17.2.2007 | 15:23
Ömmuhelgi og Þorrablót.
Húsið er undirlagt að barnabörnum frá 3ja til 10 ára. Eins og er hafa þau hertekið svefnherbergið mitt, og eru með X-faktorkeppni þar inni. Þá er frekar hljótt í öðrum hlutum hússins á meðan. Annars elska ég að hafa þau hér yfir nótt. Glaðværð og kátína um allt húsið. En svo er líka hljótt og notalegt þegar þau fara heim til sín þá getum við hjónin slakað á og notið þess að sitja saman með kertaljós og mala.
En í kvöld er það þorrablótið. Sléttuhreppsblótið. Hér áður fyrr tók undirbúningurinn langan tíma. Hangiketið var soðið daginn áður og sviðahausarnir. Í dag er ekki hægt að tala um sviðahausa eða kjamma því enginn sviðalykt eða bragð er af þeim, heldur eru þeir settir í einhverskonar sýru, og svo eru eyrun klippt af af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. Ég elska að bryðja eyrun. Svið á að svíða og láta síðan bíða í nokkra daga, þá er hægt að tala um svið.
Nú er hægt að kaupa niðursneitt soðið hangiket í Samkaupum svo það er óþarfi að sjóða það daginn áður. Svo er bara notuð sviðasulta. Meira að segja er hægt að kaupa tilbúna rófustöppu.
Súru hrútspungarnir standa þó enn fyrir sínu og hákarlinn. Og svo blessaður harðfiskurinn frá honum Finnboga. Besti fiskur á Íslandi. Smérið verður líka ómengað íslenskt smjör.
Því miður er súri hvalurinn búin og rengið líka, mikið rosalega var gott að fá að smakka hann aftur, og þar hafði ekkert gleymst. Nammi namm.
Hér áður stóð maður lika sveittur við eldavélina og bjó til rúgkökur og hveitikökur, nú kaupir maður bara flatkökur út í búð.
Jamm stússið kring um matinn á þorrablótið hefur minnkað mikið. En það er ef til vill bara ekki eins skemmtilegt, því undirbúningurinn var stór hluti af dæminu.
Ég á þó ennþá trogið mitt góða.
Svo er Félagsheimilið ekki með vínveitingaleyfi við verðum því að taka mjöðinn og brennivínið með. Það stóð gjarnan í auglýsingunum munið að hafa sokkinn með, því upphátt mátti ekki tala um að hafa vínið með sér. Eflaust var meiningin að fela búsið í sokknum.
Ég er ekki í skemmtinefndinni núna var það síðast. Og er ekki einu sinni í Sléttuhreppskórnum þetta árið, vegna þess að ég dvaldi um einn og hálfan mánuð úti í vín nú um áramótin. Þannig að nú get ég bara slakað á og skemmt mér, og það ætla ég mér að gera svo sannarlega.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 5
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 2022157
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk mín kæra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.2.2007 kl. 17:20
Það er nú smá öfund í gangi hjá mér,verð bara að seigja það ,en góða skemtun
Rannveig Höskuldsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 18:09
Hehehe mín kæra.... ég skal taka fyrsta sjússin þér til heiðurs. Skál Rannveig Höskulds... Skál.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.2.2007 kl. 18:51
Maður fær bara snert af kransæðastíflu við að lesa þetta. Annars man ég að allt var kallað "herramannsmatur" sem slegið var í eða stropað. Annað var bara kallað matur. Ég man eftir súr, sem var hvítur og þykkur eins og súrmjólk. Þessi mysusúr er algjört frat miðað við hann. Enginn virðist kannast við þennan súr hér í borg óttans. Góða skemmtun Ásthildur mín og þú mátt drekka skammtinn minn. Ég kláraði kvótann fyrir löngu en gef veiðileyfi engu að síður.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.2.2007 kl. 23:53
Drakk skamminn þinn líka Jón Steinar minn hehehe.... Og hló svo fyrir Betu frænku mína. Þetta var avleg frábært kvöld. Og einhver annar fékk svo þinnkuna hehe.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2007 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.