31.8.2012 | 22:53
Smá hugleiðíng um framtíð okkar.
Ég hef svona verið að hugsa um málin af fullri alvöru. Ég er stundum alveg ofboðslega reið yfir hvernig stjórnvöld höndla málin. Var einmitt oft þannig áður, meðan Sjálfstæðísmenn og Framsókn og síðan Sjálfstæðisflokkur og Samfylking réðu málum. En málið er að meðan þessir flokkar ríktu, þá vissi maður að þeir væru slíkir tækifærissinnar og vissi jafnframt að maður yrði að þreyja Þorran og Góuna. Þess vegna var ég svo vongóð um að minn flokkur myndi hljóta brautargengi í kosningum síðast, en nei það varð ekki þannig við duttum út af þingi. Þó var þessi flokkur með heilsteypta stefnuskrá vel unna af fullt af fólki, fólki sem þekkti til og vissi hvernig best var að haga hlutum. En það sem varð ofaná var að óvinir flokksins klíndu á hann rasisma sem var svo algjörlega langt frá stefnu og virkni flokksins.
Síðan þá eru nokkrir "Álitsgjafar, stjórnmálaspekingar og forystumenn stjórnmálaflokka" að mínu mati algjörlega ómarktækir í þjóðmálaumræðunni. Þar er af mörgum að taka og skal ég nefna nokkra. Fyrst kemur upp í hugann Steingrímur nokkur J. Sigfússon, sem gegn betri vitund samþykkti að Frjálslyndi flokkurinn væri rasistaflokkur, þá Ingibjörg Sólrún, Geir Haarde talaði um að fiska í gruggugu vatni. Þórhallur Baldursson, Kolbrún Bergþórsdóttir, Davíð Þór lögðu svo sitt af mörkum, veit ekki í þágu hverra þau tóku þessa afstöðú sem var alveg út úr kú. En reyndust afdrifarík flokknum.
En að málum dagsins. 'Eg held að forystumenn flokkanna í dag séu ekki beinlínis vont fólk, en þau eru gjörsamlega veruleikafyrrt. Hafa verið alltof lengi að hrærast í pólitík sumir allt upp undir 30 ár eða meira. Og það þarf góð bein til að þola góða daga. Þau einfaldlega eru orðin gjörsamlega farin út um víðan völl, og spillingin orðin þeim svo samofin að þau sjá hana ekki.
Þó forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar séu ungir menn, þá eru þeir samt afsprengi af gömlu spillingar liði, þar sem feður og forfeður hafar gert það gott á kostnað þjóðarinnar
Draumaprinsar gamla spillingarliðsins.
Og svo þegar ný öfl vilja vinna að því að koma á betra siðferði og koma spillingunni frá, fer allt í gang til að varna því. Áróðurinn og viðtekinn venja er ungum framboðum erfið, auk fordómanna sem reyndar fjórflokkurinn kyndir undir af alefli, því vissulega vilja þeir ekki að bátnum sé ruggað, og þeirra forréttindi sé í hættu.
Það sem er mest óþolandi er að fólki í landinu kýs að ala upp í þessum fjórflokki og veita honum endalaust brautargengi þó hann hafi svo sannarlega sýnt að hann axlar enga ábyrgð og stendur enganveginn undir væntingum, því það eina sem þau hugsa um er að halda einhvernvegin völdum, og samtryggingin er algjör. Þetta segi ég vegna þess að það er mín upplifun.
Ég held að ráðamenn séu ekki vont fólk, alls ekki, en þau eru búin að vera alltof lengi við stjórnvölin og eru þess vegna orðín algjörlega veruleikafyrrt um kjör og hugsunargang almennings í landinu. Þau búa í sínum fílabeinsturnum og hugsa um það eitt hvernig þau eigi að leika næsta leik til að halda völdum. Þess vegna er samtrygging þeirra nauðsynleg. Hvernig á það annars að vera með fólk sem er búið að starfa á þessum stað í yfir 30 ár. Ég var garðyrkjustjóri úti á landi í þennan tíma, og veit að það er erfitt að gefa eftir, en ég bar gæfu til þess að hætta að skipta mér af þegar ég ákvað að hætta, en ég þekki verulega til hvað það er erfitt að hætta að ráðskast með menn og hluti eftir svo langan tíma, það þarf þroska og vit til að hætta og sleppa.
Við kjósendur þurfum að taka okkur á og virkilega spá í hvort við viljum þessa spillingu og eiginhagsmunapot áfram eða hvort við eigum að veita öðrum framboðum brautargengi. Mér virðist af nógu að taka það, því í næstu kosningum munu ekki færri en rúmur tugur framboða standa okkur til boða. Og endilega ekki hlusta á þá vitleysu að við séum að henda atkvæðí okkar með því að kjósa það sem hjartað bíður. Það er nú eða aldrei sem okkur tekst að snúa vörn í sókn. Nákvæmlega núna er akurinn plægður og undirbúin undir nýja sáningu og betri uppskeru. Ekki hugsa í gömlum frösun, heldur kynnið ykkur það sem er í framboðí, spáið í loforð og efndir núverandi flokka og hafið kjark til að refsa þeim fyrir svik sem þeir lofuðu ykkur fyrir síðustu kosningar.
Stundum þarf að vera grimmur til að vera góður.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 2022072
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nýir flokkar bjarga þessu ekki, Ásthildur. Við höfum litrófið frá vinstri til hægri í gömlu flokkunum. Þess vegna snýst þetta um persónur, fólkið sem vill starfa að stjórnun landsins. Og ég held að það sé mikið af góðu fólki sem af hugsjón vill vinna að því að gera samfélagið okkar betra en það er. Enda fullt af góðu fólki í öllum flokkum. Það sem ég held að gæti breytt þessu til batnaðar væri að breyta kosningalögunum í þá veru að kjósandinn fengi að raða í sæti á kjörseðlinum sjálfum. Þá fengju þeir brautargengi sem kjósendum litist best á og ef þeir síðan stæðu ekki undir væntingum féllu þeir að sjálfsögðu út í næstu kosningum.
Þórir Kjartansson, 1.9.2012 kl. 09:42
Heil og sæl Ásthildur, góður pistill hjá þér. Þú segist stundum vera reið, vonandi er tilfinningin meira að vera hissa. Reiðin fer svo illa með okkur.
Þú nefnir utanaðkomandi ástæður fyrir falli Frjálslyndaflokksins, ég greini hrun hans meira af innri þáttum. Þó að ég hafi kunnað vel við Guðjón Arnar Kristjánsson þá þekkti hann ekki sinn vitjunartíma, hann átti að stíga til hliðar fyrr til þess að flokkurinn breyttist úr því að vera eins máls flokkur. Skil vel að þið á Vestfjörðum séu ekki sammála, en þannig sjá margir þetta mál. Ef Margrét Sverrisdóttir hefði orðið formaður og t.d. Sigurjón Þórðarson sem varaformaður, með frekar flata pýramýda þ.e. með fleiri í forystunni sem kæmu fram, þá hefði Frjálslyndifokkurinn getað orðið afl. Í stað þess var farið í að fá inn ,,skemmd epli" í félagsmálum og það skaðar alla eplakörfuna.
Útspilið nú að fá til sín Hreyfinguna, eða Borgarahreyfinguna, var ekki gott. Á bak við það lið er ekki stór hópur.
Eins og landslagið er núna verða fjórflokkarnir sennilega einir eftir á Alþingi. Það er reyndar pláss fyrir jafnaðarmannaflokk í landslaginu, en mér grunar að jafnaðarmenn muni skiptast nokkuð jafnt á milli flokkanna fjögurra, auk þess að Guðmundur Steingrímsson fái hluta, sem sennilega dugar ekki til þess að komast á Alþingi.
Með bestu kveðjum í paradísina þína á Ísafirði.
Sigurður Þorsteinsson, 1.9.2012 kl. 12:28
Ásthildur, ég held að öll framfaramál þjóðarinnar falli í skuggann af ESB umsókninni. Krötum allraflokka tókst alveg snilldarlega að kljúfa þjóðina með umsókninni þeirri og Icesave málinu. Væntanlega verður þó uppskera þeirra mun rýrari en vænst var. Margt bendir til þess.
Frjálslyndir voru að mínum dómi fullfljótir á sér að hoppa uppí með Hreyfingunni. Ég sagði þá og segi enn, að Dögun eigi ekki sjens með hana innanborðs, enda er Birgitta greinilega sammála því, með sinn nýja ræningjaflokk eða hvað það nú er.
Er hins vegar ekki alfarið sammála Sigurði hér að ofan; öllum stjórnmálaflokkum er hollt að eiga að góða menn með þekkingu á helstu tekjulind þjóðarinnar. En ekki sem einsmáls - við sjáum bara hvernig krötunum gengur með ESB-ið sitt.
Vonandi er þó ekki of seint að gefa fólki kost á að sameinast um nýtt alvöru stjórnmálaafl gegn fjórflokkaklíkunni. Ég þykist vita að margir frjálslyndir væru til í tuskið.
Kolbrún Hilmars, 1.9.2012 kl. 18:07
Þórir minn þú segir að það sé fullt af góðu fólki með hugsjónir til að gera gott, þar er ég sammála þér, en málið er að það fólk sem hefur hugsjónir og vill gera betur fá ekki hljómgrunn, þar komast þeir einir áfram í fjórflokknum sem hafa stefnumið hans að leiðarljósi, engir aðrir komast að því miður er það svo, sorglegt en satt.
Sigurður minn, ég þekki Frjálslyndaflokkinn út og inn, og hef tekið þátt í starfi hans m.a. í mörg ár í miðstjórn, og átti minn þátt í því að semja okkar manufesto, ásamt Margréti Sverris og mörgum öðrum frábærum félögum. Það getur vel verið að Guðjón hefði átt að hætta fyrr, en málið var að Addi Kitta Gau var þungamiðjan í flokknum, og Margrét bauð sig aldrei fram á móti formanninum, hún bauð sig fram sem varaformann. Ég var á báðum áttum hvort þeirra tveggja ég ætti að kjósa, en komst að lokum að þeirri niðurstöðu sem ef til vill var röng að veðja frekar á Magnús Þór. Ræða Margrétar á þessum fundi varð m.a. til þess að hún tapaði slagnum. Því miður. Orðum fylgja ábyrgð. Mér þykir samt alltaf vænt um Margréti þó ég viti að ég á ekki lengur upp á hennar pallborð, en það er önnur sagaq.
Og takk fyrir góðar óskir.
Kolbrún mín Ég er algjörlega sammála þér með þessa esb umsókn, ég var alveg sátt við sigur VG og Samfylkingar, þangað til þessi umsókn komst á koppinn, Og síðan þá hef ég verið svarin andstæðingur þessarar ríkisstjótnar, það má segja eins og þú minnist á, að þessi ESBA umsókin klauf þjóðina í herðar niður, þegar aldrei þurfið meir samstöðu og baráttu saman en einmitt þá. Fyrir það þarf Jóhanna og Steingrímur að borga fyrir í næstu kosnuingum vonandi. Því þau eiga ekkert betra skilið en það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.9.2012 kl. 00:35
Sæl Ásthildur mín. Mín upplifun var að Guðjón væri fulltrúi fyrir endurupptöku kvótalaganna. Auðvitað var það stórt mál. Tilfinningin var hins vegar sú að ef hann hefði fengið Margréti mun fyrr inn og hann menn eins og Sigurjón hefðu verið með honum í forystunni með Margréti, væru meiri líkur til þess að Frjálslyndi flokkurinn hefði orðið það afl sem hann átti möguleika á að verða. Hvort Margrét hefði ráðið við það hlutverk veit ég ekki. Reyndar vöktu nokkur útspil Margrétar efasemdir um að hún væri nógu sterk.
Eitt helsta vandamál nýrra flokka er að stundum leita til þeirra fólk sem ekki þrýfast annars staðar og valda oft vandamálum í nýju flokkunum.
Sigurður Þorsteinsson, 2.9.2012 kl. 09:26
Það er alveg hárrétt hjá þér Sigurður um vandamál nýrra framboða. Þangað leita alltaf einhverjir framagosar sem sjá fyrir sér frægð og völd í nýjum framboðum. Því miður.
Það má vel vera að Guðjón hafi setið of lengi, en það var skorað á hann af mörgum að halda áfram. Þetta var rætt og Margrét gaf ekki kost á sér til formanns, heldur til varaformanns. Það kom upp sú umræða að ef Margrét yrði formaður yrði litið svo á að flokkurinn væri í ættarböndum þar sem faðir hennar stofnaði flokkinn.
Reyndar var allt tekið sem hægt var til að skemma flokkinn af fjórflokknum sem óttaðist þetta framboð sem virtist hafa hljómgrunn meðal fólks.
Ég held að Margrét hefði ekki verið sterkur formaður, það byggi ég á þeirri reynslu sem á eftir kom. Hún er flott kona og kemur virkilega vel fyrir, en hana vantar staðfestuna sem Guðjón Arnar hafði. Það var líka fullt af fólki sem ætlaði að kjósa hana á landsfundi, en ræðan hennar þar hrakti fólk algjörlega frá því, því miður. Því í stað þess að vera jákvæð og málefnaleg, var ræðan eintóm niðurrif. Enda voru "vinkonur" hennar úr samfylkingunni búnar að hræra svo í henni að hún hefur þá sennilega verið komin hálfa leið inn í Samfylkinguna. Þar sem hún koðnaði niður.
En nóg um það. Auðvitað getum við sjálfum okkur kennt um hvernig fór, að hluta til. En ég bendi líka á eins og Lilja Móses var að segja að fjölmiðlar lögðust allir á sveif með Fjórflokknum og Frjálslyndi flokkurinn heyrðist ekki né rödd hans. Það er líka eitt með ný framboð, fjölmiðlar ráða þar afar miklu við að viðhalda veldi fjórflokksins.
Ég veit sannarlega ekki hvað við getum gert í að breyta þessu ástandi. Eina sem við getum gert er að reyna að hafa áhrif á kjósendur að þeir nýti rétt sinn til að kjósa með skynseminni en ekki með hjartanu eða af því að þeir hafa alltaf kosið það sama. Ekkert er lýðræðinu hættulegra en að stjórnmálamenn sjái að þeir geta verið áskrifendur að atkvæðum sínum sama hvað þeir gera. Það gerir þá kærulausa og spillta, eins og raunin er í dag með þá sem þarna hafa setið lengst við völd og þó komi inn nýtt fólk, þá er eins og allir fylgi bara formanninum og sitji og standi eins og "flokkurinn" vill. Þetta er algjör afskæming á því lýðræði sem ég vil sjá.
Það er komin tími til að breyta svo sannarlega, akurinn er plægður en það vantar heldur ekki fræin til að sá, en sáðmaðurinn sést ekki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.9.2012 kl. 09:43
Þú sérð Ásthildur hverning virðist fara með Lilju Mósesdóttur. Hefði talið að samstarf með henni hefði verið sterkur leikur. Þegar fólk fer fram með flokk er oft hópur með málefni sem kemur fram. Erlendis segja menn að þá komi líka til móts við ný sjórnmálaöfl siðblindir einstaklingar, en þeir hafa þau einkenni að vera með athyglissýki á háu stigi, egóistar, lygalaupar og æði oft með brókasótt með sýniþörf. Þessir einstaklingar eru öllum flokkum hættulegir, því eru í stjórnmálum eingöngu til þess að uppfylla eigin þarfir.
Vandamálið í dag eru líka fjölmiðlarnir. Rúmur helmingur þeirra eru í eigu útrásarvíkings, eða honum tengdum. RÚV er orðið eins og fjölmiðill VG og Samfylkingar, og svo er það Mogginn. Þessir fjölmiðlar hafa engan vilja til þess að kynna nýjar áherslur í pólitík. Þannig að dæmið er mjög erfitt nú. Auðvitað eru til leiðir.
Sigurður Þorsteinsson, 2.9.2012 kl. 22:09
Langur pistill, en vel þess virði að lesa hann, ég hnaut um þessa setningu "Ég held að ráðamenn séu ekki vont fólk, alls ekki, en þau eru búin að vera alltof lengi við stjórnvölin og eru þess vegna orðín algjörlega veruleikafyrrt um kjör og hugsunargang almennings í landinu. " og þá allt í einu laust þeirri hugsun oní kollinn á mér, ráðamenn eru kannski ekki vont fólk per se, en þau eru ekkert sérlega gott fólk nema fyrir suma, því miður. Verkaleikafyrring þeirra er ekki svo mikil, þau vilja bara svo gjarnan hafa þetta svona eins og það er, það hentar þeim vel. Ætla ekki að ræða fleira í bili, en er kvíðin framtíð sem býður eingöngu upp á fjóra stjórnmálaflokka.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.9.2012 kl. 20:34
Sigurður já ég veit nákvæmlega hvernig þetta er gert. Lenti í þessu með F. það er þagað yfir öllu því góða sem gert er, en blásið út það sem menn mættu gera betur, og þegar allir leggjast á eitt verður útkoman svona.
Sammála þér Ásdís mín, þau vilja bara hafa þetta svona það hentar þeim afar vel að þurfa ekki að bítast um nýjar hreyfingar, ný öfl og nýjar hugmyndir sem snúast um að laga hag almennings, sem þau hafa fyrir löngu gleymt. Og fólki hleypur með því miður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.9.2012 kl. 10:29
Já, því miður, satt segir þú.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.9.2012 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.