30.7.2012 | 10:52
Prinsessur og vinir.
Veðrið er yndislegt, og æði að fá stelpurnar í heimsókn. Það er alltaf gaman þegar barnabörnin koma í heimsókn. Og svo eftir örfáa daga koma Júlíana, Daníel og Óðinn, og Ólöf Dagmar og Sigurjón Dagur.
Kisubörnin stækka, kettlingarnir eru bornir á höndum sér.
Slakað á í fríinu.
Sú stutta var fljót að sjá Kíví þegar við fórum í Samkaup. Hún elskar Kíví.
Og Hanna Sól mundi eftir Jarðaberjunum upp á lóð.
Og það er dundað sér.
Tjörnin er samt aðalaðdráttar aflið, hér er verið að gefa fiskunum.
Og Ásthildur ætlar að veiða fisk á hárið sitt
Ég yrði ekkert hissa ef hún dytti í tjörnina.
Já allt verður að dóti til að leika sér að.
Og stóra stelpan mín orðin svo stór.
Ótrúlega áhugaverð þessi tjörn.
Úlfur er líka æðislegur, alveg eins og pabbi hans, barngóður og yndæll.
Hann er nú eiginlega stóri bróðir.
Atli frændi kominn og hafði með sér góðan vin Björgvin kennara, skátaforingja og sjentilmann, en sérlega skemmtilegan.
Hann kom til að hitta dóttur sína, og það urðu fagnaðarfundir.
Edda er hér í Bolungarvík að vinna.
Þessir tveir eru nefnilega afar góðir vinir, og Edda og Atli eins og systkin. Rétt eins og við Atli erum svona andleg systkin. Svona geta tengslin orðið.
Þetta var falleg stund og innileg.
Sigga lánaði mér hjól fyrir Ásthildi, en hún vill heldur vera á gamla þríhjólinu, ennþá allavega.
Það er að vísu þrem númerum of lítið Hún fór fram á að afi stækkaði það.
Það var auðvitað grillað.
Þó það væri ekki sól var logn og hlýtt veður.
Og allir borðuðu vel.
Hún er eins og lítil villimey
Eða bara hafmey.
Ég var svo rosaklár eftir að stelpunar fóru til mömmu sinnar, að ég skrúfaði sundur kojurnar þeirra, en auðvitað var búið að henda leiðbeiningunum hehe... þegar átti svo að setja þetta saman, þá var vandi á höndum hehe ótrúlegar spýtur út um allt misstórar, eins og risa púsluspil. Þeim Ella og Atla, tókst þó að lokum að skrúfa þetta saman allavega í nothæft ástand, þó einhverjar skrúfur og spýtur yrðu eftir hehe.
Eins gott að ég þurfti ekki að greiða iðnaðarmönnum laun, annar múrari hinn húsgagnasmiður. En nú er prinsessuherbergið aftur komið í notkun í bili.
Og enn er morgunn, og búin að fá ristað brauð með súkkulaði.
Síðan er morgunkaffið klárt. Om lítt er kaffen klar.
Allt yndislegt hjá mér, eigið góðan dag elskurnar, og ég biðst afsökunar að vera ekki dugleg við að kommentera hjá ykkur, því hugur minn er annarsstaðar í augnablikinu.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2022164
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hugur þinn er akkúrat þar sem hann á að vera :)
Yndislegt að sjá aftur myndir af þessum ömmu prinsessum, vantar bara mynd af kruttmolanum bróður þeirra ;)
Knús í ömmukúlu <3
Kidda, 30.7.2012 kl. 11:39
Takk Kidda mín, það verður sennilega ekki langt í að birtist myndir af honum líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2012 kl. 12:54
Mikið hafa stúlkurnar stækkað :-) Fallegar myndirnar þínar að vanda. Það er svo mikill innileiki í þeim :-)
Dagný, 30.7.2012 kl. 14:20
Takk Dagný mín, já þær hafa sko stækkað þessar elskur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2012 kl. 14:40
Alltaf er jafn gaman af myndunum þínum. Rosalega sem stelpurnar hafa stækkað, greinilegt að þær eru HEIMA þegar þær eru í "kúlunni" hjá afa og ömmu....... Heimurinn er nú frekar lítill, það er gömul kona ættuð úr Aðalvík, sem ég er í miklu vinfengi við (hún er komin á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir rúmum tveimur árum), en Björgvin Magnússon er mikill vinur hennar og á meðan maðurinn hennar var á lífi, Vilbergur Júlíusson fyrrum skólastjóri og rithöfundur, var þar meiri samgangur. Meðal annars ferðuðust þau mikið saman...............
Jóhann Elíasson, 30.7.2012 kl. 15:11
Gaman að sjá hvað stelpurnar eru orðnar stórar og flottar . Leiðbeiningar, ég les þær aldrei ef ég slepp með það, en ég kasta þeim aldrei. Því ef ég gerði það væri öruggt að ég þyrfti að nota þær. Þetta er bara svona eins og að taka regngallann með í ferðalagið til að sleppa við rigninguna .
Dísa (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 15:59
Jóhann ég mun hitta þau feðgin fljótlega viltu að ég skili kveðju?
Hahah Dísa mín, þú varst alltaf þessi skynsamari. Jamm nákvæmlega, en regngallarnir verða sko teknir með, þó spáð sé dýrindisveðri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2012 kl. 20:06
Ég þekki þau eiginlega ekkert og ég stórefast um að Björgvin muni nokkuð eftir mér, ég var bara einu sinni í heimsókn hjá Pálínu, þegar hann kom þangað en hún talaði mikið og vel um hann...........
Jóhann Elíasson, 30.7.2012 kl. 20:33
Jóhann hann minntist einmitt á Pálínu þarna um kvöldi, hann talaði afar hlýlega um hana.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2012 kl. 21:06
Mikið er hún nafna þín orðin stór og dugleg stúlka :) það er alveg satt, hún er eins og villimey :) Elskar greinilega tjörnina
Knús vestur
Ragnheiður , 30.7.2012 kl. 22:11
Æ Ragnheiður mín, já við erum sennilega af sama meiði og hún elskar tjörnina
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.7.2012 kl. 01:58
Takk Ragnheiður mín, já hún elskar tjörnina, kettlingana og ömmu sína
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.7.2012 kl. 10:26
Úbbs mín ekki alveg vöknuð
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.7.2012 kl. 10:27
Frábærar myndir að vanda og ekkert smá skemmtilegt að sjá stelpurnar aftur. Svona líka stórar, ég þekki þær varla :)
Hrönn Sigurðardóttir, 31.7.2012 kl. 20:51
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.8.2012 kl. 02:26
Já þær hafa svo sannarlega stækkað Hrönn mín
Jóna mín knús á móti.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2012 kl. 11:03
Alltaf líf og fjör í kring um þig. Njóttu þess mín kæra.
Laufey B Waage, 1.8.2012 kl. 14:41
Takk Laufey mín, svo sannarlega ætla ég að njóta mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2012 kl. 22:23
(-: betsu kveðjur.
Helga Kristjánsdóttir, 2.8.2012 kl. 01:00
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.8.2012 kl. 01:03
Dásamlegt að sjá litlu vinkonurnar mínar, lífið er alltaf svo ljúft há þér kæra vinkona. Hafðu það gott um helgina og ég vona að blíðan verði hjá þér eins og mér.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.8.2012 kl. 14:52
Alltaf gaman að koma í innlit til þín elsku Ásthildur. Stelpurnar orðnar svooo stórar :) og alltaf jafn flottar og skemmtilegar. Úlfur ber það alveg með sér hvað hann er barngóður og yndislegur, flottur strákur hann Úlfur :)
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 9.8.2012 kl. 00:42
Takk Ásdís mín, já lífið er ljúft og ég er búin að eiga yndislega daga í Fljótavíkinni.
Takk Sigrún mín, já þær eru orðnar svo stórar þessar elskur, og svo sannarlega er Úlfur flottur strákur alveg eins og pabbi hans var.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.8.2012 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.