Að skipta um skoðun.

Í síðasta bloggi mínu sagði ég frá því að ég hefði skipt um skoðun í sambandi við Stjórnarskrárfrumvarpið.  Það var þannig að ég fór á góðan fund með Dögun, þar sem Lýður Árnason útskýrði hvað fælist í þessu frumvarpi og hvað það væri sem væri verið að reyna að koma á framfæri.

Mér þótti þetta afar skynsamlegt og sérstaklega með 111 greinina, þar sem fólk hefur (og ég þar á meðal) verið ósátt með hana.  Hræðst hana og talið þar með að hún væri verkfæri Samfylkingarinnar til að troða okkur inn í ESB. 

Sumir af mínum góðu bloggvinum voru að vonum óhressir með þetta, og hafa reynt að telja mér hughvarf.  Ég skil þá mjög vel, ég hefði sjálf gert það sama í þeirra sporum, þvi málið er að bara það að Samfylkingin kom þessu á koppinn vekur efasemdir miðað við allar þær svikamyllur sem ESB liðar hafa reynt að hafa í frammi. 

Þegar ég svo fór að kynna mér málið og las það sem stjórnlagaráð skrifaði með 111 greininni, þá breyttist viðhorf mitt.

Þar stendur m.a.:

Skýring á 111 grein.

"Ákvæði um framsal ríkisins  er nýmæli í  frumvarpi þessu.  Rætt hefur verið um þörf á að setja slík ákvæði í stjórnarskrá. Til að skýra réttarstöðuna og tryggja aðkomu þings og þjóðar, sbr það sem kemur fram í almennum athugasemdum kaflans.  Íslensk stjórnskipan hefur verið talin heimila framsal ríkisvalds að  uppfylltum tilteknum skilyrðum þó vissulega hafi verið deilt um þau skilyrði og túlkun þeirra.

Stjórnlagaráð leggur til að stjórnarskrá taki sérstaklega á með hvaða hætti  fara skuli með þjóðréttarsamninga af þessu tagi.  Lítur ráðið þá til þeirrar óskrifuðu meginreglu sem er talin gilda. (249.)

Það er mikilvægt að útfæra slíka meginreglu í stjórnarskrá þannig að ekki leiki neinn vafi á hver mörk slíkrar reglugerðar verði og hvaða málsmeðferðarreglur gildi um samningana.

Með því verður hægt að tryggja aðkomu þings á gerð slíkra samninga og ekki síst þjóðarinnar.

Með greininni er því lagt til að í stjórnarskrána bætist ákvæði um heimild til þess að ríkið verði aðili þjóðréttarsamningi sem felur í sér skuldbindingu til að framselja eða deila hluta ríkisvaldsins.

Framsetning ákvæðisins tekur mið af norrænum fyrirmyndum einkum ákvæðum í stjórnarskrám Noregs og Danmerkur."

 Það er einmitt það sem hefur verið að væflast fyrir mér, þetta með framsalið, og það hefur verið blásið út að hér sé veriði að koma inn hjálp Samfylkingarinnar til að auðvelda þeim ESB ferlið, þegar einmitt er verið að taka á því að það verði ekki eins auðvelt. Þar sem tekið er sérstaklega á því að það þurfi bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu til, auk aðkomu þingsins.

En 111 greinin hljómar svo:

"Heimilt er að gera þljóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal lríkisvaldsins skal ávalt vera afturkræft.

Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningum felst.

Samþykki Alþingis fullgildinu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar.

Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi".

Nú er það svo að þarna er tekið þannig á málum að það er girt fyrir að ríkisstjórn og Alþingi geti einhliða ráðstafað fullveldisrétti Íslands til annara ríkja eða sambanda nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Einnig las ég bréfið sem forseti Alþingis fékk við afhendingu draganna.

"Forseti Alþingis.

 

Með ályktun Alþingis frá 24. mars 2011 var stjórnlagaráði falið að gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944.  Þær tillögur liggja nú fyrir í formi frumvarps til nýrrar stjórnarskrár og afhendist það forseta Alþingis hér með.  Frumvarpið var samþykkt einróma með atkvæðum allra fáðsfulltrúa á síðasta fundi ráðsins sem lauk miðvikudaginn 17. Júlí síðastliðinn.

Stjórnlagaráði var meðal annars falið að fjalla um skýrslu stjórnlaganefndar, sem kosin var af Alþingi 16. júní 2010.  Hlutverk stjórnlaganefndar var að undirbúa þau verkefni sem síðar voru falin stjórnlagaráði, meðal annars með því að halda þjóðfund um stjórnarskrármálefni og safna gögnum og upplýsingum um þau og leggja fram hugmyndir um breytingar á stjórnarskránni.  Stjórnlaganefnd hélt þjóðfund 6. nóvember 2010, þar sem þúsund þátttakendur voru valdir með úrtaki úr þjóðskrá og afhenti nefndin stjórnlagaráði skýrslu sína og tillögur á fyrsta fundi ráðsins, 6. apríl síðastliðinn.  Frumvarp stjórnlagaráðs er því afrakstur mikillar vinnu á löngum ferli.

Fulltrúar í stjórnlagaráði eru fjölbreyttur hópur með ólíkar skoðanir, menntun og reynslu.  Hver og einn hefur tekið afstöðu til mála á eigin forsegnum.  Almenningur hefur átt greiðan aðgang að verkinu, fyrst og fremst með athugasemdum og innsendum erindum  á vefsetri ráðsins.  Þannig hefur varðveist sú hugmynd að almenningur kæmi að endurskoðun stjórnarskrárinnar.  Frumvarp stjórnlagaráðs hefur því mótast smám saman í samræðum milli fulltrúa innbyrðis og opnum skoðanaskiptum við samfélagið.  Stjórnlagaráð afhendir nú þingi og þjóð frumvarpið.  Skýringar með frumvarpinu veða afhentar Alþingi í næstu viku og endursspegla umræðuna innan ráðs og utan.

Stjórnlagaráð væntir þess að sú opna umræða sem fram hefur farið á undanförnum mánuðum  um stjórnarskrármál haldi áfram. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að breytingar á stjórnarkskrá séu framvegis bornar undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar.  Fulltrúar í stjórnlagaráði eru einhuga um að veita beri landsmönnum öllum færi á að greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá áður en Alþingi afgreiðir frumvarpið endanlega. Komi fram hygmyndir um breytingar á frumvarpi stjórnlagaráðs lýsa fulltrúar í stjórnlagaráði sig reiðubúna til að koma aftur að málinu áður en þjóðaratkvæðagareiðsla fer fram.

Reykjavík 29. Júlí 2011.

Og undir þetta skrifa

Salvör Norðdal

Andrés Magnússon

Ari Teitsson

Arnfríður Guðmundsdóttir

Ástrós Signýjardóttir.

Dögg Harðardóttir

Eiríkur Bergmann Einarsson.

Eringur Sigurðarson

Freyja Haraldstóttir

Gísli Tryggvason

Guðmundur Gunnarsson

Illugi Jökulsson

Íris Lind Sæmundsdóttir

Katrín Fjeldslted

Katrín Oddsdóttir

Lýður Árnason

Ómar Þorfinnur Ragnarsson

Pawel Bartoszek

Pétur Gunnlaugsson

Silja Bára Ómarsdóttir

Vilhjálmur Þorsteinsson

Þorkell Helgason

Þorvaldur Gylfason

Þórhildur Þorleifsdóttir

Örn Bárður J‘onsson

Þorsteinn Sigurðsson.

Þarna skrifa allir ráðsmenn undir athugasemdalaust, og fólk úr öllum flokkum og með allar skoðanir.  Ekki bara það, heldur skilaði þessi 1000 manna fundur sem haldinn var  drögum um allt sem skipti það fólk mestu máli, til stjórnlagaráðs, og upp úr þessum hugmyndum og áherslum hefur svo verið unnið.  Mér sýnist af fullum heilindum og virkilega vel unnið plagg.

Ég var lengi á báðum áttum, vingsaðist til og frá eftir því sem ég las allskonar fullyrðingar og skoðanir á þessum drögum.

En þegar ég fór á fundinn þá einhvernveginn áttaði ég mig á mikilvægi þess sem hér var verið að gera.  Og áttaði mig líka á því að svona tækifæri kemur ef til vill ekki aftur. 

Þetta hefur í raun og veru ekkert með þessa ríkisstjórn að gera.  Þetta hefur með okkur sjálf að gera og hvernig nýtt Ísland við viljum sjá.  Eitthvað sem yfir þúsund manns úr öllu þjóðfélaginu hafa komið að.  Eitthvað sem við verðum að lesa okkur til og skoða sjálf en ekki fara eftir upphrópunum annara, oftast þeirra sem vilja ekki breyta, eða sjá sér hag af því að hafa lýðveldið allt svona galopið fyrir spillingu og óráðssíu.

Hér er þetta mál í heild sinni þökk sé einni bloggvinkonu minni Dagnýju: http://www.stjornlagarad.is/other_files/stjornlagarad/Frumvarp_med_skyringum.pdf

Þegar ég kom út úr skápnum með þessa skoðun mína vissi ég að ég myndi mæta mótspyrnu, og það varð, flestir sem ég á samskipti við hér á vegnum eru afar kurteisir og virða hvor annan. En svo eru sumir sem eru heitir í sinni sannfæringu, rétt eins og ég er í sambandi við ESB.  og læt stundum þung orð falla þar um.

Þeirri baráttu mun ég halda áfram. Enda held ég að vel skoðuðu máli þá komi þetta umsókninni um ESB nákvæmlega ekkert við, og ef eitthvað er, afmarkar frelsi stjórnvalda enn frekar til að ganga þá braut.

En eina sem ég get sagt er, lesið og kynnið ykkur málið þið sem hafið verið tvístígandi eins og ég. Skoðið vel hvað hér er á ferðinni og takið svo ykkar eigin ákvörðun út frá því sem ykkur finnst sjálfum. Ekki láta mata ykkur á einhverjum úrdráttum þar sem það sem gæti valdið misskilningi er dregið fram af fólki þá meina ég stjórnmálafólki, sem ekki vill láta þessar breytingar ganga eftir. Það er nefnilega svo ljómandi gott að hafa þetta eins og það er. Fjórflokkurinn við völd samtryggður í sinni spillingu og vegferð á kostnað okkar hinna.

Hér er tækifæri sem ekki býðst aftur í bráð svo mikið er víst.

Eigið svo góðan dag elskurnar ég þarf að fara upp á lóð að hlú að plöntum, þar sem sólin skín og veðrið er þannig að ég get verð úti. Gömlu beinin mín þola nefnilega ekki kuldann og rakann sem var til dæmis í gær.

Vil bara ítreka að ég skil vel ykkur sem ekki líkar afstaða mín, og þið hafið fullkomlega rétt til að bæði vera reið við mig og eins að hafa ykkar eigin skoðun. Ég er bara þeirrar gerðar, að ég vil frekar vera óvinsæl og segja eins og mér finnst, en að játa því sem ég tel ekki eiga að vera til að vera vinsæl. Heart

ÍSl. Fáninn

Ætla svo að enda þennan pistil minn á ljóði sem ég sendi Dögun þegar verið var að leggja grunnin að því stjórnmálaafli. 'Eg var reyndar beðin um að lesa þetta ljóð upp á fundinum góða.

Áfram – Nýtt Ísland, við ýtum úr vör,

Á úfinn og kólgandi marinn.

Með hugsjónir góðar, er hafin sú för

Og heilagur rétturinn varinn.

 

Þegnarnir uppskera eins og þeir sá.

„Þetta“ er alla að kyrkja.

  þurfum við atkvæð´ og þau ekki fá

Því  við viljum mannauðin virkja.

 

Því réttum við fram okkar hjálpand hönd

Og heitstrengjum -  ykkar er valið.

Og biðjum að fljótlega bresti þau bönd

Sem brýnt hafa okkur og kvalið.

 

Áfram – Nýtt Ísland, við siglum þann sjó

Sem samhugur einn getur bundið.

Og finnum þá gleði í hjarta-  og fró,

Sem friðþæging ein getur fundið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er búinn að lesa þessi drög að nýrri stjórnarskrá og þar gat ég ekki séð að neitt væri þess virði að maður svaraði fyrstu spurningunni játandi.  Reyndar er ekkert að gömlu stjórnarskránni annað en að það mætti skerpa þar á ýmsum atriðum, annað er það nú ekki.  Þannig að ég mæti á kjörstað og svara fyrstu spurningunni NEI......

Jóhann Elíasson, 4.10.2012 kl. 16:29

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Allar eru nei Spurningar.........

Vilhjálmur Stefánsson, 4.10.2012 kl. 17:10

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mér að meinalausu má breyta núverandi stjórnarskrá á þann veg að við 21. greinina bætist við - auk núgildandi samþykki Alþingis komi til : OG  bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þar með yrðu bæði 110. grein og 111. grein  stjórnlagaráðs óþarfar.

110. tillögugrein stjórnlagaráðs skiptir út forseta fyrir ráðherra hvað varðar saminga við önnur ríki.  Forseti er þjóðkjörinn - ráðherra tilfallandi stjórnmálagæðingur.  Ekki spurning hvorum þeirra ég myndi treysta betur.

Ég mun krossa við nei!

Kolbrún Hilmars, 4.10.2012 kl. 17:30

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já elskurnar það verður hver að gera eins og honum bíður best.  Sem betur fer höfum við mismunandi skoðanir á málum, þó við séum sammála í öðrum.

Hér verður hver að fljúga eins og hann er fiðraður til.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2012 kl. 18:19

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég mun svara sp. 1 = JÁ

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.10.2012 kl. 19:37

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2012 kl. 20:01

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka skýringu á 111 ég er ekki að samþykkja neitt með því að segja já því þetta fer allt í smá mola aftur og breytingar ofan á breytingar svo þessi kosning er algjört jók. Ég segi nei en vil samt skýrari stjórnarskrá þar sem staðið er rétt að málum frá byrjun þ.e. farið eftir stjórnarskránni hvernig það eigi að breyta henni Við viljum engin Jóhönnu vinnubrögð. Hér eigum við að byrja á að fara eftir stjórnarskránni.

Valdimar Samúelsson, 4.10.2012 kl. 21:43

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er nú vandamálið Valdimar stjórnir undanfarinna ára hafa alls ekki farið eftir stórnarskránni, hún er margbrotin því miður, og ekki hefur það batnað í tíð þessarar ríkisstjórnar þar sem allmargir ráðherrar hafa bæði verið dæmdir fyrir brot á henni og svo brotið hana og komist upp með það eins og fjármálaráðherrann núna á fyrsta starfsdegi sínum.  Það þarf sennilega stjórnarskrárlöggu sem hreinlega tekur brotaþegana og dæmir þá strax og slíkt gerist.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2012 kl. 21:49

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já ég hef verið að halda þessu á lofti öðru hvoru en þessi "48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína (og stjórnarskránni sem þeir sóru eið að). og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."

 Grein 48 er alveg gagnlaus nema þeir fari eftir stjórnarskránni. Þeim er boðið að fara að eigin sannfæringu og því gegn stjórnarskránni ef því er að skipta. Ég er mest reiður út í hvernig var staðið að þessari vinnu en ekki vinnunni sjálfri.

Valdimar Samúelsson, 4.10.2012 kl. 22:01

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Málið í hnotskurn með okkar gömlu stjórnarskrá er að fólk fer ekki eftir sannfæringu sinni. Menn fara eftir því hvað flokksformaðurinn vill i það og það skiptið.  Flokkshollusta eru þeirra ær og kýr, enda vita þeir sem er, að ef þeir voga sér að fara eftir sinni sannfæringu er borin von að þeir fái upphefði í flokknum, það sýnir bara nýleg dæmi um Jón Bjarnason og fleir.  Fólki er refsað fyrir að fara eftir sinni sannfæringu.  Þannig er nú það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2012 kl. 22:03

11 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það er eins og fólki sé ekki sjálfrátt vegna þessarar Jóhönnugrýlu.  Og heldur fólk virkilega að gamla danska stjórnarskráin sé svo fullkomið plagg að á því sé ekki hægt að gera neinar endurbætur? Bara eins og boðorðin 10, frá guði almáttugum.  Ef þessi 111.  grein hefði verið komin inn þegar EES samningurinn var gerður  hefði þjóðin fengið að kjósa um hann.  En takk fyrir innleggið Ásthildur. Það er greinilega þörf á að upplýsa fólkið.

Þórir Kjartansson, 4.10.2012 kl. 22:06

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mín er ánægjan Þórir.  Takk fyrir innlitið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2012 kl. 22:56

13 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég vil gefa Stjórnarskránni lengri og vandaðri meðgöngu, þess vegna segi ég nei!

Eyjólfur G Svavarsson, 4.10.2012 kl. 23:33

14 Smámynd: Björn Emilsson

Kæra Ásthildur Cecil. Hverjum er heimilt að hafa sína skoðun í friði, skárra væri það þó. En mín skoðun er að svona samtök eins og þessi ' DÖGUN' ,með fólk innanborðs eins og Þorvald Gíslason og Illuga Jökulsson séu ekki til annars fallin en að vera sú hækja sem Jóhönnu stjórninni kemur til með að styðjast við í baráttu sinni fyrir að afsala Lýðveldinu Island til Þýskra heimsveldisinna.

Þessi fundur sem þú vitnar til, minnir helst á sögu Laxness, Sjálfstætt Fólk, er saman voru komnir sveitungar á baðstofuloftinu hjá Bjarti í Sumarhúsum og umræðuefnið var að grasið væri grænna á Italíu.

Væri ekki nær að ræða aðliggjandi vandamál, sem er eyðing byggðar á Vestfjörðum

Björn Emilsson, 5.10.2012 kl. 03:28

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Björn minn þetta var bara eitt af þeim atriðum sem rædd voru á fundinum.  Það var rætt um sjávarútveg, það var einmitt ræðan hans Guðjón Arnars.  Auknar strandveiðar og krókaveiðar allt árið.  Baráttu mál sem Frjálslyndi flokkurinn hefur lengi barist fyrir.  Sem er fljótlegasta og auðveldasta leiðin til að lyfta sjávarplássum um allt land.  Meiri heimastjórn í sveitafélögum, og að það fjármagn sem aflað er heima í héruðum verði þar eftir að mestu leyti og nýtist þaðan sem þeirra var aflað. 

Veit ekki til þess að illugi sé komin í Dögun, held að hann sé í Samfylkingunni.  Gylfa veit ég heldur ekki um, en hann hefur allavega lagt Dögun lið í að kynna þessi drög að stjórnarskrá. Hann telur greinilega að það sé fólkið sem muni vinna þetta mál af sem mestum heilindum.  Björn Þórður kynnti svo Dögun og sagði frá kjarnastefnu flokksins.  http://www.facebook.com/xdogun  Þetta er facebook síðan og svo er hér kjarnastefnan:http://www.xdogun.is/kjarnastefnur/

Fólk verður eiginlega að skoða málin áður en það fellir dóma eða það finnst mér.  Þeir sem ekki gera það og ákveða bara eitthvað eftir því sem það heyrir, vinna ekki að betra Íslandi svo mikið er víst.

En sem sagt svona liggur þetta fyrir mér núna.  En eins og ég hef sagt áður þá er ég enginn kjáni, og veit mínu viti.  Þess vegna þykir mér miður þegar fólk talar niður til mín á þennan hátt.  En bestu kveðjur til þín samt Björn minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2012 kl. 10:22

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þorvald Gylfa átti þetta nú að vera.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2012 kl. 10:23

17 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ásthildur þú er engin kjáni það eitt er víst. Ég þakka fyrir skýringuna á 111 og það verður spurning hvort ég láti reiði mína ráða á kjördag. :-)

Valdimar Samúelsson, 5.10.2012 kl. 11:13

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir mig Valdimar minn.  Það sem ég hef lært á langri ævi er að reiði eyðileggur mann fljótt.  Fyrir utan andlega líðan, þá fær maður fleiri hrukkur, bakverki og allskonar sjúkdóma.  Þvi í staðinn fyrir ljós og kærleika sem á að umlykja okkur, verður dimmra í kring um okkur.  Ég get orðið svakaleg reið og er stundum afar reið úr í stjórnmálamenn og embættismenn landsins. þegar mér finnst þeir ganga á rétt okkar fólksins í landinu.  En það varir sjaldnast lengi.  Breytir ekki því að ég er baráttukona og inn í ESB mun enginn teyma mig nauðuga svo mikið er víst. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2012 kl. 13:20

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svona til gaman er hér grein eftir Gísla Tryggva son um meiri réttindi landsbyggðarinnar eins og ég minntist á hér að framan.http://www.xdogun.is/thjodaratkvaedagreidslan-20-oktober-um-nyja-stjornarskra/

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2012 kl. 13:48

20 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Í mínum huga er málið einfalt. Skv.núverandi stjórnarskrá er Íslandi ÓHEIMILT að ganga í ESB. Skv. drögum að nýrri
stjórnarskrá er Íslandi HEIMILT að ganga í ESB.  Með lævíslegum hætti voru þeir  stjórnlagaráðsmenn sem segjast
andvígir ESB-aðild dáleiddir af ESB-trúboðinu í ráðinu undir forystu Þorvaldar Gylfasonar. Enda hrósar hann sigri í dag
ásamt öllu ESB-trúboðinu.  Þess utan eru tillögur stjórnlagaráðs meir og minna í skötulíki, enda HEFUR ENGINN ÞJÓÐ
staðið að slíkri umturnun á stjórnarskrá, sem veldur meiriháttar lagaróvissu út og suður.  Og til að toppa árás á
fullveldið og þjóðfrelsi Íslendinga er laumað inn í drögin BANN VIÐ HERSKYLDU, sem fyrirfinnst HVERGI í stjórnarskrá
frjálsra þjóða. HVERGI! Enda runnið undan rifjum andþjóðlegra vinstrisinnaðra róttæklinga sem ætið hafa viljað Ísland
BERSKJALDAÐ og VARNARLAUST!
NEI kemur ekki til mála að verða við heitustu óskum Jóhönnu og hennar ESB-trúboði í því að auðvelda þeim að koma
Íslandi í ESB. MUN ÞVÍ ALLS EKKI MÆTA Á KJÖRSTAÐ og hvet ALLA ESB-andstæðinga og þjóðfrelsissinna að gera það.
Enda hafa fjölmargir lögfræðingar sagt þjóðaratkvæðagreiðsluna sjálfa LÖGLEYSU því Alþingi láðist að tilgreina ákveðinn
kjördag LÖGUM SAMKVÆMT.  Verð því í hópi stórs meirihluta kjósenda sem mun hunsa kosningarnar og gera þær
þar með ÓMARTAKAR!  TEK EKKI ÞÁTT Í SKRIPALEIK ESB-SINNA!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.10.2012 kl. 14:00

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta sem þú nefnir Guðmundur um ólögmæti kosninganna er eitthvað sem ég hef reyndar grun um að muni koma fram, ef atkvæðagreiðslan fellur ekki í kramið hjá þeim sem alls ekki vilja breyta neinu, þar á ég við Sjálfstæðisforystuna aðallega, hef reyndar grun um að ekki vilji margir alþingismenn breyta þessu, því þeir munu sjá sína sæng útbreidda um að geta endalaust valsað um í fjárhirslum almennings út og suður.  Á hinn bóginn mín ágæti þá held ég að þú vaðir þarna dálítið í villu og svíma, með samsæriskenninguna.  Ég hélt það líka fyrst, þegar ég bara hlustaði á það sem háværast var í þjóðfélaginu.  En eftir að hafa lesið drögin sé ég einfaldlega að það er ekki hægt að lauma okkur inn í ESB á forsendum 111 greinarinnar því þar tekur af öll tvímæli um að slík gjörð þarf að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2012 kl. 14:46

22 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Góður punktur Ásthildur, mikið væri það gott ef fleiri hefðu þína IQtölu

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.10.2012 kl. 15:40

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Anna mín.  Ég er víst einhver kerlingarnorn vestan af fjörðum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2012 kl. 15:47

24 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Áshildur mín. Skv núverandi stjórnarskrá GETUR ÍSLAND EKKI gengið í ESB. Til þess þarf að breyta henni, ógilda öll fullveldisákvæði hennar, og  kjósa upp á nýtt, og nýkjörið Alþingi þarf svo að samþykkja breytingarnar óbreyttar aftur. Um þetta eru ALLIR sammála. Mjög flókið og erfitt ferli. Ef hins vegar væri í gildi stjórnarskrá skv. tillögu stjórnlagaráðs þá leyfði hún aðild Íslands að ESB, að frágenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá þyrfti EKKI að breyta neinni stjórnarskrá og öllu því mikla vésinni sem því fylgi.
Þannig ESB-trúboðið lek þarna mjög snjallan blekkingarleik. Vissi að ENGINN þingmeirihluti væri á Alþingi í dag til að henda út
öllum fullveldisákvæðum núverandi stjórnarskrár í þeim tilgangi að ganga í ESB. Hins vegar var sett á svið meiriháttar leikrit,um
nýja stjórnarskrá, þar sem öllum fullveldisákvæðum var laumað vandlega út. Mjög snjöll hugmynd, sem því miður allt of margir bæði í stjórnlagaráði og utan þess föttuðu ekki og virðast ekki fatta enn. NEI TAKK!!  Læt ESB-liðið EKKI blekkja mig svona! Lít á
þetta sem allsherjar blekkingarleik, þar sem ÖLLUM bolabrögðum er beitt, sbr dómur Hæstaréttar, og nú um að sjálf þjóðaratkvæðagreiðslan sé ÓLÖGLEG. Allt í þeim tilgangi að troða Íslandi inn í ESB. Bara það hversu Þorvaldur Gylfason
yfir-ESB-trúboðinn á Íslandi er yfir sig glaður yfir þessu öllu segir mér ALLT!  ÞAÐ KEMUR EKKI TIL GREINA AÐ ÉG LÁTI
ESB-TRÚBOÐIÐ GERA MIG AÐ FÍFLI Í ÞESS ÞÁGU!  LÝSI MEIRIHÁTTAR FRATI Á ÞETTA ALLT ÞEGAR MEGIN TILGANGURINN
LIGGUR FYRIR ( ESB-aðild) OG  M Æ T I  A L L S  E K K I  Á  K  Ö R S T A Р 20 okt.nk. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.10.2012 kl. 15:49

25 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Guðmundur minn ég ætla mér ekki að vera með trúboð fyrir Stjórnlagaráð, og alls ekki að reyna að breyta hugsunargangi fólks.  Ég einungis var að tjá mína breytingu á skoðun.  Af því að ég vil bara vera heiðarleg í því sem ég er að segja og gera.  Þessi afstaða mína breytir á engan hátt þeirri afstöðu minni að við höfum ekkert inn í ESB að gera, ég vil ekki þangað inn hef fyrir því mínar ástæður og skoðanir.  Tel þetta einfaldlega vera annað mál, og ekkert viðkomandi ESB.  Skil samt vel þessa andstöðu, því ég var sjálf á þessu bara fyrir nokkrum vikum síðan.  Við skulum bara halda áfram okkar baráttu um Ísland, og láta hér kyrrt liggja um þennan ákveðna ágreining.  Hann er ekki issue hér að mínu mati. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2012 kl. 15:58

26 Smámynd: Einar Hrafnsson

Sæl Ásthildur,

Það er nú 113. greinin sem hræðir mig mest.

Hún, í stuttu máli, gefur þinginu þann möguleika að breyta stjórnarskránni án þess að þurfa að spyrja einn eða neinn. Í dag þurfa tvö þing að samþykkja (þarf kosningar á milli). Sjá hér: http://stjornlagathing.is/starfid/frumvarp/grein/item35410/

Ég mun segja NEI við fyrstu spurningunni a.m.k.

Einar Hrafnsson, 5.10.2012 kl. 15:59

27 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það er gífurleg vinna á bak við þessa fyrstu alvöru stjórnarskrá íslendinga. Þjóðþing og 525 fulltrúar og 25 valdir. Þetta er ekkert smá lýðræðisferli, sem mér og öllum upplýstum íslendingum dagsins í dag ber skylda til að lesa og taka alvarlega.

Þessir 25 stjórnmálaráðsþingmenn voru lýðræðislega kosnir og ef einhver vill beita okkar litla landi endalausum lýðræðishryðjuverkum þá er um að gera að hvetja fólk til að mæta ekki. En það er samt betra að hvetja fólk til að mæta og segja "nei". Ég trúi því og treysti að almenningur, sem hefur alla kosti á að kynna sér fyrstu íslensku stjórnarskrána, kjósi ekki danska, úrelta stjórnarskrá aftur!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.10.2012 kl. 16:11

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Athyglivert Einar, en greinin hljómar svona:

Þegar Aþingi hefur samþykkt frumvarp til breytinar á sjórnarská, skal það borið undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar.

Atkvæðagreiðsan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í siðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi.

Hafi 5/6 hlutar þingmanna samþykkt framvarpið getur Alþingi þó ákveðið að fella þjóðaratkvæðagreðsluna niður og öðlast þá frumvarpið gildi engu að síður.

Ef svo myndi vilja til að langflestir þingmenn myndu greiða atkvæði með nýju stjórnarskránni, getu alþingi hætt við þjóðaratkvæðagreiðsluna.  Ókey, en þá er líka þannig í pottinn búið að í grein 65 segir svo:

Tíu af hundraði kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög sem alþingi hefur samþykkt. Kröfuna ber að leggja fram innan þriggja mánaða frá samþykkt

laganna. Lögin fall úr gildi ef kjósendur hafna þeim, en annars halda þau gildi sínu.  Alþingi getur þo ákveðið að fella lögin úr gildi áður en til atkvæðagreiðslu kemur.

Þjóðaratkvæðagreiðslan skal fara fram innan árs frá því að krafa kjósenda var lögð fram.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2012 kl. 16:21

29 Smámynd: Einar Hrafnsson

Ok, ég spyr, ef tíu af hundraði kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög sem alþingi hefur samþykkt af hverju er þá sér grein um stjórnarskrána? Er það ekki af því að breytingar á henni eru ekki flokkaðar sem venjulegar lagasetningar? Ef breytingar á stjórnarskrá er ekki flokkuð eins og venjuleg lagasetning þá á 65. grein ekki við um stjórnarskrárbreytingar.

Fyrir utan hvað gerist ef breyting á stjórnarskrá frá þingi er akkúrat breyting á 65. grein :-)

Ef stjórnarskrárbreytingar eru meðhöndlaðar sem hver önnur lagasetning má velta fyrir sér hvort stjórnarskráin eigi að vera slíkt plagg að möguleiki eigi að vera á að breyta henni án þess að tíundi hluti (hið minnsta) taki eftir því (lauma inn breytingum).

Þessi 113. grein hræðir mig ekki minna núna :-)

Einar Hrafnsson, 5.10.2012 kl. 16:50

30 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Einar, eins og málskotsréttur forseta! ég mun hinsvegar ekki krossa við 10% heldur meira.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.10.2012 kl. 17:03

31 Smámynd: Björn Emilsson

Kæra Ásthildur Cecil, Mér þykir leitt að þú takir skrif mín personulega áras á þig. Það er fjarri lagi. Eg er einungis að leggja áherslu á að Jóhönnustjórnin hefur meirihluta á Alþingi til að koma Islandi ínní ESB. Eina sem vantar eru breytingar á stjórnarskránni. Hreyfingin og Guðmundur Steingrímsson munu svo hjálpa til.

Björn Emilsson, 5.10.2012 kl. 17:17

32 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Björn minn það geri ég alls ekki. Þessi fundur sem þú vitnar til, minnir helst á sögu Laxness, Sjálfstætt Fólk, er saman voru komnir sveitungar á baðstofuloftinu hjá Bjarti í Sumarhúsum og umræðuefnið var að grasið væri grænna á Italíu

Var bara að vitna í þetta innlegg. Vegna þess að þarna var rætt um svo miklu meira en stjórnarskrárdrögin, þarna var líka kynnt framtíðarsýn Dögunar.  Ég tók þetta þvi ekki beint sem árás á mig, heldur vildi útskýra að þarna var einmitt rætt um miklu fleiri þætti en bara stjórnarskrármálið.  Hins vegar verður fundur á morgun hér kl. 14.00 þar sem ég ætla mér að mæta, þar verður m.a. Þorvaldur Gylfason og ég mun spyrja um ýmis svona vafamál sem komið hafa fram hér.  Hef ekki verið hrifin af þeim manni, en ég vil samt gefa honum tækifæri til að segja hvað hann er að pæla.  Ég hef það fyrir sið að útiloka ekki neitt fyrirfram, nema ef það er eitthvað sem segir mér að það sé algjörlega út úr kú. 

Einar, það hlýtur bara að vera að almenningur geti haft þar hönd í bagga, ef svo ólíklega vildi til að við fengjum einræðisherra á alþingi sem hefði 5/6 að atkvæðamagni. En þessi umræða er eiginlega hjákátleg í raun og veru, því ef við kjósendur værum svo miklir kjánar að kjósa yfir okkur lið sem vildi koma á einræði, þá erum við satt að segja algjörlega rugluð svo ekki sé meira sagt. Ég hef meira álit á þjóðinni en svo að það gerist.

Anna mín, ég hygg að 10% sé öryggismál, og hæfileg tala. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2012 kl. 17:43

33 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég tek undir í svona viðkvæmu máli að "útiloka ekki neitt "

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.10.2012 kl. 22:28

34 identicon

Ásthildur mín

Viltu spyrja hann Gylfason hvort Alþingi geti

breytt niðurstöðum kosninganna eftir sinni vild

Og segja okkur svarið hér  jafnvel þó það verði eitthvað loloðið

Var þetta ekkert rætt á Dögunar fundinum?

Sólrún (IP-tala skráð) 5.10.2012 kl. 22:29

35 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Auðvitað getur Sjálfstæðisflokkurinn fokkað öllu eins og venjulega! Sólrún, hvar býrð þú?

xD hefur notað hæstarétt íslendinga til að loka á lögmætar kosningar stjórnlagaþings og mun nota sína hæstaréttarlögmenn til að gera hið sama ef útkoman er ekki þeim að skapi. Ég tala sem ein af meðframbjóðendum til stjórnlagaþings og hlaut ekki kosningu, en það er ok, en hitt að það var xD-Joker á meðal vor gerir svefn á hverri nóttu erfiðan.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.10.2012 kl. 22:37

36 identicon

Góður og fræðandi pistill eins og sá fyrri:)  Það er enginn maður verri fyrir að skipta um skoðanir, það er mjög eðlilegt.  Það sem skiptir mestu máli til að taka skynsama afstöðu er bara að skoða málin ofan í kjölin eins og ég hvet alla til að gera.  Hvort allir séu sammála um alla hluti er svo annað mál!

Skúli (IP-tala skráð) 5.10.2012 kl. 23:26

37 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sólrún mín ég skal gera það.  Það hringdi reyndar í mig kona í dag sem bað mig um að spyrja spurninga.  Ég mun hafa með mér lista yfir það sem ég tel að þurfi svör við.

Sammála þér Anna, þræðirnir liggja víða.

Takk Skúli vissulega þurfum við að skoða alla þætti ofan í kjölin og reyna að átta okkur á hvað er skynsamlegast í þessu öllu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2012 kl. 00:37

38 identicon

Anna eg bý í Reykjavik en er ekki neinn aðdáandi Sjálfstæðisflokksins frekar en annara flokka.Mér finnst eftir hrun þá sé meira áberandi að mál  séu  það sem menn kalla þverpólitísk og mér finnst það vera spor í rétta átt. Ut úr  tuarbrögðum flokkræðis.Það er flott að geta skipt um skoðun og þora að segja það :)

Sólrún (IP-tala skráð) 6.10.2012 kl. 00:58

39 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sólrún,ég var skithrædd fyrir 1996 þegar ég flutti til DK. Var viss um að ég hefði rétt fyrir mér með að ESB væri það versta sem þjóð gæti lent í. ðeg var hrædd, skíthrædd.

Svo bjó ég í Danmörk í 6 ár og komst að því að allt í Danmörku er peru-danskt. ESB hefur ekki áhrif á þjóðerni eða jafnvel gjaldmiðil. Allt sem við viljum er frjálst viðskiptasamband, og gamli Skúli Magnusson hefði tekið undir það. Ekki panikera ....

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.10.2012 kl. 01:41

40 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Anna, danir fengu á sínum tíma undanþágu fyrir evru-upptöku og halda því enn krónunni sinni.  Allar nýjar ESB þjóðir eru skyldugar til þess að taka upp evru, þar á meðal Ísland.

Frjálst viðskiptasamband áttum við að fá með EES samningnum, en nú er okkur sagt að við höfum með þeim samningi fengið eitthvað allt annað.  Ætli ESB aðild verði ekki líka í þeim dúr; að við fengjum eitthvað allt annað en það sem reynt er að telja okkur trú um núna.

Kolbrún Hilmars, 6.10.2012 kl. 10:55

41 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er málið Kolbrún, það stendur ekki steinn yfir steini með loforðarulluna. Og ég bara skil ekki af hverju fólk vill ekki sjá að það er ekkert að semja um.  Við eigum að taka upp allar reglur sambandsins, og það er alveg ljóst að við fáum engar undanþágur, það hefur komið fram í viðræðum við ráðamenn sambandsins. 

Í sérstökum bæklingi sem Evrópusambandið hefur gefið út til að útskýra stækkunarferlið er kafli sem heitir Aðlögunarviðræður. Kaflinn hefst á þessum orðum: “Fyrst er mikilvægt að undirstrika að hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Aðlögunarviðræður beinast að skilyrðum og tímasetningum á inngöngu umsóknarríkis, framkvæmd og beitingu ESB-reglna, sem eru upp á 90.000 blaðsíður. Og þessar reglur (líka þekktar sem „acquis“, sem er franska yfir „það sem hefur verið ákveðið“) eru ekki umsemjanlegar. Fyrir umsóknarríki er þetta í grundvallaratriðum spurning um að samþykkja hvernig og hvenær eigi að framkvæma og beita reglum ESB og starfsháttum. Fyrir ESB er mikilvægt að fá tryggingu fyrir dagsetningu og skilvirkni innleiðingar umsóknarríkis á reglunum.““

Halda menn virkilega að þetta sé eitthvað bull, sem er inn í bækling frá ESB sambandinu. Og fólk er ennþá að tala um hvað við fáum út úr samningum. Ef þetta er ekki að berja hausnum við steininn veit ég ekki hvað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2012 kl. 11:09

42 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Alveg rétt, Ásthildur.  Sjálf tek ég meira mark á ESB apparatinu sjálfu en íslenskum áróðursmönnum sem þykjast enn vera að kíkja í einhver pakka.

Auk þess á ESB nú við vaxtarvanda að stríða og enginn - ekki einu sinni apparatið sjálft, getur fullyrt um hvernig kerfi þess mun líta út eftir 5 ár, hvað þá meir.

Það er oft gott að nota einfaldar samlíkingar til þess að skilgreina málin.  Segjum til dæmis að kona giftist manni í dag, við núgildandi hjúskaparskilyrði.  Ætli hún yrði hrifin ef hjúskaparskilyrðunum yrði breytt á morgun og eiginmanninum veittur fjölkvænisréttur?  Ekki síst ef hjónaskilnaður yrði bannaður í leiðinni...

Kolbrún Hilmars, 6.10.2012 kl. 11:51

43 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott dæmi Kolbrún.  Það er erfitt að koma fólki til að skilja þessa einföldu staðreynd.  Löngunin er svo mikil að komast inn í ESB.  Sérstaklega fólk sem er ekki inn í okkar frumgreinum landbúnaði og sjávarútvegi.  Það gerir sér enga grein fyrir alvarleika þess að gefa frá sér þann rétt að ráða sjálfur stefnu sinni.  Þetta fólk er flest á einhverju öðru róli. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2012 kl. 12:00

44 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Danska krónan er ekki sjálfstæður gjaldmiðill, eða eins og maður segir á færeysku "

Gjaldoyrað evra, euro ella € (EUR) er seinnu árini innført í nógvum av ES-limalondunum. Danmark er ikki við í gjaldoyrasamstarvinum, men danska krónan er kortini sterkt tengd at euroini - kursurin liggur altíð og ridlar um 7,45 DKK fyri eina EUR. " 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.10.2012 kl. 17:48

45 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já er það Anna, er danska krónan tengd evru? ókey.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2012 kl. 18:52

46 identicon

Í mínum huga er þetta virkilega spennandi tækifæri sem við okkur blasir.  Loksins (vonandi) fáum við stjórnarskrá sem er sprottin úr íslenskum jarðvegi og tekur mið af íslenskum aðstæðum.  Vitaskuld er tillaga stjórnlagaráðs ekki fullkomið plagg.  Núverandi stjórnarskrá er það ekki heldur.  Mér sýnist þó að tillaga stjórnlagaráðs sé til bóta. 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 6.10.2012 kl. 20:42

47 identicon

Mikið er ég ánægð með þig stelpa.

Það þarf alvöru manneskju til að skipta um skoðun og ekki síður til að taka við leiðindum vegna þess. Það sem er mest um vert er að fólk hafi styrk til að ákveða að kynna sér málin almennilega og án fordóma og taka afstöðu í framhaldi af því. Það mættu fleiri gera það og í fleiri málum.

Ég tek ofan fyrir þér og set þig stalli eða tveim ofar fyrir það. Ekki bara vegna skoðunar þinnar á stjórnlagadrögunum heldur fyrst og fremst fyrir að lofa þér að skipta um skoðun eftir að hafa kynnt þér málin. Gratulera mín kæra.

Anna María Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 10:46

48 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

H.T. Bjarnason sammála þér .

Takk Anna María mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2012 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband