13.9.2012 | 12:14
Spyr sú sem ekki veit.
Mig langar að spyrja hvort ekki sé skoðaður bakgrunnur fólk sem sett er formenn yfir nefndir eins og fjárlaganefnd?
Björn Valur formaður fjárlaganefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 2022067
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú er Bleik brugðið.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.9.2012 kl. 12:24
Hæfi manna virðist ekkert skoðað og því síður fjárglæfraferill viðkomandi............
Jóhann Elíasson, 13.9.2012 kl. 13:09
Blautasta tuska sem óvandaðasta ríkisstjórn Íslandssögunnar hefur skvett úr getulausum afturendanum.
Kvað kostar að fá einhvern, eins og t.d. Hörð Torfa, eða Bubbann til að húka á kassa og kveða þessa stjórn í kútinn, eins og Hörður gerði með óværuna hennar Ibbu og Þorgerðar um árið.
K.H.S., 13.9.2012 kl. 13:11
Það er hverju orði sannara að þessari ríkisstjórn eru mislagðar hendur. En einhvernveginn hefði ég haldið að eftir allt þetta tal um spillingu og óráðsíu, myndu menn vanda val á því fólki sem á að sitja í einni þýðingarmestu nefnd ríkissins fjárlaganefnd. Og svona yfirleitt ætti að kanna bakgrunn fólks áður en það er sett í ráð og nefndir, þar þarf að huga að ýmsu og enginn skömm að því að kanna hvernig fólk hefur hagað sér gegnum tíðina. Miklu fremur þroskamerki stjórnvalda að vanda valið. Þau eiga að gæta fjármuna almennings og eru í vinnu hjá okkur við að gera slíkt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2012 kl. 13:18
Hvað áttu við ágæta Ásthildur,er Björn Valur óreiðupési í peningamálum?
Ég gúglaði og í fljótheitum fann ég aðeins þetta http://halldorjonsson.blog.is/blog/halldorjonsson/entry/1212113/
Ekki gott að byggja neinn dóm á manninum út frá því a.m.k.
Án þess að ég ætli mér að drepa umræðunni á dreif þá leiðir þetta tilvitnaða blogg hans Halldórs og athugasemdir, manna að spurningu sem ég hef oft velt fyrir mér varðandi Davíð Oddson, en hvergi séð neinar umræður um. Davíð virðist ekki hafa staðið í neinu stórfeldu gróðabralli í aðdraganda hruns, var hann þá hugsjónamaður sem trúði því í alvöru að nýfrjálshyggjan myndi gera okkur frjáls? Einskonar nytsamur sakleysingi sem nýttist félögunum til að stunda sitt gróðabrall og nýðingsskap gagnvart íslenskum almenningi? Það er ekki að sjá svona í fljótheitum að þeir D.O, Hannes Hólmsteinn og Jón Steinar, hafi staðið í neinu stórbralli fyrir sig þrátt fyrir kanski smá reddingar hér og þar. Þessir erkiboðberar nýfrjálshyggju á Íslandi. Hugsjónamenn? Kjánar?
Það getur verið að Björn Valur sé slæmur í peningamálum (lýsi eftir dæmum þar um) en í stóra samhenginu verður hann aldrei séður öðruvísi en snatti kosningasvikahrappsins Steingríms J. Ekki neitt á kaliberi við þá sem settu landið á hausinn, viljandi eða óviljandi.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 14:04
Ég er í rauninni ekki að ásaka hann um neitt, bara spyr einmitt vegna þess að umræðan hefur verið á þann veg. Það er honum sjálfum líka fyrir bestu ef þetta mál væri skoðað, því ef hann er saklaus þá kemur sannleikurinn í ljós ekki satt. Andstyggilegasta sem til er, er þegar fólk lendir í því að vera milli tannanna á fólki er um lygar er að ræða og enginn segir neitt nema í skúmaskotum.
Svo finnst mér bara í ljósi umræðunnar almennt um spillingu og vantrú þjóðarinnar á alþingi og ríkisstjórn að þau þurfi að taka sig á með vandaðri vinnubrögðum og hugsa út fyrir rammann sem þau virðast vera svo föst í.
Þetta hefði komist í umræðuna hvort sem ég byrjaði á því eða einhvern annar það er alveg ljóst í þeim drulluslag sem framundan er að öllu verður tjaldað til. Það er mitt mat allavega.
Nú hefur hann að minnsta kosti ástæðu til að koma þessu á hreint áður en það allt saman fer í gang.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2012 kl. 14:13
Sigtryggur Valgeir Jónsson, húsasmíðameistari sakar Björn Val Gíslason, þingmann Vinstri grænna um óheiðarleik, illkvittni og sjálfumgleði. Sigtryggur Valgeir og eiginkona hans, gengust í ábyrgð fyrir Björn Val og misstu húsið vegna þessa.
Langt er síðan smáfuglarnir hafa lesið opið bréf í dagblaði sem jafnalvarlegum ásökunum og bornar eru á Björn Val Gíslason. Sigtryggur Valgeir skrifar stutt bréf í Morgunblaðið í dag þar sem hann fer yfir viðskipti sín við Björn Val. Eiginkona Sigtryggs Valgeirs og Björn Valur eru systkinabörn. Vegna þessa birta smáfuglarnir bréfið í heild sinni:
Nú ertu loksins kominn á þing og orðinn varaformaður fjárlaganefndar, Björn Valur Gíslason. Og mottóið hjá þér er „Allt upp á borðið!“ Ekki satt?
Skoðum það mál aðeins betur!
Í þriðju umræðu um Icesave spurðu þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, í andsvörum, í hvaða hugarheimi þú værir og undruðust framkomu þína. Ekki er ég nú stoltur af skrifum sem þessum, en tel mig knúinn eftir það sjónarspil sem þú viðhafðir á Alþingi í Icesave-umræðunni, að upplýsa um þann mann sem þú hefur að geyma, samkvæmt reynslu minni.
Er einhver von til þess að þau skildu þetta sjónarspil þitt? Ég held ekki. Leikarinn BVG getur stundum verið snillingur í að koma hlutunum fyrir. Hann getur verið vingjarnlegur, tillitssamur, þolinmóður, örlátur - jafnvel hæverskur og fórnfús. Á hinn bóginn getur Björn Valur - þú sjálfur - verið illkvittinn, eigingjarn, sjálfumglaður og óheiðarlegur og skilið eftir þig ringulreið og upplausn fremur en jafnvægi.
Þetta er minn skilningur á þér eftir reynslu mína fyrir 20 árum og sýnist mér þú lítið skárri nú en þá. Þú hefur þann „heiður að bera“ að hús okkar hjóna var boðið upp og stóð fimm manna fjölskylda á götunni eftir þann leik. Uppáskrift lánsins sem þú tókst til að fjármagna útgerð þína, Björn Valur Gíslason ehf, varð að okkar óláni. Láninu átti að aflétta síðar af húsi okkar hjóna, en lán þetta var aldrei flutt og því fór sem fór. Svar þitt við okkur var einfalt: Það verða allir að bera ábyrgð á því sem þeir gera. Þess má geta, fyrir lesendur bréfs þessa, að BVG og kona mín eru systkinabörn. Eitt enn, af mörgu, sem setja má í snilldarpakka þinn, og það er hvernig þér tókst að fá lán langt umfram eignir. Er þetta kannski kunnuglegt í dag, BVG?
Ég er ekki sá eini sem þér tókst svona vel með að koma á kaldan klakann. Það veit enginn fyrr en reynt hefur hversu erfitt er að takast á við lífið í þessum sporum, þ.e. við það að missa húsnæði sitt. Sérstaklega er það þó erfitt þegar það er af skyldmenna völdum, eins og ég og mín fjölskylda upplifðum. Ekki er mér kunnugt um það, Björn Valur Gíslason, að þú hafir iðrast gjörða þinna og athafna gagnvart mér og/eða minni fjölskyldu.
Ég er ekki með þessu bréfi að kasta rýrð á aðra þingmenn vinstri grænna, sem er hið mætasta fólk, heldur að segja frá samskiptum mínum við umræddan þingmann.
JG (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 15:01
Stjórnmálamenn eru eiginlega eina stéttin sem þarfnast engrar menntunnar.. geta verið algerir fávitar, klúðrað öllu án þess að þurfa að taka ábyrgð á einu né neinu... er það þeim að kenna eða er það fólkinu að kenna sem þá kýs..
Eitt mikilvægasta starf samfélagsins.. er það starf sem rngrar kunnáttu eða þekkingar er krafist, er það ekki magnað
DoctorE (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 15:43
Skrýtið er það Doctor vegna þeirrar ábyrgðar sem þeir EIGA AÐ BERA, en gera reyndar ekki.
JG já ég var búin að lesa þetta einhverntíman. Varla er þessi maður að ljúga þessu upp á skyldmenni konu sinnar. Slæmt til þess að hugsa að fjárglæframaður þó ekki hafi hann verið dæmdur skuli vera gerður að formanni fjárlaganefndar. Reyndar dálítið súrrealískt að mínu mati og því miður dæmigert fyrir afglöp ráðamanna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2012 kl. 16:43
jg @7 Hvað á maður að halda, hér kemur andsvar við þessu bréfi, sem var á krækjunni sem ég vísa til í ath.5 hér að ofan. Hvert sjónarmiðið er réttast?Tilvitnun hefst "
Hér er MacCartyisminn í öllu sínu veldi á ferðinni.
Björn Valur lætur Sjálfstæðismenn hafa það óþvegið og þá er farið í leðjuslag og kemur mér það ekki á óvart. Það segir mér að þið eruð hræddir við BVG.
Ég skal segja þér sannleikann í þessu máli Halldór :
Björn Valur og Sigtryggur Valgeir voru saman með litla útgerð á Ólafsfirði fyrir 20 árum síðan. Útgerðin gekk ekki vel og fyrirtækið varð gjaldþrota. Þeir töpuðu BÁÐIR öllu sínu.
Björn Valur greiddi hinsvegar öllum þeim sem höfðu skrifað upp á lán fyrir hann, upp hvern einasta eyri, og það tók hann mörg ár.
Sigtryggur Valgeir var nú ekki meiri maður en svo að hann lét þá sem höfðu skrifað upp á lán fyrir hann fá allt í hausinn... þ.e. honum var alveg sama þá að vinir og ættingjar greiddu lán sem honum bar að borga.
Síðan kemur þessi ómerkilegi maður, Sigtryggur Valgeir, fram á sjónarsviðið og ber fram þessa lygasögu... líklega vegna þess að Sjálfstæðismenn þurfa að finna höggstað á Birni Val... og þá er djúpt grafið...
Þið getið smjattað á afbakaðri sögu um BVG en getið með engu móti horfst í augu við það að ykkar menn DO með 300 milljarða gjaldþrot Seðlabankans og öll ykkar græðgishjörð setti landið okkar á hausinn...
Í Guðanna bænum horfið þið í eigin barm og verið ekki svona lágkúrulegir."
Tilvitnun líkur.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 17:13
Þarna sýnist mér að sannleikurinn þurfi að koma upp á yfirborðið. Það eina sem ég hugsa um er að vita sannleikann, ekki hálfkveðnar vísur. Og ef málið snýr svona Bjarni, þá þarf að komast til botns í því. Það er nefnilega á hvorn veginn sem er algjörlega óþolandi að liggja undir svona. Vona að einhver komi fram með sannleikan, því sjaldnast er einn sekur þá er tveir deila.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2012 kl. 18:52
Áshildum mín. Í næstu kosningum til alþingis, ætti að vera skýr og opinber listi yfir nefnarfólk og aðstoðarmenn "lýðræðiskjörinna" alþingismanna!
Eiga ekki lýðræðiskosningar að snúast um fólk sem raunverulega á að ráða, en ekki yfir þá sem eru siðlausir aðstoðarmenn, sem ekki voru kosnir af þjóðinni í lýðræðislegum kosningum?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.9.2012 kl. 19:48
Veistu Anna að ég er komin á þá skoðun að einstaklingar geti boðið sig fram án þess að hafa nokkurn á lista hjá sér. Þeir bara lofi því sem þeir vilja framkvæma, og síðan velji sér fólk sem lofar og heitir því að standa við það sem lofað hefur verið. Og undirrita skjal um það að ef þeir vilja ekki lengur taka þátt í því sem lofað er, víki skylirðislaust og aðrir verði valdir í staðinn. Þetta sem undanfarið hefur verið að þróast er bara foringjaræði, þar sem einhverjir eru formenn flokka, og ráði lögum og lofum í flokknumm, og þar með ráði öllu sem þeir vilja. Þetta er ekki lýðræði þetta kallast foringjaræði, sem til dæmis bæði Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir gengu í gegnum en stóðu gegn, af heiðarleika og réttlætissýn. Ég á mér þann draum, að þannig geti einhver sterk manneskja komið fram með málefni til bjargar Íslandi og fengið eftir kosningar að velja sér samstarfsfólk sem yrði þá reyndar ópólitískar manneskjur með þekkingu og reynslu af að reka fyrirtæki, og þekkingu til að forðast glapstigu pólitíkurinnar. Það er til svoleiðis fólk, en það hvorki fær tækifæri eða sækist eftir því. Vegna þess að þau hafa ekki þetta refsskyn sem hinn venjulegi stjórnmálamaður hefur. Sem fyrst og fremst hugsar um eigin frama, ef ekki í byrjun, þá þegar hann er komin á bragðið á valdinu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2012 kl. 00:41
Eða eins og sagt var: I have að dream.... I have that dream really.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2012 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.