Nýja Stjórnarskráin - fundur.

Ég fór á fundinn í dag með Þorvaldi Gylfasyni, Lýði Árnasyni, Lísbet Harðardóttir og fleirum.

Þorvaldur Gylfason hélt gott erindi um vinnu og atburðarrás að því hvernig þessi stjórnarskrárumræða byrjaði.  Hann lýsti því yfir sem vitað er að allir stjórnmálaflokkar hafa haft það á stefnu sinni að skrifa nýja stjórnarskrá. 

Lísbeth sagðist vera rödd unga fólksins, ég er ung, er að ganga með börn og lifa lífi unga fólksins, sagði hún og hér vantar algjörlega þann hóp inn í umræðurnar.  Unga fólkið hreinlega hefur ekki áhuga á þessum málum, eða að það hefði mátt standa betur að auglýsingum á fundinum.  Algjörlega punktur sem vert er að skoða.

Lýður hélt svo fyrirlestur um það sem stjórnarskráin inniber. 

Fyrir utan alla stjórnmálaflokkana krafðist Búsáhaldabyltinginn nýrrar stjórnarskrár.  Því næst kom Rannsóknarnefnd Alþingis með kröfu um það sama og síðan stjórnalaganefnd.  Svo var þjóðfundurinn með um 950 manna úrtaki frá allri þjóðinni, og svo Stjórnlagaþing, sem var reyndar dæmt ógilt, en var síðan sett á laggirnar sem stjórnlagaráð.

Því meira sem ég kynni mér þessi mál, því sannfærðari verð ég í því að þetta sé það sem koma skal, ný stjórnarskrá sem í fyrsta lagi er alveg einstætt mál á heimsmælikvarða og svo tækifæri sem við fáum núna og kemur ekki aftur í bráð.

Hræðsluáróðurinn sem settur hefur verið af stað með þetta mál er skiljanlegur, en óþarfur.  Og sennilega runnin undan rifjum þeirra sem ekki vilja missa spón úr sínum aski.  Og þess vegna er málið set ofan í þær skotgrafir sem það er í hér á blogginu.

Á fundinum var fullt af fólki með allskonar skoðanir stjórnmálamenn, Ólína Þorvarðar til dæmis og bæjarstjórnarmenn og almenningur.  Þeirra mestu áhyggjur voru um jöfnun atkvæða einn maður eitt atkvæði.  Það voru margir sem áttu illa með að sætta sig við það, þar var Ólína í flokki og hélt góða ræðu um það mál.

Ég fór á fundinn með þrjár spurningar frá mínu fólki hér á blogginu og svo fólki sem hringdi í mig í gær til að ræða þetta.

Þessar spurningar voru:

Ef nýja stjórnarskráin hefði verið í gildi þegar Icesave komu upp hefði þjóðin fengið þann aðgang að því máli sem varð?

Lýður Árnason svaraði þeirri spurning og sagði að það hefði alveg eins orðið þannig með nýju stjórnarskránni eins og þeirri gömlu.

spurning númer tvö; Ef tillögurnar að stjórnarskrá verða samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Getur Alþingi þá breytt þeim að vild eftir á, þar sem talað er um að þær séu einungis ráðgefandi.

Þorvaldur Gylfason sagði að vissulega gæti alþingi teygt og togað tillögurnar, en hann sagði að það væri bara þannig að ef samþykki þjóðarinnar liggur fyrir um þessar tillögur, þá verði þær samþykktar eins og þær liggja fyrir.  Það verði enginn hvati hjá alþingi að fara að breyta neinu sem skiptir máli eftir að vilji þjóðarinnar liggur fyrir.

Spurning númer þrjú var svona:  Er möguleiki á því að alþingi geti fellt út seinnihluta 111 greinarinnar, um bindandi þjóðaratkvæðagareiðslu.

Svar Lýðs var: Ef slíkt yrði gert væri þar um landráð að ræða og ekkert minna en það.

Þorvaldur kaus að svara þessu líka og sagði: Ef ég væri ESB andstæðingur, myndi ég fagna þessari grein sérstaklega, því þarna er algjörlega tekið á því að það er ekki hægt að framselja vald til annars ríkis eða ríkjasamband nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Og af því að Jón Valur vinur minn var að tala um að fullveldisframsal væri bannað í núverandi stjórnarskrá, og vísaði í 2. grein og þá 16. þá fór ég að lesa þær greinar.

Í númer 2. segir: Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið, forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdavaldið.  Dómendur fara með dómsvaldið.

Í þessari grein er að mínu viti hvergi tiltekið að bann sé við framsali, til dæmis ef við fáum forseta sem er á því að framselja sjálfstæði landsins.

16. grein hljóða svo:Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð og hefur forseti þar forsæti.  Lög og mikilvægar stjórarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.

Sem sagt þetta er í lagi með þann forseta sem við höfum núna.  En hvað með forseta sem er einlægur ESB aðdáandi eða vill færa öðru ríki eða ríkjasambandi sjálfstæði okkar?´

111 greininn tekur nefnilega af öll tvímæli um þetta.  Ef stjórnvöld vilja færa sjálfstæði landsins á silfurfati til annars ríkis eða ríkjasambands, þá kostar það þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Í fyrri pistli mínum sagði ég að ég hefði skipt um skoðun, því ég var algjörlega með þetta á hreinu að þessi nýja stjórnarskrá væri einmitt eitthvað til að koma okkur bak við tjöld inn í ESB að undirlægi Jóhönnu og Össurar.

En eftir því sem ég les mér betur til og hlusta á fólkið sem vann þessi drög, og aðdragandann að þeim, þá skil ég að hér er á ferðinni eitthvað svo merkilegt að við verðum að skoða það af alvöru sjálf, en ekki láta hagsmunaaðila toga og teygja sannleikann með hræðsluáróðri, til að fá okkur til að hafna þessu. Það er einfaldlega bara þannig að hvað sem þið gerið, þá endilega skoðið drögin, farið yfir gömlu stjórnarskrána og skoðið nýju tillögurnar sem voru unnar upp úr þeim þjóðarvilja sem þjóðfundurinn krafðist.

Þarna var maður frá Bæjaralandi á fundinum.  Hann sagði að hann væri mjög ánægður með hvernig við hefðum unnið úr þessum málum.  Hann sagði: ég þurfti að skipta um ríkisfang til að fá tækifæri til að kjósa um nýja stjórnarskrá í því landi sem ég vil setjast að í og búa. 

Eins og ég hef sagt áður, þetta mál er komið úr höndum ríkisstjórnarinnar, þetta er komið úr höndum alþíngis og þetta er núna algjörlega okkar mál að spila úr.  Því eins og bæði Þorvaldur og Lýður staðfestu þá getur alþingi og ríkisstjórn ekki grautað neitt í þessum tillögum ef afgerandi meiri hluti þjóðarinnar lýsir yfir einlægum vilja til að fá þessa nýju stjórnarskrá.  Ég vona að skynsamt fólk átti sig á því sem hér er að gerast.  Og fari allavega á kjörstað og kjósi.   Ef það kýs nei, þá er það líka afstaða sem ber að virða.  En ef menn segja já, þá er það vegna þess að þeir hafa tekið upplýsta ákvörðun um þann rétt sem verið er að færa þeim, að þeirra eigin ósk, því er það ekki einmitt það sem við höfurm verið að biðja um?  Meira réttlæti, burt með spillinguna og burt með klíkuskapinn.  fyrir þetta tvennt síðasta er byggð upp girðing sem á að girða fyrir að slíkt endurtaki sig í Nýja Íslandi.

Ekki kasta frá okkur tækifærinu að óathugðu máli.  Höfum kjark til að skoða málin og þora að taka okkar eigin afstöðu.   

ÍSl. Fáninn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl Ásthildur Cesil; æfinlega !

Í Guðanna bænum; láttu ekki blekkjast af Þorvaldi Gylfasyni - Lýð nokkrum Árnasyni, né neinum af því packi, sem þeim fylgir að málum, fornvinkona góð.

Allt saman; Andskotans Hýenur, í Sauða gærum, sem ganga erinda Jóhönnu og Steingríms ósómans; þér, að segja.

Þetta lið; spilar á Heimskunna flónsku þorra Íslendinga, skoðir þú öll mál, til hlítar, Ásthildur mín.

Eða; hvers vegna, hafa þeir Þorvaldur og Lýður aldrei gert opinbera kröfu til þess, að Stjórnarráðs fénaðurinn, virði og starfi, eftir núverandi Stjórnarskrá ?

Svona; til ígrundunar, nokkurrar !

Með beztu kveðjum; sem oftar, af utanverðu Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.10.2012 kl. 20:31

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Minn kæri Óskar, ég læt ekki blekkja mig í neinu.  Ég skoða hlusta og fer yfir málin.  Og svo kemst ég að niðurstöðu.  Ef til vill af því að það var ekki í þeirra valdi Óskar minn að heimta slíkt einir og sér.  Allt eftirlit og aðhald er í molum hjá okkur, og þeir sem hafa verið kjörnir eða ráðnir til að hafa það vald hafa brugðist eða eru meðvirkir.  Þess vegna verður gott að fá stjórnarskrá sem virkilega tekur á málunum og girðir fyrir mistök af þeirri stærðargráðu sem komið hefur í ljós undanfarin ár.  Við verðum bara að þora að skoða þetta af opnum buga.  Taka síðan meðvitað ákvörðun með eða á móti.  En ekki láta hræða okkur til að taka bra einhverj ákvörðun af því að einhver segir þetta eða hitt.  Þannig er það bara elskulegur minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2012 kl. 20:37

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta svokallaða stjórnlagaráð hefur ekki getað bent á neitt ríki sem setur það í stjórnarskrá að heimilt sé að framselja fullveldi landsins.ísland verður eina ríkið í veröldinni sem það hefur í stjórnarskrá ef af verður.Það hefur margoft komið fram hjá íslenskum ESB sinnum að nauðsynlegt sé að fá 111 greinia í stjórnarskrá svo hægt sé að ganga frá samningi við ESB.Nú síðast í ályktun aðalfundar Já-ísland og 60 manna hópnum.Ef þetta ákvæði er ekki í stjórnarskrá getur Alþingi ekki gengið frá samningi við ESB fyrr en breyting hefur orðið á stjórnarskránni.En þar að auki er ekki annað sjáanlegt samkvæmt þessari 111 grein en að Alþingi sjálft eigi að meta það hvort um fullveldisframsal er að ræða eða ekki,rétt eins og var við samþykkt EESsamningsins.Hvað þjóðaratkvæðagreiðlu varðar ef Alþingi telur að ekki sé um fullveldisframsal að ræða ef gerður verður samningur við ESB,þá verður að safna undirskriftum og síðan geta kanski örfá 5 ráðið því hvort Ísland verður fullvalda ríki eða ekki.Og það sker í augun að það fólk sem mest talar um þjóðaratkvæði hafnar því algjörlega að íslendingar fái að kjósa um það hvort aðlögunarviðræðunum við ESB skúli haldið áfram.

Sigurgeir Jónsson, 6.10.2012 kl. 20:44

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á að vera % ráðið því.

Sigurgeir Jónsson, 6.10.2012 kl. 20:46

5 identicon

Sæl; á ný !

Löngum; hafa Vestfirðingar frændur mínir (í föðurættir, móður minnar) verið ginnkeyptir fyrir alls konar skröki og prettum - og því kannski; komið fyrir þeim landshluta, sem komið er. Og það; þrátt fyrir yfirgnæfandi fegurð Suðurfjarða Barðastrandar sýslna - Á LANDSVÍSU, vel; að merkja - Ásthildur mín

Þetta Reykjavíkur hyski;  ER EKKI MARKTÆKT á nokkurn hátt Ásthildur mín, þegar það vill einungis GLEYPA auðlindir okkar landsbyggðarfólks - sem og afurðir allar, eins og sagan vottfestir, hvað bezt, fornvinkona góð.

Út í Þormóðssker - eða Kolbeinsey. með þetta Stjórnlaga ráðs óráðs pack, ALLT SAMAN !!!

Geta tekið; Bjarna og Jóhönnu / Sigmund Davíð og Steingrím J. með sér !!!

Hvílík landhreinsun; ef verða mætti !!! 

Ekki síðri kveðjur; hinum fyrri, aldeilis /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.10.2012 kl. 20:52

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það sem er furðulegast við þessar tillögur ríkisstjórnarinnar og stjórnlagaráðs er það, að það er ekkert í þeim sem segir skýrt hvernig skuli meðhöndla hugsanleg brot á stjórnarskránni af hálfu Alþingis eða framkvæmdavalds,Ekkert sem segir að slíkum málum skuli vísað til Hæstaréttar eð stjórnlagadómstólsAð láta sér detta í hug að hægt sé að ákveða í þjóðaratkvæði, kanski með örfáum % þjóðarinnar hvað sé fullveldisframsal eða ekki er rugl, enda frá krötunum komið og Steingrími J. Sigfússyni og Þorvaldi Gylfasyni og þeirra meðreiðarfólki sem svífst einskis víð að svipta Ísland fullveldi og koma því inn í ESB.

Sigurgeir Jónsson, 6.10.2012 kl. 21:00

7 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sælt veri fólkið.  Ég var á umræddum fundi á Ísafirði í dag og verð að segja fyrir mitt leiti að ég var mjög sáttur við fundinn og þá kynningu sem þar fór fram.  Ég lýsti því þarna yfir að ég sé mjög sáttur við framkomna tillögu að nýrri stjórnarskrá og ég tel öll atriði í henni vera til bóta frá því sem nú er.

Sumir aðilar sem ekki virðast hafa lesið þessi drög, hafa sérstakar áhyggjur af mögulegu fullveldisframsali sem ný stjórnarskrá gæfi þinginu.  Í sömu yfirlýsingu má draga þann skilning að núverandi stjórnarskrá tryggji það einhvað betur.  Já er það, hvað með aðildina að NATO, EFTA, ESB.  Var það ekki fullveldisframsal sem þar gerðist.  Og var þjóðin spurð, nei þjoðin fékk ekkert að tjá sig.  En nýja stjórnarskráin tryggir það.

Sigurður Jón Hreinsson, 6.10.2012 kl. 21:42

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta Sigurður, já þessi fundur var afar upplýsandi og góður.  Það er bara þannig að það er ekkert verið að villa um fyrir fólki né framselja eitt eða neitt. Og þetta er bara ekki neitt í höndum ríkisstjórnarinnar.  Þetta er nákvæmlega í höndum þjóðarinnar og tækifæri sem gefst ekki aftur í mörg ár.  Og nú spyr ég, hvernig ætla foreldrar og afar og ömmur að útskýra fyrir börnunum sínum að þau hafi klúðrar því big time að skera á spillinguna og klúðrir þegar þeim gafst tækifærið, af því að þau voru of hrædd við að taka ákvörðunina.  Ég myndi ekki vilja vera í þeim sporum.  Ekki frekar en ég vildi horfa framan í börnin mín og segja þeim að ég hefði selt þau inn í ESB.  Við berum ábyrgð hvert og eitt.  Og það þýðir að við þurfum að horfast í augu við það sem við gerðum, langt til baka, þegar spurningarna vakna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2012 kl. 22:50

9 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Margt; hefir Sigurgeir Jónsson til síns máls, sem oftar.

Sigurður Jón; og Ásthildur Cesil síðuhafi og gestgjafi, góður !

Þið góða fólk; bæði tvö, eruð á algjörum villigötum - getur verið, að nágrenni mitt við Reykjavíkur slektið (í Hveragerðis og Kotstrandar skírum), geri það að verkum, að ég eigi auðveldara með, að tortryggja það lið, suður við miðbik Faxaflóans - sem hefir arðrænt landsbyggðina út í eitt, en fjarlægð ykkar geri ykkur bjartsýnni, á þróun mála ?

Sé svo; er almennt illa komið fyrir íbúum, hinna fjarlægari staða, úti á landi, gott fólk.

Sízt; lakari kveðjur - hinum fyrri, og áður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.10.2012 kl. 22:59

10 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ég held að það væri þjóðráð að biðja Bikupsrævilinn að leggjast á bæn og biðja fyrir því fólki sem túir á þvæluna í þorvaldi Gylfasyni, hún gerði þá gustukarverk svona einu sinni,ef hún trúir á Guð að segja?

Vilhjálmur Stefánsson, 6.10.2012 kl. 23:07

11 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Óskar.

Nú fullyrðir þú að "Reykjavíkur hyski" hafi arðrænt landsbyggðina út í eitt.  Það kann að vera rétt á ákveðinn hátt, en hvernig hefur núverandi stjórnarskrá varið okkur fyrir þeim ósóma ?? 

Kann að vera að sú nýja geri það betur.  Ég vill amk láta á það reyna.

Sigurður Jón Hreinsson, 6.10.2012 kl. 23:09

12 identicon

Sæl; enn !

Sigurður Jón !

Hvergi; hafa pappírsgögn nein - hvorki núverandi Stjórnarskrá, né gælu snepill Þorvaldar Gylfasonar og félaga hans, til heiðurs Jóhönnu og Steingrími, á nokkra vegu með það að gera, ágæti drengur.

Ég hugði þig skilja; að það lægi í hlutarins eðli - Reykvíkingar láta öngva snepla; gamla sem nýja, stöðva sig þar, það þarf einfaldlega, að girða þá af, Sigurður minn.

Er þetta þér; svo nokkuð torskilið, að kalla ?

Ekki lakari kveðjur; sem öllum fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.10.2012 kl. 23:17

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Öðruvísi mér áður brá,ég er Óskari hjartanlega sammála.

Helga Kristjánsdóttir, 6.10.2012 kl. 23:27

14 Smámynd: Björn Emilsson

Tek eindregið undir með þeim Oskari Helga, Vilhjálmi Stefánssyni svo

og Sigurgeir Jónassyni... ´Island verður eina ríkið í veröldinni sem hefði það í stjórnarskra að heimila afsal fullvedlis´ Þvílk heimska.

Björn Emilsson, 7.10.2012 kl. 00:05

15 Smámynd: Haraldur Haraldsson

ég er algjörlega sammála Sigurgeir Jónssyni þarna læt ekki þessa fugla snúa mér með orfylgi Göbbels/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 7.10.2012 kl. 00:11

16 Smámynd: Ómar Gíslason

Með því að taka upp þessa nýju (gjaldþrota) stjórnaskrá erum við um leið að afsala okkur fullveldinu sem við sjálf viljum hafa. Því ef við samþykkjum þessa nýju drullu er Alþingið alfarið sem fer með öll mál þjóðin hefur ekkert um það að segja. Er það það sem við viljum?

Ómar Gíslason, 7.10.2012 kl. 00:27

17 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Það virðist ekki eiga vel við suma að rökræða.  Talið endilega áfram með rassgatinu.  Það fer ykkur betur.

Sigurður Jón Hreinsson, 7.10.2012 kl. 00:50

18 Smámynd: Björn Emilsson

„En þegar á íslandsströnd eru risnir þýskir fiskibæir og þýsk kauptún, hve leingi mun þess að bíða að þar rísi og þýskir kastalar með þýskum kastalaherrum og málaliði. Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar bækur? Þeir íslensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks leppríkis. Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima." Laxness (Eldur í Kaupinhafn. 13. kafli. Arnas Arnæus

Það er kannske huggun fyrir vestfirðinga að með innlimun í ESB, losna þeir undan þeirri ´kvöð að byggja upp Vestfirði´ Það munu Brussel menn sjá um.

Svo og eins og Oskar Helgi skrifar ´

Löngum; hafa Vestfirðingar frændur mínir (í föðurættir, móður minnar) verið ginnkeyptir fyrir alls konar skröki og prettum - og því kannski; komið fyrir þeim landshluta, sem komið er. Og það; þrátt fyrir yfirgnæfandi fegurð Suðurfjarða Barðastrandar sýslna - Á LANDSVÍSU, vel; að merkja.

Björn Emilsson, 7.10.2012 kl. 00:51

19 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Og; öllum vil ég þakkir færa, sem mína málafylgju vilja styðja, af einurð og drenglyndi.

Fremur; setur þig ofan, ágæti drengur - Sigurður Jón (í athugasemd nr. 17), þar sem þú hefðir fremur átt að viðurkenna rökþrot þitt, fremur en að taka til þeirra orðaleppa, sem öngva hefir þú sæmdina af, aldeilis.

Með; ekki lakari kveðjum - en öllum þeim, fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 01:13

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mín kæru eruð þið ekki algjörlega að tapa ykkur í hræðsluáróðrinum?.  Ég segi og skrifa að ég var algjörlega undir þennan hatt komin áður en ég ákvað að kynna mér málin.  Ég er alveg jafn mikið á móti ESB og þið, ég er alveg jafn mikið á móti þessari ríkisstjórn og þið, það stendur.  En ég ákvað að ganga aðeins lengra og virkilega fara og hlusta á það sem var verið að segja í þessu stjórnarkrármáli.  Og ég komst bara að annari niðurstöðu.

Verð að segja það elskurnar að ég sá einhvern tímann mynd frá vilta vestrinu sem hafði mikil áhrif á mig og ég held að ég gleymi aldrei, man ekki nafnið á myndinni eða söguþráðinn, en eitt man ég og situr í mér, að ungur maður í þorpi í Bandanríkjunum var sakaður um glæp, sem hann hafði ekki framið.  En málið var að bæjarbúar urðu svo reiðir, að þeir tóku engum sönsum.  Þeir tóku unga manninn veltu honum upp úr tjöru og fiðri og hengdu hann svo.  Allt án dóms og laga.

Og ég spyr mig að því, hvað getur skapað svona samfélag.  Jú það er að koma í bakið á okkur öllum, svik, hálfsannleikur og undirferli sem ríkisvaldið hefur stundað núna í mörg ár.  Þetta fólk bara hefur ekki hugmynd um hversu mikið þau eru búin að eyðileggja af trausti, virðingu og almennum viðskiptaháttum gagnvart þjóðinni.  Ég er reið, en ég er ekki reið út í ykkur kæru vinir, ég er í raun og veru reið yfir hvernig er búið að fara með traust þessarar þjóðar, og misbjóða svo að þegar loksins ætti að vera hægt að skera á spillingu og klíkuskap, þá hlustar þjóðin ekki lengur.  Hún er búin að fá svo gjörsamlega nóg að það er hingað og ekki lengra.  Þannig standa málin í dag, og í raun og veru er ekki hægt neitt við því að gera. Velt upp úr tjöru og fiðri og hengd. 

Við verðum bara að glutra niður þessu einstaka tækifæri til að leiðrétta það sem aflaga fór, af því að það er búið að misbjóða þjóðinni svo, að engu tauti verður við hana komið lengur.  Og ég segi nú bara:Stjórnvöld, fjórflokkur og spilltir þingmenn, skammist þið ykkar fyrir að vera búnir að rústa svo trúverðugleika þeirra sem eiga að gæta hagsmuna okkar að það er ekkert hægt að gera meira.  Skammist þið ykkar virkilega fyrir að æsa svo upp bestu sálir þessa lands, svo að þau treysta engum.  Fyrst og fremst ættið þið að skammast ykkar fyrir að hafa fyrirgert þeim rétti að fólk geti treyst ykkur fyrir landi og þjóð.  Þið ættuð bara öll að segja af ykkur, og hunskast út í horn og biðja okkur afsökunnar á hvernig þið hafið hagað ykkur gagnvart þjóðinni sem réð ykkur til að leiða landið. Ykkur hefur mistekist hrapalega og eigið ekkert annað eftir en að skríða burt og skammast ykkar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2012 kl. 02:02

21 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Bara svar Þorvaldar Gylfasonar við spurningu þinni nr.2 segir meira en nóg um þann mann. Að fullyrða að ef þjóðin samþykki þessar tillögur muni Alþingi samþykkja þær óbreyttar, er nokkuð langt seilst.

Fyrir það fyrsta er ekki verið að leggja tillögur stjórnlagaráðs fyrir þjóðin, til samþykktar eða synjunar, heldur er verið að spyrja þjóðina hvort þær tillögur skuli lagðar til grundvallar breytingu á stjórnarskrá. Um það er fyrsta spurning kjörseðilsins mjög skýr og þarf einstakann vilja til að mistúlka hana á þann hátt sem Þorvaldur gerir.

Í öðru lagi þá eru tillögur stjórnlagaráðs ekki þingtækar og þarf mikla yfirferð um þær tillögur til að svo megi verða. Þar er orðalag oft með þeim hætti að ekki gengur í stjórnarskrá, gengi ekki einu sinni í almennum lögum, vegna óskýrleika. Nú þegar er hafin vinna lögfræðinga til að yfirfara tillögurnar, bæði orðalag og hvort þær stangist á við alþjóðalög og samþykktir sem við erum aðilar að. Vinnu þessara lögfræðinga mun ekki ljúka fyrir en eftir að þjóðin hefur gengið að kjörborðinu, en ljóst þó að sú vinna mun breyta tillögum stjórnlagaráðs.

Þá kemur skýrt fram að kosningin er ráðgefandi og Alþingi ekki bundið af henni. Því er þessi fullyrðing Þorvaldar fullkomlega marklaus, eins og reyndar flest sem frá honum hefur komið um þetta mál.

Það er margt í tillögum stjórnlagaráðs sem orkar tvímælis. Má þar t.d. nefna greinina um þjóðareign náttúruauðlinda. Fyrir það fyrsta er stór spurning hvað orðið þjóðareign feli í sér og í öðru lagi er orðið náttúruauðlindir svo víðtækt og teigjanlegt, að útilokað er að nota það í stjórnarskrá. Stjórnlagaráðsliðar kalla þetta auðvitað útúrsnúninga, en það er full ástæða að skoða þetta vel og útiloka að síðar þurfi að rífast um túlkun þessara orða.

Þjóðareign. Hvað þýðir þetta orð? Hver fer með og ráðstafar þjóðareign? Á að færa það í meirihluta Alþingis hverju sinni hvernig með náttúruauðlindir skuli farið? Eiga 32 misvitrir þingmenn að hafa úrslitavald um nýtingu allra náttúruauðlinda landsins? Svari nú hver fyrir sig.

Náttúruauðlindir. Þetta orð er ansi vítt og nánast hægt að teigja það og toga hvert sem menn vilja og ljóst að þegar vald 32 manna ræður um túlkun þess, getur illa farið. Þegar rætt er um náttúruauðlindir tala flestir um fiskinn í sjónum, en þetta er mun víðara en svo og nánast hægt að telja hvað sem er, bæði á láði og legi sem náttúruauðlind. Í tillögum stjórnlagaráðs eru tiltekin ákveðin atriði sem teljast náttúruauðlindir. Þau eru; "náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttindi." Að auki er talað um þjóðareign undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar. Ef þessi upptalning er tekin þröngt og sagt að þar með séu upptaldar allar okkar náttúruauðlindir, er samt sem áður um verulega óvissu að ræða. Nytjastofnar og auðlindir hafs og hafsbotns eru vissulega eign þjóðarinnar. Það er ekkert sem mælir gegn því að það sé sett í stjórnarskrá, enda ekki nein breyting frá því sem nú er. Nytjastofnar eru nýttir samkvæmt því sem Alþingi ákveður, nú samkvæmt ráðgjöf fiskifræðinga. Þeir sem svo nýta þessi gæði, veiða fiskinn, verða að greiða fyrir það til ríkisins. Þar mun engi breyting verða. Það er þegar kemur að öðrum atriðum sem efasemdir fara að vakna. Það er skýrt tekið á því í tillögum stjórnlagaráðs að einungis sé um að ræða nattúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu, en jafnframt er lagt bann við sölu slíkra réttinda. Því munu þau öll lenda á hendi ríkisins jöfnum höndum og núverandi eigendur gefa upp öndina. Það mun því verða í höndum 32 misvitra þingmanna að ákveða hver fær að nýta uppsprettur landsins, heitar og kaldar, og hvað skuli borgað. Það munu 32 misvitrir þingmenn ráða hvort námur eru nýttar og hvaða gjald skuli greiða fyrir efni úr þeim. Það sér hver maður að slíkt er einungis afturhvarf til hins tæra sovétsósíalisma, auk þess sem ekkert er ekið á um bætur til þeirra sem eiga þessi réttindi nú en vilja selja.

Þarna fer ég yfir ágreining um túlkun einnar greinar af 114 greinum stjórnlagaráðs. Margar fleiri eru þessu marki brenndar, óljósar og þannig fram settar að auðvelt er að túlka þær á fleiri en einn veg. Auðvelt að teigja þær og toga. Má t.d. nefna þann ágreining er kom upp síðasta vetur um störf og skyldur forsetans. Þá gátu ekki einun sinni ráðsmenn sjálfir komið sér saman um túlkun og lögfræððingar sögðu sitt og hvað. Á virkilega að leggja af stað með stjórnarskrá sem þannig er ástatt fyrir?

Það er þó sérstaklega ein grein þessara tillagna sem er hættuleg, stór hættuleg. Það er grein nr.113, um breytingar á stjórnarskrá. Þar er gert ráð fyrir því að Alþingi geri breytingar á stjórnarskrá, eins og nú. Í stað þess að þing sé rofið og nýtt Alþingi samþykki þær einnig, er gert ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um slíka breytingu. Þetta er allt gott og til bóta, ef ekki kæmi til hinn undarlegi seinnipartur þeirrar greinar, þar sem gert er ráð fyrir að hægt sé að sleppa þjóðaratkvæðagreiðslunni ef 5/6 hluti Alþingis samþykki breytinguna. Þarna er farið vel af stað en svo kúvennt og niðurstaðan skelfileg. Það er í raun verið að færa 51 manni það vald að breyta stjórnarskrá landsins! Hvar er lýðræðið?!

Það er auðvitað margt í tillögum stjórnlagaráðs sem efnislega er ágætt, þó framsetningin sé út í hött. Það er þó fleira sem ekki er til bóta og sumt beinlínis til hins verra, eins og t.d. 111. greinin. Þá er kaflinn um kosningafyrirkomulagið þvílík steypa að nánast nær ekki nokkru tali. Það er því útilokað að samþykkja fyrstu spurninguna, jafnvel þó þar sé spurt hvort þessar tillögur eigi einungis að vera til grundvallar að nýrri stjórnarskrá. Til þess eru þessar tillögur of gallaðar.

Gunnar Heiðarsson, 7.10.2012 kl. 02:19

22 Smámynd: Þórir Kjartansson

Athyglisvert að renna yfir kommentin sem komin eru við þetta ágæta blogg Ásthildar.  Andstæðingarnir hafa lítið til málanna að leggja annað en gífuryrði og skítkast út í nafngreindar persónur. Sýnir best málefnafátækt þeirra sem eru á móti þessu þarfa máli.  Undanskil þó Gunnar Heiðarsson sem ræðir málið á vitrænum nótum.

Þórir Kjartansson, 7.10.2012 kl. 08:08

23 identicon

Mikið er ég sammála Gunnari um hvað þetta er allt teygjanlegt og óljóst.  Því miður er maður litlu nær eftir að hafa lesið bæklinginn.

Það sem ég sakna er eitthvað afgerandi sem sannarlega mundi breyta hlutunum til batnaðar

en ekki bara enda sem lögfræðilegt álitamál

Grímur (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 08:35

24 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Gunnar hittir naglann rækilega á höfuðið, þetta er einmitt ástæðan fyrir því að svona margir eru á móti þessu, því það skiptir engu máli hvað stendur í tillögunum frá ráðin (margar ágætist tillögur), því að það á eftir að breyta og "laga til" allt sem þar stendur og það verður gert af ríkisstjórninni hvort sem það er þessi eða næsta.

Helsti galli ykkar fylgjenda þessar breytinga er að lesa yfir tillögurnar þegar þið ættuð að vera lesa vandlega yfir spurningarnar sem verða í atkvæðagreiðslunni, þær eru það sem skipta máli, einnig má ekki gera þau mistök að bera saman spurningarnar sem spurt er um við tillögurnar frá ráðinu því ekkert samhengi er öruggt þar á milli, spurningarnar eru það sem skiptir máli ekkert annað. 

Enginn í þessu ráði hefur getað svarað því með Jái hvort að þessar tillögur ráðisins fari óbreyttar inn í stjórnarskránna ef þær eru samþykktar eða einhverju verði ekki bætt við, það segir allt sem segja þarf um það.

Þess vegna er svo mikilvægt fyrir alla Íslendinga að mæta á kjörstað og haka Nei í spurningu 1. Ekki endilega af því að við erum ósammála því að breyta þurfi stjórnarskránni heldur út af því að við mótmælum framkvæmdinni á þessu.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 7.10.2012 kl. 09:37

25 Smámynd: Óðinn Þórisson

Aðalatriðið er að segja NEI við 1. spuningunni - ef meirihluti segir NEI við henni er þetta fallið.

Óðinn Þórisson, 7.10.2012 kl. 09:51

26 identicon

Það sem mig langar að vita er hvað er það mikið hlutfall af þjóðinni sem þekkir núverandi stjórnarskrá það vel að hægt sé að segja að þjóðinn taki upplýsta ákvörðun ?

sturla jónsson (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 10:40

27 identicon

"Það sem mig langar að vita er hvað er það mikið hlutfall af þjóðinni sem þekkir núverandi stjórnarskrá það vel að hægt sé að segja að þjóðinn taki upplýsta ákvörðun ?"

Nákvæmlega sammála þessu. Mikið væri gaman að vita hversu margir hafa gefið sér tíma til þess að kynna sér gildandi stjórnarskrá og drögin að þeirri nýju líka. Það er ekkert að því að mynda sér skoðun og standa við hana, það er hinsvegar öllu óhugnanlegra að mynda sér skoðun að óathuguðu máli.

Dagný (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 11:00

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er með hana útprentaða hér á borðinu fyrir framan mig.  Veit ekki um aðra.  En svo eru bæði nýju tillögurnar og stjórnarskráin hlið við hlið  í bæklingnum sem kom inn um lúguna hjá mér um dagin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2012 kl. 11:10

29 Smámynd: Elle_

Fyrirgefðu Þórir, það má og ætti að gagnrýna Jóhönnu, Steingrím og Þorvald Jóhönnu harkalega.  Það er það eina sem þau hafa unnið fyrir: Brussel og allt fyrir Brussel, eins ICESAVE og nú eyðilegging á stjórnarskránni.

Elle_, 7.10.2012 kl. 12:09

30 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Góður pistill hjá þér Ásthildur og þarfur. Eftir að hafa hlutsað á skýringar Stjórnlagaráðsmanna get ég ekki séð þessa "óljósu, teygjanlegu" þætti sem ágætir andmælendur þínir eru að nefna. 

Hafa menn lesið "gömlu" stjórnarskánna sem var úrelt fædd? Miðað við nýju stjórnaskránna okkar er hún úr gúmmí.

Alþingi gat ekki komið frá sér nýrri stjórnarská eins og til stóð svo við kusum okkur á lýðræðislegasta hátt sem hægt var Stjórlagaráð sem nú hefur skilað frábæru verki.  Stjórnaskrá sem með gildistöku verður okkar stærsta skref til aukins Lýðræðis. Hvernig geta menn verið á móti því?

Ólafur Örn Jónsson, 7.10.2012 kl. 12:13

31 identicon

Ásthildur mín þakka þér fyrir að koma spurningu minni á framfærivið Þorvald G skelegg að vanda . Það er að segja spurningu númer 2  um það hvort Alþingi geti breytt niðurstöðum  skoðanakönnunarinnar.

Að sjálfsögðu gat hann ekki neitað því og gat ekki verið naður til að játa því heldur almennilega að það væri rett að Alþingi  hefði  ALLAN   RETT  TIL  ÞESS.

Hvaðan kemur honum vald til að tala fyrir munn meirihluta þingmanna. Mar ekki eftir að hafa heyrt jafn bratt kosningaloforð ekki einu sinni frá Sjálfsstæðisflokknum:)

Er nokkur einasta leið að sjá EKKI í gegnum þetta?

Það segir í gömlum sögum að Skrattinn  vilji ekki  svara  spurningum með annað hvort JÁ eða Nei. Vgrn þess að honum sé meinilla við að setja sig í þann vanda að hafa hlutina á hreinu.

Þannig að hann geti farið sínu fram  En verði samt ekki hankaður á því.

Sólrún (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 12:27

32 identicon

Komið þið sæl; sem áður - og fyrri !

Þórir Skaftfellingur Kjartansson !

Stjórnmálahyskið íslenzka; á fyrir hverri þeirri ákomu, sem ég hefi að þeim beint að minnsta kosti - þó; ég hyggist ekki tala, fyrir aðra skrifara, neitt sérstkalega, ágæti drengur.

Ef eitthvað er; er ég full hógvær í ályktunum hér, hjá hinum mæta gestgjafa okkar; Ásthildi Cesil Þórðardóttur, Víkverji góður.

Viltu ekki bara; skreiðast inn í einhvern Hellisskútann austur í Þakgili, sé þér um megn, að þola þessa umræðu, Þórir minn ?

Sturla Jónsson; á hér - sem oftar, skynsamlegan punkt, þó ekki sé hann margmáll um hlutina, sá ágæti drengur, fremur venju.

Og; ekki lakari punktar, frá fornvinkonu minni Elle, sem hvergi dregur af sér, í fölskvalausri föðurlandsást sinni, - sem fyrr, sú mæta kona.

Ekkert síðri kveðjur; en þær fyrri, svo sem - en meðaumkunnarinar þó, til Sigurðar Jóns Hreinssonar, sökum ungs aldurs hans - sem reynsluleysis, að bezt verði séð / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 12:46

33 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ólafur.

Sólrún mín já, reyndar held ég að hann hafi ekki getað sagt annað.  En hann sagði síðar á fundinum að ef þessar tillögur yrðu samþykktar, færu þær svona í gegn eins og þær standa.  Hann ræddi um að tildæmis með þjóðkirkjuna sem er 62. gr. um að hin Evalingelska kirkja ætti að vera þjóðkirkja.  Það er ekki ákvæði um þetta í tillögunum.  En ef fólk samþykkir samkvæmt spurningunm sem lagðar verða fram að meirihlutinn vilji hafa þjóðkirkjuna inn í stjórnarskrá, þá verði þeim kafla einfaldlega bætt inn í stjórnarskrána eins og hún lítur út í tillögunum.

Það væru líka nokkrar greinar sem hægt væri að orða betur, sem ekki breyttu í neinu því sem væri verið að taka á.  En að öðru leyti myndi stjórnarskráin standa eins og hún er skrifuð. 

Um síðustu spurninguna um 111 greinina sagði hann að ef alþingi vogaði sér að reyna að slíta seinnihlutann frá um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, þá yrði barið í borðið og það svo fast að fjöllinn skylfu.  Þetta sagði hann með hita og þunga. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2012 kl. 12:52

34 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eins og hún lítur út í stjórnarskrá Íslands, ætlaði ég að segja.  " Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.  Breyta má þessum lögum."

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2012 kl. 12:55

35 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eiginlega sagði ég hreint út við Þorvald: margir halda að þú sem mikill ESB aðdándi sért með þessu að reyna að koma okkur bakdyrameginn inn í ESB.  Það var þá sem hann svaraði að ef hann væri andstæðingur ESB myndi hann fagna 111 greininni mjög, því þar væri skýrt tekið fram svo ekki yrði um villst að bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu þyrfti till. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2012 kl. 13:00

36 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ásthildur. Þú færð aldeilis athugasemdir. Þú segir.

Í númer 2. segir: Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið, forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdavaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.

Gildandi stjórnarskrá segir að fara skuli eftir stjórnarskrá og Öðrum Landslögum. Kafli X grein 85, 86,87 ofl í hegningalögunum seggja skírt að ekki megi semja við annað ríki. Það spáir engin í að lög okkar meina svona samninga hvað þá að tala við erlent ríki. Þetta er einfalt mál en stjórnarskráinn bendir á landslöginn.

Svo talar Lýður um Landráð og það yrði tekið á því ef stjórnin samþykki ekki það sem fólkið vill. Landrá var framin þegar stjórnin sótti um aðild að ESB og voru aftur brotin þegar þeir fóru ekki eftir hæstaréttar dóm vegna hvernig þeir höndluðu málin í kring um stjórnlaga ráðið. Ég sé marga punkta í þessum drögum en það voru brotin lög við þessa athöfn eins og ferillin vegna ESB.

Valdimar Samúelsson, 7.10.2012 kl. 13:35

37 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Svo ég verði ekki hengdur fyrir ritvillur þá er ritvilla sem allir sjá.

Valdimar Samúelsson, 7.10.2012 kl. 13:37

38 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Það er gegnumgangandi í ummælum andstæðinga nýrrar stjórnarskrár, að fram kemur mjög mikil vanþekking á plagginu.  Og af hlíst að gífuryrði eru undantekningalítið röng og of á öfugann veg.

Tökum sem dæmi margumtalaða 111. grein. þar sem menn segja að verið sé að varða leiðina inn í ESB.  Hvernig yrði slíkt ferli með núverandi stjórnarskrá?  Alþingi gæti eitt og sér ákveðið að ganga inn í ESB.  Hugsanlega gæti forseti skotið því til þjóðarinnar, hugsanlega ekki (fordæmi, NATO, EFTA, ESB).  Með nýju stjórnarskránni yrði málinu vísað til þjóðarinnar, ef þjóðin myndi samþykkja það hvað geta menn þá sagt við því ??  yrði það ekki lýðræðisleg niðurstaða, og eins ef þjóðin hafnaði málinu.

Gunnar,  skilgreining á þjóðareign er mjög skýr.  Það er td ekki ríkiseign eins og hús og bílar sem má selja og veðsetja, heldur náttúruauðlind eða menning sem þá ríkjandi kynslóð má nýta en ekki spilla eða eyða, heldur koma áfram til komandi kynslóðar.  Þegar tiltekið er að ekki megi selja náttúruauðlind í þjóðareigu er ekki verið að meina malarnámur í landi lögbýla eða sambærilegt.  Það er fyrst og síðast bannað að selja þjóðareign, fiskimiðin og annað í svipuðum dúr.  Og það þarf því að breita fiskveiðistjórnarlögum í framhaldinu.

Um 113 kaflann tel ég í raun óþarfi að hafa áhyggjur.  Þó svo að 51 þingmaður gæti hugsanlega komið stjórnarskrárbreitingum í gegnum eitt þing, þá er þjóðin talsvert áður kominn í veruleg vandræði að vera kominn með svo stórann hóp manna á þing sem ekki ber meiri umhyggju fyrir lýðræðinu.

Annars sýnist mér andstæðingar nýrrar stjórnarskrár flokkast í tvo hópa, þeir sem skilja ekki plaggið og þeir sem eru málpípur LÍÚ.

Sigurður Jón Hreinsson, 7.10.2012 kl. 13:53

39 Smámynd: Elle_

Kæra Ásthildur, þú segist hafa spurt Þorvald.  Hann er ómarktækur, eins og Jóhanna og co. og Steingrímur.  Og eins og Gunnar Heiðarsson lýsir vel að ofan.  Hann er maðurinn sem opinberlega kallaði andstæðinga gegn inngöngu í EU-ið ´öfgamenn´, já um 70% þjóðarinnar.  Hann er líka maðurinn sem sagði það ´hollt fyrir okkur að borga ICESAVE´ nauðungina. 

Elle_, 7.10.2012 kl. 14:04

40 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Valdimar Rétt hjá þér lög hafa verið margbrotinn, en einmitt með því að hækka girðingar og koma í veg fyrir að menn geti gert það sem áður var, eins og að tveir menn gátu sett Ísland á lista yfir viljugar þjóðir, Eins og að samþykkja EES og Schengen.  Þetta ætti ekki að vera hægt með nýju stjórnarskránni.  Ritvillur skipta engu máli hér minn kæri.  Og það sem Lýður átti við var að ef menn ætluðu sér að voga sér að klippa seinasta liðin aftan af 111 greininni væri landráð.  Enda er Lýður eindreginn antiESB maður eins og ég.

Þakka þér fyrir Sigurður.  Tek undir með þér.  ´

Elle mín, ég veit að Þorvaldur Gylfason er ESB sinni og allt það.  En ég held samt að hann sé nógu vandaður maður til að sjá að svona gengur það ekki fyrir sig, eins og hann sagði ég vil ekki troða þjóðinni inn í ESB ef hún er í meiri hluta á móti. 

Þetta með Icesave er geymt en ekki gleymt.  Og þeir sem þar voru með allskonar yfirlýsingar mega skammast sín ofan í botn mín vegna.  En ég held að flestir skynsamir menn sjái í dag að við höfðum rétt fyrir okkur þjóðin.  Og ég verð alltaf ánægðari með þjóðina eftir því sem lengra líður frá þessum atburði.  Við sýndum þá að við látum ekki plata okkur.  Og við munum sýna það aftir og enn.  Til dæmis núna gætum við gert það með því að lesa okkur vel til í bæklingnum sem barst inn í hvert hús, vandaður og góður þar sem bæði nýju tillögurnar liggja fyrir og svo gamla stjórnarskráin.  þeir sem þarna unnu eiga hrós skilið fyrir góð vinnubrögð.  ég ætla ekki að segja fólki hvað það á að kjósa.  Ég bara hvet alla til að skoða lesa og hugsa og mæta síðan og segja sína meiningu svart á hvítu. Og ekki blanda ESB eða óvinsælustu ríkisstjórn allra tíma inn í þá skoðun.  Þetta er einfaldlega allt annar hlutur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2012 kl. 14:26

41 identicon

Sum kommentin hérna bera þess greinilega merki að ekki er mikill áhugi á að jafnvel kynna sér hvað stendur í drögum að nýrri stjórnarskrá og er það mjög dapurlegt.  Það er bara farið beint í einstaklinginn sem í þessu tilviki er Þorvaldur Gylfason.  Af hverju snýst mestöll þessi umræða um hann?

Skúli (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 15:01

42 Smámynd: Þórir Kjartansson

Vel gæti ég hugsað mér,  Óskar minn Helgi,  að  sofa eina nótt í hellisskúta inni í Þakgili.  Enda erum við Skaftfellingar þekktir að rósemi  og höldum okkar skoðunum og æðruleysi fyrir alls konar upphlaupsmönnum. En meira óttast ég um ykkur Árnesinga sem búið í nágrenni við Hellisheiðarvirkjunina og alla þá jarðskjálfta sem af henni stafar.  Sá hristingur gæti alveg verið farinn að rugla heilastarfsemi fólks.

Með bestu kveðjum héðan úr Skaftárþingi

Þórir Kjartansson, 7.10.2012 kl. 15:03

43 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Ásthildur Cesil; mætur síðuhafinn !

Við; þú og ég - auk annarra þeirra, sem harðast stóðum gegn Icesave´s svikunum, skulum ALDREI gleyma þætti þeirra, sem fyrir  : Landsbanka svindlara innlendra - Breta og Hollendinga, stóðu.

Sumt þessa liðs; innlent, vel að merkja - vill nú ekki undir neinum kringum stæðum flagga, né viðurkenna fylgispekt sína, við þá gjörninga, alla.

Elle fornvinkona okkar; hamrar ALDREI of oft - fremur annarra, á þætti Þorvaldar litla Gylfasonar þar, fremur öðrum.

Stjórnlaga ráðs; óráðs fólkið voru / og eru ÖLL handbendi Grútarklíku Jóhönnu og Steingríms - og eru ekkert verðug nokkurrs trausts, framar.

Undir íslenzkum óheilla öflum; rær svo Reykjavíkur áþjánin, gott fólk.

Hversu margfaldan Kjalveg; úr Byskupstungum til Silfrastaða í Skagafirði, eða 2 - 3 faldan veg, á Suðurfjörðum Vestfjarða, hefði mátt vera búið að leggja - fyrir andvirði ógrynnis Gler- og Stálhýsa bygginganna, suður við Borgartún í Reykjavík - sem víðar þar um slóðir, fyrir þá fjámuni, sem Reykjavíkur skrímslið, hefir sogað til sín, frá landsbyggðinni, gott fólk ?

Og svo ætlast sumir hér; í þessarri umræðu til, að þetta lið syðra - og flím þess, sé tekið eitthvað alvarlegra !     

Með beztu kveðjum; sem endranær,  úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 15:11

44 identicon

Og; þakka þér fyrir, vinsamlega kveðjuna - sem ábendinguna úr hinu merka Skaftárþingi austur, Þórir minn.

Ekki síðri kveðjur; til þín og þinna, ágæti drengur.

ÓHH 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 15:13

45 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála því Óskar minn Icesave verður geymt en ekki gleymt, svo mikið er víst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2012 kl. 15:19

46 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þórir góð ábending, þar sem þarna voru 25 manns í stjórnlagaráði, þar voru þessar tillögur samþykktar einróma af öllum þeim sem tóku þátt.  Og þar var fólk úr öllum flokkum, öllu þjóðlífinu og ættað frá ýmsum stöðum.  Þannig að það er alveg ljóst að allir þessir 25 aðilar hafa lagt sitt á vogarskálina, ásamt þessum 950 manna þjóðfundi, stjórnlagaráði og öllum þeim sem sendu inn athugasemdir, því það var opið ferli og allir gátu komið með tillögur og það var fjallað um þær og tekið tillit til þeirra.  Því má segja með sanngirni að þetta frumvarp er svo sannarlega stjórnarskrá fólkisins í landinu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2012 kl. 15:23

47 Smámynd: Elle_

Nei, ég segi bara eins og Helga: Öðruvísi mér áður brá.   Og kæri mig ekkert um að lesa bleðilinn ef hann kemur inn um lúguna.  Ætla að merkja NEI við no. 1 eða mæta ekki.  Svo tek ég undir með þeim sem sjá í gegnum þetta (og Sigurður og Þórir gagnrýna harkalega).

Elle_, 7.10.2012 kl. 15:26

48 identicon

Athyglisvert að sjá allar þær túlkanir og ólíkan skilning á plaggi sem átti að vera hnitmiðað og auðskilið. Þar sem ætlaður tilgangur hefur greinilega vikið fyrir loðnu orðskrúði og merkingarlausu lýðskrumi.

sigkja (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 15:31

49 Smámynd: Elle_

Og þið sem eruð að tala um hvort fólk hafi eða vilji lesa tillögurnar og hafi lesið gömlu stjórnarskrána, viljið þið ekki sjálf lesa skýringar hinna?  Punkturinn er ekki drögin eða gamla stjórnarskráin, punkturinn er hvað illa eða ofbeldislega var staðið að málinu öllu.  Ekki síst að farið var gegn niðurstöðu Hæstaréttar, æðsta dómstóls landsins.  Og að við vantreystum ríkisstjórninni í málinu.  Vandamálið er ekki að við höfum ekki lesið núverandi stjórnarskrá.  Og takk Óskar minn Helgi.

Elle_, 7.10.2012 kl. 15:42

50 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Í kosningunum 20 okt. er ekki verið að kjósa um nýja stjórnarskrá Íslands, svo það sé alveg á hreinu.Það er verið að kjósa um tillögur sem ríkisstjórnin fyrst og fremst vill fá inn í stjórnarskrá.ESB sinnar leggja mikla áherslu á að tillögurnar verði samþykktar.Af hverju er það .Þarf að svara þeirri spurningu.Ég held ekki.Í Silfri Egils í dag sagði franskur stjórnmálafræðingur,Egill kallaði hann faðir evrunnar,að ríki afsöluðu sér fullveldi með ESB aðild.Hann sagði að ríki yrðu að velja á milli frelsis og verndunar.ESB mun sem sagt vernda íslendinga ef þeir afsala sér fullveldi og ganga í ESB.Kannast einhver við þetta.Lofuðu ekki nýlenduveldi Evrópu ríkjum vernd ef þau undirgengust þau á sínum tíma.Nei við fullveldisafsali íslands 20. okt.Nei við tillögum ríkisstjórnarinnar og stjórnlagaráðs.Nei við ESB. 

Sigurgeir Jónsson, 7.10.2012 kl. 15:50

51 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Líka mætti fólk íhuga hver stóð að "þjóðfundinum "sem stöðugt er verið að vitna í.Hann var ekki heldinn eftir neinum laga reglum frá Alþingi.Hann var haldinn af einka aðilum,svokölluðum útrásarvíkingum, og fór þar framstur galdrakarlinn í OZ.Hluti af OZ er nú kominn aftur til Íslands með fúlgur fjár og gerir allt sem honum dettur í hug kaupir banka ,stofnar flugfélag og þetta og hitt, eftir rausnarlegar afskriftir.Galdrakarlinn í OZ valdi fólk sem stjórnaði allri umræðu á fundinum sem var´ekkert annað en skrípaleikur.Að sjálfsögðu vill þetta lið ESB aðild til að geta haldið áfram að maka krókinn.Stjórnlagaráðið var ekkert annað en skrípaleikur til að fara fram hjá Hæstarétti.Nei við fullveldisafsali. Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 7.10.2012 kl. 16:04

52 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Bull og kjafæði hjá þér Sigurgeir.  Fundir sem þessir þurfa ekki einhvað sérstakt lagaumhverfi frá Alþingi.  Og ekki heldur þannig að þar sitji rjómi íslensks samfélags.  Gúgglaðu bara þjóðfundinn ef þú ert í einhverjum vafa.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/11/08/thjodfundurinn_vekur_athygli/

Segi það enn og aftur, að þeir sem eru á móti nýju stjórnarskránni annað hvort skilja hana ekki eða eru málpípur LÍÚ.

Sigurður Jón Hreinsson, 7.10.2012 kl. 16:18

53 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

23 af 25  þeirra, sem voru í stjórnlagaráði voru af Höfuðborgarsvæðinu, stærstur hlutinn fólk sem tengist Samfylkingunni.Einn var frá Akureyri sjúkur öryrki, og einn frá Húsavík, bóndi að verða áttræður sem ég veit ekki betur en hafi því sem næst verið kúgaður til að  samþykkja af ESB fólkinu.

Sigurgeir Jónsson, 7.10.2012 kl. 16:19

54 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Kannski er Björgólfur Thór að skipuleggja næsta þjóðfund með sínu fólki.Skipuleggja það sem má tala um og raða stjórnendum niður á borð.Hann hlýtur að geta fengið Laugadalshöllina lánaða hjá Jóni Gnarr,Hann hlýtur að fá fríar auglýsingar í Fráttablaðinu og Morgublaðinu og hjá ruv, af því að hann er að halda "þjóðfund" sem næsta stjórnarskrá á að byggjast á.Jafnarmenn hljóta að vija "jöfnuð" milli manna. Kanski leggur LÍÚ í púkkið.Nei við fullveldisafsali.

Sigurgeir Jónsson, 7.10.2012 kl. 16:30

55 Smámynd: Elle_

Verð að segja eitt enn: Sigurður Jón gerist ansi grófur að ofan: - - - andstæðingar nýrrar stjórnarskrár flokkast í tvo hópa, þeir sem skilja ekki plaggið og þeir sem eru málpípur LÍÚ. - - - 

Vá, vill ekki vitringurinn Sigurður Jón, yfirgagnrýnandi okkar, skýra hver okkar ´skiljum ekki plaggið´ og hver okkar erum ´málpípur LÍÚ??  Þú ætlaðir varla að taka undir þess ósvífni hans, Ásthildur mín, trúi því varla.  Hví ætti fólk ekki að ´skilja plaggið´ eins og hann?  Og eins og við vorum búin að skýra, nokkur okkar, snýst andstaða okkar ekki um nein drög, neitt plagg og ekki um að hafa ekki lesið gömlu stjórnarskrána.  Það er ofbeldið í málinu, gegn Hæstarétti og þjóðinni, það er vantraust okkar á ríkisstjórninni.  Við vitum fyrir hvað er verið að lemja málið í gegn: Stjórnarskrá breytt fyrir ESB-aðild  Við, þjóðin, erum nefnilega ekki með yfirráðin í málinu hvað sem Þorvaldur platar.

Elle_, 7.10.2012 kl. 16:36

56 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef sagt það áður og segi það enn Elle mín að ég skil ykkar sjónarmið vel, því á var á þessari skoðun, þó ég hafi nú ákveðið að skipta um, vegna þess að ég hef kynnt mér þetta og farið á þessa tvo fundi um málið.  Ég hef líka sagt að ég ætla ekki að snúa einum eða neinum.  Heldur einungis að segja frá minni upplifun af þessu máli.  Aðalmálið er að stjórnvöld geta sjálfum sér um kennt að vera búin að haga sér þannig að fólk treystir þeim engan veginn til góðra verka.  Það er svo komið að bara að Samfylkingin sé nefnd í sama orði og eitthvað annað vekur það efasemdir. 

En þetta mál snýst ekki um Samfylkinguna né stjórnsýsluna heldur um okkur og það sem við viljum gera í málinu. 

Ég held að það sé líka gott að blása út um þessi mál.  Það minnkar pressuna á sálartetrinu. Nóg er nú samt. 

Sigurgeir minn það er alls ekki gott að sjá drauga í hverju horni.  Það gerir engum gott. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2012 kl. 16:53

57 identicon

...þeir sem eru á móti nýju stjórnarskránni annað hvort skilja hana ekki eða ... hvað höfum við þá að gera með stjórnarskrá sem stór hluti þjóðarinnar skilur ekki? Hvað höfum við að gera með stjórnarskrá þar sem engir tveir geta verið sammála um merkingar og afleiðingar fagurlega orðaðra atómljóðana?

Og til dæmis hvað höfum við að gera með stjórnarskrá þar sem bókstafleg merking er allt önnur en farið var af stað með? Þar sem  börn hafa sama rétt til bílprófs og áfengisdrykkju og aðrir? Þar sem fólk með barnagirnd hafa sama rétt til að vinna með börnum og aðrir? Þar sem allir eiga rétt á sömu afsláttum, greiðslum og þjónustu og við viljum veita öryrkjum, efnalitlum og öldruðum? Þar sem ekki má krefjast þess að læknir tali Íslensku eða að flugmaður hafi sjón?

sigkja (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 17:11

58 identicon

Málflutningur Sigurðar Jóns Hreinssonar er dæmigerður fyrir þann blekkingaleik sem hér er í gangi  í  boði ESB klíkunnar.

Eg vil bara benda honum á að  ákvæðið um þjóðaratkvæðagreiðslu var í arjórnarskránni þegar NATÓ ,EES. og EFTA  voru látin yfir okkur ganga og hef trú á því að Sigurður viti það full vel. Og ætti eiginlega að akammast sín dálítið fyrir þetta útspil sem varla getur talist vera málstaðnum til framdráttar.

Eg held að flestir íslendingar viti það að greinin um þjóðaratkvæðagreiðslu hefur alltaf verið til staðar.Þó enginn forseti hafi haft döngun eða mannskap í sér til að fara eftir stjórnarskránni og virkja réttinn þegar á þurfti að halda.Gyrr en Ólafur Ragnar tók af skarið og ákvað að standa með þjóðinni.

Sólrún (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 17:23

59 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Niðurlag athugasemdar nr. 52, hér fyrir ofan lýsir vel hugsanahátt og rökþurrð þeirra sem vilja keyra í gegn tillögur stjórnlagaráðs.

Það er nefnt í athugasemdum hérna, að sú stjórnarskrá sem nú er við lýði sé ekki síður teygjanleg en þær tillögu sem stjórnlagaráð leggur fram. Þetta er rétt, en afsakar þó ekki að skipta úr einni gallaðri stjórnarskrá yfir í aðra. Gildandi stjórnarskrá er efnslega mjög góð og ekkert í henni sem hægt er að tengja við hrunið. Það þarf hins vegar að skýra sumar greinar hennar og færa aðrar til nútímans. Það er í raun sú vinna sem stjórnlagaráð átti að skoða fyrst, áður en ætt var til gerðar nýrrar frá grunni. Þetta sjónarmið fékk þó ekki hljómgrunn innan ráðsins, kannski vegna þess að sumir ráðsmenn tóku þá leið ekki til greina. Vildu koma sínu nafni í sögubækur framtíðar sem höfundar nýrrar stjórnarskrár.

Það er mikilvægt fyrir alla að kynna sér gildandi stjórnarskrá vel, samhliða kyningarbækling ríkisstjórnarinnar. Það er nefnilega svo að einungis þær greina núverandi stjórnarskrár sem fjalla um sama efni og tillögurnar, koma fram í þeim bækling. Það er sem sagt öll tillaga stjórnlagaráðs í bæklingnum en einungis hluti gildandi stjórnarskrár. Við vitum að gildandi stjórnarskrá er á stundum óskýr í orðalagi og sumar greinar hennar hafa verið mistúlkaðar. Við lestur hennar kemur þó í ljós að þar er um mun skýrara orðalag að ræða en í tillögum stjórnlagaráðs. Það er það sem ég á við þegar ég tala um teigjanlegann texta tillagnanna. Þá eru orðtök í þessum tillögum með þeim hætti að fyrirséð er að þau munu lenda fyrir dómstólum til túlkunar, strax og þær yrðu að lögum um nýja stjórnarskrá og einnig orðtök sem ekki gætu verið í lagatexta, hvað þá stjórnarskrá. Auðvitað sjá þeir sem hlynntir eru þessum tillögum þetta ekki, en samt þarf ekki lengi að rökræða tillögunar við það fólk til að fá mismunadi túlkun og jafnvel ráðsmenn sjálfir ekki alltaf sammála um hvað þeir eru að koma fram með!

Varðandi athugasemd nr. 38, hér fyrir ofan, vil ég benda þeim ágæta manni á að hann fer með fleypur þegar hann segir að námur séu ekki í tillögum stjórnlagaráðs um náttúruauðlindir. Það kemur skýrt fram í annari málsgrein greinar nr. 34, í tillögum stjórnlagaráðs. Hans túlkun á meðferð þjóðareignar er einmitt í samræmi við það sem ég segi hér fyrir ofan, túlkun sem fyrirséð er að ekki allir eru sammála og má nefna viðtöl við lögfræðinga um það málefni fyrr í vikunni. Þá heldur þessi maður því fram að ekki sé neitt að óttast varðandi seinnihluta greinar 113, í tillögum stjórnlagaráðs og talar um að illa væri komið fyrir þjóðinni ef ekki væri hægt að treysta 5/6 hluta Alþingis. Staðreyndin er að enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér og því full ástæða til ótta, það má segja að núverandi þingmenn hafi sannað það. En hvers vegna var þessum hluta bætt við annars ágæta grein? Að lokum endar svo þessi maður sinn málflutning á einkar ómálefnalegann hátt, hátt þess sem kominn er í rökþrot.

Að lokum: Ásthildur mín, það kemur mér á óvart hversu fljót þú ert að snúast, að einn fundur geti snúið þinni skoðun svo afgerandi. Það ber þó að þakka þinn pistil, hann hefur vakið upp mikla umræðu hér á bloggi þínu, þó vissulega  þessi umræða ætti einnig að vera út í þjóðfélaginu. Þú ættir þó að skoða hug þinn örlítið betur áður en þú kýst og kynna þér málið betur og á gagnrýninn hátt. Það er vissulega rétt hjá þér að við eigum ekki að sjá drauga í hverju horni, það gerir engum gott. En gagnrýnin skoðun þessa máls er ekki draugaskoðun, heldur nauðsynleg öllum sem hyggjast ætla á kjörstað. Því miður óttast ég að of margir mæti þar án þess í raun að vita hvað verið er að kjósa um. Framgangur fjölmiðla í málinu er með þeim hætti að fáir sjá þörf á að skoða þetta vandlega, heldur láta mata sig af einhliða málflutningi.

Ástæða þess að þetta verður að skoða með gagnrýnum augum, að leita verður allra galla við þessar tillögur, er einföld. Það er akkúrat það sem mun ske ef þetta verður að lögum. Þá munu deilur vakna, deilur sem leysa þarf fyrir dómstólum. Það er það sem þjóðin þarf sýst á að halda í dag og því nauðsynlegt að svo sé frá gengið að ekki sé hægt að deila um túlkun þeirrar stjórnarskrár sem fólk vill fá. Það er ekki í anda né þágu lýðræðisins.  Þá er betra heima setið en af stað farið.

Gunnar Heiðarsson, 7.10.2012 kl. 20:13

60 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Takk fyrir Sólrún.  Ég vissi ekki að ég væri í ESB-klíkunni.  En í ljósi annara ummæla sem fallið hafa um mig og aðra þá sem hlyntir eru nýrri stjórnarskrá, þar sem orð eins og landráðamenn eru notuð og orð eins og þú notar Sólrún, þá finnst mér ekki mikið að nota sambærileg orð um andstæðinga nýrrar stjórnarskrár.  En vissulega væri heppilegast að umræðan væri á málefnalegu plani, það virðist hinsvegar varla vera í boði.

Það er alveg rétt hjá þér Sólrún að í núgildandi stjórnarskrá er ákvæði um málskotsrétt forseta.  Það er hinsvegar himinn og haf á milli þess ákvæðis og þess i þeirri nýju, um að samningar eins og NATO, EES, EFTA og ESB skuli senda í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Fyrir svo utan það að samskipti forseta og ríkisstjórnar hafa í öllum tilfellum breyst verulega við beitingu málskotsréttarins.  Einhvað sem ekki á að þurfa að leggja á einn einstakann mann, þe. forseta.  Og þó svo að forsetar hafi fram að því ekki nýtt málskotsréttinn er það alls ekki það sama og að þeir hafi brotið stjórnarskrána, eins og lesa má úr ummælum þínum Sólrún.

Ef mitt helsta markmið væri að koma Íslandi í ESB er ekki spurning í mínum huga að gamla bráðabyrgða stjórnarskráin frá 1944, myndi gagnast mér mun betur við það verkefni.  Því samkvæmt henni og með vísan í áðurnefnd fordæmi, þá mun það nægja að koma samningi í gegnum Alþingi með einföldum meirihluta.  Meira að segja væri mögulegt að bíða færis eftir því að forseti væri erlendis og fá handhafa forsetavalds til að staðfesta lögin.  Ég vill því varpa fram þeirri spurningu hvort að andstæðingar ESB séu virkilega hræddir við þjóðaratkvæði um slíkann samning??  Ekki ber á öðru.

Elle talar um ofbeldi í málinu.  Ég held að það séu reyndar eins mikil öfugmæli eins og mögulegt er, því ef einhverjir hafa verið með ofbeldi í málinu er það Hæstiréttur.  Niðurstaða Hæstaréttar er í raun alveg óskiljanleg, því kosningin var óglid á tæknilegum atriðum ekki vegna þess að um svindl hafi verið að ræða.  Raunar eru nákvæmlega sömu forsendur til að ógilda síðustu forsetakosningar, því sömu tæknilegu atriðin vorum í ólagi.  Fullvíst má telja að hluti af þeirri ástæðu sem skýrir afstöðu Hæstaréttar, má finna í þeirri staðreynd að Hæstaréttardómarar eru skipaðir af dómsmálaráðherra og á tímabilinu 1944-2009 voru bara 5 ár sem sá ráðherra var ekki annaðhvort Framsóknarmaður eða Sjálfstæðismaður.  Það eru því miður dæmi um pólutískar ráðningar í dómskerfinu, einhvað sem ný stjórnarskrá er einmitt ætlað að taka á.

Sigurður Jón Hreinsson, 7.10.2012 kl. 20:43

61 Smámynd: Elle_

Eg er sammála Gunnari.  Og sá heldur enga drauga í málflutningi Sigurgeirs.  Það er engin draugaskoðun að óttast landsöluflokk í ríkisstjórn og ólýðræðislegustu stjórn lýðveldistímans. 

Sigurður Jón: - - - ef einhverjir hafa verið með ofbeldi í málinu er það Hæstiréttur.  Niðurstaða Hæstaréttar er í raun alveg óskiljanleg - - -   OK, svo það er perónuleg skoðun og þú mátt hafa hana í friði.  Það er hinsvegar ekki Jóhönnu eða framkvæmdavaldsins (eða þitt) að vaða yfir dómsvaldið og það æðsta dómstól landsins.  Það er það sem ég og ýmsir köllum ofbeldi, ofbeldi gegn valdi dómstóls.  Hví heldurðu eiginlega að við séum með dómstóla?  Og Hæstarétt?  Og þrískiptingu valdsins í GÖMLU stjórnarskránni?  Til að Jóhanna geti dæmt sjálf?  Það er mikill misskilningur Jóhönnu og co. að þau séu Hæstiréttur.

Elle_, 7.10.2012 kl. 21:27

62 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sæll Gunnar og takk fyrir málefnalega umræðu.

Ummæli mín nr 52 er fyrst og fremst sett fram sem mótvægi við þeim dylgjum um að þeir sem samþykkir eru nýrri stjórnarskrá séu landráðamenn og svikarar. 

Nú er það ekki svo að stjórnlagaráðsmenn hafi unnið málið í einhverju tómarúmi.  Þjóðfundurinn var undanfari í málinu auk þess sem allt ferlið var opið fyrir áhugasama, með athugasemdir.  Stjórnlaganefnd vann samhliða verkinu auk þess sem fjölmargir aðilar voru kallaðir til fundar með ráðinu.   

Varðandi ákvæðið um náttúruauðlindir, þá stend ég við fyrri túlkun.  Á bls 25 í kynningarbækling um nýju stjórnarskránna kemur fram eftirfarandi setning í þessu samhengi; "með lögunum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar."  Lagatúlkunin er alveg skýr, tilgangurinn er ekki að þjóðnýta efnisnámur a yfirborði jarðar en mögulegar námur undir yfirborði, svosem gullnámur eða viðlíka, má túlka sem þjóðareign og þá skulu þeir sem nýta þær borga þjóðinni fyrir afnot af þeirri auðlind.

Sigurður Jón Hreinsson, 7.10.2012 kl. 21:28

63 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Elle, ólýðræðislegasta ríkisstjórn lýðveldistímans situr ekki lengur, en forystusauður hennar situr enn með penna í hönd og mokar soraskrifum yfir þjóðina úr Hádegismóum.

Ég stend við það að niðurstaða Hæstaréttar er á allann hátt óskiljanleg.  Niðurstöður þingkosninga hafa sumstaðar í öðrum lýðræðisríkjum verið látnar standa þrátt fyrir mun alvarlegri ágalla, vegna þess að það þjónaði ekki tilgangi fyrir sjalft lýðræðið að kjósa aftur.  Og það verður ekki framhjá því litið að sú eina ástæða sem Hæstiréttur hafði fyrir að ógilda kosningar til Stjórnlagaþings var sú að Hæstarétti hugnaðist ekki sú leið í stjórnarskrármálinu.  Og þá hlýtur maður að spyrja sig hvort að Hæstiréttur sé dómsvald eða löggjafarvald !!!

Sigurður Jón Hreinsson, 7.10.2012 kl. 21:39

64 Smámynd: Elle_

Hæstiréttur er dómsvald með lærða dómara við vinnu.  Og hvorki Jóhanna né þú getið valtað yfir það vald.

Elle_, 7.10.2012 kl. 21:42

65 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Þér finnst semsagt í lagi að hæstiréttur skipti sér af lagasetningu.  Hæstiréttur er skipaður fólki sem getur gert mistök eins og aðrir, verra þegar það er látið bitna á lýðræðinu.

Sigurður Jón Hreinsson, 7.10.2012 kl. 21:53

66 Smámynd: Elle_

Varstu að segja mér hvað mér finnst?  Viltu þræta fyrir að Hæstiréttur hafi dómsvald og Jóhanna Sig. og Samfó ekki?  Ætla ekki að fara í fáránlegar þrætur.

Elle_, 7.10.2012 kl. 21:59

67 Smámynd: Einar Hrafnsson

Tek undir með Gunnari Heiðarssyni.

Einar Hrafnsson, 7.10.2012 kl. 22:25

68 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Nei enda skiptir þetta atriði ekki neinu máli Elle.  Það sem skiptir máli eru þessar tillögur að nýrri stjórnarskrá og þau framfaraspor sem stigin eru með gildistöku hennar.

Sigurður Jón Hreinsson, 7.10.2012 kl. 22:26

69 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Skýrðu endilega betur hvað þú meinar frændi, ert þú á móti því að ríkið geti krafist auðlindagjalds af orkunýtingu eða af góðmálmanámum ??  Eða kanski bara blammeringunum á mig :P

Sigurður Jón Hreinsson, 7.10.2012 kl. 22:37

70 identicon

Það er verið að leggja fram tillögur um gagngerar breytingar á stjórnarskránni og ég fæ aðeins sex spurningar á kjörseðilinn, þar af fimm sem koma þessum breytingum beint við. Er stjórnarskráin virkilega svo auvirðulegt plagg að það nægi aðeins að spurja okkur örfárra spurninga um nokkur atriði?

Ef ég mæti á kjörstað þá mun ég merkja við Nei í fyrstu spurningu og láta það nægja. Nei eins og við öllu öðru, t.d. Icesave, sem þessi norræna helferðarstjórn hefur boðið okkur upp á að kjósa um.

Jóhannes (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 22:44

71 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Cesil.

Mál þetta er allt lýðskrum frá upphafi til enda, því miður, og hamagangur stjornlagaráðsmanna til þess að fá samþykkt þeirra eigin tillagna er eitthvað það hjákátlegasta fyrirbæri sem ég hef orðið vitni að og tengist sviði stjórnmálanna.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.10.2012 kl. 01:24

72 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú staðfestir minn málflutning Sigurður Jón, um að tillögur stjórnlagaráðs séu loðnar og til þess fallnar að skapa túlkunarágreining. Í grein 34 í tillögum stjórnlagaráðs eru taldin upp þau atriði sem teljast náttúruauðlindir. Að lokinni þeirri talningu kemur punktur og ný setning hefst. Sú setning segir að með lögum megi kveða á um þjóðareign á auðlindum undir yfirborði jarðar. Í upptalningunni er m.a. talað um námaréttindi. Mér er lífsins ómögulegt að tengja þessar setningar saman á þann hátt sem þú gerir. Set hana hér orðrétta svo fólk geti metið það sjálft:

"Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjanaréttindi, jarðhita- og námaréttindi. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar."

Þetta staðfestir minn málflutning, að það sé hægt að mistúlka tillögurnar og það er einmitt það hættulega við þær. Þú lest þessa grein á allt annan veg en ég og reyndar sumir lögfræðingar.

Þá er ljóst að lögfræðingar hafa lýst efasemdum um einmitt þetta mál, auk þess sem túlkun á þjóðareign og hvernig með hana skuli farið er þeim hugleikið. Sjá ekki hvernig lögfræðilegt gildi þess orðs geti verið. Svo er einnig um fleiri orðtök tillagna stjórnlagaráðs.

Hvaða vit er að fara af stað með stjórnarskrá sem er svona ástatt fyrir, hvaða vit er að fara af stað með stjórnarskrá þegar lögfræðingar sjá stóra annmarka á túlkun hinna ýmsu greina hennar?

Gunnar Heiðarsson, 8.10.2012 kl. 02:38

73 identicon

Sæl Ásthildur.

Það var gott að þú skrifaðir um þína samfæringu hér. Fólk sem er vel upplýst og tekur ákvarðanir eftir sinni eigin samfæringu hvort heldur sem það er með eða á móti nýrri stjórnarská gerir það. Það breytir engu þó að hræðsluáróður bloggara hamast hvað það getur við að samfæra það fólk um annað. Margir ættu að hætta að selja sig sem kristniboða, þeir geta sagt sína skoðun en þurfa ekki alltaf að vera pretíka yfir öðrum. Mér finnst þetta farið að vera meira áberandi í okkar þjóðfélagi, krisniboðið það er að segja.

Með kveðju.

Margrét (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 10:03

74 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Margrét fyrir þessi orð.

Gunnar þakka þér fyrir skilmerkilegar og góðar rökfærslur. Nú veit ég ekki og hef ekki þekkingu til að meta það hversu óskýrar sumar greinar eru.  Þetta frumvarp er jú samkomulag 25 manneskja, og það hefur komið í ljós að sumir allavega Pavel taldi að alþingi myndi fá að grauta í þessu áður en atkvæðagreiðsla færi fram.  Það var þvert á það sem aðrir vildu til dæmis Þorvaldur.  Hann og fleiri vildu að þjóðin fengi sitt að segja um málið beint frá ráðinu.  Það getur vel verið að þar sá um álitamál að ræða. 

Ég held líka að gamla stjórnarkráin sé þessu merki brennd líka, því þar eru ákvæði sem hægt er að teygja og toga til dæmis þetta með að framselja sjálfstæði þjóðarinnar, þar sem skýrt er tekið fram í 111 greininni að sé ekki hægt nema með bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Hefur þú lesið stjórnarskrána með tilliti til þessa atriðis?

Ég veit líka að það er ekki hægt að njörva allt niður í stjórnarskrá lands.  Þar verður að gefa ákveðið svigrúm fyrir stjórnvöld á hverjum tíma.  Þó við getum ekki treyst núverandi stjórnvöldum, þá vona ég að í framtíðinni höfum við vit á að kjósa yfir okkur fólk sem virðir land, þjóð og stjórnarskrá.  Mér virðist ráðamenn til lengri tíma alls ekki hafa virt stjórnarskrá landsins.  Sem er auðvitað hluti af því vantrausti sem fólk ber til stjórnvalda.  Til dæmis gerir Jón Valur að því skóna að forsætisráðherra hafi brotið stjórnarskrána þrisvar á sínum stutta ferli sem forsætisráðherra. 

Ég ítreka það enn og aftur að eftir að hafa skoðað stjórnarsrártillögurnar og hlustað á fólk ræða þær sem þekkja vel til, þá mun ég samþykkja tilllögurnar.  Ég held að þetta sé tækifæri sem við getum ekki sleppt, og óvíst hvenær aðstæður haga því þannig að við fáum aftur tækifæri til að vinna slíkar á svona breiðum grundvelli sem þetta ferli hefur verið unnið á.  ÉG held að við ættum fremur að þakka öllu þvi góða fólki sem hefur lagt mikla vinnu og tíma í að vinna að þessu máli, en að hundskammast út í þau og reyna að flokka niður í stjórnmálaöfl.  Ég er viss um að pólitíkinn hafi ekki spilað stóran hlut í þessari vinnu. Heldur óskir þjóðarinnar bæði fyrir og eftir þjóðfundinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2012 kl. 14:19

76 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Helstu "rökin" gegn frumvarpi að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland virðast vera, þegar grannt er skoðað, að frumvarpið er ekki samið í Valhöll.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.10.2012 kl. 20:21

77 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sammála Axel.

Sigurður Jón Hreinsson, 8.10.2012 kl. 22:27

78 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svei mér þá held að þetta sé alveg rétt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2012 kl. 23:24

79 identicon

Og hvaða rök færir þú fyrir því Axel ?

Sólrún (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 23:44

80 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sólrún mín hér er eitt atriði sem er dálítið umhugsunarvert, þetta er svar tekið á blogginu hans Ómars Ragnarssonar: identicon

Ómar.

Í gær heyrði ég að mann segja að ef ég ætlaði að kjósa með nýrri stjórnarskrá þá sé eg að kjósa með ESB. Spurði ég manninn hvort hann hafi lesið bæklinginn ? Ég þarf það ekki ég heyrði formann sjálfstæðisflokksins segja þetta á fundi ! Svo var ég í sundi í morgun og þar heyrði ég þetta líka.

Hvað er hægt að segja við fólk, sem maður hélt að væri alveg í lagi ?

JR (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 20:45

Það er málið. Þið eruð að vinna í þágu Sjálfstæðisflokksins með þessu. Það er svo sem í lagi ef það er það sem ykkur hugnast.  En ég einfaldlega tek þjóðarvilja fram yfir væntingar Sjálfstæðisflokksins.  Enda er hann eini flokkurinn sem berst gegn þessu með oddi og egg. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2012 kl. 00:10

81 identicon

Eg hafði nú barasta alls ekki hugmynd um þetta.Að eg væri að vinna fyrir sjálfsstæðisflokkinn.Það hef eg nú aldrei á æfi minni gert.Og reyndar engan annan flokk heldur. Allavega  ekki  viljandi  Nú langar mig að vita hvað það er sem að Sjálfsstæðisflokkurinn hefur með þetta að gera og hvað það hjálpar honum meira en öðrum að  kjósa ekki svikamylluna.

Þetta komment frá blogginu hans Ómars er nú  náttúrlega sjálfsagt lífsreynslusaga einstaklings ...

Ásthildur mín eg er nú ekki viss um að allir sem hafa kommerterað hér hjá þér um þatta mál mundu skrifa undir það að þeir hafi verið að vinna fyrir Sjálfsstæðisflokkinn.Allavega ekki hún eg.

Mig minnir þú hafir sagt oftar en einu sinni að  að  málið væri EKKI flokkpólitískt og allir flokkar hafi komið að þessu.

Er það ekki rett munað hjá mér?

Sólrún (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 02:49

82 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú það er rétt hjá þér ég taldi það ekki vera, en það er að renna upp fyrir mér ljós.  Ég er ekki að segja að þið séuð vísvitandi að vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn mín kæra.  En það sem ég sé á málflutningi er að þeir sem mest hafa á móti nýju tillögunum eru Sjálfstæðismenn.  Enda eru þar innanborsð mestu spillingargemsarnir, fyrir utan auðvitað Samfylkinguna. Þetta fólk mun gera allt til að hræða fólk frá því að samþykkja nýja stjórnarskrá.  Þvi þar er tekið á einmitt þessum spillingarmálum, og valdinu skipt upp, svo það er gert eins mikið og hægt er að girða fyrir klíkuskap og spillingu, sem einmitt þjóðin hefur kallað eftir.  Fyrirgefðu samt ef ég hef sært þig og fleiri á einhvern hátt.  Það var ekki meiningin.  Ég veit að fólk er hrætt og hefur fulla ástæðu til þess eftir allt sem við höfum þurft að taka á móti af lygum hálfsannleika, feluleikjum og yfirgangs, sem mest hafa undanfarið skrifast á Samfylkiinguna, því hún hefur verið í aðstæðum til að nota sér það.  En hinir róa undir.  Sérstaklega þeir sem lengst hafa setir og vilja ekki víkja. Og þeir eru ekki að hugsa um almenning heldur að halda sínum sérhagsmunum.  Má ég benda þér á það sem Sjálfstæðisflokkurinn lét frá sér fara fyrir nokkru síðan:

Þeir sögðu á alþingi:  Lögð er áhersla á mikilvægi þess að vandað sé til verka við breytinar á stjórnarksrá og tyggð sé aðkoma þjóðarinnar"  Þetta sögðu þeir þá, svo er þessu ferli komið á, þjófundur, stjórarskránefnd, og svo stjórnarskrár ráð, með aðkomu allrar þjóðarinnar, þar sem öllum gafst tækifæri til að koma með tillögur og ábendingar, það var opin líka til stjórnlagaráðs þar sem hver og einn gat tjáð sig.  Og þá allt í einu er þetta ekki nógu gott.  Og meira að segja sjálfstæðisstjórnlagaráðsmenn ætla annað hvort að sitja hjá eða kvarta yfir að almenningi hafi verið fengið það hlutverk að kjósa um tillögurnar, en ekki alþíngismenn.  Nú spyr ég, hvort ætli sé nú líklegra að almenningi finnist þessar tillögur nær sér, en af alþingismönnum hefði verið ætlað að grauta í þessu fram og til baka.  Þeir eru búnir að vera að reyna það í áratugi, en aldrei komíð sér saman um eitt eða neitt.  Það var einmitt þess vegna sem þessi leið var ákveðin, og með samþykki allra stjórnmálaflokkanna. En niðurstaðan hugnast þeim ekki sumum, af hverju?  Spáðu í það?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2012 kl. 10:39

83 identicon

Ásthildur mín eg alveg sátt við þig og veit að þú vilt öllum vel :)

Sólrún (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 11:17

84 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2012 kl. 11:48

85 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

guð einn veit alveg hvað þú villt öllum vel Asthildur, en heimskan sem hér ríður ríknum á þínu bloggi er...heimska og fáviska vísvitandi, því allt er opið öllum og allar upplýsingar opnar.

Ég er 48 ára og kýs já við 1 sp. Síðan kýs ég eftir bestu visku og meðvitund.

Mamma er 82 ára og kýs já við 1 sp. Síðan kýs hún eftir bestu visku og meðvitund.

PS; Það sem við mæðgur getum ekki skilið er hvernig spegill himnanna svar spurningunni "amma, hvernig kaust þú í stjórnarskrákosningu 'Islands 2012?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.10.2012 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband