Stjórnarkrá lýðveldisins - svona til umhugsunar.

Sjálfstæðismenn margir hverjir hafa látið stór orð falla um komandi kosningar og vinnu stjórnlagaráðs.  Ég verð að viðurkenna að um stund var ég á sama máli.  Það var áður en ég kynnti mér málið, fór á fundi og las tillögurnar, sem hafa verið sendar inn á hvert heimili, bæði tillögurnar og gamla stjórnarskráin.

Reimar og fleiri tala um tillögurnar sem stórslys, Reimar segir m.a.:Með því er núverandi stjórnskipun kastað fyrir róða og ófyrirsjáanleg áhætta tekin með framhaldið“.

Verð nú að segja að maður sem er hæstaréttarlögmaður og talar svona hefur ekki mikla framtíðarsýn.  En skyldi eitthvað annað liggja að baki þessari hatrammlegu baráttu sjálfstæðismanna um Stjórnarskráramálið.

Hann segir að menn hafi um nokkurt skeið "handleikið fjöregg þjóðarinnar stjórnarskrá lýðveldisins með glannalegri hætti en áður hefur sést" 

Stjórnarskráin hefur alla tíð verið eitthvert plagg sem hefur legið og rykfallið í skúffum yfirvalda, einstaka sinnum hefur þetta plagg verið dregið upp og bent á ýmislegt sem gert hefur verið sem er á skjön við stjórnarskrá lýðveldisins. En aldrei verið gert neitt meira með málið....

Og Reimar, það er miklu glannalegra að misnota svoleiðis stjórarskrána, það eru nokkur mál sem við vitum um eins og til dæmis þegar tveir ráðherrar settu okkur á lista yfir viljugar þjóðir til að ráðast inn í Írak, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.  Davíð mætti í viðtal og sagði að það yrði að stoppa svona ofbeldiseinræðisseggi af.  En hvað með Sýrland, þar sem þúsundir manna hafa verið drepnar af þeirra einvaldi og ekkert er gert.  Eiga Sýrlendingar ef til vill ekki nægar náttúruauðlindir?

En þetta var útúrdúr.  Stjórnarskráin okkar hefu sem sagt legið og rykfallið á stofnunum, en almenningur hefur ansi lítið hugsað um hana, hvað þá lesið eða kynnt sér hana.  Ég staldraði því við aðeins á öðrum fundinum sem ég fór á, þegar þjóðverji sem hefur ákveðið að setjast hér að, stóð upp og tilkynnti þvílík framsýni og virðing væri að tillögum um nýja stjórnarskrá. Hann sagði; við í Bæjaralandi fáum stjórnarskrána að gjöf þegar við erum orðin 14 ára. 

Í bandaríkjunum vinna nýbúar eið að stjórnarskránni, þeir þurfa að lesa hana og kynna sér.  Eftir því sem ég best veit.

En hér er þetta sem sagt rykfallið plagg sem hefur ekki verið kynnt íslendingum né reynt að hvetja þá til að kynna sér hana.  Það Reimar er glannalegur háttur. 

Ég veit ekki af hverju einn stjórnmálaflokkur er svona eindregið á móti tillögunum, að þeir berjast gegn þeim með oddi og egg, þó þeir hafi sjálfir gefið út eftirfarandi; "Lögð verði áhersla á mikilvægi þess að vandað sé til verka við breytingar á stjórnarskrá og tryggð sé aðkoma þjóðarinnar".

En þetta er einmitt það sem var gert.  Fyrst með þjóðfundinum, síðan stjórnlaganefnd og svo stjórnlagaráð kosið af landsmönnum í almennum kosningum, þó þær hafi verið dæmdar ólöglegar af óljósum ástæðum.

Ef sanngirni er gætt, þá hefur verið virkilega vel unnið að þessu máli með dreyfðri aðkomu margra landsmanna, og reynt að koma fram með sem flest á þeim óskalista sem þjóðfundurinn setti á blað.

Hvað er það þá sem gerir þetta fólk svona neikvætt gagnvart tillögum stjórnlagaráðs?  Er það ef vil vill sú hömlun sem sett er á alþingismenn og ráðherra til að sporna við spillingunni sem tröllríður samfélaginu?   Óttast sjálfstæðismenn að ef atvinnulífinu verði gert erfiðara fyrir að kaupa sér goodvill meðal stjórmálamanna og stjórnmálaflokka að þeir missi spón úr aski?  Spyr sú sem ekki veit.

Ég veit bara að þó ég hefði ekki kynnt mér málin frekar, og lagst ofan í gömlu stjórnarskrána líka, þá hefðu samt sem áður ótal viðvörunarbjöllur hringt í mínum haus, við þessa mótspyrnu flokks allra stétta. 

Nú eru bara nokkrir dagar til kosninga, eigum við ekki bara að láta hér staðar numið og gefa fólki kost á að skoða þetta í rólegheitum og taka sjáfstæða ákvörðun um málið, með því að kynna sér bæklinginn og hlusta á góða úttekt ríkisútvarpsins á tillögunum.

Þetta er farið að minna óþægilega á herferðina hér í sumar um fiskveiðiheimildirnar, þegar allt ætlaði um koll að keyra hjá L.Í.Ú.  Þetta er nefnilega sama fólkið og þá að mestu leyti. 

Svo skulum við taka á því þegar í ljós kemur hvað þjóðin vill í þessu samhengi, og eftir það skulum við senda eintak af stjórnarskránni inn á hvert heimili og ekki bara það heldur þurfa landsmenn að kynna sér inntak hennar, hvernig sem hún lítur út og veita aðhald þeim stjórnvöldum sem ætla sér að sniðganga hana aftur og aftur. Því það virðist vera svo að enginn stjórnvöld taki hana hátíðlega, og umgangist stjórnarskrá af léttúð og virðingarleysi.   Það er glannaskapurinn og það alvarlegur glannaskapur eða eigum við nokkuð að tala um landráð?


mbl.is Leikur að fjöreggi þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er móðgun við íslendinga að boða til þjóðaratvæðagreiðslu um ófullgerð drög að Stjórnarskrá. Það siptir engu máli hver aðdragandinn hefur verið fram að þessu. Lögfræðinefnd á eftir að skila áliti sínu á þessum drögum og verður það gert eftir kosningu. Þannig að þjóðin á að fara kjósa um ófullgerð drög að nýrri Stjórnarskra.

Ef allar efasemdaraddir eru tengdar við Sjálfstæðisflokkinn, þá er það mælikvarði á hversu skynsamir menn eru í þeim flokki.

ÞAð er margt gott í þessum tillögum og það má nota það í nýrri Stjórnarskrá. En að fara fram með plaggið í þjóðarkosningu, án þess að búið sé að fjalla efnislega um  það get ég ekki skilið öðru vísi en að Hæstvirt Ríkisstjórn sé að gefa skít í Stjórnarskrána og innihald hennar. 

Ég vona að skynsamir menn hafni þessari aðferð og mæti og segi NEI við tillögum stjórnlagaráðs, en geti svarað hinum spurninginum á sinn hátt.

Eggert Guðmundsson, 12.10.2012 kl. 15:00

2 Smámynd: Björn Emilsson

´Ný stjórnarskrá´ er fyrirbæri runnið undan rótum Jóhönnu stjornarinnar, sem nauðsynlegt landráð til að afsala fullveldi Islands til ESB.

Björn Emilsson, 12.10.2012 kl. 15:38

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvaða fullveldisafsal Björn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.10.2012 kl. 15:40

4 identicon

Því miður hef eg ekki efni á að undirrita óútfylltann tékka. Það hefði svosem verið gaman að geta það EN ..eg segi nei

Sólrún (IP-tala skráð) 12.10.2012 kl. 15:50

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég vildi gjarnan deila með þér bjartsýninni, Ásthildur, en því miður held ég að eina stjórnarskrárbreytingin sem núverandi framkvæmdavald hefur áhuga á að þrýsta gegnum þingið sé 111. greinin. 

Vona þó að ég þurfi ekki að minna neinn á þessa svartsýni mína síðar.  :(

Kolbrún Hilmars, 12.10.2012 kl. 16:15

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kolbrún það er undarlegt að andstæðingar nýju stjórnarskrárinnar líta algerlega framhjá og forðast eins og heitan eldinn að nefna niðurlag 111 gr. þegar þeir misbeita henni fyrir sig í áróðrinum. Niðurlag greinarinnar hljóðar svo:

Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi.

Hvað segir þetta fólki með venjulegan lesskilning? Jú að engir slíkir samningar verði gerðir án samþykkis þjóðarinnar! Ef þetta ákvæði hefði verið í gildi þegar EES samningurinn var gerður hefði orðið að bera hann undir þjóðina. Þjóðin hefði ákveðið synjun eða samþykkt en ekki Alþingi eitt eins því var heimilt samkvæmt núverandi stjórnarskrá. Nýja stjórnarskráin þrengir því möguleikana til framsals valds ef eitthvað er.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.10.2012 kl. 16:39

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, hvar hef ég (sem dæmi) sagst vera andstæðingur nýju stjórnarskrár-TILLAGANNA?  Þar er nefnilega margt innanum sem er þess vert að skoða.  

En af gefnu tilefni treysti ég ekki núverandi ríkisstjórn fyrir næsta horn.  Því miður.

Kolbrún Hilmars, 12.10.2012 kl. 17:18

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Eki veit ég hvað hefur komið yfir þig Ásthildur mín, en sá snúningur sem þú tókst eftir fundinn á dögunum er mikill. Þú segir að þú hafir lesið tillögur stjórnlagaráðs vel, eftir að bækingur sem sendur var á öll heimili landsins komst í þínar hendur. Því miður er ekki í þeim bækling gildandi stjórnaskrá, að öðru leiti en því er kemur að samanburði við tillögur stjórnlagaráðs.

En það eru fleiri sem lesa þennan bækling og vonandi sem flestir. Hvernig hann er lesinn skiptir þó mestu máli, þar þarf gagnrýnin hugsun að liggja að baki. Hverja grein tillagna stjórnlagaráðs þarf að skoða út frá þeirri megin reglu hvort möguleiki sé á mistúlkun hennar. Það þarf sérstaklega að skoða hvort efni eða orðtök tillagnanna sé með þeim hætti hvort hægt sé að teygja og toga hana til. Það er nefnilega einmitt það sem mun ske ef þessar tillögur verða að lögum að nýrri stjórnarskrá og ekki kannski það sem þjóðin þarfnast núna. Þá fá lögfræðingar og dómarar næg verkefni!

Nú koma sífellt fleiri stjórnlagaráðsmenn fram og gagnrýna þessa aðferð stjórnvalda. Þar er gagnrýnt að tillögurnar skyldu ekki hafa verið unnar á vettvangi Alþingis áður en til skoðanakannanar þjóðarinnar kom til, þar er gagnrýndar spurningarnar sem lagðar eru fyrir fólk og bennt réttilega á að þær eru í raun ekki tengdar tillögum stjórnlagaráðs. Sem dæmi um það má nefna spurninguna um þjóðareign náttúruauðlinda. Svari fólk henni játandi er engin vissa á því að tillögur stjórnlagaráðs verði þar notaðar til grundvallar, reyndar litlar líkur á því þar sem sú grein er ekki lögtæk. Svo er í raun um allar spurningarnar nema þá fyrstu.

Þá er sífellt að koma upp skoðanaágreiningur milli stjórnlagaráðsmanna um túlkun þessa gjörnings þeirra, bæði efnislega einstakar greinar sem og í heild. Sumir ráðsmenn tala einatt um"stjórnarskrá", aðrir um "frumvarp að lögum að nýrri stjórnarskrá", meðan nokkrir nota réttnefni þessa plaggs sem er tillögur til Alþigis um nýja stjórnarskrá.

Taktu nú bæklinginn og settu þig í gír gagnrýninnar. Lestu vel hverja grein og sjáðu hversu vel er hægt að misskilja margar þeirra. Það er enginn tilgangur í þeirri vinnu að bera saman þessar tillögur við gildandi stjórnarskrá, enda hún að mörgu leiti sjálf gagnrýniverð, þó efnislega sé hún góð og hafi staðið vel fyrir sínu. Þó gildandi stjórnarskrá sé gölluð, er engin ástæða að kasta henni fyrir aðra sem er enn gallaðri.

Auðvitað eru í tillögum stjórnlagaráðs ýmislegt sem er gott, efnislega, en framsetningin ófær. Það sem þó kannski er verst er að þar sem ráðsmenn komu fram með góðar hugmyndir, voru þær oftast eyðilagðar með taglhnýtingu. Sem dæmi um það má nefna bæði hið aukna lýðræði sem felst í þjóðaratkvæðagreiðslum og breytingar á stjórnarskránni.

Greinin um þjóðaratkvæðagreiðslur er góð og þörf, en hún er síðan gerð marklaus með öllum þeim fyrirvörum sem tilteknir eru og útiloka að mál verði færð fyrir þjóðina. Breytingar á stjórnarskrá eru í tillögunum færðar til þjóðarinnar, en svo er hengt aftan við þá grein að ef næst samstaða 51 þingmanns á Alþingi, þurfi ekki að beyta því lýðræði að þjóðin kjósi. Þarna er vel farið af stað, en svo málinu stútað, af einhverjum óskyljanlegum ástæðum.

Gunnar Heiðarsson, 12.10.2012 kl. 17:38

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú fyrirgefur Kolbrún hafi ég haft þig fyrir rangri sök. Andstæðingar stjórnarskrárinnar hamra mikið á 111 greininni, þannig að eðlilegt var að draga þá ályktun að þú lékir í því liði úr því þú nefndir hana til sögunnar. Ég hélt að það væri Alþingi sem afgreiddi málið en ekki stjórnin.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.10.2012 kl. 18:19

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, þú hafðir mig ekki beinlínis fyrir rangri sök hvað varðar 111. greinina. Ég óttast að þingmeirihluti ríkisstjórnarinnar misnoti þá stjórnarskrártillögu.

Svo það er ekkert að fyrirgefa, nema alhæfinguna.  Búið og gert.  :)

Kolbrún Hilmars, 12.10.2012 kl. 18:31

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ráðlegging Gunnars Heiðarssonar til landsmanna er þessi:

Takið bæklinginn og lesið hann með þeirri staðföstu ákvörðun að hafna öllu sem í honum er. Sumar hugmyndir stjórnlagaráðs eru ekki alslæmar en framsetning þeirra er þannig að þær ónýtast með öllu.

Ekki verður annað séð en það sé álit Gunnars að ekki hafi nokkur maður með viti komið að þessu verki.

Af hverju var þjóðin svona vitlaus, af hverju valdi hún 25 mestu hálfvita landsins til að vinna þessa vinnu? Þjóðinni er greinilega ekki treystandi til svona verks. Af hverju var ekki bara fámennur hópur gáfumanna eins og Gunnar ekki handvaldir til verksins? T.d. úr úrvaldsdeild Valhallar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.10.2012 kl. 18:40

12 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Axel. Í  113 gr. tillagnanna er ákvæði um stjórnarskrárbreytingar. Skv. þessari grein getur stór meirihluti eða 5/6 lagt fram og samþykkt breytingu á stjórnarskrá án aðkomu þjóðarinnar.

TIL HVERS ER ÞESSI GREIN SETT INN Í TILLÖGUR?  HVER ER TILGANGURINN?

Eggert Guðmundsson, 12.10.2012 kl. 22:38

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Í sambandi við 111 greinina, þá er eins og Axel nefnir seinni hluti hennar sem tekur fast á því að " Samþykki aLþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds, skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðsu er bindandi. Ég hef spurt fleiri en einn og fleiri en tvo um þetta mál, og það er alveg ljóst að stjórnvöld hversu mikið sem þau langaði til, geta ekki slitið þessa grein í sundur, annað hvort fellur hún öll eða stendur.  Hins vegar af því að Jón Valur nefndi í sinni varnarræðu grein 2 Þar sem hann segir: Af þessu er ljóst, að 2. gr. stjórnarskrárinnar LEYFIR EKKI inntöku Íslands í Evrópusambandið, heldur forbýður hana, bannar hana beinlínis, vegna þessa lagasetningarfyrirkomulags Evrópusambandsins.

Nú stendur í þessari grein svohljóðandi: "Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forsesti og önnur stjórnvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdavaldið.  Dómendur fara með dómsvaldið". Hvar sjá menn að hér sé fast tekið á því að ekki sé hægt að framselja valdið sé til þess vilji.  Og þó Ólafur Ragnar sitji nú á stóli, er ekki þar með sagt að Þórur þessa lands sitji þar ekki í framtíðinni og hvað þá?

Svo talar hann líka um 16. greinina. Hún hljóðar svo: "Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkissráð, og hefur forseti þar forsæti. Lög og mikilvægar stjórnarráðsstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði".   Sem sagt allt í höndum forseta.  Sem enginn veit hver verður eftir fjögur ár.

Því segi ég 111 greinin er einmitt það haldreipi sem við þurfum til að tryggja að ríkisstjórnir geti aldrei framselt landið til annara þjóða eða sambanda án þjóðaratkvæðagreiðslu sem er bindandi.

Og Gunnar minn af því þú spurðir. Þá las ég aftur kaflan um Málskotsrétt og þjóðaratkvæðagreiðslur.  65, 66. og 67 grein, en þar er bara eyða í núverandi stjórnarskrá.  Og það eina sem ég sá sem ég skildi ekki alveg var að ekki mætti bera undir þjóðaratkvæði þjóðréttarsamninga, ásamt skattamálum, fjárlögum, fjáraukalögum og ríkisborgararétt, ég var í vafa um hvað þetta þýddi með þjóðréttarsamninga.  Ég fletti því upp og þar stendur:

Þjóðréttarsamningur er bindandi gerningur sem aðilar þjóðaréttarins gera sín á milli og ætlað er að skapa rétt eða leggja skyldur á samningsaðila. Aðilar geta bæði verið ríki og alþjóðastofnanir.

Meginheimild þjóðaréttarins með almennum reglum á þessu sviði er Vínarsamningur um milliríkjasamninga frá 1969 en hann tók gildi 1980 þegar tilskilinn fjöldi ríkja hafði fullgilt hann og tekur hann aðeins til samninga sem samþykktir hafa verið eftir það en reyndar er litið svo á að með samningnum hafi verið skráðar þegar gildandi venjur og því bindi hann ríki án tillits til aðildar að honum og þá einnig samninga fyrir 1980.

Þess vegna sýnist mér að hér sé einmitt tekið fast á því hvað málskotsréttur og þjóðaratkvæðagreiðslur innibera.  Ég er ekki snjöll í lögum, né skynsöm á lög og rétt, en hér sýnist mér að hafi verið búið þannig um hnúta að 10% íslendinga geti bæði farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslur og eins sett fram frumvörp til laga fyrir alþingi.  Þessi hræðsla er því af öðrum toga en það sem þarna stendur.

Ég skil vel eins og Kolbrún bendir á að við getum ekki treyst þessari ríkisstjórn, en þetta mál er nú þegar úr hennar höndum.  Hún fól stjórnarskrárráðinu að vinna þetta mál, og mér sýnist þau hafa unnið þannig úr því að vel sé hægt að una við það.  Og þó svo ríkisstjórnin myndi vilja breyta einhverju sem máli skiptir, þá myndu þeir verða kveðnir í kútinn með það med de samme.

Þetta er eins og mér sýnist það vera, stjórnarskrártillögur þjóðarinnar allrar, með aðkomu margra aðila flestir jónar og gunnur þessa lands, sem hafa sýnt þessu áhuga og fygst með, lagt inn tillögur og úrbætur og ráðið hefur sinnt því og tekið tillit til þess.

Reynum þvi að taka þetta upp úr pólitísku hjólförunum og skoðum þetta plagg sem okkar plagg, en ekki einhverjar óskatillögur Jóhönnu Sigurðardóttur.  Henni er reyndar sennilega alveg sama, þó settar verði skorður á alþingismenn og ráðherra eftir hennar dag, því hún er hvort sem er að fara. 

Þetta er því sögulegt tækifæri fyrir okkur öll að skoða og komast að niðurstöðu, stjórnarskráin er jú grundvöllur fyrir allri stjórnsýslunni og á að tryggja að ráðamenn gangi ekki gegn vilja almennings.  Og mér sýnist þar hafa vel tekist til að athuguðu máli. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2012 kl. 22:50

14 identicon

Eins og ég hef áður sagt annarstaðar í bloggi hjá þér Ásthildur þá held ég að fólk sem er vel upplýst mun taka ákvarðanir eftir sinni eigin samfæringu eftir að hafa lesið sig til um málið, hvort heldur sem það er með eða á móti nýrri stjórnarská. Það breytir engu þó að hræðsluáróður bloggara hamast hvað þeir geta við að samfæra það fólk um annað og það held ég að þessir pretíkarar eiga erfitt með að þola. Ég held að almenningur eigi eftir að taka drögum að nýrri stjórnarskrá vel. Löngu kominn tími á nýja, við lifum jú á árinu 2012 sú gamla er barn síns tíma. Við verðum að taka framfaraskrefin en ekki vera eins og steinaldarmenn. Hver er hræddur-hræddari-hræddastur? Fá sér bara góð gleraugu og lesa, það eflir lesskilninginn.

Margrét (IP-tala skráð) 12.10.2012 kl. 22:53

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eggert greinin er svona: Þegar alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytina á stjórnarská skal það borið undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjuna. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á alþingi.

Hafi 5/6 hlutar þingmanna samþykkt frumvarpið getur alþingi þó ákveðið að fella þjóðaratkvæðagreiðsluna iður og öðlast frumvarpi gildi engu að síður.  Sem sat hafi 5/6 hlutar þingmanna samþykkt GETUR alþingi ákveðið að fella þjóðaratkvæðagreiðsluna niður.  Þetta stakk mig við fyrsta lestur, en gerir þú þér grein fyrir því hve stór hluti alþingismanna það er sem þarf að samþykkja það til að alþingi geti ákveðið að fella niður þjóðaratkvæðagreiðsluna? Ef við erum þannig í sveit sett að við höfum 5/6 hluta alþingismanna svo óþjóðholla að vilja svíkja land og þjóð, þá erum við hvort sem er svo fuckt up að okkur er ekki við bjargandi.  Þá þurfum við að endurskilgreina þessa þjóð og reyna að átta okkur á í hvaða ástandi þjóðarsálin er.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2012 kl. 22:57

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Margrét mín, ég mun taka niðurstöðunni hver sem hún verður.  Mér finnst bara stundum að fólk geri of lítið úr því góða verki sem stjórnlagaráð og þeir sem hafa komið að þessu máli, sem ég er viss um að hafa gert það samkvæmt bestu samvisku með hag þjóðarinnar að leiðarljósi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2012 kl. 22:59

17 identicon

Ásthildur ég sé að þú ert búin að kynna þér frumvarpið vel og vandlega, og ég er sammála þér um að oft og ALLTOF oft er gert lítið úr almenningi þessa lands sem hóf þessa vegferð. Það er mín skoðun (tek fram mín skoðun) að það er ekki alltaf rétt og betra sem lögfræðingarnir segja því aðal frasinn hjá þeirri elítu er alltaf þetta með túlkunnaratriðin og við hin vitum ekkert í okkar haus. Fólkið í landinu er með ágætan lesskilning þó það hafi bara lokið grunnskólaprófi.

Margrét (IP-tala skráð) 12.10.2012 kl. 23:11

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eggert, hvernig er þetta í dag? Samkvæmt núverandi stjórnarskrá þarf að samþykkja stjórnarskrárbreytingar á tveimur þingum með kosningum á milli. Stjórnarskráin segir að um leið og stjórnarskrárbreyting sé samþykkt á Alþingi beri að rjúfa þing og boða til kosninga. Hugsunin á bak við þetta var augljóslega sú að stjórnarskrárbreytingin sjálf yrði kosningamál, um hana yrði kosið.

En menn fundu leið framhjá þessu og snéru á þetta ákvæði og lítilsvirtu þannig stjórnarskránna. Hvernig? Jú menn hafa afgreitt stjórnarskrárbreytingar sem síðasta mál Alþingis fyrir reglubundnar kosningar. Svo var þing rofið eins og til stóð og kosningar farið fram án þess að breytingin sem slík væri gerð að sérstöku kosningamáli. Breytingin var svo samþykkt þegjandi og hljóðalaust á þinginu eftir kosningarnar án þess að breytingin sem slík væri lögð fyrir þjóðina.

Einfaldur meirihluti dugir á báðum þingum þannig að slíkar breytingar er hægt að samþykkja með minnsta hugsanlega mun.

Í þessu ákvæði frumvarpsins er gert ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu sem meginreglu um stjórnarskrárbreytingu, með þeirri undantekningu að samþykki stóraukinn meirihluti Alþingis breytinguna dugi það. Í svokölluðum auknum meirihluta er almenna reglan 2/3 atkvæða sem þíddu 42 atkvæði á Alþingi. Þarna er enn gefið í og viðmiðið sett við 5/6 sem væru 53 þingmenn. Ég tel að hugsunin sé að það muni vera hæpið sé að þannig meirihluti náist á Alþingi nema hann endurspeglaði víðtæka sátt meðal þjóðarinnar um breytingarnar. - Án þess að ég viti það fyrir víst.

Þetta ákvæði er því til bóta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.10.2012 kl. 23:15

19 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er athyglisvert hvað þú þarft mikið og langt mál til að sannfæra sjálfa þig um að þú sért að segja það sem rétt er Ásthildur  Cesil .  En mig sannfærir þú ekki þó að þú skrifaðir fimmhundruð sína bók um málið.    Því að stjórnarskrá er ekki tískuvara heldur andi samfélags. 

Að öðru leiti tek ég undir mál Björns Emilssonar og Kolbrúnar Hilmarsdóttur og Gunnars Heiðarssonar.  Nýja stjórnarskrá vantar okkur ekki frekar en nítt þjóðarheiti, eða nafna á landið.  En það er svo með öll mananna verk að þau má endurskoða og lagfæra eftir því sem reynsla fæst og vit gefst.        

Hrólfur Þ Hraundal, 12.10.2012 kl. 23:23

20 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég skil ekki þessa áráttu við að fara í einhverjar miklar breytingar á stjórnarskránni, hún er fín eins og hún er, það þarf bara að fara fylgja henni.

Flest allt af þessu sem stjórnarskrárráð er að mæla með er nú þegar til í lögum og þvi er óþarfi að pota því í stjórnarskránna, eins og ég segi hér fyrir ofan, það þarf bara að fara fylgja þessum lögum...

Halldór Björgvin Jóhannsson, 12.10.2012 kl. 23:52

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þeir sem stungið hafa höfðinu í sandinn og segja núverandi stjórnarskrá fullnægjandi, skauta framhjá sögulegum staðreyndum.  Stjórnarskráin sem við fengum úr hendi Danakonungs 1874 var að grunni sú sama og Danir fengu 1849, að mig minnir, hvar flest snérist um kónginn og völd hans í samt algeru valdaleysi.  Þessari stjórnarskrá var svo breytt 1918 á minnsta mögulega máta til að koma heimastjórninni og fullveldinu fyrir í henni. 1944 var stjórnarskránni aftur breytt á minnsta mögulega máta og þá með þeim hætti helst að taka út orðið kóngur og setja í staðinn forseti.

Almennt var litið svo á að þessi "lækning" á stjórnarskránni 1944 væri aðeins til bráðabrigða og að semja yrði nýja stjórnarskrá frá grunni fyrir lýðveldið. Starfandi hefur verið á Alþingi, í því augnamiði, svokölluð stjórnarskrárnefnd allan lýðveldistímann til að vinna málinu framgang. Enginn árangur hefur náðst af þessu starfi því flokkarnir, allir sem einn, hafa haft það eitt að markmiði að allar breytingarnar yrðu sniðnar sem best að þeirra hagsmunum.

Þessi pattstaða var loks rofinn með stjórnlagaráðskosningunum og í fyrsta sinn sett hreyfing á málin. Sú vinna hefur skilað sér í frumvarpi að nýrri stjórnarskrá án aðkomu flokkanna. Og hvað gerist, jú allir helstu tréhestar landsins rísa upp öndverðir og leggjast gegn nýrri stjórnarskrá, fullyrða rétt eins og refurinn að berin séu súr án þess að smakka. Gamla danska stagbætta stjórnarskráin okkar frá 1849, sem vart var talin á vetur setjandi 1944, er allt í einu orðin glimrandi fín og alls vanda lausn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.10.2012 kl. 00:04

22 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Axel Jóhann þú villt nýja stjórnarskrá.  Hversvegna ferð þú þá ekki og færð þér nýja stjórnarskrá?  Stjórnlagarráð er búið að smíða svoleiðis handa Jóhönnu og hún væri alveg vís til að selja þér eina.  Ef þú færð nógu marga með þér þá gætuð þið hugsanlega borgað kostnaðar verð en Jóhanna ætlar ekkert að borga sjálf.  En ef þú og þínir líkir keiptuð hina nýju stjórnarskrá Jóhönnu,  Væri þá ekki mögulegt að við hinir sérvitringarnir fengjum að hafa okkar áfram?   

Hrólfur Þ Hraundal, 13.10.2012 kl. 00:32

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er segin saga Hrólfur, þegar þú rembist eins og rjúpan við staurinn að reyna að vera fyndinn, mistekst það gersamlega. Slakaðu á, teldu upp að 526 (sem er sá fjöldi sem bauð sig fram í stjórnlagaráðið (fyrir Jóhönnu auðvitað)) og reyndu svo aftur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.10.2012 kl. 00:40

24 Smámynd: Björn Emilsson

Kæri Axel Jóhann. Það þýðir ekkert að verja berja höfðinu svona við stein, aftur og aftur. Það er einföld staðreynd að stjórnarskranni þarf að breyta til að troða Islandi ínní ESB og þar með gefa upp fullveldið, sem tók okkur meir en 600 ár að öðlast.

Björn Emilsson, 13.10.2012 kl. 00:48

25 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Cesil.

Þetta sem þú segir hér er ekki rétt.

" Stjórnarskráin hefur alla tíð verið eitthvert plagg sem hefur legið og rykfallið í skúffum yfirvalda, einstaka sinnum hefur þetta plagg verið dregið upp og bent á ýmislegt sem gert hefur verið sem er á skjön við stjórnarskrá lýðveldisins. En aldrei verið gert neitt meira með málið.... "

Vegna þess að hin ýmsu mál fyrir dómsstólum landsins sem og áfrýjunarnefndum sem og Umboðsmanni Alþingis hafa lotið skoðun máls varðandi t.d. meðalhófsreglu stjórnarskrárinnar.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.10.2012 kl. 00:59

26 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég hef nú ekki sagt þér svo margar sögur Axel Jóhann að þú vitir eitthvað um mínar rjúpur eða staura. 

En það get ég sagt þér að mér er eingin hlátur í huga Axel Jóhann og hef ekki en reynt hið minnsta að ver a fyndin, en það er spurning hvort það geti verið að þú sért fyndin.  Mér finnst að það gæti alveg verið og þín vegna vona ég að svo sé.  En ef þú hefur þörf fyrir að ger lítið úr árangri forfeðra okkar í þessu efni, þá ert þú að mínu viti frekar lélegt eintak af Íslendingi.

Hrólfur Þ Hraundal, 13.10.2012 kl. 01:38

27 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ásthildur mín ,Þótt Stjórnarskráin hafi um árabil legið ,,rykfallin og við ekki hirt um hana,er það ofur eðlilegt að hún komi til kasta okkar á tímum sem ógna tilveru okkar sem fullvalda þjóð. Hvað er það sem gerir ,,þetta fólk,, eins og mig svo neikvætt gagnvart tillögum stjórnarráðs?? Ég veit þú vænir mig ekki um hræðslu við að þessar tillögur hefti mig á nokkurn hátt,en Sjálfstæðisflokkurinn liggur undir grun að þeir séu hræddir um að missa spón úr aski sínum,einmitt vegna andstöðu sinnar. Mér er þá spurn,var þessi kynningarfundur litaður af gamla áróðrinum,að öllu skal til tjalda, ,,einnig stjórnarskrá,, til að fyrbyggja að þessi rammíslenski stjórnmálaflokkur komist að? Mín harða sannfæring er að öllu skuli til tjalda að þessi Esb. flokkur véli ekki Íslendinga inn í Evrópusambandið. Mb. Kv. Er orðin þreytt,læt þetta nægja um þetta álita mál að sinni. mb.kv.

Helga Kristjánsdóttir, 13.10.2012 kl. 02:31

28 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sæl Ásthildur,

Þú skrifar: Í sambandi við 111 greinina, þá er eins og Axel nefnir seinni hluti hennar sem tekur fast á því að " Samþykki aLþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds, skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðsu er bindandi.

Bara að þessi möguleiki sé fyrir hendi að það ÞURFI að kjósa framsal ríkisvalds það segir mér að segja NEI!
Ekki gleyma sem esb andstæðingur að þessi grein á ekki að vera þarna inni!
Stjórnvöld geta líka búið sér til aðstæður hvenær og hvernig verði kosið um þessa grein.

Guðni Karl Harðarson, 13.10.2012 kl. 02:37

29 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Rök: ef núverandi stjórnarskrá er svo slæm eins og margir vilja meina. Það sé ekki farið eftir henni. Hvernig á þá að tryggja það að farið verði eitthvað frekar farið eftir nýrri stjórnarskrá?

Eina leiðin er að tryggja sérstök atriði sem kæmi reynsla á með undirskrift fólks á sérstöku skjali sem væri 4-5 blaðsíður. Sem gengi út á að vinna að þeim atriðum meðal þjóðarinnar í ákveðinn tíma og binda þau síðan inn í stjórnarskrá. Eins konar yfirlýsing sem allir þegnar landsins yfir 18 ára að skrifa nafn sitt undir.

Guðni Karl Harðarson, 13.10.2012 kl. 02:43

30 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Það var óvart auka orð farið í annari setningu hjá mér.  

Guðni Karl Harðarson, 13.10.2012 kl. 02:45

31 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Björn, það er meiri vörn í frumvarpinu að nýrri stjórnarskrá en þeirri núverandi vilji illgjarnir stjórnmálamenn troða þjóðinni þangað sem hún vill ekki fara. Alþingi gerði okkur aðila að Evrópska efnahagssvæðinu, Shengen og öllu því apparati, án þess að spyrja kóng eða prest, hvað þá þjóðina. Hvar var vörn og öryggi núverandi stjórnarskrárinnar þá?

Við erum þegar orðin 70% aðilar að ESB þrátt fyrir eða öllu heldur vegna núverandi stjórnarskrár. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.10.2012 kl. 07:05

32 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir innlit og umræður.  Ég hef sagt það áður og segi enn ég ætla ekki að troða skoðunum mínum upp á nokkurn mann.  Ég vil einungis benda á mínar tilfinningar fyrir þessu máli. 

En ég hef verið að skoða þessi mál smávegis og komist að ýmsu sem þarf að koma á framfæri. 

Til dæmis var sett á stofn stjórnarskrárnefnd árið 2005 sem starfaði undir stjórn Jóns Kristjánssonar, sú nefnd skilaði áfangaskýrslu.   árið 2007.  Lítið hefur farið fyrir þeirri vinnu síðan. http://www.althingi.is/altext/133/s/1293.html. Þessi nefnd stefndi að því að skila tillögum inn árið 2006.  Lítið var úr því.  Í tillögum að stjórnarskrá  Í áfangaskýrslunni  febrúar 2007 http://www.stjornarskra.is/media/frettir/februar.pdf Má sjá eftirfarandi: (Utan máls)

Enn fremur er rétt að minna á svar þáverandi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar á Alþingi vorið 2003 um helstu áherslur hans ef til endurskoðunar stjórnarskrárinnar kæmi.(67.mál á 130 löggjafarþingi).  Nefndi hann einkum að í þeim köflum sem mestur bráðabirgðabragur væri á Þ.e. I og II kafla stjórnarskrárinnar, þyrfti að draga upp skýrari mynd af ríkjandi stjórnarfari, ekki síst varðandi valdheimildir forseta og ráðherra.  Þá fluttu þingmenn Samfylkingarinar þingsályktunartillögu (9.mál á 131. Ljöggjafarþingi) um nefnd með fulltrúum allra þingflokka skyldi endurskoða stjórnarskrána. Eru þar talin upp 9 meginatriði sem nefndin eigi að fjalla um: Sameign þjóðar  á náttúruauðlindum, þjóðaratkvæðagreiðslur, eftirlitshlutverk Alþingis, gildi alþljóðlegra mannréttindansamninga, framsal ríkisvalds , samband ríkis og kirkju, þrenging heimilda til til setningar bráðabirgðalaga, landið sem eitt kjördæmi og aukin réttindi og ahrif einstaklinga og kjósenda. 

Takið eftir orðalaginu þar sem mestur bráðabirgðabragur er á.

Og síðan. Í inngangi:

1.       2.1. Inngangur.

Þar segir m.a.  Uppbygging stjórnarskrárinnar ber keim af því að hún er að stofni til frá 19. Öld.  Þannige er kaflinn um mannrétindi aftastur en hann er víða fremstur í nýlegri stjórnarskrám. Þá einkennist stjórnarskráin af knöppu orðalagi og löggjafanum er víða eftirlátið að útfæra nánar efnisatriði. Sú heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar sem fara átti fram eftir að lýðveldisstjórnarskráin var sett 1944 hefur aldrei orðið að veruleika.  Breytingar á einstökum köflum og afmörkuðum viðfangsefnum hafa hins vegar náð fram að ganga, oftast varðarndi tilhögum kosninga og kjördæmaskipan, en einnig víðtækari breytingar eins og varðandi starfshæti Alþingis 1991 og endur skoðaður mannréttindakafli 1995.

Þarna er viðurkennt að núverandi stjórnarskrá er barn síns tíma og að sú heildarendurskoðun sem átti að fara framl eftir að lýðveldisstjórnarskráin var sett 1944, hefur aldrei orðið að veruleika. Þetta var þá árið 2007.

árið 2012 er þessi sama stjórnarskrá svo góð að það má helst ekki hrófla við henni. Meira að segja Davíð segir að bráðabirgðabragur sé á henni.

En svo er það þjóðfundurinn.

Niðurstöður þjóðfundar: http://thjodfundur2009.is/ Þar sem 950 manna slembiútak var kallað saman til að vinna að því helsta sem þjóðin vill sjá í stjórnarskrá. 
Eru menn ef til vill búnir að gleyma þjóðfundinum?  Þar voru sett fram orð með merkingu, bar þar hæst þessi gildishlöðnu orð:  Heiðarleiki, réttlæti, virðing, jafnfétti, ábyrgð, kærleikur og fleiri.

http://www.thjodfundur2010.is/   

Hér er líka grein eftir Guðrúnu Pétursdóttur sem stjórnaði m.a. þjóðfundinum.  Ég hef mikið álit á Guðrúnu Pétursdóttur sem mér finnst vera gegnheil manneskja, vel gefin og vel menntuð réttlát kona.  En hér svarar hún Reimari: Illviljinn meiðir kallar hún greinina sína: http://www.visir.is/illviljinn-meidir/article/2012710129931

Að lokum þetta: ég hef ekkert álit á þessari ríkisstjórn og vantreysti henni fram í fingurgóma. En að gera lítið úr öllu þessu starfi fjölmargra íslendinga sem hafa lagt hönd á plóg er ekki fallegt. Og í mínum huga snýst þetta einfaldlega ekkert um þessa ríkisstjórn lengur. Hún má eiga það að hún kom þessu á koppinn, en það er úr hennar höndum í dag. Það erum við fólkið í landinu sem þurfum að gera það upp við okkur, að vel athugðu máli og án æsings, hvort við viljum meðtaka það sem unnið hefur verið að síðan þjóðfundurinn var, eða hvort við viljum það ekki. Það er ekki flóknara en það.

Ég skipti um skoðun, og eftir því sem ég kynni mér málin betur, því sannfærðari er ég um að ég gerði rétt.  það þarf að aðskilja þetta tvennt, ríkisstjórn og stjórnarskrána. Það gæti farið svo að eftir næstu kosningar verði komin ný ríkisstjórn, mjög líklega, og ef fer sem horfir, þá mun SJálfstæðisflokkurinn spila þar stórt hlutverk. Er enginn hugsun um það að það væri nú ef til vill betra að hafa góða og skilvirka stjórnarskrá sem hefti klíkuskap, spillingu og vinavæðingu? Eða viljum við bara endurnýja hrunið og 2007? Bara spyr. Og nú er þetta orðið svo langt að enginn nennir að lesa það. En það verður þá bara að hafa það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2012 kl. 12:11

33 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Biðst afsökunar á ritvillum í tilvitnunum.  En þar sem þetta er í Pdf skjali er ekki hægt að afrita það beint, eða ég hef allavega ekki nægilega kunnáttu til þess. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2012 kl. 13:16

34 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er vonandi að sem flestir átti sig á því að stjórnarskráin er fyrir þjóðina en ekki bara fyrir þá sem þurfa pólitíska sérmeðferð vegna hagsmuna.

Kannski skilja einhverjir sjálfstæðismenn það að lokum.

Óskaplega er það slæmt hversu oft það opinberast að fólk sem telur sig vera bundið í stjórnmálaflokki gleymir þeirri skyldu hvers hugsandi einstaklings að beita eigin dómgreind í pólitískum álitamálum.

Árni Gunnarsson, 13.10.2012 kl. 19:03

35 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er sorglega satt Árni.  Vonandi ber okkur gæfa til að samþykkja stjórnarskrána, það mun verða okkur til góðs í framtíðinni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2012 kl. 19:41

36 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég skora á fólk að kynna sér sjálft nýju stjórnarskrána, ekki lepja upp hræðsluáróður og útúrsnúninga. Farið sjálf í frumheimildir!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.10.2012 kl. 12:19

37 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega Anna mín, nákvæmlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2012 kl. 13:23

38 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ertu ekki til í að skipta aftur um skoðun Ásthildur?

http://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/entry/1263016/

Guðni Karl Harðarson, 18.10.2012 kl. 01:07

39 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrit þetta Guðni minn, ég mun spyrja út í þetta atriði strax.  Svo sannarlega hefur Jón Bjarnason oft staðið með réttindum landsins.  Því tel ég þetta þarfnast útskýringa og mun sækjast eftir þeim. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2012 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022152

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband