22.9.2012 | 20:51
Evra Össurar eða íslenska krónan?
Össur segir... maðurinn sem sagði að hann hefði ekki hundsvit á fjármálum, minnir að það hafi verið þegar hann seldi bréfin sín á afar "heppilegum" tíma. Já hann vill meina að Evran sé sterkari en dollar, það getur svo sem vel verið rétt en er það nóg?
Þessa dagana er mikið rætt um gjaldmiðilsmál og umsókn Ísland um ESB, menn verði að klára málið og svo framvegis. Aðrir vilja leyfa fólki að kjósa núna um hvort halda eigi áfram eða ekki. Sem mér lýst reyndar betur á.
En það er nokkuð ljóst hvort sem menn vilja viðurkenna það eða ekki, að kosningarnar í vor munu snúast um umsókn um ESB. Þeir sem halda að stjórnarskrármálið setji einhvern þunga á kosningar eru í villu. Það virðist enginn hafa áhuga á því máli af fólki sem ég umgengst. Það má segja að sé synd, vegna þess að mikið hefur verið í lagt og margt gott komið fram. En eins og ég hef sagt áður og segi enn, stjórnvöldum er ekki treystandi í því máli, og því fer sem fer. Langflestir sem yfirleitt munu mæta munu kjósa nei. Þannig er komið fyrir forystumönnum þjóðarinnar að þeim er ekki treyst fyrir nokkrum sköpuðum hlut lengur.
Ég rakst á erindi sem Gunnar Tómasson hélt í Grasrótarmiðstöðinni um daginn, afar fróðlegt og gott erindi. En Gunnar Tómasson er einn þeirra manna sem ég legg mikið traust á, vegna reynslu sinnar og hversu vel gerður maðurinn er, heiðarlegur í hvívetna.
Hann var beðin að halda erindi um hvernig væri hægt að bjarga Íslandi og hvort það væri æskilegt að taka upp evru og ganga í ESB.
Hér er erindið, ég hef ekki fengið leyfi hjá Gunnari, en vona að ég megi setja það hér inn vegna þess að þarna talar maður með reynslu og þekkingu um málefni sem hann þekkir vel til.
http://youtu.be/4ILvVmPkeHQ Ráðlegg fólki að leggja við hlustir. Hann úrskýrir afar vel hvað hann er að tala um og færir fyrir því rök.
Nú þegar kosningaslagurinn er að byrja er rétt að ýta því að fólki að hlusta á menn og málefni, en ekki síður að skoða hvað viðkomandi hafa gert og sagt s.l. þrjú ár. Það er nefnilega oft þannig með stjórnmálamenn, þeir láta gamminn geisa í fjögur ár, en á einhverjum tímapunkti þegar nálgast kosningar verða þeir allt í einu svo vitrir, vinnusamir og vita allar lausnir. Elska kjósendur af lífi og sál og vilja allt fyrir þá gera. Það þarf líka að þora að breyta til, refsa sínum mönnum eitt kjörtímabil, það þarf ekki meira, ef stjórnmálamenn sjá að þeim verður raunverulega refsað fyrir frammistöðuna, þá læra þeir fljótt. Því stólarnir heilla mikið, sérstaklega þessir bólstruðu upphleyptu ráðherrastólar og það er afar erfitt að standa upp úr þeim svona óforvarendis.
Spurningin er bara viljum við réttlæti, jöfnuð, lýðræði og útrýmingu spillingar eins og hægt er? ekkert af þessu er til í dag, en með því að gefa fjórflokknum frí, má ef til vill koma góðum þjóðhagslegum framfaramálum betur áfram með nýju fólki og venjulegu fólki eins og bara mér og þér. Það fólk sem hefur hrærst í pólitíkinni mörg ár tala nú ekki um áratugi, eru löngu komnir langt frá hjörðinni og hafa reyndar engan áhuga á hvað hún er að hugsa og vona.
Össur: Evran sterkari en dollar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2022149
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gengið á evru er hærra en á dollar, það er rétt hjá honum en þar með er það upptalið. En við skulum skoða "styrk" bæði dollars og evru annars vegar 2 jan 2012 en þá var sölugengi gengi dollars samkvæmt Seðlabankanum 122,96 en evru 159,18. Þann 31 ágúst var sölugengi dollars 122,21 en sölugengi evru 153,61. Á þessum tíma hefur sölugengi dollars lækkað um 0,61% en sölugengi evru um 3,5%. Hvor gjaldmiðillin ætli sé nú sterkari????????
Jóhann Elíasson, 22.9.2012 kl. 21:32
Jamm eins og Gunnar Tómasson segir, þessir gjaldmiðlar eru báðir í hættu, evran dauðvona ekki vegna ólíkra aðstöðu ríkjanna eins og verði hefur látið liggja að, heldur felur hún dauðann innbyggt í sér sjálfri. Eins og hann útskýrir afar vel í þessari ræðu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2012 kl. 21:48
Einn besti mælikvarðinn á getu(leysi) þingsins í seinni tíð er afdrif lagafrumvarps Árna Páls (af öllum mönnum) varðandi það að hemja smálánaokrið (sbr. kastljós núna nýverið). Starfsemi sem bitnar á þeim smæstu og aumustu,og öfugt við annað lánaokur, ekki nein sérstök hætta fyrir lífeyrissjóði,íbúðalánasjóð,ríkið,eða einhverra hina helgu banka að taka á málinu. Örfáir hvítflibbar sem myndu kanski missa illa fenginn spón úr sínum aski.Þetta var í raun bara spurning um prinsip,kjörið tækifæri fyrir þingmenn til að sýna í verki að þeir hefðu einhverjar hugsjónir um betra þjóðfélag og væru nú einu sinni tilbúnir að standa við þær. Var þetta ekki árið 2009? Okrið þrífst sem aldrei fyrr. Dauðvona krabbameinssjúklingar skulu sko ekki halda krónu eftir af öryrkjaglígjunni sinni.
Fróðlegt væri ef einhver þar til hæfur gæti sýnt fólki hvernig þetta litla mál velktist um í þingi (ekki þekki ég þá sögu) hver togaði í hvaða spotta? Hver semur og hver samþykkir? Þetta gæti verið fyrirtaks sýnishorn fyrir hvernig þingið virkar eða öllu heldur virkar ekki í raun. Niður staðan var a.m.k. minni en lítil mús eftir jóðstótt fjallsins!
Hvernig getur þessi mannskapur tekið á stærri og flóknari málum ef þetta er niðurstaðan í borðlögðu réttlætismáli eins og því að stöðva smálánaokrið? Ekki vantar að einhverjir smurkjaftarnir fari í gang svona til að gera sig svolítið breiða í aðdraganda kosninga og segist ætla að redda þessu EFTIR þær. Jóhanna og Steingrímur, (og aðrir þingmenn)drullist þið til að gera eitthvað í þessu STRAX.
Á maður svo að fara kjósa þetta lið? Ja svei!
Takk annars,sem oftar, fyrir ágætan pistil. Ælta að hlusta á Gunnar T. við tækifæri.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 00:38
ALveg rátt hjá þér Bjarni, og von að þú spyrjir, hvernig geta ráðamenn tekist á við stærri mál, þegar þetta einfalda málefni þvælist svo fyrir að ekki er hægt að taka á því? Og góð spurning hver kippti í spotta? Hvar liggja eignaböndin?
Ég er orðin ansi langþreytt á þessum samtvinnuðu hagsmunagæslumönnum elítunnar það á við um allan fjórflokkinn. Hér þarf virkilega að breyta til og skera burtu meinsemdina sem er að eyðileggja þetta þjóðfélag. Það hlýtur að vera hægt að losna við slímsetufólki sem löngu er komið úr öllum takti við þjóðfélagið og gjörsamlega veruleikafyrrt. Það þarf ekki annað en að lesa yfirlýsingu Árna Sigfússonar, hann segist vera kvattur til að gefa kost á sér til alþingis, en nennir ekki að sitja á þingi, hann vill bara verða ráðherra. Það er auðvitað enganveginn í lagi með þessa stjórnmálamenn sem eru ekki í neinu raunveruleikasambandi við almenning.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2012 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.