28.7.2012 | 11:47
Heimsóknir og garðamyndir.
Það er alltaf nóg að gera hjá mér. Í gær fékk ég skemmtilega heimsókn. Hressar og skemmtilegar konur Garðyrkjufélags Skagafjarðar. Þær komu til að skoða gróðurinn hjá mér, og einnig að ná sér í plöntur.
Mamma litla er rosalega dugleg og góð mamma.
Og hér eru þau Sigurjón Dagur, Ólöf og mamma þeirra að skoða fjölskylduna.
Og þeir eru búnir að opna augun sín.
Smápása frá uppeldinu.
Og pabbinn hvílir sig í sófanum. Hanna kíkir stundum á afkvæmin, og það er greinilegt að hann sýnir Lottu sinni meiri umhyggju, hann leyfir henni til dæmis að borða fyrst matinn, hef séð hann horfa rólegan á meðan hún borðar. Áður ruddist hann alltaf fyrstur að skálinni.
En góða veðrið er áfram eftir rigningu og það hefur greinilega grænkað í fjöllum.
Þetta er orðin heilmikill skógur í kring um mig.
Josicean mín, hún var lengi inn í garðskála, svo flutti ég hana út, og það eru ekki mörg ár síðan hún byrjaði að blómstra.
Meyjarrósirnar mínar eru stórglæsilegar þar sem þær teygja sig upp í himininn.
Stikkilsberin á góðri leið.
Þennan óvætt þarf ég að losa mig við. Hún stendur á brúninni við læk og frekar óhægt um vik að komast að henni.
Já hún er falleg meyjarrósin.
Þessa ösp kalla ég Birgir, fékk græðling hjá landbankalóðinni, þegar Birgir var það bankastjóri. Hún er fljótvaxin og gróf, eins og keisarinn.
Garðakvistill í blóma.
Frumskógur.
Risafuran mín dagnar ósköp vel.
Eins og sjá mál.
Súluöspin vex hægt en örugglega.
Og alltaf er blóðbergið jafn fallegt.
Og ekki eru bara börn í vögnum.
Svo er ég að ganga frá blómunum til næsta vors. Þeim sem ekki seldust.
En ég fékk sem sagt þessar eldhressu konur í heimsókn, og það var afskaplega gaman.
Ég held að þær hafi líka skemmt sér vel. Ein vinkona mín var með í för, Helga garðyrkjustjóri á Sauðárkróki og urðu fagnaðarfundir.
Mörgum finnst súlusýprisin skemmtilegur.
Það var spáð og spekulerað.
Takk kærlega fyrir komuna.
Svo komu prinsessurnar mínar í gær.
Og það var auðvitað byrjað á að heilsa upp á kisurnar.
Já frábært að fá þær í heimsókn.
Hanna Sól er líka búin að gefa þeim nöfn.
Svo fengu þær sér afaskyr fyrir háttinn.
Í morgun var svo nóg að gera, gefa fiskunum og hænunum og gá að eggjum.
Og njólinn er ekkert smáverk, stærri en Hanna Sól.
Hér eru svo kettlingarnir, sé sem er hér fremst heitir Lillý, við hliðina á henni er Snúður, svo er Doppa og Glaður.
Kolbrún mín og þessi svarta er læða, dýralæknirinn er búin að úrskurða málið.
En nú þarf að fara að sinna ýmsu, eigið góðan dag.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 2022944
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta átti auðvitað að vera Jóna Kolbrún
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2012 kl. 14:49
Æðislegar myndir og gaman fyrir prinssessurnar að koma í kettlingana svona litla þær eru yndislegar þær minna mig á litlar álfaprinssessur
Knús í Kúlu
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.7.2012 kl. 15:46
Þær eru nefnilega álfaprinsessur Milla mín, knús til þín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2012 kl. 16:34
Flottar myndir hjá þér eins og alltaf. Bara tilviljun að ég komst inn á bloggið þitt, harði diskurinn í tölvunni minni hrundi og hún er í viðgerð, sá bara athugasemd á Facebook og komst þar í gegn.
Gaman að sjá að prinsessurnar eru komnar í Kúlu að skoða kisurnar almennilega og njóta verunnar hjá ömmu
.
Dísa (IP-tala skráð) 28.7.2012 kl. 16:34
Frábærar myndir og gaman að sjá stelpurnar aftur :)
Hrönn Sigurðardóttir, 28.7.2012 kl. 18:39
Frábært
. Gaman að sjá að þið kunnið að meta njólan fyrir vestan. Hér á höfuðborgarsvæðinu er fólk að hneikslast yfir einstaka njólum á umferðareyjum. Skil það ekki....
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.7.2012 kl. 20:54
hneykslast átti að standa
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.7.2012 kl. 20:56
Það er ábyggilega betra að fá læðu, með hinum tveimur sem ég á... Gaman að sjá þessar myndir hjá þér, ég sé að stelpurnar þínar kunna vel að meðhöndla kettlingana :)
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.7.2012 kl. 01:39
dæmigerð "rokfærsla gegn mér í gegnum 10 ár moggabloggs, en svona MÁ ÉG EKKI SKRIFA
http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1250842/
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.7.2012 kl. 04:51
Gróðurinn þinn er jafnyndislegur og eigandinn eða eigendur <3. Næst þegar ég kem á Ísafjörð kem ég í heimsókn til þín :)
Hverjum hefði dottið það í hug fyrir þó nokkuð mörgum árum að það væri hægt að rækta svona margar tegundir fyrir vestan. Þú átt heiður skilinn fyrir að hafa byrjað fyrir 30 árum að rækta skóginn þinn og sannaðir að það er hægt að rækta skóga við Ísafjarðardjúp.
Kisufjölskyldan en yndisleg ásamt öllum ömmubörnunum þínum, gaman að þær systur eru komnar til ömmu í kúlunni.
Risaknús í ömmukúlu <3
Kidda, 29.7.2012 kl. 09:10
Ég tekk undir með Kiddu; þvílík gróðursæld hjá þér Ásthildur - rósir og hvaðeina :)
Kolbrún Hilmars, 29.7.2012 kl. 15:19
Þetta eru falleg blóm, líka kisubörnin kátu (-:
Helga Kristjánsdóttir, 29.7.2012 kl. 20:13
Innilega takk fyrir hlý orð. Ég er auðvitað afar upptekin amma, vil vera sem mest með stelpunum mínum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2012 kl. 10:26
Takk fyrir skemmtilega myndasýningu.Börn og kettlingar eru alltaf góð saman,
Kveðja frá Siglufirði, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 4.8.2012 kl. 08:42
Takk fyrir hlý orð og innlit Kristján.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.8.2012 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.