Kisur og blóm.

68-IMG_6671

67-IMG_6670

Þessa tvo ljúfu og skemmtilegu snáða bráðvantar að komast á góð heimili. Þeirra bíður ekkert annað, ef enginn vill taka þá að sér en að enda himnum. Sem væri synd, því þeir eru skemmtilegir og fallegir.

Ljúfir og verða skemmtileg gæludýr.

Er ekki einhver hjartagóður þarna úti sem vantar kisu á heimilið?

Annars er ég haldinn ritstíflu, er að hamast við að ganga frá blómunum mínum undir veturinn, sem betur fer hefur veðrið verið afar gott. Hef tekið eftir því að það hefur verið sama og svipað hitastig hér fyrir vestan og í Osló eða kring um 7° En nú fer að kólna og gömlu beinin mín þola illa kulda.

Þegar ég er að atast svona þá legg ég allt í það og þá dettur mér ekkert skemmtilegt í hug til að skrifa um. Ætli ég sé ekki með snert af athyglisbrest Cool

En ég ætli ef til vill að setja inn nokkrar blómamyndir, svona til að lífga upp á síðuna hjá mér.

14-IMG_3599

Hengipetunía og sutera sóma sér vel.

16-IMG_3601

Pernillan mín blómstrar þrisvar yfir árið, hún er að blómstra núna í þriðja sinn þessi elska.

18-IMG_3603

Henginellikan mín er líka skemmtileg.

12-IMG_3597

Blóm og skóflur auðvitað vel viðeigandi hehehe

21-IMG_3606

Pelagoníur eru líka harðgerðar og skemmtilegar.

Þetta heitir örugglega að láta blómin tala.

En þið sem hafið áhuga á kisunum getið haft samband við mig í síma 6187751 eða Siggu dýralækni.

Eigið svo góðan dag elskurnar.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eigðu góðan dag sömuleiðis og vonandi komast kisurnar á gott heimili.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.10.2012 kl. 11:22

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ásdís mín ég vona það svo sannarlega líka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2012 kl. 12:10

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það væri undarlegt ef myndirnar af þessum gimsteinum bræddu ekki hjörtu einhverja. Þeir ganga örugglega út. Ekki eru þau síðri blómin þín.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.10.2012 kl. 12:40

4 identicon

Kisurnar eru voða sætar, en ég hef ofnæmi fyrir þeim svo mig langar ekki að vera nærri þeim. Líkt er með sum blóm, önnur í lagi, en bæði blómin og kisurnar eru yndisleg á mynd .

Dísa (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 12:57

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Axel minn, ég vona það svo sannarlega.

Dísa ég veit að þú þolir ekki kisur, en ég veit líka að þær bænast að þér hahaha allavega mínar kisur.  Ertu annars búin að fá handritið af sögunni?  Ég setti það í póst á föstudaginn sennilega.  Ég var reyndar búin að leiðrétta eitthvað af þessu augljósasta sjálf. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2012 kl. 13:10

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þeir eru sannarlega fallegir.  Við vorum að kveðja kisuna okkar eftir 15 ára mjög góða samveru og ákváðum þá, hennar vegna, að stytta tilveru hennar í þessu jarðlífi áður en elli kerling gerði henni lífið enn erfiðara.   Ekki "tilfinningalega tilbúinn" í nýtt samband strax.

Sigurður Þórðarson, 15.10.2012 kl. 17:19

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skil þig Sigurður minn. Þeir eru samt alveg frábærir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2012 kl. 17:34

8 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Krúttaðir kettlingar og falleg blóm Ásthildur og vel um þau hugsað greinilega

Þeir fá gott heimili og þurfa ekki að fara fyrr en þeirra tími kemur ;) Það er ég sannfærð um. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.10.2012 kl. 18:05

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er að minni reynslu Sigurður, fátt betra til að fylla svona tilfinningalegt tómarúm, en að lauma inn í það nýjum tilfinningalegum afleggjara.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.10.2012 kl. 20:11

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þeim líður vel hér þessum elskum Hjördís mín. Það er bara að ég á tvær yndislegar kisur fyrir, þ.e. foreldrana og það er alveg einstakt hvað þau sinna þessum litlu vel.  Hef oft séð Blesa vera að sleikja þá og knúsa rétt eins og mamman.  Þeir eru svo sannarlega í góðum klóm og höndum.  En betra væri að fá nýtt heimili.

Einmitt Axel það er gott að fylla tómarúmið með svona krútti.

Ég er alveg ótrúlega viðkvæm get ég sagt ykkur ég er að hreinsa pottana frá því í sumar, set þá í klór, en þarf að passa vel upp á að þar fari enginn ánamaðkur né snigill í dauðann. Þarf að plokka þá upp úr og setja á betri stað.  Ánamaðkar eru mín uppáhaldsdýr, en sniglarnir eiga ekki að deyja að óþörfu, það er alveg nóg pláss fyrir þá líka hér, það eru bara lýs sem ég get myrt án þess að hafa samviskubit Þar hafið þið það  ég er sem sagt laumurasisti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2012 kl. 20:41

11 identicon

Búin að fá sendinguna og krota allt út með rauðu, en það voru aðallega innsláttarvillur og n sem voru að villast. Og svo slatti af kommum sem ég vildi bæta við. Þ.e. greinarmerkjum , ekki þesssum rauðu. En efnið leist mér mjög vel á. Sendi til baka á morgun .

Dísa (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 19:41

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Dísa mín.  Ég sendi þér eintak til að gefa skottunni okkar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2012 kl. 21:34

13 identicon

Takk, hún verður rosalega glöð. Þú veist þú ert uppáhalds . Er að fara á pósthúsið.

Dísa (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 10:38

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þessi elska, hún er aðdáandi númer eitt á ævintýrunum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2012 kl. 10:54

15 identicon

Sæl. 

Mátt senda mér línu á esther@midja.is ef þeir eru ennþá að leita af heimili :)

Fríður Esther (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband