14.9.2012 | 14:37
Ferðin til Maribor - Fræðandi ferðasaga.
Einn af kostum Austurríkis er að héðan er stutt í margar spennandi borgir og lönd. Pragh, Bratislava, Sopron, og bara nefna það.
Við ákváðum hjónin að smella okkur til Slóveníu. En það er einungir um tveggja tíma ferðalag með lest frá Mattersburg. Ætluðum að dvelja eina nótt í borginni Maribor sem er ein af menningarborgum Evrópu 2012.
Við lögðum af stað frá Mattersburg kl. 15.53. Við ókum frá Forchtenstein og vorum frekar sein, þegar til Mattersburgh kom voru enginn bílastæði laus við brautarstöðina, svo Elli tók það til ráðs að leggja á einkabílastæði ljósabekkjafyrirtækis. Ég var hálf smeik um að bíllinn yrði horfinn þegar við kæmum aftur eða með einhvern stálhlunk festan við eitt tekkið, eins og við höfðum lent í í Prag um árið.
En við náðum sem sagt lestinni. Þá uppgötvaði ég að ég hafði gleymt myndavélinni heima. Svo ég gat ekki tekið myndir af hinni gífurlega og á stundum hrikalega fallegu leið upp og yfir Alpafjöllinn. Reyndar tók ég myndir þegar við fórum svipaða leið til Búgarðsins sem ég sagði frá áður. Við þurftum að skipta um lest í Wiener Neustadt, þaðan lögðum við af stað kl. 16.32. Fórum inn í öftustu vagnana, en þegar við sýndum eftirlitsmanninum miðana, sagði hann okkur að við þyrftum að fara fram um tvo vagna, þar sem þessir tveir öftustu myndu verða skildir eftir í Graz. Eins gott að hann leiðbeindi okkur, ef við hefðum orðið eftir í Graz, en þá hefði ég bara heimsótt frænda minn Leó og hana Eriku mínasem sagt framar í vagninn fórum við. Leiðin lá gegnum nokkra bæi upp í fjöllunum: Mürzzushlag, Kapfenberg, Bruch af Mur, sem liggur við ána Mur sem ég sagði áður frá. Graz Hbh, Leibnitz, Spielfeld straB sem er landamæra bær milli Slóveníu og Austurríkis, og svo ´fórum við úr í Maribor þá var kl. 19.55. Lesti hélt svo sínu striki alla leið Til Króatíu. Ég var orðin svöng og sendi Ella til að finna matarvagninn. En hann fannst ekki í fyrstu lotu hehe.. Svo sá ég fólk koma með kaffi og kökur, svo ég sendi manninn minn af stað aftur og hann kom með tvo bjóra og samlokur. Sem var alveg ágætt.
En þegar við komum út á járnbrautastöðina í Maribor var aðeins farið að rökkva, svo við ákáðum að rölta og finna hótel. Rákumst fljótlega á eitt voða fínt, Hótel City, þar var elskuleg stúlka og Elli spyr hvað herbergi kosti yfir eina nótt. 140 segir stúlkan. Hvað er það mikið í evrum? spyr Elli. Hún horfir á hann undrandi og segir þetta er í evrum.
Of dýrt fannst okkur svo við ákáðum að röltla aðeins lengra. Rákumst þá á hótel Pýramída 4* sem okkur leist prýðilega á. Spurðum um verð, þar sat hnellin glaðleg stúlka, jú sagði hún flest hótel hér kosta um 14o evrur.... en ég skal gera ykkur tilboð, þið fáið herbergið fyrir 88 evrur. Við gleyptum auðvitað við því. Þetta var Það sem kallaðist þarna Hótel fyrir viðskiptamenn. Herbergið var bara ansi flott einkonar tvö hálfherbergi annað með svefnaðstöðu og svo smá setustofa. Þið þurfið ekki að borga fyrr en þið farið sagði hún glaðlega, ef þið þurfið að komast í Minibarinn.
Og ég hugsaði með mér, þarna skiptir sköpum starfsmaðurinn. Á hinu hótelinu var flott stúlka, en annað hvort hafði ekki döngun eða leyfi til að gefa afslátt. Þarna greinilega fékk stúlkan af ráða hvernig hún dílaði við viðskiptavinina. Auðvitað keyptum við svo á minibarnum. hahah
Gamla brúin.
Háskólaborgin Maribor er önnur þýðingarmesta borg Slóveníu og höfuðborg Stajerska Region. Borgin kúrir undir hinni grænu Pohorjehæð og breiðir sig yfir báða bakka árinnar Drava. Borgin er mikil samskiptaborg rík af vínmenningu. En líka þekkt fyrir viðskipti, skóla, sport, viðburði lista og menningar og ferðamennsku. Hún er kölluð Borg hinnar gömlu vínmenningar.
City of the old wine, sem hefur tíðkast hér í yfir 400 ár.
En mér fannst alveg ómögulegt að vera myndavélalaus, svo ég keypti mér ódýra "austantjaldsvél" Nikon, allar leiðbeiningar voru á tungumálum austur Evrópu. En hún dugði mér ágætlega.
Það er afar skemmtilegur ferðamáti að fara með lestum.
Væri óskandi að það væru slíka hér.
Eitt af minnismerkjum Maribor er gamla lestin. Og þetta græna auga er eitt af merkjum borgarinnar í tilefni af Menningarborgarstimplinum.
Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir á hótelinu, fórum við í bæinn, hér er allt við hendina, og ekkert mál að rata um allt. Við fengum okkur ungverska gúllassúpu á ítölskum matsölustað, hér er mikið um pizzeríur og pastastaði allt ítalskt, komum svo við á nokkrum vínveitingastöðum sem voru allstaðar úti því veðrið var yndislegt, og að síðust fórum við á barinn á hótelinu. Þar voru þrír viðskiptajöfrar, þið vitið þessir í jakkaförunum, blankskónum með svörtu handtöskurnar. Einn þeirra var samt frekar glaðlegur náungi og þegar ég pandaði mér lókal rauðvín, og fékk líka þetta afbragðsgóða vín, lyfti hann glasi og spurði hvaðan við værum. Frá Íslandi sagði ég.. Já haha þar hef ég verið sagði hann. Mér líkar vel við íslendinga, ég ætti ef til vill ekki að tala svona út af Icesave sagði hann og hló. Af hverju ekki svaraði ég, við erum bara venjulega fólkið og eigum ekki í neinum illdeilum við látum bara stjórnvöld um það.
Ég ætlaði að stríða honum með því að tala um að prinsinn hefði verið myndaðu buxnalaus. Þá sagði hann veistu að ég þekki strákinn, hann er einn af bestu stuðningsmönnum knattspyrnuliðsins sem ég er í forsvari fyrir. Hann er dálítið viltur en algjör öðlingspiltur.
Svo ræddum við um lok Ólympíuleikana hann spurði hvernig mér hefði fundist. Mér fannst það nú frekar yfirdrifið svaraði ég, og er algjörlega ósammála því að einhver gella hefði verið látin syngja lag Freddy Merkuri, þá hló hann, já ég er sammála sagði hann, ég var einmitt ungur og viltur þegar Freddy var upp á sitt besta. Besta atriðið sagði ég var samt þegar drottningin fór fallhlífarstökkið. Hahaha já það var frábærlega gert hjá þeim sagði hann.
Satt að segja hef ég grun um að þessi ágæti maður sé frekar skoti en englendinur, því englendingar eru að mínu mati frekar þurrir, aftur á móti eru skotar með skemmtilegra fólki og afar opnir fyrir ókunnugum Wher abut are ye from Hen?
Hér hefur verið byggð frá síðari bronsöld og járnöld.
Gamla höllin er eitt minnismerkið líka, hún er afar gömul, kallaður Marchpurg, Marskastalinn hennar er fyrst minnst í sögunni á 12 öld. Borgin fékk stöðu borgar um 1254. Barátta og saga borgarinnar hefur skilið eftir sig mörg sár í aldanna rás.
Borgin styrkti sinn efnahag verulega 1846 þegar þeir byggðu járbrautarlínu til Vínar með fyrstu þjóðum Evrópu. En eins og ég hef komið inn á áður voru Eistar fyrstir þjóða til að byggja járnbrautarlínu niður Evrópu.
Framtíð Maribor var byggð aðallega á tveimur mönnum, Biskupi Anton Martin Slomsek, sem flutti Lavantine Diocese frá St Andraz to Maribor, og skáldið og hershöfðingin Rudolf Maaister, sem tokst a verja boggina og norðurhluta Slóveníu eftir fyrstu heimstyrjöldina.
Hér má sjá styttu af biskupnum.
En aftur að kastalanum, hér er marmarastigi, þetta er virkilega flott hús að innan, en það hefur gengið í gegnum svo margar breytingar síðan upphaflegi kastalinn var byggður að hann lítur varla út eins og kastali í dag, hér er þó skemmtilegt safn sem er opið daglega.
Hér er greinilega apótek frá því í hina gömlu daga.
Líkan af húsi frá fyrri tímum.
Og í öllum köstulum er vopnabúr mismunandi gamalt. Það var alltaf barátta um völd, þess vegna eru flestir kastalar byggðir hátt upp í fjallahlíðum eða hamrabeltum, til að sjá óvininn nálgast.
Og þá er að rata út... sem betur fer voru þarna stúlkur sem sýndu fólk hvar það átti að fara út.
Ekki mjög glæsilegur útgangur, en eitt af trixum fyrri tíma var að það væri hægt að komast út bakdyrameginn.
Hér má svo sjá hann að utan, ekki mjög kastalalegur í dag. Í baksýn er svo Fransikukirkjan.
Allskonar skemmtileg plaköt voru víða, ég fór auðvitað í steinabúð.
Ef við bara hefðum verið svona tveimur dögum lengur í Austurríki hefðum við farið seinna til Maribor og hlustað á Sigurrós þann 5. september.
En það er verið að setja upp pallana bæði hljómsveitarpall og áhorfendastúku á þessu torgi.
Einhverjar græjur komnar á staðin líka.
Plakötin voru um alla borg.
Við vorum komin á ról um níu leytið, það var vel útilátinn morgunverður og svo var haldið af stað að skoða borgina.
Þessi litlu leirhús minntu mig á fuglana í Ísafjarðarkirkju. Hér var greinilegt að börn höfðu búið til þessi litlu hús og svo var þeim raðað hér allstaðar afar skemmtilegt.
Það hafa verið hér þetta árið yfir 1000 uppákomur allskonar, bæði menningarviðburðis, sport, vín og matarfestar og bara að nefna það. Og þessu líkur ekki fyrr en um næstu áramót, það er því upplagt að drífa sig á þennan glæsilega stað og bara njóta.
Fórum á sögusafnið, þar var margt merkilegt að sjá.
Það var endalaust gaman að rölta í góðu veðri setjast og fá sér rauðvín eða bjór, og mat ef maður var svangur.
Verð að segja það að vínin hér eru með þeim betri sem ég hef smakkað.
Svo má skoða kort af borginni.
Húsin eru flest gömul og afar falleg, en því miður mörg í niðurníðslu eins og sjá má. En þetta er auðkennandi fyrir flest fyrrum austantjaldslöndin.
Dregur hugan að skólunum, Maribor er mikill háskólabær og hingað sækja stúdendar allstaðar að.
Og allstaðar voru skemmtilegar skreytingar sem börnin hafa fengið að gera.
Allstaðar hér um slóðir er mikið um hengipelagoníur í öllum litum og setja skemmtilegan svip á umhverfið.
Skemmtilegar litlar krár inn í þröngum skotum.
Skemmtileg saga um þetta merki. Ég sá þetta merki þar sem ég sat fyrir utan Vatnstankinn gamla, nei sagði ég þetta er illy magasýnið það er hér líka. Svo vantaði mig að pissa og ég fór inn í búð og spurði stúlku þar hvar hægt væri að komast á klósett. Hún benti mér þá á þetta merki, og sagði að allstaðar sem þetta merki væri væru klósett. Nú hugsaði ég með mér, þetta er þá ekki keðjan eins og ég hélt.
Nema ég fór þarna inn, og þar voru auðvitað almenningssalerni.
Þar sem hin venjulegu alþjóðamerkingar eru ekki þarna, þá er þetta herraklósett.
Og kvennaklósett. Bara svona ef þið ákveðið að fara þangað.
Þegar ég var svo í Vín að ruslast með vinkonu minni, sagði ég henni frá þessum nýfengnu upplýsingum um merkingar á almenningsklósettum í Maribor. Hún horfði á mig smá stund og sagði svo, Ásthildur þetta merki Illý er nafn á verslunarkeðju, og þeir sem versla með mat eru skyldugir til að hafa aðgang að klósetti.
Minnismerki um að hér er framleitt elsta vín í heiminum.
Skemmtileg götumynd.
Minnir dálitið á Pragh.
En það virðist vera skortur á múrurum hér.
En þetta er nú bara bakhliðin, að framan var allt nýtt og fínt hehehe
Þarna á bak við glittir í dómkirkjuna og Fransiskukirkjuna.
Það var mikið mannlíf og notalegt að þvælast svona um.
Hér er svo dómkirkjan.
Háskólinn.
Skólarnir voru einmitt að byrja á þessum tíma.
Sum hús voru með svolítið groddaralegar skreytingar í gluggum.
Gott að setjast niður og fá sér rauðvín. Við áttum að mæta á lestarstöðina kl. 18.19, en klukkan var ekki orðin neitt margt, svo við ákváðum að rölta niður að Drövu og skoða Vatnsturninn og Sinagóguna.
Fórum niður Títóstræti, hann er ekkert gleymdur hér blessaður.
Klukkan var orðin meira en hádegi og hitinn var orðin ansi mikill yfir 30 °
Fyrir utan einn bankann var her lögreglumanna og þrír lögreglubílar, þeir voru með hlífar fyrir öllum gluggum meira að segja framrúðunni, ég þorði samt ekki að taka mynd svo beint fyrir framan þá, því þeir voru búnir öllum tækjum og tólum.
Mikið af hjólreiðafólki hér.
Ó mæ allar útsölurnar, eins gott að ég er ekki mikið fyrir að versla.
En Elli fékk sér allavega ís.
Hér eru það konur sem eru í garðyrkjustörfunum og hreinsunum á almennum svæðum, en ekki karlar eins og víðast annarsstaðar. Það gæti þýtt að hér er ekki mikið atvinnuleysi, því alltaf bitnar slíkt fyrst á konum.
Hér er aðaltorgið, og þetta minnismerki er eins og í Vín, en þar er merkið til minnis um þá sem létust í svarta dauða.
Eins og ég sagði er hér mikið um hjólreiðafólk og og þar af leiðandi góðar og breiðar hjólabrautir, veit ekki hvort kom fyrst hjólin eða brautirnar.
Við erum á leið niður að Drövu.
Meðfram Dröfu má vel sjá gamlan varnarmúr. En áin hefur auðveldað ræningjum að komast að fólki hér.
Við ána eru elstu húsin, þar hefur uppbyggingin byrjað, í gamla daga fleyttu menn trjám niður ána, og hún hefur verið mikil uppspretta nausynja.
Hér eru líka þröngar götur, of þröngar meira að segja fyrir hestvagna.
En það er gaman að skoða þessar eldgömlu þröngu götur.
Og við erum komin niður að á.
Hér er vatnsturninn.
Virkilega fallegt að ganga meðfram ánni.
Veit ekki hvar hún endar, gæti verið í Adriahafinu.
Óhugnanlegt hús, veit ekki alveg hvað þetta er. Þó þeir segi að hér sé mikið um ferðamenn, þá hafa þeir ekki gefið út bækur um borgina, eins og í flestum öðrum borgum, þar sem hægt er að lesa sér til um söguna. Bara einn pésa með takmörkuðum upplýsingum.
Þessi hús eru að niðurlotum komin, en það hefur verið búið í þeim, því hér eru loftnet á þaki en engar rúður og þakið að falla inn. Sennilega má ekki rífa þau, því þau eru bygg ofan á múrinn gamla.
Hér segir af þeim sem fleyttu timbrinu niður ána, Maribor var fyrsta stóra borgin sem þeir komu til á leið sinni til Belgrad fluttu sem sagt timbrið frá Drava til Dónár og þaðan til Belgrad.
Fallegt útsýni.
Mikið sérkennilegar byggingar.
Merki.
Europark, fórum ekki þangað vegna tímaskorts.
Það er allstaðar hægt að setjast niður, hér er vínkjallarinn... held ég.
Allavega vel varinn hehehe.
Ef til vill hefðum við átt að setjast hér niður og næra okkur.
Þessi líka flotti grátviður sem prýðir árbakkann.
Svanahjón á sundi.
Svo voru svona skemmtileg skilaboð til manns.
Og svona. Öll erum við listaverk.
Hvað er meiri friðsæld en að sitja og veiða í friði og ró.
Og hér er gamla brúin yfir Drövu.
En við vorum orðin svöng og það var komin tími til að finna sér góðan matsölustað og fá sér í gogginn áður en haldið yrði út á járnbrautarstöð.
Við vorum búin að ákveða að fara ekki á ítalskan stað, heldur finna ekta slóvenskan mat.
Eftir mikla leit fundum við svo... staðinn sem við höfðum byrjað á að fá okkur bjór og rauðvín, rétt við hótelið
En einhvernveginn leist okkur ekki á matseðilinn það sem við skyldum, svo við fengum okkur ... hamborgara En þetta er sá besti hamborgari sem ég hef smakkað það get ég sagt ykkur bæði kjötið og brauðið.
Og lókal rauðvín afar gott. Vínin þeirra eru afar bragðmikil og þykk afskaplega bragðgóð. Við ættum ef til vill að flytja meira inn af vínum frá Slóveníu og Ungverjalandi, þar sem vínin eru afar góð.
Þá var þessi dagur farin að styggast í annan endan og við þurftum að fara að snúa nefinu í átt að brautarstöðinni.
Það var farið að skyggja.
Og tími komin á lestina.
Lestinn átti að fara kl. 18.19 okkur var sagt að það myndi standa á skiltinu Win Meidling.
Við sátum því afar róleg ... og horfðum á lestina fara framhjá
Svo áttuðum við okkur á að við vorum búin að missa af lestinni, og þá voru góð ráð dýr, við fórum inn í miðasöluna og spurðumst fyrir, nei enginn lest fyrr en á morgun, svaraði miðasöludaman, og vildi greinilega losna við okkur. Við fórum út, en ég var ekki búin að gefast upp fór inn aftur, og fékk svömu svör, en fór í þriðja skiptið og spurði hvort það væri þá enginn önnur leið? Jú sagði hún þið getið tekið leigubíl til Spilfeld-straB og náð lest þaðan kl. 19.o9
Það var hlaupið út og hóað í leigubíl, og bílstjórinn reyndist vera kona. Við spurðum hvað kostaði að aka okkur til Spilfeld - StraB, 25 evrur sagði hún og við hoppuðum upp í. Það var dálítið spennandi að vita hvort við myndum ná lestinni, því við áttum eftir að skipta í Wiener Neustadt og taka þaðan lest til Mattersbugh og hvort yfirleitt það yrði einhver lest það kvöldið til Mattersburgh.
En hún kom okkur á áfangastað og fékk 30 evrur og var afar ánægð.
En við komumst í lestina þó það skeikaði klukkutíma og við vorum ekki með neinn síma til að láta vita af okkur.
Í þetta skipti fórum við framar í lestina, en var þá sagt að við þyrftum að færa okkur aftar því þessi frampartur héldi annað. Svo var okkur vísað til sætis aftar. Þá var að koma sér út í Wiener Neustadt og komast í lestina til Mattersburgh og fara út á réttum stað, því lestin stoppaði á þremur stöðum í Mattersburgh. Sem betur fer þekktum við aftur staðinn og fórum út á réttum stað. Þá var að vita hvort bíllinn væri enn á sínum stað.
Jú sem betur fer, en eitthvað béf var fest við þurrkurnar hehehe.
Já þeir eru kurteisir Austurríkismenn.
Þetta mannvirki er á Pohorjehæðinni og heitir: Adrealín Park hefur einhver löngun til að prófa
En nú er þetta orðið alltof langt, og ég vona að einhver nenni að lesa, því ég er búin að eyða heilmiklum tíma í þessa færslu. En eigið góðan dag elskurnar og ef þið hafið ekki ennþá ákveðið hvert þið viljið fara í fríinu þá er Maribor algjörlega upplögð.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2022149
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábær ferð, sitjandi á rassinum heima í stofu og engin hætta á að ég missi af lestinni. Ég gisti á sínum tíma á Piramid hóteli í Prag og það var allt mjög gott, nema rúmin voru örlítið mýkri en gólfið. En ég var að jafna mig eftir brjóslos í baki og kom vinnufær heim, því ég gekk svo mikið til að skoða og líklega hjálpaði harða rúmið líka . Knús .
Disa (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 20:14
Já þetta er örugglega hótelkeðja. Gaman að geta leyft fólki að ferðast vona og læra svolítið um umheimin. Góð með rúmin og gólfið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2012 kl. 20:18
flott
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.9.2012 kl. 01:08
Það er óborganlegt að fá að ferðast með þér, alltaf jafngaman :)
Kidda, 15.9.2012 kl. 11:06
Takk Anna mín
Mín er ánægjan Kidda mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2012 kl. 11:48
Takk fyrir að deila með okkur svona skemmtilegum og fróðlegum ferðasögum. Þetta er eins og að vera kominn í útsýnisferð; að skoða myndirnar og lesa textann. Virkilega gaman að skoða og lesa.
Jens Guð, 15.9.2012 kl. 20:01
Takk fyrir mig Jens minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2012 kl. 12:19
Þessi færsla er betri en besta ferðbók. Ég hef einmitt verið að hugsa um að fara til Sloveníu. Vinn með einni þaðan og verð endilega að skoða þetta fallega land :)
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 16.9.2012 kl. 18:51
Já þú munt ekki verða fyrir vonbrigðum Sigrún mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2012 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.