Tunnurnar kalla á þig og mig og nafnlausu aumingjana.

Gott framtak.  Ég hvet fólk sem býr á svæðinu að fara niður á Austurvöll og láta í sér heyra. 

Hér er athyglivert blogg einnar af frumkvöðlum Tunnanna; http://raksig.blog.is/blog/raksig/

Þar er vísað í skrif forsætisráðherra, sem virðist sigla ofar skýjum í skilningi á högum almennings í landinu.  Eða að það sé hægt að tala hlutina upp eins og Davíð forðum um krónuna.  Raunveruleikin blasir aftur á móti við hinum almenna manni á Íslandi, ekki síst öryrkjum, öldruðum og langveikum, þar sem oft er enga aðstoð að fá.  Þarna eru líka nokkrar sláandi sögur af raunveruleikanum.

Tunnurnar sendu nokkrum alþingismönnum 3 bréf tvö undir nafni kurteis og málefnaleg eins og þær segja sjálfar, þ.e. tunnurnar.   

Bréf eitt: http://tunnutal.blog.is/blog/tunnutal/entry/1256841/

Bréf tvö:http://tunnutal.blog.is/blog/tunnutal/entry/1256978/

Bréf þrjú:http://tunnutal.blog.is/blog/tunnutal/entry/1257154/

En líkt og Jóhanna og Steingrímur hafa sumir alþingismenn gleymt því hvaðan þeirra umboð kemur og hverjir greiða þeim launin sín.  Og Sumir þykjast hafa efni á að kasta hnútum og dónaskap í fólk sem er að reyna að benda á það sem betur má fara:

http://www.dv.is/frettir/2012/9/12/thrainn-kallar-motmaelendur-nafnlausa-aumingja/

Alþingi hefur logað af illdeilum undanfarin ár, og sennilega aldrei verið jafn slæmt og síðasta vetur, og enn hyllir í verri útreið og dónaskap hjá því fólki sem er ætlað að vera okkur fyrirmyndir, setur okkur hinum m.a. lög og reglur.  Þess vegna fannst mér það tímabært og afar gott hjá forsetanum að tala yfir hausamótunum á þessu liði sem virðist ekki kunna almenna kurteisi, hvað þá að þau muni í hverra umboði þau starfa.

Hann ræddi þetta einmitt á sínum kosningafundum um landið, svo það átti ekki að koma neinum á óvart hans afstaða og áhyggjur  af málefnum alþingis og algjörum skorti á virðingu á stofnuninni. Hann var m.a. kosin út á þessi viðhorf sín. 

En ég vil hvetja hinn almenna aumingja bæði nafnlausan og með nafni að mæta á Austurvöll í kvöld og láta í sér heyra þegar forsætisráðherrann flytur exelræðu sína, sem er byggð á tölum eins og tvisvar tveir eru fimm og álíka.

Við verðum að sýna alþingismönnum og ráðherrum hvaðan sem þeir koma að við erum búin að fá nóg, við viljum málefnalegar umræður, samstarf og baráttu þeirra í þágu almennings, en ekki endalausa þjónkun þeirra við klíkubræður, ota sínum tota, hygla sínu byggðarlagi og svo framvegis.

Það er komin tími til að þetta fólk átti sig á því að þau starfa þarna í umboði þjóðarinnar sem kaus þau til að vinna að hag okkar allra, ekki bara sumra og mest sjálfra sín.  Það er mál að linni.

Ljóð fíflsins



Kannski er ég litrík


kannski mála ég loftið


með dularfullum orðum.



Kannski tekst mér að fá þig


til að brosa beint frá hjartanu.



Kannski verð ég ástfangin


af öllu sem ég sé.


Einfaldlega vegna þess


að ástin mín,


hefur enga merkimiða á sér


hún bara er.



Kannski dansa ég


í skugga þekkingar.


Kannski dansa ég uns ég fell.


En þú skilur,


ég er fífl fíflanna,


eins gömul og jörðin,


eins ung og hið ófædda.


Aldrei leitandi,


aðeins verandi,


uns ég er ei meir.



Eftir standa auðmjúkir


skuggar mínir


sem ég hef skapað,


til að elta mig inní eilífðina.



mbl.is Hvetja til mótmæla við Austurvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

:) eða kannski bara :(

Ásdís Sigurðardóttir, 12.9.2012 kl. 13:39

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehe

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2012 kl. 13:42

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Smá viðbót tekinn af facebook: "Við Íslendingar erum því miður 330.000 þúsund sjálfmiðaðir (egocentric) "WANNABES". Erum sorglega auðkeyptir og erum ekki færir um að leggja niður stríðs öxina og sýna samstöðu,látum auðvaldið "manipulera" okkur eins og enginn væri morgundagurinn(divide and rule).Eitt er það sem að
ég get lofað okkur ! Er að ástandið á bara eftir að versna, áður en við verðum tilneydd að standa upp ! Okkar sjálfra vegna,barna og mengun jarðarinnar. Á meðan situr "Eigna mafía heimsins" með 99.9+% auðsins og hlær að okkur útaf því að þeir kunna það sem okkur hefur aldrei tekist. Sem er að STANDA SAMAN. Eins og alvöru "MAFÍU" sæmir. Þeir eru ekki jafn heimskir og við að skipa sér í "BARNALEGAR FYLKINGAR HÆGRI OG VINSTRI" Þeir eru "BÆÐI" !!!! Leggjum af HROKANUM og tökum hausinn okkar út úr
****GATINU !! Og gerum jörðina að byggilegum stað ! Virðum og elskum hvort annað !!" With Love Mr. Matrix

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2012 kl. 15:14

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Flottur pistill hjá þér kæra Ásthildur !

Svo er það skondið að hugsa til þess, að í raun situr hann í umboði nafnleysingja, vegna þess að hann veit jú ekki hverjir kusu hann á þing ;))) Og þá er nafnleysið ljúft á fullum launum á Alþingi og rihöfundalaunum...og svo væri ég ekki hissa á þó hann ofl sem skammast í nafnlausu fólki, að það lesi nú samt Reykjavíkubréf Moggans, sem ávallt er nafnlaus, muni ég það rétt. 

Hvernig á að vera hægt að bera virðingu fyrir Alþingi, á meðan þeir bara halda áfram að hegða sér eins og kjánar, dónar og leggjandi fólk í einelti ? Hvar ætli það sé til í heiminum að ,,þingmenn svari fullum hálsi " á móti, eins og dv.is fjallar nú um sem framhald um Þráinn ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 12.9.2012 kl. 18:06

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rétt hjá þér Hjördís hann situr í boði nafnleysingja.  Ég er nokkuð viss um að hvergi í hinum siðmenntaða heimi sýni alþingismenn og ráðherrar þjóð sinni annan eins dónaskap og hroka og hér.   Þau hafa fyrir löngu gleymt því að þau sitja hér í okkar umboði, og það er kominn tími á að við drögum það umboð til baka.  Með því að kjósa eitthvað af hinum nýju framboðum og gefum þeir þar með tækifæri á að breyta til. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2012 kl. 18:35

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Smá séns á að þetta lagist ef það verður 100% endurnyjun á Alþingismönnum öllum 63 með tölu, í næstu kosningum. Smá séns þá. Reyndar er ég bjartsýn á að þá myndi það takast að hefja upp virðingu gagnvart Alþingi, sem er gríðarlega mikilvægt að sé til staðar. Að hafa fólk þarna eins og allt of mörg hegða sér, úff... það þyrfti að rasskella þau og sápuþvo fingur þeirra og munn og taka tölvurnar af þeim  , svei mér þá ! Verst að það er bannað að rasskella ...he, he, he... ;))

Það versta er að þeir bara gefa í með dónaskapinn gagnvart hvort öðru og kjósendum ! Og það er rétt nýbúið að setja Alþingi og stefnuræðan í kvöld. Ekki byrjar starfsveturinn vel, fyrst eineltið í Robert Marschall gagnvart Vigdíi Hauks og svo nú Þráinn..gleymi ég einhverjum...bara í þessari viku ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 12.9.2012 kl. 19:32

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og blessuð frúin er byrjuð að lesa exelræðuna sína um hve vel hefur tekist til og hvað allir hafi það gott og svo framvegis.  Sammála þér ég vona til allra góðra vætta að það verði algjör endurnýjun á alþingi eftir næstu kosningar, þá fyrst er hægt að fara að vinna að uppbyggingu réttlætis og jöfnuðar. Man ekki í augnablikinu eftir meiri skandölum en þeir eru þarna örugglega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2012 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband