Vinir og vandamenn í Austurríki.

Ég hef aldrei verið í Austurríki á þessum tíma, hef annað hvort verið seint að hausti okt. nóv, eða snemma árs janúar, febrúar.  En hér er dýrðarveður upp á hvern dag.

IMG_5770 

Austurrísku vinkonurnar hennar Hönnu Sólar.

IMG_5772

Jón Elli litli karl, ekki langt þangað til hann fer að labba.

IMG_5776

Eða í sandkassanum.

IMG_5782

Mömmurnar kynnast svo gegnum börnin.

IMG_5795

Hanna Sól dugleg að passa litlabróður.

IMG_5809

Ungi litliHeart

IMG_5815

Frumskógar Mowgli.

IMG_5818

Svo er það Trölli stóri bróðir.

IMG_5822

Gólda tík vina okkar var hér í pössun.  Myndin blekkir því þau eru afar góðir vinir Trölli og Gólda.

IMG_5835

Christína vinkona mín frá Vín kom í heimsókn og hér er verið að undirbúa grillveislu.

IMG_5840

Og Dora og annar vinur okkar komu líka.

IMG_5842

Veðrið eins og best var á kosið og maturinn æðislegur.

IMG_5844

Skemmtileg stund með góðum vinum. Reyndar hafa þau öll komið til Íslands og gistu hjá mér nokkra dag.

IMG_5845

Christina og Heidi, Heidi og fjölskylda stefnir á að koma til Íslands eftir tvö ár.

IMG_5846

Yndislegt fólk.

IMG_5853

´Sæt saman, þar sem Dora er alin upp á Ítalíu, er hún hér að blanda sérstakan ítalskan drykk fyrir mannskapinn.

IMG_5859

Samúel maður Heidi með Jón Ella og Goldie sem er hundurinn þeirra.

IMG_5864

Garður Önnu ömmunnar sem er kölluð svo amman í kjallaranum.  Hún er mikið fyrir blóm og runna, en hún gerir fleira, hún á skika hér neðan við götuna sem hún hugsar vel um.  Þar vaxa plómu- og eplatré, svo er hún með allskonar grænmeti sem hún nýtir vel, sultar saftar og býr til allskyns marmelaði.  Hún hefur svo sannarlega lifað tímana tvenna, þurfti að þræla við endurreisn Vínar þegar hún var ung, upp á mat og fatnað, einn vinnufatnað á ári.  Hér vill enginn tala um þetta nema sú gamla. 

IMG_5872

Hér er bílhúsið hennar Christíne, hún á samskonar pallbíl og við, og hefur keypt sér þetta fína hús á hann.  Kom með hann til íslands í fyrra.

IMG_5873

Skemmtileg hönnun.

IMG_5876

Hér rétt hjá, svona fimm mínútna akstur er vatn sem hefur verið gert að baðströnd fyrir íbúana.  Hér eru margir þegar veðrið er eins heitt og það er núna.

IMG_5887

Úbbs Bára mín tekur flugið.

IMG_5890

Heidi, Samúel og Mirijan dóttir þeirra komu með okkur í fjörið. Eða við fórum raunar með þeim.

IMG_5892

Hanna Sól, þær stelpurnar njóta þess nú að hafa haft sundlaugina á Suðureyri meðan þær voru hjá okkur, langt á undan jafnöldrum sínum að synda.  Ekki sakar að Hanna Sól fór á sundnámskeið á Ísafirði.

IMG_5898

Feðginin á sundi.

IMG_5902

Hér stekkur Hanna Sól.

IMG_5908

Þægilegt að vera þegar hitinn er um 37° og notalegt að setjast eftir á í skugga trjánna.

IMG_5910

Flottur staður og ekkert borgað inn.

IMG_5911

Heart

IMG_5921

Systkinin.

IMG_5931

Nafna mín.

IMG_5938

Og við nöfnur.

IMG_5939

Afi fúlskeggjaður.

IMG_5944

Þeir eru góðir saman afgarnir.

IMG_5945

Svo þurfti að skipta um vatn í lauginni.  Í þessum hita er gróðurinn fljótur á sér.

IMG_5954

Amman kemur oft upp og færir okkur eitthvað góðgæti.  Þegar ég er ein heima ræðumst við saman hún á þýsku og ég á íslensku hahaha...

IMG_5955

Er hún ekki amma fín?

IMG_5973

Maður getur nú verið gella þó nálgist sjötugt LoL

IMG_5982

Þrjár fallegar merar sem þau eiga Bjarki og Bára, þær eru allar fylfullar þessa og það þarf að smyrja þær og gefa daglega, smurningin er vegna fluguásókna.

IMG_5984

Hér vaxa brómberin villt og alveg fullþroska.

IMG_5985

Við nöfnurnar týndum upp í okkur alveg heilmikið.

IMG_5986

Og eikurnar svigna undan eplunum.... eða þannig, er ekki sagt að sjaldan falli eplið langt frá eikinni hahahaha.

IMG_5988

Og auðvitað þarf að týna líka af þeim, aðallega til að gefa hestunum, en líka borða sjálf.

IMG_5995

Vinkona mín frá því í fyrrahaust, Birta, ég var að lónsera þeim öllum í fyrra.

IMG_6000

Sætar saman.

IMG_6003

Bára mín er dugleg við að sinna öllu þessu, hrossum, heimili, börnum og öllu því sem þarf að gera, því húsbóndinn má hafa sig allan við að vinna fyrir þessu öllu með járningum.

IMG_6006

IMG_6007

Ég tel það góðan árangur að eiga börnin mín og barnabörnin fyrir bestu vini.  Það er fjársjóður sem engir peningar geta keypt.

IMG_6008

Heart Trölli elskar mig líka, en ef til vegna þess að í hvert skipti sem ég kem í heimsókn fær hann gómsætt bein að nagaLoL

IMG_6014

Algjör krútt.

IMG_6020

Sólblóm og flestir ávextir og grænmeti eru alveg tilbúin til týnslu.

IMG_6021

Og það er notalegt að sitja í fanginu á afa sínum.

Jæja þetta er maraþon sýning, en það er bara svo margt fallegt og skemmtilegt að gerast og mig langar að deila því með ykkur vinir mínir.  Eigið góðan dag, ég er á leið út í sólina sennilega að ráða krissgátur, við erum hér einar heima Hanna Sól, Ásthildur og ég, afi og Bára fóru til Sopron og höfðu Jón Ella með sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðasta myndin - varð Elli að raka sig þegar búið var að taka mynd? Gaman að fá að fylgjast með ykkur, en ég öfunda þig ekkert af hitanum, hjartað mitt ræður illa við yfir 30. Njótið samverunnar .

Dísa (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 20:02

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Dísa mín í yfir 30 plús er erfitt að vera með mikið hár framan í sér

Nýt mín í botn elskuleg mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2012 kl. 20:48

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Strákurinn er enginn eftirbátur systranna,sætur og hraustlegur. mb.kv.

Helga Kristjánsdóttir, 30.8.2012 kl. 21:39

4 Smámynd: Kidda

Það gefur manni svo mikið að skoða myndir og fylgjast með fólkinu þínu og ferðalögunum þínum.

Vona að þú njótir þess að vera í Austurríki <3

Kidda, 31.8.2012 kl. 08:25

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar já ég nýt þess að vera innan um angana mína.  Það rignir í dag, og þá er bara að dúlla sér innan dyra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2012 kl. 09:23

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jú þú ert sko flott amma. Yndislegar myndir :)

Hrönn Sigurðardóttir, 3.9.2012 kl. 19:10

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Hrönn mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2012 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2022156

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband