11.8.2012 | 11:37
Krakkar í kúlu.
Þá erum við komin úr Fljótavíkinni okkar mögnuðu. Fengum yndislega daga gott veður og skemmtilega samveru.
Nöfnu minni fellur sjaldan verk úr hendi, og ef ekki þarf að vökva blómin vökvar hún bara tjörnina og fiskana.
Hanna Sól á þegar nokkrar vinkonur sem koma til hennar í heimsókn til að skoða allt sem hér er að skoða.
Snæfríður er samt besta vinkonan, enda voru þær afar samrýmdar þegar Hanna Sól átti heima hér.
Hún er sjaldan svona á svipinn litla Ásthildur Cesil.
Systir mín, bróðir, mágkona og Atli frændi. Við erum að fara að undirbúa ferðina en það er svo notalegt að sitja og spjalla í góðu veðri.
FLottar stelpur.
Og gaman saman.
Afinn og prinsessan fara út með ruslið.
Hann er örugglega að sýna henni hvar tröllin búa svo hún geti varað sig.
Og hér er hún björt og brosandi.
Hluti af gamninu í kúlu er kista full af allskonar fötum, sem litlar pæjur og meira að segja stórar líka og strákar vilja gjarnan klæðast.
Við vorum boðin í mat til Dadda bróður og Guðbjargar. Þau eru sannkallaðir matgæðingar.
Takk fyrir okkur
Og ferðalangarnir koma hver af öðrum til að fara í Fljótavíkina hér er Bjössi sonur með Arnar Milos og Davíð Elías.
Hér er líka Sigurjón Dagur.
Hann elskar líka tjörnina.
Já það fjölgar í kúlunni. Og undirbúningur undir Fljótavíkina á fullu.
Tengdadæturnar Marijana og Sigga.
Loks er allt tilbúið og lagt af stað á Loga bátnum hennar systur minnar og hennar ektamaka Sævars. Þarna er fólk að veiða makríl.
En ekki meira í bili. Held áfram í næstu færslu. Í gær var hér 24°hiti og sól, það var samt mikill vindur, en steikjandi hiti.
En nóg í bili, eigið góðan dag elskurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022163
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf svo gaman að lesa bloggið þitt Ásthildur mín. Bestu kveðjur vestur á Ísafjörð sem endranær.
ingibjorg kr einarsdottir (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 12:58
Ég hlakka til að sjá myndir ársins frá Fljótavík.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.8.2012 kl. 12:59
Takk stelpur mínar. Já þær koma fljótlega Ásdís mín. Takk sömuleiðis Ingibjörg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.8.2012 kl. 13:03
Flottar myndir Áshildur
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.8.2012 kl. 13:13
Takk Anna mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.8.2012 kl. 13:42
Flottar myndir frá þér Ásthildur. Þú átt greinilega góða og hamingjusama fjölskyldu.
Ertu til í að fræða mig betur um þetta sérstaka kúluhús sem þarna sést á sömu myndunum?
M.b.kv.
Guðni Karl Harðarson, 11.8.2012 kl. 14:00
Takk Guðni minn. Þetta kúluhús er hannað af Einari Þorsteini Ásgeirssyni, grunnurinn er steyptur, mis hátt upp, og síðan er raðað saman sérsmíðuðum þríhyrningum, og sexhyrningur úr þríhyrningum lagður á toppinn, og hann er burðarbitinn í húsinu. Hugmyndina fékk maðurinn minn við að lesa viðtal við Einar í Mogganum. Húsið er að hluta til garðskáli, en íbúðin er inn af honum, á þremur pöllum, og svo kjallari undir. Þetta er svo kallað gullinsnið, eins og í snjókornum og kristskrossinum. Það er góður andi í húsinu, og álfar hafa sest hér að, og fyrir var ein álfkona sem hefur sameinast fjölskyldunni. Börn, dýr og blóm þrífast afar vel hér og allir þeir sem hingað koma. Það er bæði út af andrúmsloftinu en líka vegna þess að hér er eiginlega engin bein lína, svo hugurinn þreytist ekki á að finna jafnréttu eins og ég held að við gerum ósjálfrátt í slíkum húsum. Við byggðum húsið 1986-7 og fluttum inn þann 17. ágúst 1987. En Einar vildi fá að sofa í húsinu áður en við fluttum og hafði með sér vin sinn glerlistamanninn Elías Ólafsson. Mér hefur liðið undurvel í þessu húsi og ætla ekki að láta yfirvöld hrekja mig héðan burtu. Spurðu bara ef þú vilt vita meira
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.8.2012 kl. 14:16
Þakka þér kærlega fyrir þessa góðu lýsingu á þessu glæsilega húsi Ásthildur
Guðni Karl Harðarson, 11.8.2012 kl. 14:25
Mín er ánægjan Guðni minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.8.2012 kl. 14:26
Mér datt það í hug að þið væruð í Fljótavíkinni. Alltaf svo gaman að skoða myndirnar þínar :)
Knús í kúlu
Kidda, 11.8.2012 kl. 14:30
Takk Kidda mín og knús til þín líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.8.2012 kl. 14:41
Varð oft hugsað til ykkar, hvað þið hefðuð það kósí öll saman í Fljótavík. Það er svo mikil hvíld í að fara þangað sem tíminn er afstæður og hægt er að borða þegar maður er svangur og sofa þegar maður er þreyttur og fólk hjálpast að. Til þess á maður fjölskyldu. Og að geta komist burtu og bara njóta samverunnar er yndislegt
Dísa (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 15:20
Já Dísa mín svo satt og rétt, og börnin mín elska þetta algjörlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.8.2012 kl. 15:59
Það er hvergi þori ég að fullyrða (er þá bara sérviska mín) eins afskekktir friðarreitir í Evr.-uríkjum og á Íslandi. Mb.Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 12.8.2012 kl. 03:54
Það er að mörgu leyti rétt hjá þér Helga mín, samt hef ég komið á stað í austur Þýskalandi af öllum stöðum sem er svo friðaður að það er bannað að ganga þar á landi, í litlu þorpi sem heitir Lubbenau eða eitthvað þannig, getur maður farið í gondólaferðir um á eða skurð, og notið algjörrar þagnar og hvíldar. Hélt að slíkir staðir væru ekki til ennþá. Í Svíþjóð má ekki fjarlægja dauð tré úr vissum skógum. En það er samt þessi hrikalega og stórkostlega fegurð á Hornströndum sem stenst allan samanburð við öll heimsins svæði að mínu mati.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2012 kl. 09:45
Ég mun vera í hlekkjuðu samneyti við ykkur ef fjarlægja á þetta snilldarkúlu. Það verður ekki svo langt að fara, því ég er búin að ráða mig í vinnu á Patró i vetur
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.8.2012 kl. 14:00
Gaman að heyra Anna mín, gangi þér vel með nýju vinnuna og gott að vita af þér
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2012 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.