umtalsverð áhrif samt sem áður, því skotar hafa lýst því yfir að ef þeir fái sjálfstæði, myndu þeir vilja komast inn í Efta og vera með í okkar norðurlandaumhverfi. Þeir munu örugglega hafna ESB aðild, og í því ljósi styrkja norræna samvinnu og Efta.

Kosning mun fara fram 2014 í síðasta lagi, og það er fagnaðarmál að fá þessa vingjarnlegu og alþýðlegu þjóð með í okkar pakka innan okkar raða.  Í rauninni eru skotar miklu líkari okkur norðurlandaþjóðum en englendingum.

Ég fyrir mitt leyti fagna þessari frétt, þar sem ég dvaldi 2 ár í Glasgow og þekki talsvert til skosku þjóðarinnar.  Til hamingju með þennan sigur skotar og vonandi fáið þið langþráð sjálfstæði.  Og ég er viss um að ef og þegar þið sækið um aðild að samnorrænni samvinnu verður ykkur vel tekið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Æ, já Skotar eru ekki svo langt frá okkur við höfum haft talsverð samskipti við þá. Man þegar heilu farmarnir fóru til Glasgow að versla. Tvö af börnum mínum kalla hana borgina sína, eftir að hafa verið þar við nám.Nú væri gaman að vera þarna og tala við leigubílstjórana,sem eru alltaf svo ræðnir. Já samnorrænni samvinnu; ,ekkert fullveldis böggla uppboð. Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 16.10.2012 kl. 03:29

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mér líst vel á þetta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.10.2012 kl. 11:21

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já verslunarferðirna, ég man að Flugleiðir voru niður við ST Enoc torg, sem hefur verið rifið núna, en þar sátum við stundum stelpurnar sem voru aupair.  Og starfsfólkið á skrifstofunni fékk okkur til að fara með konurnar í helstu verslunargöturnar til að versla.  Ég man ennþá hvað ég skammaðist mín oft fyrir dónaskapinn í konunum, þær voru margar með eitthvert mikilmennskubrjálæði og þóttust vera eitthvað merkilegt, létu starfsfólkið sendast út og suður að þjóna þeim og fóru svo í fússi ef þeim líkaði ekki, án þess að þakka fyrir sig.  Sveitarómanin alveg á fullu í útlöndum. 

Á útsölum voru biðraðir og það var skammtað inn fjöldinn.

já Glasgow er skemmtileg borg.  Og skotar yndislegt fólk opið og hjartahlýtt.  Það væri fengur að fá þá í norrænt samstar, það myndi gefa nýtt blóð inn í norræna samstarfið sem mætti vera ríkulegra en það er í dag.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2012 kl. 11:55

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég var í Glasgow í september, með vini mínum frá Skotlandi.  Hann er mikill áhugamaður um sjálfsstæði Skotlands og hlakkar hann til að kjósa um sjálfstæðið.  Ég hef farið ábyggilega 10 sinnum til Glasgow og þykir mér vænt um borgina

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.10.2012 kl. 01:42

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Glasgow er skemmtileg borg, þegar ég var þar var hún kolsvört af sóti, en þeir hafa unnið mikið verk í að þvo sótið burt, svo rifu þeir niður St. Enoc squer og gerðu grænt svæði þar.  Skil vel að vin þinn hlakki til að kjósa um sjálfstæði.  Eftir 300 ár er komin tími til. Ætli komi þá ekki hreyfing á Íra aftur og jafnvel Walesbúa.  Hver veit.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2012 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband