6.9.2012 | 15:36
Bílferð um fjöllin í Austurríki og ýmislegt annað skemmtilegt.
Það var margt skemmtilegt gert í Austurríki, fórum m.a. til Marabor í Slóveníu, en Marabor er menningarborg Evrópu 2012. Þetta er líka háskólabær og afar skemmtilegur, ég verð að bíða með myndir þaðan því ég gleymdi stóru myndavélinni minn heima en keypti mér aðra litla og hef sennilega gleymt henni hjá Báru minni. En ef hún er það, mun ég fá sendar myndirnar til að sýna ykkur.
Þegar við vorum þarna var verið að setja upp risa útisvið, því Sigurrós var að fara að halda þarna tónleika þann 5. september. Það var gerinilegat að slóvenar voru uppveðraðir að fá hljómsveitina í borgina.
Fórum líka til Vínar og gistum hjá vinkonu minni Christine. Vín er virkilega skemmtileg borg og auðvelt að rata um allt með undergroundinni. Falleg með skemmtilega ólíkan arkitektúr allt frá gömlu gastönkunum í Gasometer til nýtýsku glerháhýsa og öllu grautað saman í einn vöndul.
En í dag ætla ég að bjóða ykkur í bíltúr um Alpana. Við förum upp í 800 m. hæð en samt gnæfa fjöllin yfir eftir svona ferð eru fjöllin hér fyrir vestan bara smáhólar.
Við fórum gegnum 5 sambandsríki af 7. Austurríki er nefnilega eiginlega 7 sambandsríki eða fylki, þar sem þeir hafa meira að segja mismundandi lög og reglur eftir hvaða fylki er.
Við lögðum upp frá Burgenland, til Nieder Österrich, þaðan til Steiermark, tókum síðan rúnt til Salzburg, aftur gegnum Steiermark og þaðan til Karnten, en þangað fórum við til að skoða búgarð, sem Þeim Báru og Bjarka hefur verið boðið að taka að sér hesthúsin, og gera það upp. Þetta er risabúgarður með 18 holu golfvelli, gististöðum og fleiri hundruð ha. skóglendi. Þarna er líka vinsælt stöðuvatn sem kallast langisjór, þar sem er baðaðstaða fyrir fólk. Þetta er allt í eigu bóndans á búgarðinum. Þarna er líka allt nálægt skóli, leikskóli og fleiri börn. Þannig að ef þetta gengur eftir verður allt miklu auðveldara með börnin og þau frjálsari.
Hér erum við fyrir framan hús bóndans.
Hér er hesthúsið og hlaðan. Allt voða flott og gamalt. En í niðurníðslu.
Hér er svo engin smá reiðhöll. Enda er þetta allt í stærri kantinum.
Amman og litli karl.
Nóg af villiblómum fyrir litlu villimeyna mína að týna.
Hestagirðingarnar mættu vera betri.
Stelpurnar voru hæstánægðar, hér eru þær að stappa niður epli sem hafa fallið af trjánum.
Umhverfið er samt afar fallegt og friðsælt.
Þessi ungi maður heitir Steinn og er að aðstoða Bjarka með járningar. En hann er líka afar liðtækur við að hjálpa til með börnin.
Hér er svo lítið vatn alveg við bústaðin í því er fiskur.
Þar er líka stökk pallur svo hægt er að hoppa út í þegar heitt er í veðri. Þessi bóndi er áhugamaður um íslenska hestinn, og vill auka við þann stofn á kostnað annarra hrossa.
Eplatrén svigna unan eplum. Þarna voru líka plómur og önnur ávaxtatré.
Lítur allt vel út.
Og Trölli syndir í vatninu.
Nóg af heyi í hlöðunni.
Hér er inngangurinn inn í kaffistofu hesthússins.
Hér þarf bara laghent fólk og duglegt. Eins og Báru og Bjarka.
Hér er líka reiðskóli, og hér má sjá fullt af verðlaunapeningum.
Hér er líka eldgömul sögunaraðstaða.
Hér er svo hesthúsið sjálft, það eru að vísu básar líka við reiðhöllina.
Þetta verður spennandi hjá krökkunum ef þetta gengur eftir. Verst ef það seinkar mikið heimkomu
Í hesthúsinu voru þessir fuglsungar.
En það er sem sagt ökuferðin um Alpana. Hér erum við lögð af stað upp í fjöllin.
Reyndar fórum við þessa leið með lestinni líka til Marabor. Það var ótrúlegt að sitja í lestinni sem liðaðist í hægðum sínum ofar og ofar upp í 1000 m. hæð og fegurðin þvílík.
Útsýnið var ekki eins gott þarna, því það rigndi.
Hver segir að tún þurfi að vera marflöt?
Klettabeltin frekar hrikaleg og trén virðast vaxa beint úr út klöppinni.
Við erum hér örugglega komin í 600 metra hæð.
700 metrar og blómlegir bæir og fjöllin gnæfa samt yfir.
Ég hugsaði nú bara hvernig komast bændurnir heim til sín á veturna þegar snjór er yfir öllu?
Og kirkjur eru í hverju þorpi, hér er katólskan fjölmennasta trúin.
Já talandi um að komast heim til sín
Það ríkir mikil fegurð á þessu svæði.
Týpiskt bóndabýli í Austurríki.
Ég tók eftir því að hér hátt upp í fjöllum var mikið um iðnaðarbæi og stórar verksmiðjur, sennilega vegna þess að það er meira pláss í dreyfbýlinu og þeir eru ekki að troða allri framleiðslu inn í borgirnar.
Ásthildur stingur höfðinu út um gluggan, þau voru afskaplega þæg bæði tvö hún og Jón Elli, samt urðu þau að sitja í bílnum í fimm tíma sem þessi ferð tók.
Á þessu svæði er mikið um skíðabæi.
Ég var alveg heilluð af þessum risaklettum.
Þarna sjáum við eina höllina. Þessi er samt vaxin trjám og runnum. En það er heilmikið um svona hallir í Austurríki og maður getur leigt höll til að gista í.
Bæirnir hér upp í fjöllunum gera út á vetraríþróttir eins og skíði og fleira.
Spar, Bíba, Billa, Hoffer margar keðjur hér.
Kýr á beit.
Ætli okkur dytti í hug að reisa hús svona langt upp í fjöllinn?
Áin Mur, rennur í gegnum marga bæi hér, og heita bæirnir þá gjarnan Mur eitthvað.
Við erum nú komin í 800 m. hæð. Og enn gnæfa fjöllin yfir.
Flestir bæir hér eru afar snyrtilegir og allstaðar eru hengipelagoníur og petoníur undir gluggum.
Hér rennur Mur um landið.
Svona skreytingar sá ég margar og hafði gaman af.
Hér er svo önnur.
Og hér er ein.
Þetta er stærsti skíðabærinn með hótelum og allskonar aðstæðum fyrir ferðamenn. Og við í 800 metra hæð yfir sjávarmáli.
Hér er önnur tegund af kúm Pinssauer. Allur stofnin er svona, og þær eru eingöngu mjólkurkýr.
Þessar heita Fleckvieh, hausin á þeim er hvítur, og því stærri hvítan er á haus þeirra því meira mjólka þær, þetta sagði dýralæknirinn mér.
Já þetta eru ekki hundar, þetta eru kindur. Með sín löngu eyru og skott.
Og þá erum við komin heim úr þessari fjallaferð. Vona að þið hafið skemmt ykkur vel
En það er gott að vera komin heim, þó það sé yndælt að hitta börnin sín og ég nýt mín alveg í botn að vera hjá þeim.
Svo er bara að segja innilega til hamingju með afmælið þitt í dag elsku Bára mín.
Og svo er ein frétt enn, ég á von á mínu 22 barnabarni.
Eigið góðandag elskurnar
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl. ég biði í mig í svona hæð úff!! Þett er spennandi hjá fjölskyldu dóttur þinnar. Takk fyrir innlitið hjá mér, en tilefnið var einmitt afmæisdagur. Mb.Kv.(-:
Helga Kristjánsdóttir, 6.9.2012 kl. 19:42
Einhvernvegin finnur maður ekki fyrir hæðinni þarna. Hef reyndar verið í Mexico í 2600 m. hæð og þar fann maður fyrir hæðinni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.9.2012 kl. 20:29
Ertu að verða eins og ég, sem myndi týna höfðinu ef það væri ekki fast ? Gaman eins og alltaf að ferðast með þér, væri nú gaman fyrir krakkana ef þetta gengi eftir. Tek undir hamingjuóskirnar til Báru.
Dísa (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 20:36
Hahaha Dísa mín já það er örugglega þannig. já ég vona að þau fái þetta tækifæri þessar elskur. Takk mín kæra
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.9.2012 kl. 23:10
Yndislegt eins og alltaf að ferðast með þér mín kæra. Það væri frábært ef þau fá tækifæri til að vinna þarna og systkinin munu örugglega njóta þess. En eins og þú segir, þá gæti það seinkað heimkomunni.
Ja, hérna hér, tuttugasta og annað ömmubarnið á leiðinni. Það er ekki hægt að segja annað en þú ert rík <3
Knús í kúlu <3
Kidda, 7.9.2012 kl. 09:51
Já Kidda mín ég er svo sannarlega rík. Knús
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2012 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.